Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis.asgeirsdottir@gmail.com
Í
byrjun árs 2011 ákvað ungt
par frá Íslandi að leggja
land undir fót og halda á
vit ævintýranna. Jónína Sif
Eyþórsdóttir og Kjartan
Þórsson völdu borgina Santa
Marta í Kólombíu og ætlaði Kjart-
an þar í skóla, en hann hafði áður
verið skiptinemi í Venesúela. Jón-
ína Sif var búin að ákveða að kom-
ast í hjálparstarf, enda víða þörf.
Stuttu eftir komuna þangað kynnt-
ust þau manni að nafni Oscar sem
rak einsamall hjálparstarfið Gulu
fiðrildin í fátækrahverfunum.
Hann hafði sjálfur búið þar sem
drengur og hafði náð að krafsa sig
upp úr fátækt og eymd með því að
selja ljósaperur. Hann útvegaði
Jónínu vinnu við kennslu í barna-
skóla og ákvað þá Kjartan að slást í
hópinn.
Heitt og rykugt
Gífurleg fátækt er í hverfinu
þar sem skólinn stendur. Þar eru
illa byggðir kofar og hús og ekkert
rennandi vatn er þar að finna. „Það
var mjög slæmt ástand í þessu
hverfi, helmingur húsanna hafði
skolast í burtu í flóðum,“ segir Jón-
ína. Rykugir malarvegir liggja
gegnum hverfið og loftið er mettað
af ryki og drullu. „Það er bara
mold, sandur og ryk! Það er ekki
séns að vera úti,“ segir hún. Hitinn
er kæfandi oft á tíðum, allt upp í 40
gráður. Fátæktin er mikið vanda-
mál í Kólombíu og göturnar fullar
af betlurum. Jónína segist hafa
heyrt að yfirvöld stundi svokall-
aðar „hreinsanir“. „Oscar varð
sjálfur vitni að því. Sums staðar lá
fólkið saman til að halda á sér hita
á nóttinni, og svo kom bara einn
bíll og hreinsaði upp svona hóp,“
segir Jónína.
Glæpagengi víða
Mörgum innfæddum fannst
einkennilegt að ungt hvítt fólk frá
Vesturlöndum væri á ferðinni í
þessu hættulega hverfi, en glæpa-
gengi voru mörg þar. Eitt skipti er
þau voru að kenna, komu nokkrar
stúlkur til Jónínu og voru óðamála.
Fyrir utan dyrnar heyrðu hún í
strákum sem voru að þenja mót-
orhjólin sín. Jónína hlustaði ekki á
þær fyrr en hún heyrði: „Proffi,
proffi, það eru menn þarna úti sem
ætla að ræna ykkur!“ Fyrsta sem
Jónína hugsaði var „vesen!“ Hún
útskýrir að innfæddir líti á alla
Vesturlandabúa sem ríka. „Þau
halda bara að við séum moldrík,
eigum jafnvel olíufyrirtæki,“ segir
Jónína og hlær. „Þau hugsa ekki:
Þetta eru fátækir námsmenn frá
Íslandi. Það er ekki þeirra fyrsta
hugsun.“ Eina sem var í boði var
að bíða þá af sér og læsa. Jónína
vissi að ef þeir færu að vera með
læti, myndu þeir vekja á sér at-
hygli og einhver kæmi þeim til
hjálpar. Eftir nokkra tíma var farið
að rökkva og loks gáfust þeir upp
og fóru. Jónína, Kjartan og börnin
Skóli byggður með
berum höndum
Þegar ungu pari frá Íslandi blöskraði aðstæður í barnaskóla í Kólumbíu, ákváðu
þau að byggja nýjan skóla. Börnin, sem búa í fátækrahverfi, glöddust mikið að fá
skóla með þaki sem skýldi þeim frá brennheitri sólinni.
Magnað Jónína að kenna börnum að lesa á tungumáli sem hún kunni varla.
Á góðri stund Jónína og Kjartan.
Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar Hjálpum heima er hafin. Hjálp-
arstarfið felst í mataraðstoð með
inneignarkortum í matvöruversl-
unum, stuðningi við framhaldsskóla-
nemendur, lyfjaaðstoð, fataúthlutun,
stuðningi við foreldra vegna skóla-
gagna og fatnaðar á grunnskólabörn,
ráðgjöf og stuðningi til endurhæf-
ingar.
Hjálparstarfið hefur að leiðarljósi
að rjúfa vítahring fátæktar, hvetja og
styrkja fólk til að nýta sér hæfileika
sína og getu til virkni í samfélagi sem
þarf á framlagi allra að halda. Í þess-
ari vinnu er staða hvers og eins skoð-
uð og reynt að beina ljósi að rótum
vandans. „Hef aldrei fyrr upplifað
jafn mörg erfið mál á jafn stuttum
tíma,“ segir Vilborg Oddsdóttir, fé-
lagsráðgjafi Hjálparstarfsins.
Hægt er að hringja í söfnunarsím-
ann 907 2002 (2.500 krónur) eða
leggja inn á söfnunarreikning: 0334-
26-886, kt. 450670-0499.
Vefsíðan www.help.is
Aðstoð Hjálparstarf kirkjunnar veitir bágstöddum um allt land aðstoð.
Hjálpum heima - páskasöfnun
Eftir að hafa haldið vestur til Ísa-
fjarðar, austur til Seyðisfjarðar og
norður til Akureyrar er kominn tími á
síðustu Partíþokuna í kvöld í höfuð-
borginni. Tónleikapartíið verður á efri
hæðinni á Faktorý og byrjar klukkan
22. Það ætti engum að leiðast við að
hlusta á Jónas Sigurðsson, Prins
Póló, Borko og Sin Fang. Þeir sem
vilja vera öruggir um að fá tækifæri
til að hlýða á þessa vinsælu tónlist-
armenn ættu að tryggja sér miða í
forsölu á midi.is. Miðinn kostar
2.000 krónur.
Endilega…
…farðu í partí í
kvöld á Faktorý
Morgunblaðið/Ernir
Tónleikar Jónas Sigurðsson stígur á
svið á Faktorý í kvöld.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir heimildarmyndina Villta Kína –
Heimkynni pöndunnar (5. hluti af 6) í
Öskju 132, í dag, miðvikudag, kl.
16.30. Þessi magnaða þáttaröð BBC
fjallar um ýmis landsvæði Kína og
það dýra- og mannlíf sem fyrir augu
ber. Í þessum fimmta hluta er sýnt
frá hjarta Kína þar sem Gulaá og
Yangzi-á renna og markast af múrn-
um mikla í norðri. Sýningartími: 60
mín. Allir velkomnir.
Heimildarmynd í dag
Heimkynni pöndunnar