Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Elín Tryggvadóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á bráðasviði
Landspítalans. „Það er bara æðislegt. Okkur leiðist aldrei,“ segir hún
um starfið, sem sé afar gefandi, þrátt fyrir mikið álag á spítalanum.
Hún vinnur næturvaktir í bland við dagvaktir en eyðir frítímanum í
faðmi fjölskyldunnar og hyggur á ferðalag um Vestfirði í sumar með
eiginmanni, Guðjóni Guðmundssyni, og þremur börnum. Hún hefur
einnig gaman af því að elda og hefur stundað boot camp í nokkur ár
en vanrækt það undanfarið, með tilheyrandi afleiðingum. „Ég get
varla hreyft mig núna. Er búin að skrópa svolítið en mætti í gær og er
dálítið aum,“ segir hún og hlær. Líkaminn refsi sér sjálfur fyrir
kæruleysið.
Elín er 38 ára í dag en fagnar tvöföldu afmæli. „Já, það er svolítið
skemmtilegt við afmælið mitt að ég fékk manninn minn í afmælisgjöf
fyrir 20 árum. Þannig að við eigum 20 ára afmæli. Mágkona mín gaf
mér hann,“ segir hún umbúðalaust en er umsvifalaust beðin um nán-
ari útskýringar. „Við vorum saman í Versló, ég og mágkona mín, og
hún átti svona ægilega sætan bróður sem hún gaf mér á afmælisdag-
inn minn. Hún bauð mér í partí og þar var hann, prinsinn,“ segir hún
og hlær aftur. Það fylgir ekki sögunni hvort mágkonan batt bók-
staflega slaufu á bróðurinn en það varð ekki aftur snúið. „Ég held að
hún hafi alveg vitað hvað hún var að gera,“ segir Elín um mágkon-
una. „Örlagavaldurinn,“ bætir hún við. holmfridur@mbl.is
Elín Tryggvadóttir er 38 ára í dag
Barnalán Elín og Guðjón eiga börnin Grím Nóa 12 ára, Evu Elínbjörtu
8 ára og Auðbjörgu Eddu 3 ára. Myndin er tekin í Vestmannaeyjum.
Fékk eiginmann-
inn í afmælisgjöf
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ósló Aron Freyr fæddist 27. janúar.
Hann vó 3.260 g og var 50 cm langur.
Foreldrar eru Kolbrún Ásta Jónsdóttir
og Jósep Þ. Jónsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Alexander Örn fæddist 11.
júní. Hann vó 4.095 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Tinna H.
Arnardóttir og Andrew Robert Harper.
H
örður fæddist á Skaga-
strönd 27.3. 1933 en
ólst upp á Sauð-
árkróki. Hann var í
sveit á sumrin á Sel-
nesi á Skaga, á Gauksstöðum á Skaga
í tvö sumur og á Syðstu-Grund í
Blönduhlíð í þrjú sumur, auk þess
sem hann var þar einn vetur og gekk
þá í barnaskólann á Stóru-Ökrum.
Eftir fermingu var Hörður á síld í
eitt sumar. Hann lærði bakaraiðn hjá
Guðjóni Sigurðssyni, bakarameistara
á Sauðárkróki, lauk sveinsprófi á tví-
tugsafmælisdeginum sinn og stund-
aði framhaldsnám í bakstri í Þránd-
heimi í Noregi 1953-54.
Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauð-
árkróksbakaríi til 1958, tók þá við
rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á
Akranesi og rak hana 1958-63.
Hann keypti þá bakaríið, breytti
nafni þess í Harðarbakarí og starf-
Hörður Pálsson, bakarameistari á Akranesi - 80 ára
Fjölskyldan samankomin Hörður og Inga Þórey, ásamt Guðrúnu Bryndísi, Sigurði Páli, Herði og Sigríði Önnu.
Bindindismaðurinn og
bakarinn á Skaganum
Afmælisbarnið Hörður Húnfjörð Pálsson, bakari og söngvari.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI
R AF
FERMINGARBORÐUM.
Fjölbreyttir réttir smáréttabo
rðanna
okkar henta bæði í hádegis-
og kvöldveislur.
Steikarhlaðborðin eru alltaf
vinsæl, sérstak-
lega ef um kvöldveislu er að
ræða. Bjóðum
upp á tvær gerðir kaffihlaðb
orða, en einnig
er í boði að panta einstaka h
luta úr þeim. t.d
Kaffisnittur, fermingartertur.
Pinnahlaðborð
eru þægileg og slá hvenær s
em er í gegn.
Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
æðisleg
veislan
verður
Ferming
ar-
Góð ferm
ingar-
veisla lifi
r lengi
TapasSmáréttir Kaltborð P
innamatur
SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT
IR
Hádegisveisla á milli kl 12 -
14
Verð frá kr. 2.412
TAPASVEISLA 9 RÉTTIR
Síðdegisveisla 16 -19
Verð frá kr. 3.095
TERTU OG TAPASBORÐ.
Miðdegisveisla 13 - 15
Verð frá kr. 3.222
STEIKARBORÐ
Kvöldveisla 17 - 20
Verð frá kr. 3.095
FERMINGARKAFFIHLAÐBO
RÐ
Miðegisveisla 14 - 17
Verð frá kr. 2.090
LÉTTIR FORRÉTTIR OG
STEIKARBORÐ
Verð frá kr. 3.640
PINNAMATUR
Miðdegisveisla 14-17
Verð frá kr. 2.460
KALT HLAÐBORÐ
FISKRÉTTIR
Verð frá kr. 4.687