Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 37
afi þú varst. Þú passaðir ófá skipt- in en það var skondið að skipta um bleiu á greyið barninu á eftir, hún var teipuð það fast að maginn blés út eftir losun, hún átti sko ekki að losna á þinni vakt. Það er erfitt að segja Gaur- mundi, eins og þú kallaðir hann alltaf, frá því að afi sé dáinn. Eitt kvöldið bendir Andri mér á tungl- ið. Ég fer þá að útskýra að afi sé kominn til himna og hann sé ein af stjörnunum og við getum alltaf talað við hann. Ég fæ samstundis stórt nei þar sem hann segir: afi tunglið ekki stjarna. Þetta þýðir, Væi minn, að þú þarft að vippa þér í hlutverk karlsins í tunglinu svona þegar Andra litla hentar, þú ferð létt með það er það ekki. Það er eitt sem brennur á mér í þessu ferli öllu saman. Ég bara trúi því ekki að þú eigir ekki eftir að standa við hlið Árna þegar hann loksins finnur þá einu réttu til að giftast. Sem betur fer eign- aðist þú nú fleiri stráka sem geta tekið við og staðið þína vakt. Hver á svo að dansa þennan líka hrika- lega hallærislega dans langt fram á nótt í veislunni? Elsku Væi, æðruleysið og húm- orinn hélst allt fram á síðasta dag. Takk fyrir að gefa Andraling svona mikið, fyrir að vera svona opinskár um dauðann við okkur hin og fyrir að vera besti tengda- pabbi í heimi. Þú ert alveg magn- aður maður og eins og ég lofaði þér þá á ég eftir að passa vel upp á hana Svönu þína. Harpa Vífilsdóttir. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allar samverustundir okkar og allar gjafirnar sem þú hefur gefið mér. Líka þegar við horfðum saman á Aðþrengdar eiginkonur, ég, amma og þú. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ég mun alltaf muna það sem þú sagðir við mig þegar við kvödd- umst í síðasta sinn. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þitt barnabarn, Svanhildur. Elsku afi, takk fyrir allar sund- ferðirnar og allar gjafirnar sem þú gafst mér. Ég mun alltaf muna það sem þú sagðir við mig þegar þú kvaddir mig. Einnig þegar ég sá þig í síðasta sinn og hélt í hönd- ina þína og kyssti þig bless. Ég mun alltaf minnast þess hvað þú varst góður við mig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matthías Jochumsson) Ég mun alltaf elska þig. Guð geymi þig elsku afi minn, þín vin- kona og barnabarn, Árný Margrét. Látinn er kær vinur og fyrrum svili minn, Þorvarður G. Haralds- son eða Væi eins og fjölskylda og vinir kölluðu hann. Væja vissi ég fyrst af 1965, þá átti hann einn af flottari bifreiðum sem sáust aka um götur borgarinnar, þetta var „Nassinn“, grænn ljósum prýddur og mælaborð klætt selskinni, hann vakti eftirtekt þessi eðalvagn. Á þessum tíma var Væi búinn að finna fallegu konuna sína, hana Svönu, og hún akandi með honum á rúntinum í Reykjavík. Kvöld eitt vorum við fyrri maður minn, bróð- ir Svönu, á leiðinni heim úr bíó og þurftum að taka strætisvagn úr Lækjargötu í Kópavog eftir sýn- ingu. Þá rann upp að okkur bifreið með léttu flauti og viti menn, þarna voru Svana og Væi á ferð og bauðst Væi til að skutla okkur í Kópavog, sem við þáðum með þökkum. Þegar heim var komið bauð ég þeim kaffisopa og notaði tækifærið til að kynna Væja, fékk lánað kaffi í könnuna hjá tengda- móður minni og sagðist þurfa að kynna hana fyrir manni, sem varð síðan tengdasonur þeirra hjóna, Árna og Katrínar. Margar gleði- stundir áttum við saman, fjöl- skylduboðin og ferðalögin innan- lands og man ég eftir ferð með stórfjölskyldunni sem farin var norður í land með tjöld, borð, stóla og allar græjur sem þurfti til. Þá var farið í Dimmuborgir og Ás- byrgi og tjaldað þar í ferhyrning þannig að tjöldin voru hvert við annað og því mjög hljóðbært milli tjalda, við vorum með köttinn meðferðis og urðum að hafa hann í bandi ef eitthvað átti að hreyfa sig. Eitt kvöld heyrði ég hlátrasköll frá Væja þegar hann heyrði blóts- yrðin koma frá mér, þá hafði kött- urinn migið ofan á svefnpokann minn. Væi var yndislegur maður og reyndist tengdaforeldrum sínum afar vel alla tíð. Hann var mikið snyrtimenni og afar flinkur iðnað- armaður, dúklagninga- og vegg- fóðrarameistari og vann öll sín verk af vandvirkni og natni. Ég hitti þau hjónin Svönu og Væja daginn fyrir Þorláksmessu, þá vorum við í BYKO og verið að leggja lokahönd á jólainnkaupin. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir, knús og kossar, þá vissi ég ekki að Væi væri búinn í rannsóknum og ekkert komið í ljós. Þau vissu ekki sjálf hvað meinið var orðið alvar- legt á þessum tíma. Svo er það í byrjun febrúar að ég heyri að hann væri kominn með krabba- mein og nokkrum vikum síðar lát- inn, eða 15. mars. Tók ég veikindi hans og andlát mjög nærri mér og gat ekki heimsótt hann vegna mikils kvefs sem ég hafði. Tilfinn- ingar til þeirra eru miklar þar sem þau eru mér eins og systkin eftir tæpa fimm áratuga kynni. Væi hefði orðið sjötugur ef hann hefði lifað þann 24. mars. Hann var alltaf jafn unglegur og grannur og samband þeirra hjóna var alla tíð mjög fallegt. Elsku Væi minn, hafðu þökk fyrir allt og bið ég góðan Guð að geyma þig. Elsku Svana mín, Smári, Sævar, Ella, Kristin Árni og fjölskyldur, Erna mín og fjöl- skylda. Bið Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tíma. Anna Ingibjörg og fjölskylda í Grindavík. Kæri Væi. Við gleymum aldrei þeim degi þegar við sáum tengda- son okkar í fyrsta sinn. Fallegur maður, prúður og feiminn. Þar var á ferðinni Árni Þorvarðarson. Fljótlega kynntumst við hjónin foreldrum hans, Væa og Svönu í Grenilundi. Þar var tekið vel á móti okkur með hlýju og góðu við- móti. Eitt sinn ákváðum við að láta flísaleggja baðherbergið hjá okk- ur og spurðum Árna hvort hann þekkti einhvern. En hvað með pabba, hann getur það. Svo Væi var ráðinn í starfið. Kom þá fljót- lega í ljós að þarna var mikill og vandvirkur fagmaður á ferðinni. Og kynntumst við þá Væa bet- ur í kaffitímum og kom þá í ljós að honum þótti gott að fá meðlæti með kaffinu og eiga gott spjall. Hann var lífsreyndur maður og með gott hjarta. Seinna árið 2011 fengum við sameiginlegt barnabarn, hann Andra. Þegar Andri fór að fá vit var ekkert eins skemmtilegt og að fara í Grenilundinn. Svava og Væi tóku vel á móti honum. Væi fór þá strax að leika við Andra og þegar Andri fór heim var afi Væi oft þreyttur en ánægður eftir heim- sóknina. Andri var fljótur að sjá að ef dótið hans var bilað þá var alltaf hægt að leita til afa Væa til að laga það. Þá fóru þeir saman inn í bíl- skúr og unnu þar saman. Við hjónin þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Væa og sendum Svönu, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vífill Sigurjónsson, Fanney Egilsdóttir. Þegar mamma og hringdi á föstudagskvöldið sagði hún okkur að Væi væri dáinn. Þá tóku minn- ingarnar að streyma fram. Ég var fimm ára þegar Væi kom inn í, ég segi fjölskylduna. Ein fyrsta minningin er að ég var vestur í Ólafsvík hjá ömmu og afa, við biðum langt fram á nótt eftir því að Stebbi frændi og vinur hans kæmu að sunnan. Í mínum augum voru þeir algjör ofur- menni, þeir gengu á „Jökulinn“ alla leið úr Ólafsvík, menn voru nú eitthvað að efast um það, en seinna um sumarið birtust sönn- unargögnin. Ljósmyndir sem þeir höfðu tekið við þúfurnar. Á þeim tímum þurfti að senda filmuna suður í framköllun og það gat tek- ið tíma að fá myndir sem maður tók. Væi átti alltaf svo flotta bíla og nefni ég hérna einn, það var „Nashinn“ þvílíkur bíll í augum lít- ils drengs, að fara í ísbíltúr með Væja var engu líkt, lífið var full- komið að eiga svona „frænda“. Einn daginn var mikil spenna í loftinu, Væi hafði farið í Radíóbúð- ina og keypt „radíófón“. Það er mubla sem var sambyggður skáp- ur með sjónvarpi, útvarpi og plötuspilari. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá sjónvarp, þvílíkt undratæki. Reisa þurfti sex metra stöng fyrir loftnetið og náðu herlegheitin alla- vega eina átta metra uppí loftið, og það kom mynd! Ég mátti horfa á sjónvarpið þegar ég vildi. Þarna kynntist ég Rawhide, Combat, Gunsmoke, Bonanza og þannig væri hægt að telja endalaust. Væi kynnti mig fyrir The Beatles, Rolling Stones og fleirum, oft þeg- ar hann kom heim með nýja plötu bauð hann mér að koma yfir til að hlusta og var þá boðið upp á kók og prins. Núna þegar ég sit og skrifa, eru liðin 50 ár frá því að fyrsta Bítlap- latan kom út „Please, Please me“ og er það mér í fersku minni þegar Væi kom með hana sumarið 1963, og bítlaæðið tók völdin. Þegar ég varð eldri fór ég stundum með Væja og Sigga „braskara“ í „Nefndina“ að spá í bíla. Þar var brenndi bíllinn keyptur, man ekki hvaða tegund það var. Menn töldu Væja stórskrítinn að ætla að reyna að gera bíl úr þessum brunarústum. Útkoman var einn fallegasti bíll sem ég hef séð. Væi var einstaklega vandvirkur og allt handverk lék í höndunum á hon- um. Það var gaman að horfa á hann leggja dúk eða flísar, þvílík var fagmennskan og nákvæmnin. Þegar ég var kominn með bílpróf var ég nokkrum sinnum „driver“ fyrir Væja, Steina og vini þeirra og oft var þá þrasað um „svarta límið“ og fékkst aldrei niðurstaða í það mál eftir því sem ég veit best. Þetta eru nokkur minningabrot sem ég hef sett hérna á blað þegar ég kveð góðan vin, en ég er sann- færður um að pabbi hefur tekið á móti Væja með góðu „ te- i“ þegar hann kom til austursins eilífa. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Svana, Smári, Sævar, Ella Kata, Kristín, Árni og fjölskyldur, megi hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Eyjólfur og fjölskylda. Það var fagurt sólarlag við Kópavoginn föstudaginn 15. mars er hann Þorvarður vinur minn flutti til sólarlandsins. Hann háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm er hann tókst á við rólegur og yf- irvegaður. Ég hitti hann fyrst 16 ára þegar hann kom til okkar hjóna með Stefáni Smára bróður mínum. Þeir sögðust ætla að deila her- bergi saman og frá þeim tíma hef- ur hann tilheyrt minni fjölskyldu. Þeir vinirnir voru báðir nemar í Iðnskólanum og voru mjög nánir. Á hátíðum og í sumarfríum var farið til foreldra minna vestur í Ólafsvík, þar var þeim tekið opn- um örmum. En sorgin kvaddi dyra er bróðir minn lést og varð okkur öllum mikill harmdauði. Þorvarður saknaði vinar síns mjög mikið. Eftir lát hans var hann hjá okkur hjónum þar til hann stofnaði heim- ili með Svönu sinni. Þau gáfu okk- ur yndislega fjölskyldu með börn- um sínum þar sem einlæg vinátta hefur skapast. Við höfum átt ógleymanlegar stundir saman bæði í sorg og gleði. Eftirminni- legar eru ferðirnar á Vestfirðina, símtölin frá ykkur Svönu og allar heimsóknirnar og notalegt spjall í Grenilundinum. Annar dagur jóla hefur verið hátíðisdagur þegar mín fjölskylda og ykkar hafa komið saman heima hjá mér og þannig var það einnig síðustu jól. Þá sá ég að vinur minn gekk ekki heill til skógar en grun- aði ekki hvílík alvara var á ferð- inni. Á síðustu vikum höfum við rætt margt saman um lífið og dauðann, hann sagði oft við mig, bráðum hitti ég Kolla minn. Elsku besti vinur minn, okkar samband var sérstakt og mjög ná- ið, fyrir það er ég þakklát og mun sakna þín. Elsku Svana, ég á þig eftir, við styrkjum hvor aðra og börnin ykkar, tengdabörn og barnabörn á ég áfram, þau hafa gefið mér svo mikið. Guð veri með ykkur öllum. Guð blessi þig, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gull og perlum að safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Erna Kristinsdóttir. Okkur langar að minnast sóma- mannsins Þorvarðar G. Haralds- sonar með nokkrum orðum. Við kynntumst Þorvarði fyrir um 20 árum og bar aldrei skugga á þann vinskap. Þorvarður var einstaklega notalegur í umgengni og ljúf- menni mikið. Hann og Svanhildur konan hans, sem nú sér á eftir sín- um lífsförunaut, kunnu svo sann- arlega að taka á móti gestum hvort sem það var í Garðabænum eða í sumarbústaðnum. Kræsing- ar að hætti Svanhildar, sem alltaf leggur svo fallega á borð og kemur öllu svo smekklega fyrir, þar sem góðgætið svíkur engan, og Þor- varður alltaf tilbúinn til að spjalla um allt milli himins og jarðar og setja sig inn í málin með glettni og góðvild. Við eigum margar góðar minningar frá heimsóknum, ferðalögum og ýmsum uppátækj- um þar sem var hlegið saman, spjallað og borðað og oft bárum við saman bækur okkar varðandi börn og barnabörn, uppeldi og heimilishald. Þorvarður var alltaf tilbúinn að veita hjálp ef leitað var til hans og kunni fag sitt vel. Hann var vand- virkur og kláraði verk sín af ör- yggi og festu. Við hjónin viljum þakka Þor- varði góða vináttu og trygglyndi í gegnum árin um leið og við vott- um Svanhildi og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Gunnar H. Þórisson og Loftveig K. Kristjánsdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Kári Hermannsson tengdafaðir minn er látinn, saddur lífdaga. Orð Hávamála „orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur“ eiga vel við „Kára afa“ eins og hann var ávallt nefndur í fjölskyldunni eftir að barnabörnin fæddust. Hann tók lífinu, jafnt sem dauðanum, af æðruleysi. Þegar dauðastundin nálgaðist og Hildur náði sambandi við hann hinsta sinni og spurði um líðan hans kom svarið: „Mér líður ágætlega.“ Slíkt svar var einkenn- andi fyrir Kára, þrotinn kröftum og vitandi hvert stefndi. Ég minnist þess vel þegar ég hitti Kára í fyrsta skipti. Ég hafði mannað mig upp í að banka upp á í Þórunnarstrætinu á sunnudags- morgni, en fram að því hafði ég einungis læðst þar um ganga á síð- kvöldum. Kári var að setja upp fataskáp í herbergi Hildar. Hann tók mér kurteislega, en með var- úð. Hefur eflaust hugsað sitt um að einkadóttirin, á sautjánda ári, væri að venja inn á heimilið skóla- strák af Vestfjörðum, litlu eldri. Við náðum hins vegar fljótt góðu sambandi og Kári var óþreytandi að aðstoða okkur Hildi fyrstu skrefin í búskapnum þegar um var að ræða að smíða veggi, múra gólf eða mála. Ég komst fljótt að því að árang- ursríkt væri að kynna sig sem tengdason Kára Hermannssonar. Ef mig vantaði fyrirgreiðslu í banka eða verkstæðum Akureyr- ar opnuðut flestar dyr eftir slíka kynningu. Ég naut þess að Kári var þekktur heiðursmaður. Kári var húsgagnasmíðameist- ari og margir þekktir húsgagna- smiðir lærðu list sína og hand- Kári Hermannsson ✝ Kári Her-mannsson fæddist á Mið- húsum á Víkurdal 19. september 1919. Hann lést 6. mars 2013. Útför Kára var gerð frá Akureyr- arkirkju 18. mars 2012. bragð af Kára. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Kári varð að hætta leik í húsgagnaiðnað- inum þegar hæst bar vegna heiftarlegs of- næmissjúkdóms. Hann lét þó ekki deigan síga en hasl- aði sér völl sem versl- unarmaður. Hann rak Atlabúðina um árabil af þeirri alúð sem einkenndi hann. Kári kynntist ungur Hólmfríði tengdamóður minni, eða „Hýju ömmu“ eins og hún er nefnd í fjöl- skyldunni. Þau tókust á við lífið saman í 66 ár. Þau áttu fallegt heimili þar sem handsmíðuð hús- gögnin báru snilli Kára vitni, og fágaður smekkur Hýju ömmu setti punktinn yfir i-ið. Saman hafa Kári og Hýja stutt hvort ann- að gegnum langt og farsælt líf. Kári var á 94. ári þegar hann lést og Hómfríður er 92. Á Hlíð, þar sem þau bjuggu síðustu árin sam- an, báru þau titilinn „hjónin“. Allt þar til þróttur Kára þvarr fyrir fáeinum vikum mátti sjá þau leiðast um ganga dvalarheimilis- ins. Þar studdu þau hvort annað síðasta spölinn í eiginlegri merk- ingu. Á Hlíð hafa þau getið sér orð fyrir ljúfmennsku sína. Hana fengu þau endurgoldna ríkulega frá starfsfólki heimilisins. Við, að- standendur Kára og Hólmfríðar, stöndum í mikilli þakkarskuld við allt það góða fólk sem þar starfar. Kári trúði á líf eftir dauðann. Hýja amma er sama sinnis. Nú glímir hún við síðustu brekkuna, án Kára. Hún veit að þegar henn- ar tími kemur muni hann bíða hennar í blómabrekkunni handan móðunnar miklu. Þess er ég líka fullviss. Við Hildur og fjölskyldurnar okkar þökkum Kára afa fyrir langa og hlýja samveru og Hýju ömmu óskum við styrks og vel- farnaðar við nýjar og breyttar að- stæður. Þórarinn Sigurðsson. Haustið 1949 settist Edda vin- kona mín í 6. bekk C í MR eftir að hafa tekið próf upp úr 5. bekk um haustið. Hún átti engin orð til að lýsa hve skemmtilegur þessi bekkur var og svo fór að ég sett- ist þar líka sem utanskólanem- andi. Við voru fjórtán í bekknum. Mér var afar vel tekið og ég fann fljótt að hún hafði rétt að mæla. Elsti nemandinn, séra Hannes, var níu árum eldri en ég og hinir dreifðust í aldri á milli 17 og 26. Ég ætla ekki að lýsa Halldóri, aðrir hafa gert það og get ég tek- ið þar undir hvert orð. Nú eru að- eins þrír eftir úr þessum ógleym- anlega bekk. Seint gleymi ég jólagleðinni okkar. Við bjuggum stofuna eins og krá – fullt af alls kyns flöskum. Að vísu voru veit- ingarnar vatn með matarlit. Hall- dór sá um innanhússskreytingar og á töfluna teiknaði hann Arn- arhól með tveimur rónum (fyrir- myndin var tveir bekkjarfélag- Halldór Ólafsson ✝ Halldór Ólafs-son fæddist í Neðri-Vífilsdal, Hörðadal í Dala- sýslu, 6. mars 1928. Hann lést á Land- spítalanum 4. mars 2013. Útför Halldórs var gerð frá Nes- kirkju við Haga- torg 15. mars 2013. ar). Að loknu stúdentsprófi voru þeir Hálfdán mað- urinn minn saman tvo vetur í við- skiptafræði. Hálf- dán vann líka í nokkur ár á sama stað og Erla, sem þá var orðin kona Dóra, svo kunnings- skapurinn hélst óslitið. Ég held að fátítt sé að sam- stúdentar hittist eins oft og ár- gangurinn 1950. Fyrst var hist á stórafmælum en langt er síðan við fórum að hittast árlega og var þá fyrst einhver sem kynnti sinn starfsvettvang. Síðan var snædd- ur kvöldverður, lengst af í Raf- stöðvarheimilinu, í nóvember. Til að sjá um það var kosið bekkj- arráð og var Halldór okkar fulltrúi. Fyrir stuttu andaðist fulltrúi A-bekkjarins, Matthildur Marteinsdóttir, og var það mikill missir. Dóri var mikill gæfumaður í lífinu. Þau hjón einstaklega sam- hent og mjög vinmörg. Hann var stoltur af börnunum sínum og ekki síður barnabörnum. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Erlu og fjölskyldunnar frá mér og Eddu vinkonu minni. Blessuð sé minning Halldórs Ólafssonar. Anna Margrét Jafetsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.