Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 46
AF LEIKHÚSI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nemendur á lokaári leik-arabrautar leiklistar- ogdansdeildar Listaháskóla Íslands ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í lokaverkefni sínu, setja upp Draum á Jónsmessu- nótt eftir Shakespeare. Verkið var frumsýnt föstudaginn 22. mars í Smiðjunni, sýningarrými skólans við Sölvhólsgötu og var ekki annað að heyra af viðtökum áhorfenda að sýn- ingu lokinni en að hún hefði verið vel heppnuð, mikið lófatak og fagn- aðarlæti. Og leikararnir hafa líklega verið nokkrum kílóum léttari, slíkur var hitinn í Smiðjunni. Kannski gleymdist að kveikja á loftræsting- unni? Kannski er engin loftræsting? Hver veit. Eða kannski voru leik- ararnir bara svona sjóðandi heitir, ungir og graðir (afsakið orðbragðið en kynlíf og skjóllítil klæði eru áber- andi í uppfærslunni) og óhræddir að takast á við snúinn og listilega ortan texta Vilhjálms.    Uppfærslan er nútímaleg, karl-menn í þröngum gallabuxum og háum stígvélum og konur í nær gegnsæjum undirkjólum, á nærhald- inu jafnvel eða einhvers konar sadó- masókískum búningum. Enda ræður lostinn ríkjum í álfaskóginum, þar spila kynóðir og stríðnir álfar með tilfinningar manna sem þangað rata, breyta ást í hatur og mönnum í asna. Við mennirnir eigum það til að haga okkur eins og asnar og maklegt að við fáum að kenna á því, svona af og til, að náttúran taki í taumana. Álf- urinn Bokki, ein af lykilpersónum verksins, titrar af gleði og tilhlökkun þegar hann fær unga og saklausa elskhuga frá Aþenu að spila með. Elskendur sem fá ekki að njótast vegna ósanngjarnra hjúskaparlaga í karlaveldi heimaborgarinnar og flýja á vit frelsisins. Þeir eiga ekki von á góðu.    Það er ekki hlaupið að því aðlýsa Draumi á Jónsmessunótt, í Svitablautur verkinu er engin ein meginsaga heldur fjórar sem lifa hver sínu sjálf- stæða lífi. Verkið er skemmtilega skrítið, eins og furðulegur, blautur draumur. Draumur sem maður vill ekki að taki enda. Í uppfærslu Nem- endaleikhússins, í leikstjórn Stefáns Jónssonar, er fyrirferðarmestur sá hluti sem fram fer í álfaskóginum og hann er bæði spaugilegur og drama- tískur. Skemmtilegust er þó sagan af handverksmönnunum sem eru að undirbúa leiksýningu fyrir Þeseif, hertoga í Aþenu. Þar fer hreinn og klár gamanleikur og bráðfyndinn. Spóli, sá ákafasti handverksmann- anna, er fantavel leikinn af Þorleifi Einarssyni og ljóst að þar fer efni í góðan gamanleikara. Leikrit hand- verksmannanna í höll hertogans 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin heimskunna þýska sópran- söngkona Diana Damrau kemur fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík 2. júní næstkomandi, ásamt hinum virta franska hörpu- leika Xavier de Maistre. Tónleikarn- ir verða í Eldborgarsal Hörpu. Damrau hefur undanfarin ár verið ein skærasta stjarna óperuheimsins, og hefur til að mynda sungið frá árinu 2005 mörg hlutverk í Metropo- litan-óperunni í New York. Hún er einnig afar vinsæll ljóðasöngvari, sögð „drottning kóleratúr-söngs“ í dag, búa yfir einstakri söngtækni og mikilli útgeislun á sviði. Eru tón- leikar þeirra de Maistre hér liður í tónleikaferð um Evrópu í sumar. „Sannkölluð stórstjarna“ „Ég get staðfest það að Diana Damrau heldur tónleika hér ásamt Xavier de Maistre. Það er afar ánægjulegt því þessi kona er sann- kölluð stórstjarna,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Hanna segir tónleika Damrau hafa verið eitt þeirra verkefna sem hafi verið komin af stað þegar hún tók við starfinu í haust enda fái Listahátíð ekki stjörnur á borð við Damrau til liðs við sig með nokkurra mánaða fyrirvara. Hún segir segir ánægju- legt að vera nú að kynna þátttöku Damrau á Listahátíð á sama tíma og fjölmiðlar heimsins ausa söngkonuna lofi fyrir söng hennar sem Víoletta í La traviata á sviði Metropolitan- óperunnar, þar sem hún syngur á móti Placido Domingo. „Listahátíð vinnur bæði með ung- um og efnilegum listamönnum og stórstjörnum af hinu alþjóðlega sviði; við spönnum allt litrófið í list- unum. Ris Damrau upp á stjörnu- himininn hefur verið hratt, hún slær í gegn á árunum 2007 og 2008 og er síðan, á örfáum árum, orðin að stór- stjörnu, virt og vinsæl,“ segir Hanna. Ljóðaperlur Eins og Hanna segir er Damrau stórstjarna í viðamiklum upp- færslum helstu óperuhúsanna, en samhliða því leggur söngkonan mikla áherslu á flutning sönglaga og ljóða á persónulegum og innilegum nótum. Hefur komið út fjöldi diska með henni, þar sem hún flytur jafnt krefjandi efnisskrá óperuhúsanna og ljóðatónlist. Á væntanlegum tónleikum þeirra de Maistre í Hörpu verður hefð- bundið ljóðatónleikaform brotið upp með samruna töfra mannsradd- arinnar og margslungins hljóðheims hörpunnar. Ljóð eftir Schubert, Tár- rega og Strauss munu mynda dag- skrá fyrri hluta tónleikanna en eftir hlé leiða listamennirnir áhorfendur til Frakklands þar sem fluttar verða valdar perlur franskra ljóða- tónbókmennta eftir Fauré, Hahn, Chausso, Duparc og Dall’Acqua. Diana Damrau og Xavier de Mai- stre hafa unnið saman að flutningi og upptökum á ljóðatónlist í nokkur ár og hlotið hástemmt lof fyrir. Fyrir diskinn „Nuit d’Etoiles“, þar sem þau flytja tónlist eftir Debussy, hlaut Maistre til dæmis þýsku tónlist- arverðlaunin Echo Klassik Award sem hlóðfæraleikari ársins. Verðlaunaður hörpuleikari Rétt eins og Damrau er lofuð fyrir fegurð raddarinnar og fagra túlkun, hefur Xavier de Maistré hlotið mikið lof fyrir hörpuleik sinn og ekki síst fyrir að breyta tónlistarlegu um- hverfi hörpueinleikara. Hann leikur oft á tíðum ögrandi verk sem yfirleitt eru flutt af stórum hljómsveitum. Sem einleikari hefur hann komið fram með mörgum helstu hljóm- sveitum og hljómsveitarstjórum heims, og á virtustu tónlistarhátíðum Evrópu. Nýjasti diskur hans, „Notte Veneziana“, þar sem hann spilar bar- okktónlist með hljómsveitinni L‘art del mondo, fékk eindæma lof gagn- rýnenda og er á topp tíu á klass- ískum tónlistarlistum. Miðasala á tónleikana hefst í dag á vefnum www.listahatid.is og í miða- sölu Hörpu. Söngstjarnan Diana Damrau á Listahátíð  Kemur fram í Eldborg ásamt Xavier de Maistre Ljósmynd/Tanja Niemann Sópransöngkonan Hinni þýsku Diana Damrau hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn. Er hún með vinsælustu óperu- og ljóðasöngvurum í dag. Tónskáldin Gerhard Stäbler, sem er þýskur, og Kóreumaðurinn Kunsu Shim verða gestir á tónleikum Jaðarbers á Kjarvalsstöðum í kvöld, miðvikudag klukkan 20. Tónskáldin tvö koma fram sem flytjendur á tónleikunum, studdir hópi heimamanna. Stäbler og Shim hafa starfað saman frá árinu 2000 og hafa haft umtalsverð áhrif á sviði tilraunatónlistar. Þeir stofnuðu í Duis- burg miðstöð og vettvang fyrir tilraunatónlist sem nefnist „Earport“. Stäbler hefur verið áberandi í þýskri tilraunatónlist síðan á 9. ára- tug seinustu aldar og þar gekk Shim til liðs við Wandelweiser-hópinn árið 1994, hreyfingu sem hefur unnið með „þögla“ tónlist. Ókeypis er á tónleikana í kvöld. Gerhard Stäbler og Kunsu Shim gestir á tónleikum Jaðarbers Tónskáldið Gerhard Stäbler er annar gestanna. Ófeigur gengur aftur Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhrædd- ur við að láta skoðanir sínar í ljós. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson og með helstu hlutverk fara Laddi, Gísli Örn Garðarsson og Ilmur Kristjánsdóttir. Croods 3D Þrívíddarteiknimynd um forsögulega fjöl- skyldu sem neyðist í ferðalag þegar hellirinn hennar hrynur saman. Leikstjórar: Kirk De Micco & Chris Sanders. Rottentomatoes.com: 66% Draugur Laddi fer með hlutverk Ófeigs. Bíófrumsýningar Afturganga og forsöguleg fjölskylda Lækjargötu og Vesturgötu Finndu fermingargjöfina í IÐU 30% afsláttur til 4. apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.