Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 35
Birtist stundum óvænt og með
eitthvað gott með kaffinu. Hann
bar þess jákvæð merki að hafa
búið með Guðnýju sinni. Um-
hyggja og glaðværð er þeirra að-
alsmerki og maður fann að þó að
þau væru ekki saman síðustu ár-
in þá þótti þeim mjög vænt um
hvort annað.
Þegar ég hugsa til Nonna
núna, finn ég fyrir hans stóra
innilega faðmlagi og hlýju. Ég
heyri létta smitandi hláturinn
hans sem fékk mig alltaf til að
hlæja með. Við söknum hans svo
mikið en eigum óendanlega
margar minningar um allar
stundir okkar hér sem ljúft er að
muna. Við kveðjum okkar góða
vin með þökk fyrir allt.
Við sendum ástvinum Jóns
Más sem sakna hans og syrgja,
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Margrét Rósa og Gylfi.
Elsku Jón Már minn.
Með þessum örfáu orðum
langar mig að þakka þér fyrir að
koma svona óvænt inn í líf mitt.
Við kynntumst örstutt fyrir
tæpum 30 árum í gegnum dætur
okkar, síðan birtist þú í búðinni
minni, spjallaðir við mig og
keyptir eitt tvinnakefli. Nokkr-
um dögum seinna hringdirðu, þá
áttaði ég mig á því hver þú varst.
Í framhaldi bauðstu mér í grill
í sumarbústaðinn þinn, þar með
hófst með okkur mikil og ynd-
isleg vinátta sem var mér mjög
kærleiksrík og dýrmæt.
Þú varst alltaf jafn jákvæður
og gafst svo mikið af þér þrátt
fyrir veikindi þín, sem voru mun
alvarlegri en við gerðum okkur
grein fyrir.
Dætur þínar, Gunna og Silla,
voru þín stoð og stytta í einu og
öllu, alltaf þegar við ræddum um
þær ljómuðu í þér augun af ást
og kærleika, þú varst svo stoltur
af stelpunum, barnabörnum og
tengdasyni sem voru þér öll svo
kær.
Öll ferðalögin sem við rædd-
um um að fara saman þegar þú
næðir heilsu fer ég nú í hugan-
um, því þú fórst í þitt ferðalag á
undan, svo þegar minn tími kem-
ur förum við saman.
Elsku Gunna, Silla og fjöl-
skylda, megi guð veita ykkur
huggun í ykkar miklu sorg,
minningin um Jón Má lifir í
hjörtum okkar.
Erla Fanney Óskarsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan
dreng, vin og félaga sem lést
þriðjudaginn 19. mars eftir erf-
iða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Hann sýndi mikið æðruleysi í
þeirri baráttu. Kæri vinur,
margs er að minnast þegar mað-
ur lætur hugann reika aftur um
þau ár sem liðin eru frá okkar
fyrstu kynnum og aldrei bar
skugga á þá vináttu sem þá varð
til. Okkur er enn í fersku minni
þegar þú sagðir okkur að þú
værir að fara til Ameríku með
kærustunni þinni og þið ætluðuð
að gerast au pair. Þetta var þér
líkt, ákveðinn og óttalaus við það
óþekkta og þarna hófst hjá þér
ævintýri sem stóð í áratugi. Þú
fórst síðan og lærðir flugvirkjun
sem varð að þínu ævistarfi og þú
stundaðir lengst af erlendis, en
aldrei rofnuðu tengslin á milli
okkar.
Þú komst alltaf við hjá okkur
og var þá glatt á hjalla. Þegar
tekið var í spil þá var tyggjótert-
an fræga ómissandi hjá þér. Eft-
ir heimkomu gekkst þú í Odd-
fellowregluna og áttum við
margar ánægjustundir þar sam-
an og vinátta okkar óx og dafn-
aði. Eftir að þú veiktist og varðst
óvinnufær komst þú oft í heim-
sókn til okkar og eins og alltaf
var gleðin ríkjandi og ekki verið
að velta sér upp úr erfiðleikum
líðandi stundar. Elsku vinur, nú
að leiðarlokum viljum við þakka
þér fyrir allt það sem þú gafst
okkur af vináttu og kærleika.
Elsku Silla Maja og Gunna
Sigga, við vitum að þið hafið
misst ástríkan og traustan pabba
en við vitum að þótt hann sé
horfinn á braut þá mun hann
vaka yfir ykkur og fjölskyldum
ykkar.
Kveðja,
Friðjón og Guðrún.
Okkar einlægi Jón Már Jóns-
son er okkur horfinn á braut.
Hann greindist með illvígan
sjúkdóm fyrir rúmu ári sem
hann ásamt hjúkrunarfólki og
læknum á Landspítalanum hafa
barist við að undanförnu.
Jón Már birtist okkur í Mark-
holtinu, miðsumars 1969, en þá
var hann búinn að kynnast kær-
ustu sinni Guðnýju og foreldrum
hennar, Guðjóni heitnum Mar-
teinssyni og Guðrúnu Sigríði
Guðmundsdóttur frá Neskaup-
stað.
Þegar ungu skötuhjúin voru á
leiðinni til okkar stöðvaðist bíll-
inn í brekkunni við Hlégarð og
Guðný kom hlaupandi til okkar
og bað um aðstoð. Bíllinn komst
af stað og frá þeirri stundu hafa
kynni okkar og Jóns Más verið
órofin.
Jón Már var búinn að mennta
sig sem vélvirki og búinn að fara
til sjós á saltfisktogara á Græn-
landi eins og títt var í þá daga.
Guðný var að ljúka námi við Iðn-
skólann í Reykjavík í hár-
greiðslu. Jón Már hafði lært vél-
virkjun undir handleiðslu Páls
Indriðasonar stjúpföður síns.
Páll tók Jón Má að sér eins og
hann væri hans einkasonur. Var
kært milli þeirra, allt þar yfir
lauk hjá Páli.
Síðar kom að því að Jón Már
og Guðný fluttu til Lúxemborg-
ar, þar sem Jón Már vann í
fyrstu sem vélvirki en öðlaðist
síðar og með tímanum fullkomin
flugvirkjaréttindi á erlendri
grundu.
Guðný og Jón Már eignuðust
svo englana sína, tvíburadæturn-
ar Sigurlaugu Maríu og Guðrúnu
Sigríði, í mars 1975. Það urðu
ætíð glaðar stundir í Markholt-
inu þegar Guðný kom í heimsókn
með tvíburana og börn okkar
Gígju, Guðjón Dagbjörn og Guð-
rún Dagmar, fengu að leika við
þær.
Guðný fór svo í heimsóknir til
langömmu Maríu og á Skagann
og á Neskaupstað til að heilsa
upp á afana og ömmurnar. Við
Gígja minnumst þess með ævar-
andi þakklæti hve gott var að
koma til Jóns Más og Guðnýjar í
Junglinster.
Við dvöldum þar oft langdvöl-
um á sumrum og vorum yfirleitt
með börnin okkar með okkur.
Guðný var ólöt að fara með okk-
ur og kenna okkur á sveitaleiðina
milli Trier og Junglinster, þann-
ig að við Gígja gátum farið síðar
meir, af sjálfsdáðum, á litla Re-
nónum þeirra, (the Yellow sub-
marine) en það lag var oft sungið
í þeim gula litla bíl.
Árin líða, Jón Már flutti með
eiginkonu og dætur til Banda-
ríkjanna á vit nýrra ævintýra,
þar sem fjölskyldan bjó í yfir
áratug. Guðný og Jón Már vildu
þó að dæturnar lærðu í skólum á
Íslandi.
Jón Már nýtti öll sín frí til að
koma heim og vera með fjöl-
skyldunni. Stundum sagði Guðný
að hún og dæturnar byggju í
ferðatöskum. En að síðustu varð
úr að Jón Már og Guðný fluttu í
Garðabæinn og síðar á Austur-
ströndina.
Jón Már vann síðustu árin hér
heima hjá vöruflutningaflug-
félaginu Bláfugli. Fyrir nokkrum
árum slitu þau Guðný samvist-
um. Við Gígja Sólveig og börnin
okkar ásamt þeirra fjölskyldum,
sendum dætrunum, fjölskyldum
þeirra og Guðnýju, okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Megi góður
Guð vernda þau í söknuðinum.
Við kveðjum Jón Má með
söknuði og þakklæti og óskum
honum velfarnaðar á nýjum
brautum.
Gígja Sólveig Guðjónsdóttir
og Harald S. Holsvik.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
✝ Magnea Hall-dórsdóttir
fæddist 22. ágúst
1931 á Vind-
heimum í Ölfusi.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 23.
mars 2013. For-
eldrar hennar
voru hjónin Sess-
elja Einarsdóttir
og Halldór Magn-
ússon. Systkini Magneu eru
Guðrún, sem búsett er í Banda-
ríkjunum, Jónína, sem nú er
látin, Laufey, sem lést ung að
árum, og Hafsteinn.
Magnea giftist Grími Heið-
land Lárussyni frá Grímstungu
í Vatnsdal árið 1953, f. 3. júní
1926. Foreldrar hans voru
hjónin Lárus Björnsson og Pét-
urína Björg Jóhannsdóttir.
Grímur lést 23. október 1995.
Magnea og Grímur eign-
uðust fimm börn:
1) Reynir, f. 17.7. 1953.
Reynir er giftur Kari Grimsby
(f. 17.6. 1955). Saman eiga þau
Björn (f. 27.1. 1992), Gunnar (f.
2.8. 1993) og Einar (f. 22.7.
1997). Af fyrra hjónabandi með
Liv Mikalsen á Reynir Hönnu
Sesselju (f. 8.2. 1986) og Ingu-
elsu (f. 18.5. 1987).
2) Lárus Halldór, f. 13.12.
Magnea var húsmóðir fram í
fingurgóma og sá til þess að
fjölskyldan gæti framfleytt sér
á verkamannalaunum. Það var
enginn munaður á Bragagöt-
unni en ríkt vinarþel og gest-
ristni. Það var mikill gesta-
gangur á Bragagötunni. Þau
hjón voru virk í Kvæðamanna-
félaginu Iðunni um margra
áratuga skeið. Magnea var
kvæðamaður góður og samdi
ófáar vísurnar. Hún var í
stjórn Iðunnar um árbil, var
formaður rímnalaganefndar og
var gerð að heiðursfélaga Ið-
unnar fyrir störf í þágu
félagsins.
Magnea var einlægur
náttúruunnandi, las lífið og
landið með næmni og hafði
ómælda ánægju af gönguferð-
um, náttúruskoðun og garð-
rækt. Þegar árin færðust yfir
lagðist hún í heimshornaflakk
með Jóni Böðvarssyni og fylgdi
í fótspor víkinga, landnema og
konunga. Magnea var trúrækin
og hollvinur Hallgrímskirkju
og sótti sér félagsskap í kirkj-
una og félagsstarf eldri borga
á Vesturgötunni og Vitatorgi.
Magnea bjó ein allt fram að
miðjum desember síðastliðnum.
Þrátt fyrir Alzheimer-sjúkdóm-
inn tókst henni með reglusemi
og líkamsrækt að standa á eig-
in fótum á eigin heimili. Sein-
ustu vikurnar dvaldi Magna á
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag, 27.
mars 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
1954. Með Eddu
Jónsdóttur á hann
Áslaugu (f. 23.1.
2000) og Steinunni
(f. 31.7. 2001). Úr
fyrri sambúð með
Helgu Bjarnadótt-
ur á hann Grím (f.
9.7. 1992) og Egil
(f. 19.4. 1995).
3) Bára, f. 24.4.
1960. Bára er gift
Chris Foster (f.
25.4. 1948). Af fyrra hjóna-
bandi með Eyvindi Steinars-
syni á hún þrjá syni, Andra (f.
2.4. 1986), Eystein (f. 7.9. 1993)
og Júlíus (f. 8.8. 1997).
4) Helgi, f. 3.11. 1962. Helgi
er giftur Sigrúnu Sigurð-
ardóttur (f. 22.4. 1960). Saman
eiga þau Hafdísi (f. 14.2. 1987),
Daða (f. 22.10. 1988) og Sigríði
(f. 1.8. 1993).
5) Guðrún Sesselja, f. 31.1.
1964. Guðrún Sesselja er gift
Hermanni Sæmundssyni (f.
19.6. 1965). Saman eiga þau
Sæmund Árna (f. 11.7. 1991) og
Helga Grím (f. 26.2. 1995).
Magnea stundaði nám í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni og
Húsmæðraskólanum í Reykja-
vík. Hún kynntist Grími sem
kaupakona í Grímstungu. Árið
1964 fluttust þau alflutt til
Reykjavíkur á Bragagötu 29.
Elsku amma Magga, það er
erfitt að hugsa sér að þú sért far-
in. Þó þú hafir barist við þennan
hræðilega sjúkdóm seinustu ár þá
eigum við alltaf eftir að muna eftir
þér sem ofurkonunni sem við lit-
um upp til. Þrátt fyrir allt sem
gekk á þá var alltaf stutt í húm-
orinn og drifkrafturinn slokknaði
aldrei.
Frá því að við munum eftir okk-
ur hefur þú lifað spennandi og við-
burðaríku lífi. Við höfum alltaf
hugsað að svona ætluðum við að
lifa lífinu þegar við yrðum eldri.
Líf þitt fullt af spennandi ferða-
lögum, bæði innanlands og til
framandi landa, daglegir hittingar
með vinum og kunningjum og
ávallt umkringd fólki sem þótti
vænt um þig. Það sýndi okkur að
maður getur lent í ævintýrum á
hvaða aldri sem er. Við munum
líka hvernig þú varst alltaf með
myndavélina á lofti við allar að-
stæður, á ferðalögum, í fjöl-
skylduboðum, í garðinum þínum
og í daglegu göngutúrunum þín-
um þar sem þú náðir að grípa
ótrúleg augnablik. Þú hefur ef-
laust á einhvern hátt smitað okk-
ur af þessum áhuga fyrir um-
hverfi okkar. Þú varst alltaf
dugleg að hringja heim og láta
okkur vita ef þú varst að horfa á
náttúrulífsþætti sem þér þóttu
áhugaverðir og vildir deila því
með okkur. Við munum heldur
aldrei gleyma því þegar við fjöl-
skyldan fluttum öll inn á þig í
þrjár vikur á meðan við vorum að
byggja og þú tókst okkur opnum
örmum og gerðir allt til að láta
okkur líða sem best. Við erum afar
þakklát að hafa átt svona kraft-
mikla og yndislega konu sem
ömmu. Þú munt alltaf lifa í minn-
ingu okkar.
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei
gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og
jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði
veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa
og eldur.
(Davíð Stefánsson)
Hafdís Helgadóttir,
Daði Helgason og
Sigríður Helgadóttir.
Magnea Halldórsdóttir er látin.
Hún var um langt árabil einn af
burðarásunum í starfi Kvæða-
mannafélagsins Iðunnar. Eigin-
maður hennar var Grímur Lárus-
son. Fljótlega eftir að þau hjónin
fluttu til Reykjavíkur og settust
að við Bragagötuna gengu þau í
félagið og voru vel virk þar alla tíð
síðan. Grímur þekktur hagyrðing-
ur og kvæðamaður og Magnea
hafði einnig glöggt eyra fyrir brag
og kvæðalögum. Lengi voru
kvæðalagaæfingarnar haldnar á
heimili þeirra hjóna og minnast
félagarnir þess að þar hafi þá æv-
inlega verið vel veitt af kaffi,
pönnukökum og tertum.
Magnea var um tíma formaður
rímnalaganefndar og um langt
árabil heiðursfélagi Iðunnar. Hún
mætti á fundi og tók þátt í starfinu
meðan heilsan leyfði. Öllu því sem
hún tók að sér fyrir félagið sinnti
hún af samviskusemi og óbilandi
áhuga. Hún var ein af þeim sem
sköpuðu þetta góða félag eins og
það er í dag.
Kvæðamannafélagið Iðunn
þakkar Magneu fyrir óeigingjarnt
starf í þágu félagsins og samfylgd
um langt skeið. Aðstandendum
vottum við samúð okkar. Blessuð
sé minning Magneu Halldórsdótt-
ur.
Fyrir hönd Kvæðamanna-
félagsins Iðunnar,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Magnea
Halldórsdóttir
✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist í
Bræðratungu á
Stokkseyri 22. apríl
1923. Hún lést á
Hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ 16. mars
2013.
Hún var dóttir
hjónanna Magneu
Einarsdóttur frá
Sandgerði og Árna
Tómassonar frá Reyðarvatni á
Rangárvöllum. Alsystkini henn-
ar eru Guðrún og Jakob en áður
átti Árni soninn Halldór. Sigríð-
ur ólst upp á Stokkseyri, gekk í
skóla á Eyrarbakka og Héraðs-
skólann á Laugarvatni áður en
hún flutti til Reykjavíkur. Sig-
ríður vann um langt árabil á
Teiknistofu landbúnaðarins. Ár-
ið 1957 giftist hún
Einari D. Davíðs-
syni, en hann lést
1989. Börn þeirra
eru Magnea, fædd
1958, Hildur, fædd
1961, Einar, fædd-
ur 1963, og Sólveig,
fædd 1966. Dætur
Einars eru Álfheið-
ur Gló og Heiðrún
Vala og börn Sól-
veigar eru Helena
Huld og Heiðar Dagur. Synir
Magneu eru Árni og Einar Dag-
finnur. Sonur Árna er Jóhann
Sadio og börn Einars eru Seb-
astian Jóhann og Hrafnhildur
Helga.
Sigríður verður jarðsungin
frá Laugarneskirkju í dag, 27.
mars 2013, og hefst athöfnin kl.
15.
Ég hélt alltaf að þú yrðir
ódauðleg. Ég hélt að þú myndir
sjá mig eldast og sjá börn
barna minna vaxa úr grasi.
Bakið þitt var ætíð hnarreist
eins og fjöllin og þú sagðir frá
sögum sem elstu menn höfðu
gleymt. Eins frjálsleg og æðru-
laus og eyja í miðju hafi með
hvítan koll sem ferskir vindar
leika um varst þú. En elsku
amma mín, ég hafði þá rétt fyr-
ir mér því þú ert eilíf, þú ert
sjálf Íslandssól. Og sama hvern-
ig heimurinn velkist þá rís sólin
alltaf upp í austri. Þess vegna
ætla ég að líta til þín þangað
austur, upp í Útey – heim.
Lítil hönd í minni
hvílist þar að sinni.
Í mínu sæla minni
mér hún hlýjaði í sinni.
Með hjartans kveðju, folaldið
hennar ömmu sinnar,
Álfheiður Gló.
Það var í byrjun sumars, ég,
níu eða tíu ára, kom með Einari
í Skodanum akandi frá Reykja-
vík austur í Útey. Þar tók Sigga
á móti mér en börnin voru sofn-
uð. Þessi sumarbyrjun var sú
fyrsta af mörgum sem hófst á
þennan hátt. Ég var komin til
að passa börnin þeirra Siggu og
Einars og mér uppálagt að
gæta þeirra sérstaklega vel
vegna þess hversu hættulegt
sjóðandi hveravatnið var sem
rann í læk rétt við bæinn.
Það var barnmargt í Útey
þessi sumur þar sem mágkon-
urnar Sigga og Þórdís voru
báðar með börnin sín og það
var líka barnmargt á næsta bæ
sem er örskammt frá svo það
má segja að það hafi verið líf og
fjör þennan tíma. En það var
regla á öllum hlutum. Matar- og
kaffitímar voru alltaf á sama
tíma, börnunum komið í rúmið á
sama tíma og húsið hreint og
fínt utan sem innan.
Árin liðu og Sigga fylgdist
alltaf með því sem ég tók mér
fyrir hendur og eftir að ég átti
Magnús hefur hún líka fylgst
vel með honum og munað eftir
stóru stundunum hans.
Móðir mín, Ingibjörg Daða-
dóttir, og Sigríður Árnadóttir
voru góðar vinkonur, þær
kynntust á Héraðsskólanum á
Laugarvatni þá ungar stúlkur.
Eitt og hálft ár er síðan móðir
mín lést og þangað til töluðust
þær við vikulega, að minnsta
kosti síðustu árin.
Mér þótti vænt um að geta
farið með Siggu nokkrum sinn-
um í kaffi þar sem fyrrum
starfsmenn Búnaðarbanka Ís-
lands hittast mánaðarlega en
við erum báðar í þeim hópi og
hún sagði mér margar
skemmtilegar sögur frá þeim
tíma sem hún starfaði í bank-
anum.
Það er margs að minnast, en
ég kveð þessa konu sem treysti
mér svo vel fyrir börnunum sín-
um.
Með þakklæti og virðingu,
Ása Jónsdóttir.
Sigríður
Árnadóttir
Elsku Beta mín.
Mig langar til að
þakka þér fyrir góð-
ar móttökur, sem þú sýndir mér
þegar ég hafði kynnst honum
Elísabet
Sigurðardóttir
✝ Elísabet Sig-urðardóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 3. júlí
1924. Hún lést 25.
febrúar 2013.
Jarðarför El-
ísabetar fór fram 4.
mars 2013.
Kjartani mínum,
syni þínum. Mér
fannst þú afar virðu-
leg og glæsileg
kona, smekklega
klædd, fín um hárið,
og vel snyrtar og
flottar hendur. Allt
hreint og snyrtilegt
í kringum þig.
Beta mín, þakka
þér fyrir góð kynni.
Takk fyrir allt og
allt. Blessuð sé minning þín.
Freyja Helgadóttir.