Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Í dag er Songkran, nýársdagur Taílendinga, sem þeir fagna víðsvegar um landið með allt að sex daga hátíðahöldum. Hinir ýmsu siðir fylgja Songkran-fögnuðinum, meðal annars sá að fólk skvettir vatni hvað á annað. Sumir ganga um göturnar með vatnsbyssur eða fötur fullar af vatni en aðrir standa með garðslönguna í hendi og bíða eftir að nágranni gangi fram hjá, og rennbleyta hann svo í tilefni nýja ársins. Vatnsbyssur og fílsranar AFP Marka nýja árið með því að sulla vatni Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, sagði í gær að ekki yrði unað við Norður-Kóreu sem kjarn- orkuveldi og að orðagjálfur stjórn- valda í Pyongyang væri óásættan- legt hvernig sem á það væri litið. Ráðherrann er í heimsókn í Suður- Kóreu og átti fundi með kollega sín- um Yun Byung-Se í gær. CNN sagði frá því í gær að leyni- þjónustuarmur Pentagon væri „hóf- lega öruggur“ um að stjórnvöld í Norður-Kóreu byggju yfir tækni til að flytja kjarnorkuvopn á skotflaug en að áreiðanleiki slíkrar flaugar væri lítill. Talið er að Norður-Kórea hyggist skjóta flugskeyti á loft í tilraunaskyni á næstunni en Kerry fór fram á að látið yrði af slíkum fyrirætlunum. Hann sagði Bandaríkin tilbúin til þess að vinna af sannfæringu um að samskiptin milli Norður- og Suður-Kóreu geti batnað á skömmum tíma. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hótaði því í gær að Japan myndi brenna upp í kjarnorkulogum ef þarlend stjórnvöld skiptu sér af þróun mála á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni höfðu japönsk yfirvöld komið fyrir Patriot flugskeytum fyr- ir utan Tókýó og fyrirskipað hernum að skjóta niður hvers konar flug- skeyti frá Norður-Kóreu sem ógnaði landinu. Kerry, sem heldur til Peking í dag, sagði að það væri tími til kominn að stjórnvöld í Kína gripu inn í ef þau vildu varðveita stöðugleika á svæð- inu. Þá sagði Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, í gær að hann styddi hugmyndir þess efnis að Sviss yrði gestgjafi viðræðna milli Norð- ur- og Suður-Kóreu, Kína, Rúss- lands, Bandaríkjanna og Japan en fulltrúar landanna hafa ekki fundað saman síðan Norður-Kórea sagði sig frá viðræðum 2009. holmfridur@mbl.is Mögulegt að bæta samskiptin  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir orðagjálfur Norður-Kóreumanna óásættanlegt  Hóta Japönum kjarnorkubáli  Lavrov styður viðræður í Sviss John Kerry Læknar á hersjúkrahúsinu Kobri el- Qoba í Kaíró gerðu aðgerðir á mót- mælendum í maí 2012 án þess að not- ast við deyfilyf eða sótthreinsa sár þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, skipaði til að rann- saka störf lögreglunnar og hersins frá árinu 2011, þegar uppreisnin gegn fyrrverandi forseta, Hosni Mubarak, hófst. Það var breski fjölmiðillinn Guardian sem sagði frá þessu á fimmtudag en þrátt fyrir að skýrsl- an, sem telur þúsund blaðsíður, hafi verið afhent forsetanum í janúar síð- astliðnum, hefur hún enn ekki verið gerð opinber. Fyrrnefndar niðurstöður nefndar- innar snúa að átökum sem brutust út í Abbassiya, þar sem fólk safnaðist saman til þess að mótmæla herfor- ingjastjórninni sem tók við völdum eftir að Mubarak sagði af sér, en þar er varnarmálaráðuneyti landsins staðsett. Tveir létust og nærri 400 særðust í átökunum milli mótmælenda og her- manna en í skýrslunni segir m.a. að yfirlæknir á hersjúkrahúsinu hafi skipað undirmönnum sínum að fram- kvæma aðgerðir á mótmælendum án deyfilyfja eða sótthreinsunar. Þá er því einnig haldið fram að læknar, hjúkrunarfræðingar og yfirmenn í hernum hafi beitt mótmælendur of- beldi á sjúkrahúsinu og jafnvel læst þá í kjallara hússins. Aðgerðasinnar segja skýrsluna af- ar mikilvæga en hún marki tímamót þar sem opinberir aðilar hafi aldrei viðurkennt að herinn hafi misbeitt valdi sínu gegn mótmælendum. Þá benda þeir á að ef um stríðsfanga hefði verið að ræða, myndu aðfarir hersins jafngilda stríðsglæpum. Þeir kalla eftir því að skýrslan verði gerð opinber. holmfridur@mbl.is Mótmælendur pyntaðir af læknum AFP Átök Alda mótmæla hefur riðið yfir Egyptaland frá ársbyrjun 2011.  Aðgerðir fram- kvæmdar án deyfilyfja Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, tilkynnti í gær að Rússar myndu fjárfesta fyrir tæplega 52 milljarða dollara í geimferða- áætlun sinni árin 2013-2020. Pútín heim- sótti nýjan eldflaugaskotpall sem er í byggingu í Amur-héraði og sagði áætlanir gera ráð fyrir að þaðan yrði hægt að skjóta fyrstu eldflaug- inni árið 2015 og fyrstu mönnuðu flauginni 2018. Forsetinn sagði Rússa hafa helst úr lestinni nema hvað varðaði mannaðar geimferðir og útilokaði ekki að stofnað yrði sérstakt geim- ráðuneyti. Þá sagði yfirmaður rússensku geimvísindstofnunarinnar, Vladim- ir Popovkin, að stjórnvöld í Moskvu stefndu að því að hefja byggingu geimstöðvar á tunglinu árið 2030, þaðan sem flogið yrði til Mars. „Tunglið er frábær skotpallur, það er í grundvallaratriðum stórt fyrirbæri í geimnum þar sem hægt væri að koma fyrir hellingi af hlut- um. Það væri synd að nota það ekki,“ sagði hann. 52 milljarðar dollara í geimáætlun Rússa Vladimír Pútín RÚSSLAND Yfirkjörstjórn Palestínu tilkynnti í gær að átak til að fá fleiri kjós- endur á Gaza og Vesturbakkanum til að skrá sig á kjörskrá hefði borið árangur. Unnið hefur verið að end- urnýjum kjörskrárinnar sem hefur verið óbreytt frá 2006 vegna ágreinings Hamas- og Fatah- samtakanna. Skráðir kjósendur á svæðunum eru nú um 1,8 milljónir, þar af býr tæplega 1,1 milljón kjósenda á Vesturbakkanum en 770 þúsund kjósendur á Gaza. Formaður kjörstjórnarinnar, Hanna Nasser, sagði hana nú til- búna til að framkvæma kosningar ef forsetinn gæfi fyrirskipun um að dagsetning skyldi ákveðin. Yfirkjörstjórn tilbú- in fyrir kosningar PALESTÍNA Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Í spinning öðlast ég aukið úthald og styrk, frábær undirstaða fyrir útivistina, hvort sem það eru hjólreiðar, skíði eða fjallganga. Þórður Magnússon Fjörugir tímar þar sem hjólað er undir leiðsögn þjálfara í takt við skemmtilega tónlist. Mjög mikil brennsla og góð þjálfun. Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem hjólað er allan tímann eða tímanum skipt í spinning og styrktaræfingar. Hjólaðu þig í form Frír prufutími Spinningtímar mán. mið. og fös. kl 12.00 og 17.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.