Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Við erum að fara yfir daginn og við- brögðin í stjórn slökkviliðsins, vinnunni þar er í sjálfu sér ekki lok- ið. Síðan munum við taka þetta fyrir í almannavörnum í apríl. Málið er í raun í ferli inni í þessum nefndum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmda- stjóri almannavarnarnefndar höf- uðborgarsvæðisins, en viðbragðs- aðilar fara nú yfir viðbrögð vegna óveðursins 6. mars síðastliðinn. Í óveðrinu fóru samgöngur úr skorðum og áhrifin voru mikil á höf- uðborgarsvæðinu þar sem umferð- arþunginn er mestur. Stofnæðar lokuðust, bæði vegna ófærðar og vegna bíla sem sátu fastir. Skóla- starf fór víða úr skorðum og rask- anir urðu í atvinnulífinu. Hinsvegar fóru börn í skóla, enda ekki tilkynnt um annað. Gríðarlegt álag skapaðist á alla viðbragðsaðila, ekki síst vegna þess að óveðrið kom að einhverju leyti á óvart. Jón Viðar segir að höfuðborgar- svæðið hafi verið í hálfgerðum „bóm- ul“ í langan tíma, veðurfarslega séð. „Svo kemur þetta skot hérna í einn dag, sem er ansi kröftugt og sýnir að viðbúnaðurinn verður að vera öfl- ugri en hann kannski var. Við þurf- um að fínslípa ýmsa ferla hjá okk- ur,“ segir Jón Viðar en bætir við að margt hafi gengið vel. Netið mikilvægt Spurður um atriði sem mætti huga betur að nefnir Jón að nauð- synlegt sé að byggja upp betri að- stöðu fyrir aðgerðastjórn á höfuð- borgarsvæðinu, auk þess sem rýna þurfi í skipulag varðandi upplýs- ingar um skólahald sem að einhverju leyti hafi verið misvísandi þennan dag. Flest börn fóru í skólann þenn- an dag en eitthvað bar á misvísandi skilaboðum til foreldra um að sækja börnin eða halda sig heima. Jón seg- ir að verið sé að taka saman upplýs- ingar og yfirfara, eftir páska verði farið yfir málin með fræðslu- yfirvöldum og öðrum sem málið snerti. Jón nefnir að samskipti við fjöl- miðla hafi verið til fyrirmyndar, þeir hafi komið fyrirmælum og tilkynn- ingum til skila á góða máta. Þá hafi viðbragðsaðilar nýtt sér samskipta- miðla, t.a.m. hafi lögreglan verið með mjög öflugar Facebook-færslur úr samhæfingarmiðstöðinni, það sé klárlega eitthvað sem hægt sé að þróa í framtíðinni. Jón sér fyrir sér að binda þurfi allar hinar nýju leiðir til að veita upplýsingar í einhvers- konar verklag, m.a. með samfélags- og netmiðla í huga. Ljóst sé að margir leiti í fréttamiðla á netinu að upplýsingum þegar svona stendur á. „Ég held að engin ein leið sé sú eina rétta, við þurfum að vera með mörg járn í eldinum og ekki má gleyma að það er stór hópur fólks sem treystir á útvarpið,“ ítrekar Jón Viðar. „En það er eitt sem stendur upp úr að mér fannst í þessari aðgerð og kom mér ekki á óvart, það er hversu björgunarsveitirnar okkar eru of- boðslega kröftugar,“ segir Jón Viðar og ítrekar hversu mikilvægur hlekk- ur þær eru. Víðir Reynisson, deildar- stjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að fara yfir aðgerðir á óveðursdaginn. Í ljós hafi kom- ið að skýra þurfi skilaboð frá almannavarnardeildinni aðeins nánar. Tryggja þurfi að allir viðbragðs- aðilar séu samtaka í upplýsingagjöfinni. „Yfirleitt hefur það gengið vel en við þurf- um aðeins að skerpa á,“ segir Víðir. Fara yfir aðgerðir og fínstilla skipulag Morgunblaðið/Golli Samstaða Í nógu var að snúast fyrir viðbragðsaðila í óveðrinu í byrjun mars. Margir bílar sátu fastir í hríðinni klukkustundum saman. 26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af þvímik-ilvæg- asta sem bíður næstu rík- isstjórnar er að stuðla að aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu eftir þann hægagang sem núverandi ríkisstjórn hefur stuðlað að. Fjárfesting dróst saman um tæp 5% í fyrra og augljóst er að með sama áframhaldi verður ekki um aukna verðmæta- sköpun að ræða og þar með er útséð um lífskjarabætur almennings. Hið gagnstæða mun gerast; með minnkandi fjárfestingu blasir við að lífskjör munu rýrna. Þetta er það sem stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hags- og atvinnumálum hef- ur leitt af sér og ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir áframhaldandi nei- kvæða þróun. Jafnvel margir þeirra sem hafa lengi haft horn í síðu sjávarútvegsins og hafa á þessu kjörtímabili hamast við að reyna að koma greininni á kné, við- urkenna að sjávarútvegur- inn er undirstaða þeirra lífskjara sem almenningur hér á landi hefur búið við. Íslendingar hafa búið við velmegun og gera enn þrátt fyrir bankahrun og efna- hagserfiðleika síðustu ár, þar með talda heimatilbúna efnahagserfiðleika Sam- fylkingar og Vinstri grænna. Sjávarútvegurinn, meðal annars vegna þess stjórnkerfis sem hann hefur búið við síðastliðna tvo til þrjá áratugi, hefur ráðið mestu um þessa velmegun. Sjávarútvegurinn hefur haft burði til að fjárfesta, sem er ein helsta forsenda velgengni í þeirri atvinnu- grein sem öðrum. Stjórn- arstefnan hefur hins vegar gert það að verkum að stað- an er nú gjörbreytt frá því sem var. Fyrir fáeinum árum fjár- festi sjávarútvegurinn fyrir um þriðjung til helming rekstrarhagnaðar fyrir af- skriftir en frá því að núver- andi ríkisstjórn hóf að vinna gegn greininni hefur þetta hlutfall hrunið niður í minna en tíunda hluta rekstrarhagnaðarins fyrir afskriftir. Verði framhald á þess- ari þróun er ljóst að framtíð þess- arar und- irstöðuat- vinnugreinar hefur verið sett í uppnám. Nýleg könnun meðal stjórnenda í sjávarútvegi bendir því miður til þess að útlitið sé dökkt. 60% telja að fjárfesting muni dragast saman í ár frá fyrra ári en aðeins 3% telja að fjárfest- ing muni fara vaxandi. Þeir sem hafa horn í síðu sjávarútvegsins gleyma því stundum að sem und- irstöðuatvinnugrein hefur hann mikil áhrif á margar aðrar greinar. Sjávarútveg- urinn kemur með mikinn gjaldeyri inn í landið og kaupir mikið af vörum og þjónustu hér á landi, fyrir utan þau störf sem hann skapar beint. Minni fjár- festingar sjávarútvegsins og almennur samdráttur í greininni vegna versnandi rekstrarskilyrða af hálfu hins opinbera hefur því áhrif langt út fyrir greinina sjálfa. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ekki mikla möguleika til að halda áfram að grafa undan rekstrarforsendum sjáv- arútvegsins þó að hún hafi ekki enn gefið upp alla von. En fyrir sjávarútveginn, líkt og aðrar greinar at- vinnulífsins, er ekki nóg að hindra frekari eyðilegg- ingu. Sjávarútvegurinn, eins og önnur atvinnu- starfsemi, þarf nauðsynlega á því að halda að hið bráð- asta taki við ríkisstjórn sem hefur að markmiði að efla atvinnulífið og skapa því hagfelldari skilyrði og meira rekstraröryggi. Óvissunni verður að eyða, skattlagning verður að minnka og fjandskapurinn verður að víkja fyrir skiln- ingi á því, að án öflugs at- vinnulífs geta Íslendingar ekki búist við því að bæta lífskjörin á komandi árum. Þetta eru einfaldar stað- reyndir sem full samstaða ætti að geta verið um. Reynslan af þessu kjör- tímabili sýnir hins vegar að því fer fjarri að svo sé. Undirstöðugrein þjóðarinnar býr við óþarfan vanda sem verður að leysa} Dekkri horfur í sjávarútvegi A llar umferðarreglur eru látnar lönd og leið, sérstaklega þær sem kveða á um hvar megi leggja ökutækjum. Bílarnir nema staðar eins nærri inn- ganginum og hægt er. Bílhurð opnast og út stekkur barn á aldursbilinu 6-16 ára. „Ætlar virkilega enginn að byggja skóla sem hægt er að aka inn í?“ dæsir hneykslað foreldri. Þetta er bílaplan íslensks grunnskóla klukk- an u.þ.b. átta að morgni. Inn í skólastofurnar streyma börn af hin- um ólíklegustu stærðum og gerðum. Líka kennarar, sem vonast til þess að þeir fái svigrúm til að kenna í dag, að þeir geti staðið við kennsluáætlunina sem skólayfirvöld gerðu þeim að setja sér í byrjun skólaárs, án þess að búa þeim aðstæður til að standa við hana. Að undanförnu hafa grunnskólakennarar vakið at- hygli á því að margir kennarar þurfa að nota sífellt stærri hluta vinnutíma síns til þess að sinna ýmsum störfum sem engum dytti í hug að féllu undir hugtakið kennslu. Hér er verið að tala um ýmis verkefni, sum býsna smávægileg á borð við að finna autt rými í skól- anum svo að þreyttur nemandi geti lagt sig eða athuga á kennarastofunni hvort góðhjartaður samstarfsmaður sé aflögufær um epli því að einhver er nestislaus fjórða daginn í röð. Önnur eru talsvert annars eðlis, eins og kom fram í frétt sem birtist á mbl.is fyrir nokkrum dög- um þar sem skólastjóri greindi frá ofbeldi sem börn í ýmsum erfiðleikum beita skóla- félaga sína og /eða starfsfólk skólanna. Að oft hafi alvarlegir atburðir gerst áður en hægt er að grípa er í taumana í skólakerfinu. Í aðalnámskrá grunnskóla segir að skólinn sé „vinnustaður nemenda um tíu ára skeið á mikilvægu þroska- og mótunarskeiði þeirra.“ Myndi einhver fullorðinn einstaklingur sætta sig við það á vinnustað sínum að vera barinn til óbóta eða fá ekki vinnufrið vegna þess að einhver af vinnufélögunum hefur verið greindur með einhvers konar röskun? Við höfum þó alltaf a.m.k. möguleikann á því að hætta í vinnunni, ef vinnuveitandinn myndi ekkigera viðeigandi ráðstafanir. En þann möguleika eiga börnin okkar ekki. Þau eru skólaskyld. Kennsla, sem hlýtur að vera helsta hlutverk grunn- skólans, er farin að mæta afgangi á kostnað alls kyns verkefna sem kennarar hafa enga þekkingu eða mennt- un til að sinna, þrátt fyrir að nú taki það fimm ár að verða kennari. Það er gleðilegt, þakkarvert og fyrir löngu orðið tímabært að formaður Félags grunnskólakennara skuli kalla eftir skilgreiningu á starfinu. Það var nefnilega kominn tími til að einhver segði: Þetta er ekki á verksviði skólans! Það má gjarnan brýna raustina, það er líklega ekki vanþörf á. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Það var kominn tími til STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við höfum rætt við Veðurstof- una um formfastari viðvaranir vegna veðurs. Það eru til að- þjóðlegir staðlar fyrir veður sem eru notaðir. Veðurstofan er að skoða hvort setja megi stormviðvaranir upp í flokka, eftir því hversu alvarlegar þær eru, svo augljósara sé fyrir alla sem að málinu koma að átta sig á hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Víðir sem leggur áherslu á að viðvaranir hafi komið frá Veðurstofunni í aðdraganda veðursins. „Við erum að skoða hvort taka mætti upp verklag sem evrópska Veðurmálastofn- unin hefur notað, hvort það gæti ekki gagnast okkur mjög vel hérna. Það þyrfti að setja skýrar verklagsreglur um það svo við sem tökum við skilaboðunum get- um miðað viðbrögð okkar við slíkt kerfi.“ Flokkun á viðvörunum FASTARA FORM Víðir Reynisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.