Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Blíðutíð Borgari á göngu í góðviðrinu í miðborg Reykjavíkur. Styrmir Kári Árið 1972, þrettán árum eftir að mælingar hófust á Hawaii-eyjum á styrk koltvíoxíðs í andrúmslofti, birti norska tímaritið Ambio niðurstöður og fram- reikning um líklega þróun til næstu alda- móta. (Sjá rit mitt, Vistkreppa eða nátt- úruvernd 1974, s. 29) Samkvæmt mælingunum var styrk- urinn 1970 talinn hafa numið 320 ppm en talinn mundu vaxa í um 375 ppm árið 2000. Þetta boðaði tíðindi en þótti samt af flestum harla ýkju- kennt. Rauntalan sem birtist mönn- um um aldamótin reyndist þó ívið hærri og hafði náð gildinu 389,6 ppm árið 2010 en það er nánast sama tal- an og spáð var 20 árum fyrr í að- draganda loftslagssamnings Sam- einuðu þjóðanna. Síðan hafa mælingar og reiknilíkön margfaldast að umfangi og nákvæmni og á þeim hvíla útreikningar og forspár langt inn í framtíðina. – Um þessi efni geta menn nú lesið sér til á íslensku í vönduðu riti, Kolefnishringrásin eft- ir Sigurð Reyni Gíslason jarðefna- fræðing, sem Bókmenntafélagið gaf út á síðasta ári. Vörðuð leið til glötunar Loftslagsbreytingar af manna- völdum eru stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyr- ir. Þær eru afleiðingar nútímalífs- hátta sem byggja á kolefnisorku- gjöfum í formi jarðefnaeldsneytis og sem magnaðir upp af ósjálfbæru hagkerfi og efnahagsvexti samhliða örri fólksfjölgun. Í riti sínu rekur Sigurður Reynir skilmerkilega hrikalegar afleiðingar aðgerðaleysis og ófullnægjandi viðbragða við hlýn- un andrúmsloftsins, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, en fjallar einnig um viðleitni til að bregðast við, m.a. með bindingu af ýmsum toga. – Óhætt er að fullyrða að nú- verandi viðleitni alþjóðasamfélags- ins og einstakra ríkja er með öllu ófullnægjandi, enginn bindandi al- þjóðasamningur í gildi og markmiðið um að stöðva hlýnun við 2°C aukningu með- alhita langt utan seil- ingar. Í stað sam- dráttar í brennslu kolefnis benda opinber- ar spár til mikillar og stöðugrar aukningar næstu áratugi. Þróun vistvænna orkugjafa heldur engan veginn í við sívaxandi orkunotk- un. Afleiðingar lofts- lagsbreytinganna varða alla heimsbyggð- ina en alvarlegastar geta þær orðið fyrir lífsskilyrði á norðlægum slóð- um. Þeir kynda eldana sem síst skyldi Í stjórnmálaumræðu nú í aðdrag- anda alþingiskosninga hérlendis heyrist vart minnst á viðbrögð við loftslagsbreytingum, sem vegna al- vöru málsins ætti þó að vera ofar- lega, ef ekki efst á blaði í stefnu- skrám stjórnmálaflokka og nýrra framboða. Innihaldslaust orðagjálf- ur um sjálfbærni kemur fyrir lítið ef ekki er fjallað um rætur vandans og settar fram tillögur um markviss viðbrögð. Staðan er í reynd allt önn- ur og verri, þar eð helsta flagg þeirra flokka sem verið hafa við völd allt kjörtímabilið og kenna sig við vinstrimennsku og græna pólitík vís- ar í þveröfuga átt: Að gera Ísland að miðstöð í olíuvinnslu á norður- slóðum. Það kom sem reiðarslag yfir marga sem horft höfðu til Vinstri grænna sem haldreipis í umhverfis- málum þegar Steingrímur J. Sigfús- son atvinnuvegaráðherra studdi og fagnaði um síðustu áramót úthlutun einkaleyfa til olíuleitar og olíu- vinnslu á Drekasvæðinu. Ekkert heyrðist þá frá helstu samstarfs- mönnum hans annað en óljóst tuld- ur. Nú hefur annar garpurinn frá, Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra, gerst keppinautur Stein- gríms með opinberri heimsókn til Noregs þar sem yfirlýsingar hans og gyllingar um væntanlegan olíugróða kaffærðu meira að segja gestgjafann sem reyndi að draga í land með væntingar. Með þessu framferði hafa nefndir ráðherrar afvopnað flokka sína til frambúðar, reyni menn á þeim bæjum að byggja upp ábyrga stefnu í loftslagsmálum. Það verður auðveldur leikur fyrir tals- menn olíudrauma og mengandi stór- iðju í Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki að feta í fótsporin. Dauðans alvara og siðferðileg gildi Þegar kemur að spurningunni um olíuvinnslu á heimsskautsvæðum falla raunverulegir hagsmunir Ís- lendinga í bráð og lengd saman við þörf alls mannskyns á að stöðva sig af í notkun jarðefnaeldsneytis. Háskinn af olíukapphlaupi í norðri sést best af því að þar gæti verið að finna um eða yfir fjórðung af áætl- uðum forða kolefnisbirgða í heim- inum. Framlenging, að ekki sé talað um aukningu, á notkun þeirra er ávísun á allsherjarvá. Til viðbótar við koltvíoxíð er losun mýragass (metans) úr freðmýrum á næsta leiti sem og bráðnun Grænlandsjökuls. – Nýlega hvöttu 6 guðfræðingar til ábyrgrar afstöðu í þessum málum (Fréttablaðið 14. febrúar 2013) og sögðu m.a.: „Það er einmitt núna sem umræðan um siðfræði olíu- vinnslunnar verður að eiga sér stað. Það verður of seint að hefja hana þegar hið svarta gull er fundið og æðið rennur á fyrir alvöru.“ … Þjóð eins og Íslendingar, sem enn er að jafna sig eftir kollsteypu af völdum taumlausrar græðgi, ætti að varast flokka og frambjóðendur sem egna nú fyrir kjósendur með hlið- stæðum hætti og fyrir hrun og horfa ekki fram fyrir tærnar á sér þegar vistkerfi norðurslóða á í hlut. Eftir Hjörleif Guttormsson » Yfirlýsingar og gyllingar Össurar ráðherra í Noregs- heimsókn um vænt- anlegan olíugróða kaffærðu gestgjafann sem reyndi að draga í land með væntingar. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Loftslagsmálin gleymd og grafin Mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosn- ingum verður endurreisn skatt- kerfisins úr rústum liðlega fjög- urra ára vinstri stjórnar. Hátt á annað hundrað breytingar hafa eyðilagt skattkerfið, gert það ógagnsærra og ranglátara. Sá sem tekur við lyklavöldunum í fjármálaráðuneytinu verður að vinda ofan af skattahækkunum síðustu ára samhliða því að ein- falda kerfið. Hvernig til tekst mun ráða mestu um það hvort Íslendingum tekst að vinna sig út úr efnahagslegum þrengingum. Við Íslendingar vitum af eigin reynslu að með því að skattleggja minna er hægt að fá meira. Við vitum að með því að hætta að refsa fyrir velgengni með ofursköttum, eykst velmegun almennings og hagsæld verður meiri. Ráðstöfunartekjur hækka og fyr- irtækin styrkjast og dafna. Lægri skattar og auknar tekjur Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir um- fangsmiklum breytingum á skattkerfinu eftir flokkurinn settist í ríkisstjórn árið 1991. Tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja var lækkaður, aðrir skattar ýmist lækkaðir eða felldir niður. Þrátt fyrir umfangsmiklar skattalækkanir jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Frá 1991 til 2007 tvöfölduðust tekjurnar að raun- virði. Með meiri hófsemd í skattheimtu styrktust tekjustofnar ríkisins og gáfu meira af sér. Þetta sést vel á því að tekjuskattur fyrirtækja var 50% árið 1985 en var kominn niður í 18% árið 2003. En skatttekjur ríkisins af fyrirtækjum sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu hækkuðu engu að síður úr 0,9% í 1,5%. Því miður hafa vinstri menn aldrei skilið einfalt lögmál: Því meira sem eitthvað er skattlagt því minna færðu af því. Að sama skapi: Því meira sem velgengni er skattlögð því minni verður velgengnin. Vítamínsprauta Íslenskt efnahagslíf þarf vítamínsprautu. Með markvissum og skynsamlegum skrefum við lækkun skatta, afnámi gjaldeyrishafta og einfaldara regluverki er hægt á skömmum tíma að hefja sókn í atvinnumálum. Uppstokkun skattkerfisins – endurreisn skattstofna ríkisins – á komandi kjörtímabili verður að taka mið af því að sníða viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar umgjörð sem eflir en dregur ekki úr, eykur en kæfir ekki þrótt einstaklinga og fyrirtækja. Það verður að hverfa frá stefnu vinstri manna sem ekki mega sjá neitt hreyfast án þess að vilja skattleggja það. Skattur á vinnu Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs mun tryggingagjald – sem er í raun lítið ann- að en skattur á laun og störf – skila ríkissjóði um 70,6 milljörðum króna. Þetta eru liðlega 22 milljörðum króna hærri tekjur en árið 2008. Þrátt fyrir vilyrði hefur trygginga- gjaldið ekki verið lækkað. Ofurskattur á laun og störf hefur dregið úr möguleikum fyrirtækja til að fjölga starfs- mönnum og/eða hækka laun þeirra sem þeg- ar eru í vinnu. Launamenn greiða þennan skatt með óbeinum hætti í formi færri starfa og lægri launa. Fyrirtækin bera skattinn og eru í spennitreyju. Afleiðingin er sú að af- koma fyrirtækjanna er verri sem hefur aftur áhrif á tekjur ríkisins. Og ríkissjóður verður af tekjum þar sem störfum fjölgar ekki. At- vinnuleysi er meira en ella og þar með út- gjöld ríkisins hærri. Hringavitleysan er í full- um gangi. Öll skynsamleg rök hníga að því að fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar við endurreisn skattstofna sé að lækka tryggingagjaldið verulega. Að því loknu á að endurskoða tekjuskattskerfið frá grunni, einfalda það, draga úr eða fella niður tekjutengingar og taka upp eina einfalda skattprósentu á kom- andi árum. Flókið tekjuskattskerfi með háum jarðarsköttum dregur ekki aðeins úr hvat- anum til að afla sér tekna, heldur kemur ekki síst niður á þeim sem síst skyldi – launa- mönnum sem eru með lágar tekjur og tak- markaða möguleika til vinnu. Verkefnin við að endurheimta skattstofna eru fleiri. Nauðsynlegt er að gjörbreyta og grisja frumskóg tolla og vörugjalda. Mark- miðið er ekki síst að færa verslunina aftur heim til Íslands og skjóta þannig styrkari stoðum undir mikilvæga atvinnugrein. Rík- issjóður mun þegar upp er staðið njóta góðs af. Ranglæti sem verður að leiðrétta Ekki verður því haldið fram að réttlæti og sanngirni hafi verið með í för þegar ríkis- stjórnin rústaði skattkerfinu. Innleiðing eignaupptökuskatts – sem vinstri menn kalla auðlegðarskatt – er bein árás á eldra fólk og sjálfstæða atvinnurekandann. Margir eiga ekki annan kost en að stofna til skulda eða selja eignir til að standa skil á skattinum. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa þurft að ganga á eigið fé til að greiða eignaupp- tökuskattinn og eftir stendur veikara fyrir- tæki. Eignaupptökuskatturinn er siðferðilega ranglátur og því getur ný ríkisstjórn ekki vikið sér undan því að afnema skattinn. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem bíða nýrrar rík- isstjórnar. Hvort hafist verður handa við að endurreisa skattstofna ríkisins ræðst af því hvort stefna Sjálfstæðisflokksins í skatta- málum fær að ráða för eða hvort hug- myndafræði vinstri manna verður fylgt áfram næstu fjögur árin. Reynslan síðustu ár gefur ágæta vísbendingu um hvernig staðan verður eftir fjögur ár nái vinstri menn að halda leik sínum áfram. Eftir Óla Björn Kárason » Við vitum að með því að hætta að refsa fyrir velgengni með ofursköttum, eykst velmegun almennings og hagsæld verður meiri. Óli Björn Kárason Endurreisn skattkerfisins Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.