Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
✝ Lilja Dórafæddist á Ak-
ureyri 17. sept-
ember árið 2011.
Hún lést 15. mars
2013.
Foreldrar Lilju
Dóru eru Svana Ósk
Rúnarsdóttir, f. 11.
ágúst 1983 á Ak-
ureyri, og Ástþór
Örn Árnason, f. 6.
júlí 1984 á Akureyri,
sauðfjárbændur í Fjósatungu í
Þingeyjarsveit. Foreldrar Svönu
Óskar eru Elín Sigurlaug Árna-
dóttir, f. 3.9. 1956, og Rúnar
Jónsson, f. 13.3. 1956. Foreldrar
Ástþórs Arnar eru Kristín Linda
Jónsdóttir, f. 9.8.
1961, og Sigurður
Árni Snorrason, f.
14.6. 1961. Systkini
Svönu Óskar eru
Katrín, f. 6.1. 1987,
sambýlismaður
Birgir Örn Smára-
son, f. 26.8. 1984, og
Stefán Fannar, f.
7.10. 1993, bræður
Ástþórs Arnar eru
Halldór Logi, f. 4.7.
1989, sambýliskona Arndís
Helgadóttir, f. 17.7 1989, og Jón
Fjalar, f. 1.9. 1999.
Útför Lilju Dóru fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 27. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Elsku Lilja Dóra okkar, engin
orð fá því lýst sem við erum að
ganga í gegnum eftir að þú varst
tekin frá okkur, hugurinn reikar
og minningarnar hlaðast upp, þó
að ævi þín hafi verið allt of stutt
er margs að minnast og mikils að
sakna.
Dagurinn sem þú komst í
heiminn rennur okkur aldrei úr
minni, mikið óskaplega fannst
okkur þú lítil en samt svo stór.
Ljósmæðurnar sögðu að þú vær-
ir ekki sviplaust ungbarn, strax
þá varstu svipmikil, ákveðin og
vissir hvað þú vildir. Það sem
einkenndi þína alltof stuttu ævi
var hversu glöð þú alltaf varst, já
þú varst glöð, ákveðin og fékkst
þínu fram. Þú varst aldrei að
væla yfir því sem ekki gekk vel,
stundum reiddist þú út í það sem
ekki gekk upp en það tók fljótt af
og þú varst aftur farin að hlæja,
skríkja og stríða.
Já, þú varst mjög stríðin, sér-
staklega við okkur, hljópst um
húsið berrössuð og faldir þig fyr-
ir okkur þegar við ætluðum að
setja nýja bleiu á þig. Þú varst
ekki mikið fyrir að liggja kyrr og
kúra, alltaf að vinna, brasa eitt-
hvað. En þegar átti að setja þig í
náttföt hljópstu oft í fangið á
pabba í sófanum og vildir þá
kúra. Auðvitað fékkstu það, enda
vissir þú að með því keyptir þú
nokkrar mínútur áður en
mamma fór svo með þig í rúmið
og söng fyrir þig Bíum bíum
bambaló sem við sungum alltaf
fyrir þig áður en þú sofnaðir.
Þú varst mjög dugleg, alltaf
að vinna, þú varst svo mikil bú-
kona og varst með okkur úti í
fjárhúsum mörgum stundum,
gafst kindunum og sagðir þeim
til. Já, þú varst ekki hrædd við
kindurnar og fyrr um morguninn
daginn sem þú varst tekin frá
okkur sastu á gólfinu fyrir fram-
an rúmlega hundrað kinda hóp
með litla röragrind á milli ykkar
og sagðir þeim til, talaðir til
þeirra og baðaðir út höndunum.
Það sást vel að þarna varstu að
stjórna þeim. Þess á milli faðm-
aðir þú hundinn og siðaðir hvolp-
ana sem þér þóttu mjög fyndnir.
Þegar við komum út í fjárhús
hengdum við úlpurnar okkar á
snaga áður en farið var að sinna
verkum. Þegar þeim var lokið,
og við tókum úlpurnar okkar af
snaganum vissir þú að nú værum
við að fara og þá sagðir þú oft
„jæja, jæja“, tautaðir þetta og
settir hendur fyrir aftan bak og
riggaðir út fóðurganginn í átt að
útidyrunum eins og gamall
bóndi. En nú er komið „jæja“ og
þú ert farin. Núna ertu komin á
grundirnar grænu til langömmu
Dóru sem þú varst skírð eftir,
hún var líka tekin frá okkur áður
en við vildum. Nú leikur þú við
ömmu og hún passar þig þangað
til við komum og hittum þig, litli
krúttengillinn okkar.
Nú verðum við að kveðja þig,
þó að við vitum ekki hvernig við
eigum að gera það. Við vitum
ekki hvernig við eigum að halda
áfram án þín, elsku litli engillinn
okkar, en við höfum hvort annað
og minningarnar um þig, ynd-
islegu stúlkuna okkar, sem lifir
alla tíð í hjarta okkar.
En ár og eilífð skilji okkur að
og enginn getur komið í þinn stað,
þó skal minning þín lifa
á meðan lifi ég,
á meðan lifi ég.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín og leiddi mig til þín.
(F.E.)
Þessum yndislegu minningum
sem þú gafst okkur á stuttri ævi
þinni gleymum við aldrei. Með
tárum, gleði og söknuði munu
þær lifa með okkur og í hjarta
okkar, allt okkar líf.
Við elskum þig að eilífu.
Pabbi og mamma.
Meira: mbl.is/minningar
Í dag kveðjum við yndislegu
stelpuna okkar, hana Lilju Dóru.
Ég var svo heppinn að kynnast
þér vel og þú varst ekki gömul
þegar foreldrar þínir treystu
mér fyrir þér. Ég var heimamað-
ur í Fjósatungu í fimm mánuði
sumarið áður en þú varst eins
árs og við áttum saman margar
góðar stundir. Ófá lögin var ég
búin að syngja fyrir þig, spjalla
við þig við matarborðið og svæfa
þig. Þú tókst alltaf vel á móti afa
þegar hann hitti þig og oft varstu
hjá mér á Akureyri, það voru
gleðistundir.
Svo á ég einstaka minningu
um daginn þinn 17. september.
Þá var ég í Fjósatungu og fór út
fyrir allar aldir til að beisla hest-
ana af því að það stóð til heima-
landasmölun. Það var glampandi
sól og allan daginn var ég í fjár-
ragi í dalnum þínum og beið eftir
símtalinu. Svo komstu í heiminn
síðdegis og ég fór inneftir og sá
þig.
Elsku dúllan hans afa síns, þú
fæddist í sólargeislum og varst
sjálf sólargeisli alla tíð, minning
þín lifir í huga mér. Nú veit ég að
þú ert á góðum stað og
langamma þín Dóra lítur eftir
þér.
Sigurður Árni Snorrason.
Fjörið blikar augum í
aldrei hik í spori.
Lundin mikil hrein og hlý
hlaðin kviku spori.
(Bjarni Halldórsson.)
Á fallegum haustdegi 2011
fæddist lítið ljós í þennan heim,
sem stækkaði og dafnaði vel.
Fyrr en varði var hún farin að
hlaupa um, troða sér helst inn í
alla skápa og príla upp á stóla og
borð, hún þurfti alltaf að vera að
vinna. Lilja Dóra var ákveðin lítil
stúlka sem vissi hvað hún vildi. Í
samverustundum okkar í vetur
spjölluðum við oft saman um
hvað við ætluðum að gera saman
í vor og sumar, sem var mjög
mikið. Hún svaraði okkur alltaf á
sama hátt, brosti og sagði „da-
da“. Minninguna um bjarta bros-
ið og fallegu fingurkossana þína
geymum við djúpt í hjarta okkar.
Elsku Svana og Ástþór, sökn-
uðurinn er sár og mikill fyrir
okkur öll. Við verðum áfram til
staðar fyrir ykkur.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
(…)
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Afi Rúnar og amma Elín
Sigurlaug, Stóragerði.
Elsku besta Lilja Dóra mín.
Allar stundir með þér voru
einstakar. Það finnur maður nú
þegar þú ert horfin á braut svo
skyndilega. Þegar þú komst í af-
mæli langafa þíns, svo skírnin
þín í Draflastaðakirkju, 12.11.
2011. Þetta voru alveg sérstakir
viðburðir þar sem þú varst aðal-
manneskjan. Það var nú þannig
með þig, þú varst svo sérstök,
frísk, dugleg, ákveðin og starf-
söm. Ég vil þakka þessar stundir
með þér, elsku Lilja Dóra mín.
Þær eru ljósir punktar í sorginni
sem nú heltekur fjölskylduna.
Mestur er missirinn hjá foreldr-
um þínum Svönu Ósk og Ástþóri.
Einnig er sorgin þung hjá ömm-
um þínum og öfum, þeim Ellu og
Rúnari, Lindu og Árna og svo
móður- og föðursystkinum.
Að hafa átt Lilju Dóru er ein-
stakt ævintýri, sem við verðum
að geyma í hjarta okkar. Við
verðum að vera þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þennan gim-
stein um stund.
Elsku Svana og Ástþór, þið
hafið sýnt og sannað að þið eruð
dugmikið fólk. Þið hafið unnið
hvert þrekvirkið af öðru á und-
anförnum árum. En þetta er það
erfiðasta af öllu erfiðu. Við vitum
að það er erfitt framundan. En
látið ekki bugast. Við verðum að
styðja hvert annað í þessari
þungu sorg. Verum minnug þess
að þeir einir missa sem eiga.
Sólveig langamma.
Ég man það svo vel í hvert
skipti sem ég kom í Fjósatungu
að þú komst hlaupandi til mín,
teygðir hendurnar upp til mín og
vildir að ég tæki þig upp. Svo
þegar ég beygði mig niður til þín
greipstu um hálsinn á mér og ég
tók þig upp, svo vildir þú bara
alls ekki sleppa. Þú faðmaðir mig
alltaf svo fast og innilega þó þú
hefðir ekki séð mig lengi. Mér
þótti svo vænt um þig og þér um
mig. Þegar ég var að passa þig
og mamma þín og pabbi voru að
vinna gekk alltaf vel hjá okkur.
Þú varst alltaf svo glöð og
skemmtileg og mér þykir ótrú-
lega vænt um þig alltaf og ég
sakna þín mjög mikið.
Jón Fjalar Árnason.
Elsku Lilja Dóra.
Þú varst alltaf miðpunktur at-
hyglinnar hvar sem þú fórst og
allir elskuðu þig afar heitt. Þín
verður sárt saknað en ég mun
minnast þín með gleðinni sem þú
breiddir út til allra sem þú hittir.
Alltaf var ég svo montinn og
stoltur stóri frændi þinn og ég
hlakkaði alltaf til að vera þinn
uppáhaldsfrændi. Í hvert skipti
sem ég hitti þig þá gladdirðu mig
með því hvernig þú horfðir alltaf
svo einkennilega en gleðilega á
mig. Þú munt alltaf eiga stóran
sess í hjarta mínu og munt fylgja
mér um ókomna tíð.
Hún er ljóshærð og lagleg,
hún er ljúf eins og vor.
Stráir ástríku yndi
við hvert einasta spor.
Hún er elskuð af öllum,
og í athöfnum dygg.
Hún var sólskinsbarn síglatt.
Hún er saklaus og trygg.
(Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli.)
Þinn frændi,
Stefán Fannar.
Lilja Dóra, svo yndisleg, þráð
og elskuð. Augasteinn foreldra
sinn og ljós fjölskyldunnar allr-
ar. Ég þakka fyrir hverja stund
með þér og geymi minningu þína
að eilífu ljóslifandi í huga mínum.
Þú varst ákveðin og kraftmikil
stelpa sem sópaði að og amma
var viss um að þú yrðir boðberi
réttlætis, jöfnuðar, framtaks og
framfara, skörungur, valkyrja.
Þú fórst létt með að mæta í eld-
húsið og halda ræðu og leggja
áherslu á orð þín með viðeigandi
líkamstjáningu og svipbrigðum
þó að þú værir ekki farin að tala
með hefðbundnum orðum. Þú
hafðir þessa miklu innri orku,
sterku ljómandi útgeislun, gleði,
birtu og hlýju, mikinn persónu-
leika.
Þú átt einstaka foreldra sem
umvöfðu þig ást og myndugleika
og hvert atriði í uppeldi þínu var
ígrundað og vandað. Þar var
ekki kastað til höndunum heldur
markvisst leitað nýjustu þekk-
ingar á sviði uppeldismála og
hver þáttur ákveðinn á besta veg
hvort sem um var að ræða mótun
svefnvenja, fæðuval, fatnað, leik-
föng, reglur, örvun eða hvatn-
ingu.
Á einu andartaki misstum við
þig frá okkur, harmurinn er
dýpri en orð fá lýst. Okkar er að
leggja hendur hvort um annað,
hlúa allar stundir að foreldrun-
um ungu sem misstu barnið sitt.
Minnast þín ætíð, elskuð Lilja
Dóra, með gleði og þakklæti og
trúa að aftur lýsi ljós í dal.
Kristín Linda Jónsdóttir.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldar blómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Elsku fallega frænka mín.
Nú hefur ástarfaðir himin-
hæða tekið þig í faðm sér svo
skyndilega og svo unga og eftir
stöndum við ringluð og sorg-
mædd og skiljum ekki neitt.
Við áttum alveg eftir að fá að
kynnast þér eins og við höfum
fengið að kynnast börnunum í
okkar stóra frændgarði frá Upp-
sölum. Ég sagði við ömmu þína í
fyrrasumar að mig langaði að
heimsækja ykkur í sveitina og
kynnast þér betur – en þú varst
of snögg fyrir mig og nú verðum
við bara að kynnast í huganum.
Elsku foreldrar, Svana mín og
Ástþór. Saman eignuðust þið
þetta litla ljós og nú verður það
hlutskipti ykkar að eiga þetta
litla ljós á himnum. Megi Guð
gefa ykkur allan þann styrk sem
þarf.
Elsku Ella Silla, Rúnar, Kata
og Stefán, Sólveig og Árni og öll
fjölskyldan. Við sendum ykkur
öllum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að leiða
litlu Lilju Dóru á ljóssins vegum.
F.h. frændfólksins sunnan
heiða,
Sigurlaug
Halldórsdóttir.
Elsku hjartans Lilja Dóra
mín. Þú komst með svo mikla
gleði og birtu í lífið, þú varst allt-
af svo kát og glöð. Þegar Svana
systir bað mig um að vera skírn-
arvott við skírnina þína þá var ég
svo ánægð og var svo montin
með að fá að vera guðmóðir þín.
Ég er svo þakklát fyrir stund-
irnar sem ég átti með þér og ég á
mikið af góðum minningum sem
munu fylgja mér alla tíð. Þá mun
ég sérstaklega muna gleðina sem
ríkti alltaf í kringum þig. Þín
verður sárt saknað og þú munt
ávallt vera í hjarta mínu, elsku
Lilja Dóra.
Elsku Svana og Ástþór, ég
mun standa við hlið ykkar í
gegnum þessa erfiðu tíma og
verð ávallt til staðar fyrir ykkur.
Hún mun í gegnum myrkrin lýsa
þín minning hlý og sólskinsbjört,
og hugljúf eins og vögguvísa,
er vorið hefur bezta gjört.
Hve björt hún var þín sólarsýn,
og sólskinsgjafi brosin þín!
Hve örðugt reyndist oss að skilja,
hve angursár var hlutur þinn,
er kveðjum við þig, hvíta lilja,
við kumblið dökkt í hinzta sinn.
Ó, sorgarinnar ljóðaljóð
var líka um þig, sem varst svo góð.
(Guðmundur Frímann.)
Katrín.
Þetta er tíminn þegar dagur-
inn verður lengri en nóttin og
sólin okkar skæra klifrar hærra
og hærra upp himnastigann af
svo miklu öryggi að snjórinn
klökknar af aðdáun. Þessir von-
björtu dagar sem hvísla heitar
sumarsögur gegnum norðan-
strenginn og kveikja drauma um
gróður og líf. Og aldrei voru
norðurljósin fallegri og aldrei
var útmánaðadagurinn bjartari
en einmitt þennan óskiljanlega
dag. Daginn þegar harmurinn
kom. Þá hurfu norðurljósin, tím-
inn fraus og dagurinn þagnaði og
hvarf. Ekkert eftir nema ör-
væntingin og sorgin. Ekkert
meir hægt að segja, samt var allt
ósagt. Ég horfi á mynd af lítilli
stúlku með þykka rauða vett-
linga. Hún er í bláum kuldagalla
og heldur hróðug á stóru snjó-
stykki. Hún er greinilega að
vanda sig fyrir myndavélina, ætl-
ar að vera fín á jólakortsmynd-
inni, en maður á samt von á því
að skyndilega skipti hún um
skoðun, fari að hlæja og bíti stór-
an bita úr snjókökunni. Þetta er
hún Lilja Dóra, litla frænka mín,
sem situr þarna í tandurhreinni
mjöll og horfir til mín. Hún er
með snjóhvíta loðhúfu, svona ís-
bjarnarhúfu, á höfðinu, það er
hiti í bústnum kinnunum og svip-
urinn minnir mig á Ellu ömmu
hennar og ég les eitthvað und-
urblítt úr fallegu augunum og
mér finnst eins og hún bíði eftir
að segja mér eitthvað, eða
kannski ætlar hún að sýna mér
fínu hlýju vettlingana sína. Eða
kannski ætlar hún bara að bjóða
mér bita af kaldri snjókökunni.
Eða hvað? Það fæ ég aldrei að
vita. Og þetta er líka tíminn sem
heiðlóurnar tygja sig til farar
hingað upp. Við skulum biðja
þær við komuna að syngja
dirrindístefin sín fyrir litla
stúlku sem horfir til mín þar sem
hún situr í hvítri mjöllinni með
hlýju rauðu vettlingana og pass-
ar stóru snjókökuna sína.
Eyþór Árnason.
Yndislega litla stelpan mín,
Lilja Dóra. Þegar ég heyrði fyrst
að þú værir á leiðinni í þennan
heim varð gleði mín mikil, ég
hafði nefnilega verið að bíða eftir
þér í nokkurn tíma. Ég er mjög
náin foreldrum þínum, hef verið
mikið hjá þeim í sveitinni í gegn-
um tíðina.
Þau eru bæði æðislegt fólk en
mjög ólík, þannig að ég vissi að
þú myndir verða góð blanda. Svo
komstu í heiminn brosmild, gull-
falleg og ákveðin. Ég fékk þann
mikla heiður að vera skírnarvott-
ur þinn eða guðfaðir eins og ég
vildi sjálfur kalla mig og gaf ég
þér kross um hálsinn í skírnar-
gjöf en við bræður fengum allir
kross frá skírnarvottum okkar.
Nú hugsa ég brosandi til þess að
krossinn frá Loga frænda verður
alltaf hjá þér og passar þig. Þú
varst nú ekki alltaf alveg sátt við
Loga frænda í fyrstu, hann bjó
fyrir sunnan og þú varst líklega
ekki sátt við hvað hann heimsótti
þig sjaldan. Ég sagði alltaf að ég
myndi ná þér seinna á mitt band.
En því miður var sá tími alltof
stuttur og sorgin yfir því að geta
ekki fylgst með þér fullorðnast í
fallegu sveitinni þinni er ólýsan-
leg, en nú verðum við að lifa með
henni og gleðjast í þínu nafni
enda varst þú alltaf svo glöð og
brosmild.
Ég man þegar þú komst suður
með mömmu og pabba nú í jan-
úar. Þið voruð hjá ömmu og ég
kom til ykkar eftir æfingu. Hafði
ég með mér Serrano-skyndibita,
þú komst til mín og vildir fá bita,
mamma þín leyfði það eftir að
hafa fengið að vita hvert inni-
haldið var, þú beist í og svo kom
þetta æðislega fallega bros og
svo hljópstu í burtu að leika, en
um leið og þú varst búin með bit-
ann komstu hlaupandi aftur og
vildir meira, Logi frændi gat
ekki neitað þér um það og þarna
náði hann þér á sitt band, þú
varst svo ánægð með hann og
hann með þig.
Halldór Logi Árnason.
Lilja Dóra
Ástþórsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir, tengda-
dóttir og mágkona,
BEATA RYBAK ANDRÉSSON,
skrifstofumaður og efnafræðingur,
sem lést miðvikudaginn 20. mars á Land-
spítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá
Landakotskirkju föstudaginn 5. apríl kl. 15.00.
Þorsteinn Andrésson,
Helena T. Rybak, Stanislaw Rybak,
Robert Rybak, Sylwia Czaban, Stanislaw Rybak,
Zdzislaw Rybak,
Jensína Þórarinsdóttir, Andrés Sigurðsson,
Þórarinn H. Andrésson,
Sigríður Andrésdóttir,
Linda Andrésdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA VALGERÐUR JAKOBSDÓTTIR,
lést laugardaginn 23. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey.
André Bachmann, Emelía Ásgeirsdóttir,
Jakob Bachmann, Auður Friðriksdóttir,
Sigurður V. Bachmann, Guðrún Fjóla Björgvinsdóttir,
Halldóra Sigurðardóttir, Runólfur Sigtryggsson,
Júlíus Heiðar Sigurðsson, Kristín Birgisdóttir,
Sigurbjörn Bachmann, Sigrún Bjargey Eðvarðsdóttir,
Jóhannes Bachmann, Sigurrós Jónsdóttir,
Kristín Bachmann, Gylfi Engilbert Rafnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.