Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Hvols-
velli lýstu í gær yfir óvissustigi almannavarna
vegna jarðhræringa í Heklu og vöruðu fólk við
ferðum á fjallið á meðan óvissustig væri í gildi.
Veðurstofan hafði þá upplýst almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarð-
hræringar í fjallinu og hækkað eftirlitsstig Heklu
í gult vegna flugumferðar sem þýðir að eldfjallið
sýni óvenjulega virkni. Með óvissustigi er aukið
eftirlit haft með atburðarás sem geti ógnað heilsu
og öryggi fólks eða umhverfi og byggð.
Óvissustig er það lægsta af þremur og því er
lýst til að upplýsa viðeigandi viðbragðsaðila um
stöðu mála og er hluti af skipulagi almannavarna.
Engar kvikuhreyfingar mældust þó í gær og
síðdegis í gær sagði Víðir Reynisson hjá almanna-
vörnum að litlar líkur væru á gosi fyrr en fleiri
teikn sæjust en að gos í Heklu kæmu þó oftast
með stuttum fyrirvara. ipg@mbl.is
Óvissustigi lýst vegna Heklu
Fólk varað við ferðum
í nágrenni eldfjallsins
Morgunblaðið/RAX
Órói Þó að órói mælist í Heklu var kyrrð yfir henni í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá.
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmi
Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi varð 104 ára í
gær og er hann næstelsti núlifandi íslenski karlmaðurinn.
Georg býr á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi en á
enn sitt hús í bænum. Synir hans og fjölskyldur þeirra
héldu ættföðurnum veislu á hans gamla heimili við Silf-
urgötu í gær og gerði fjölskyldan sér glaðan dag.
Georg er fæddur í Akureyjum á Breiðafirði. Árið
1927 fluttist fjölskyldan að Ögri við Stykkishólm og bjó
þar til ársins 1940 að hún fluttist í Stykkishólm. Georg
vann við smíðar allan sinn starfsaldur.
„Ég náði ekki að læra smíðar, en var eftirsóttur
samt,“ segir Georg er hann var spurður um menntun sína.
Hann starfaði fyrst í gamla slippnum við skipasmíðar
undir verkstjórn Sigurðar Guðmundssonar en vann síðar
lengi með Kristjáni Guðmundssyni skipasmið og voru þeir
við skipasmíðar og húsbyggingar í Stykkishólmi og víðar.
Síðasti vinnustaður Georgs var Skipasmíðastöðin Skipa-
vík þar sem hann vann í 12 ár eða þar til hann hætti störf-
um árið 1984. Eftir þann tíma segist hann hafa verið að
slæpast.
Georg giftist Þorbjörgu Júlíusdóttur frá Bjarneyjum
og eignuðust þau þrjá syni. Að sögn er hann ágætlega
hress og fylgist vel með fréttum og sínu umhverfi. Þá hef-
ur hann gaman af samvistum og spjalli við fólk.
Í veislunni í gær var Laufey Björk Gylfadóttir, son-
arsonardóttir Georgs, sem fæddist 1. janúar sl. og er því
tæplega 104 ára aldursmunur á þeim. Bróðir Georgs, Eyj-
ólfur Breiðfjörð Ólafsson, varð 98 ára nýverið. Þeir dvelja
báðir á dvalarheimilinu í Stykkishólmi.
Fagnar 104 ára afmæli
Georg Breiðfjörð Ólafsson er næstelsti núlifandi íslenski
karlmaðurinn Fylgist vel með fréttum og sínu umhverfi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Feðgar Georg Breiðfjörð Ólafsson ásamt sonum sínum Gylfa, Ágústi og Júlíusi á afmælisdaginn í Stykkishólmi.
104 ára aldursmunur Georg og barnabarnabarnið
Laufey Björk Gylfadóttir sem fæddist 1. janúar 2013.
Nokkur frum-
vörp urðu að lög-
um á Alþingi í
gær áður en þing-
fundi var frestað í
fyrsta sinn vegna
viðræðna um lok
þingstarfa. Má
þar nefna að sam-
þykkt var frum-
varp um gjald-
eyrismál og
rýmkun heimilda sem lög og sam-
þykktar voru breytingar á almenn-
um hegningarlögum, nánar tiltekið
varðandi kynferðisbrot gegn börn-
um innan fjölskyldu.
Þá varð frumvarp um velferð dýra
að lögum sem og frumvarp um Þjóð-
minjasafn Íslands. Loks má nefna að
ný efnalög voru samþykkt og frum-
vörp um búfjárhald og niður-
greiðslur húshitunarkostnaðar urðu
einnig að lögum.
Nokkur mál
lögfest í gær
Þingfundur á Al-
þingi í gærkvöldi.
Viðar Guðjónsson
Ingvar P. Guðbjörnsson
„Við sjáum allt á myndbandinu. Við
getum ekki sagt frá öllu sem fram
kemur þar en við getum staðfest að
um slys var að ræða. Við getum
einnig sagt að nemandinn var í
vandræðum og leiðbeinandinn
reyndi að aðstoða hann. Það er
óhætt að segja að hann hafi látist
sem hetja,“ segir Melenie Snow,
fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar í
Pasco-sýslu í Flórída.
Fram kom á fréttamannafundi
sem lögreglan hélt í gærkvöldi að
Örvar Arnarson, leiðbeinandinn,
hafi verið með myndavél á hjálm-
inum sem tók upp stökkið.
Á henni kom, að sögn Snow, fram
að Andri Már Þórðarson lenti í
vandræðum og að Örvar gerði sitt
til að koma til bjargar.
Hvorug aðalfallhlífin opnaðist
Hún segir að hvorug aðalfallhlífin
hafi opnast og aðeins önnur vara-
fallhlífin. Það hafi hins vegar verið
of seint. Báðir létust við höggið þeg-
ar þeir komu til jarðar. Rannsókn
stendur enn yfir á málinu. Þar er
meðal annars rannsakað hvort bún-
aðurinn hafi brugðist eða hvort slys-
ið hafi orðið af öðrum orsökum.
Að sögn Snow verður myndband
af stökki Örvars og Andra Más ekki
gert opinbert.
Slysið varð á laugardag í Zephyr-
hills sem er norðaustur af borginni
Tampa á Flórída.
Örvar, sem var á 41. aldursári,
var þrautþjálfaður fallhlífarstökks-
kennari og einn reyndasti fallhlíf-
arstökkvari landsins. Arnar Már
sem, var á 26. aldursári, var nem-
andi Örvars og var í sínu sjöunda
fallhlífarstökki.
Örvar og Arnar Már höfðu farið í
stærri hópi Íslendinga til Flórída til
að taka þátt í árlegri kennsluferð
fallhlífarstökksfélagsins Frjálst fall.
Segir Örvar hafa
látist sem hetju
Reyndi að bjarga nemanda sínum
Fallhlífarstökk Lögreglan í Flórída
segir Örvar hafa látist sem hetju.