Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.04.2013, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Í dag er Songkran, nýársdagur Taílendinga, sem þeir fagna víðsvegar um landið með allt að sex daga hátíðahöldum. Hinir ýmsu siðir fylgja Songkran-fögnuðinum, meðal annars sá að fólk skvettir vatni hvað á annað. Sumir ganga um göturnar með vatnsbyssur eða fötur fullar af vatni en aðrir standa með garðslönguna í hendi og bíða eftir að nágranni gangi fram hjá, og rennbleyta hann svo í tilefni nýja ársins. Vatnsbyssur og fílsranar AFP Marka nýja árið með því að sulla vatni Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, sagði í gær að ekki yrði unað við Norður-Kóreu sem kjarn- orkuveldi og að orðagjálfur stjórn- valda í Pyongyang væri óásættan- legt hvernig sem á það væri litið. Ráðherrann er í heimsókn í Suður- Kóreu og átti fundi með kollega sín- um Yun Byung-Se í gær. CNN sagði frá því í gær að leyni- þjónustuarmur Pentagon væri „hóf- lega öruggur“ um að stjórnvöld í Norður-Kóreu byggju yfir tækni til að flytja kjarnorkuvopn á skotflaug en að áreiðanleiki slíkrar flaugar væri lítill. Talið er að Norður-Kórea hyggist skjóta flugskeyti á loft í tilraunaskyni á næstunni en Kerry fór fram á að látið yrði af slíkum fyrirætlunum. Hann sagði Bandaríkin tilbúin til þess að vinna af sannfæringu um að samskiptin milli Norður- og Suður-Kóreu geti batnað á skömmum tíma. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hótaði því í gær að Japan myndi brenna upp í kjarnorkulogum ef þarlend stjórnvöld skiptu sér af þróun mála á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni höfðu japönsk yfirvöld komið fyrir Patriot flugskeytum fyr- ir utan Tókýó og fyrirskipað hernum að skjóta niður hvers konar flug- skeyti frá Norður-Kóreu sem ógnaði landinu. Kerry, sem heldur til Peking í dag, sagði að það væri tími til kominn að stjórnvöld í Kína gripu inn í ef þau vildu varðveita stöðugleika á svæð- inu. Þá sagði Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, í gær að hann styddi hugmyndir þess efnis að Sviss yrði gestgjafi viðræðna milli Norð- ur- og Suður-Kóreu, Kína, Rúss- lands, Bandaríkjanna og Japan en fulltrúar landanna hafa ekki fundað saman síðan Norður-Kórea sagði sig frá viðræðum 2009. holmfridur@mbl.is Mögulegt að bæta samskiptin  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir orðagjálfur Norður-Kóreumanna óásættanlegt  Hóta Japönum kjarnorkubáli  Lavrov styður viðræður í Sviss John Kerry Læknar á hersjúkrahúsinu Kobri el- Qoba í Kaíró gerðu aðgerðir á mót- mælendum í maí 2012 án þess að not- ast við deyfilyf eða sótthreinsa sár þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, skipaði til að rann- saka störf lögreglunnar og hersins frá árinu 2011, þegar uppreisnin gegn fyrrverandi forseta, Hosni Mubarak, hófst. Það var breski fjölmiðillinn Guardian sem sagði frá þessu á fimmtudag en þrátt fyrir að skýrsl- an, sem telur þúsund blaðsíður, hafi verið afhent forsetanum í janúar síð- astliðnum, hefur hún enn ekki verið gerð opinber. Fyrrnefndar niðurstöður nefndar- innar snúa að átökum sem brutust út í Abbassiya, þar sem fólk safnaðist saman til þess að mótmæla herfor- ingjastjórninni sem tók við völdum eftir að Mubarak sagði af sér, en þar er varnarmálaráðuneyti landsins staðsett. Tveir létust og nærri 400 særðust í átökunum milli mótmælenda og her- manna en í skýrslunni segir m.a. að yfirlæknir á hersjúkrahúsinu hafi skipað undirmönnum sínum að fram- kvæma aðgerðir á mótmælendum án deyfilyfja eða sótthreinsunar. Þá er því einnig haldið fram að læknar, hjúkrunarfræðingar og yfirmenn í hernum hafi beitt mótmælendur of- beldi á sjúkrahúsinu og jafnvel læst þá í kjallara hússins. Aðgerðasinnar segja skýrsluna af- ar mikilvæga en hún marki tímamót þar sem opinberir aðilar hafi aldrei viðurkennt að herinn hafi misbeitt valdi sínu gegn mótmælendum. Þá benda þeir á að ef um stríðsfanga hefði verið að ræða, myndu aðfarir hersins jafngilda stríðsglæpum. Þeir kalla eftir því að skýrslan verði gerð opinber. holmfridur@mbl.is Mótmælendur pyntaðir af læknum AFP Átök Alda mótmæla hefur riðið yfir Egyptaland frá ársbyrjun 2011.  Aðgerðir fram- kvæmdar án deyfilyfja Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, tilkynnti í gær að Rússar myndu fjárfesta fyrir tæplega 52 milljarða dollara í geimferða- áætlun sinni árin 2013-2020. Pútín heim- sótti nýjan eldflaugaskotpall sem er í byggingu í Amur-héraði og sagði áætlanir gera ráð fyrir að þaðan yrði hægt að skjóta fyrstu eldflaug- inni árið 2015 og fyrstu mönnuðu flauginni 2018. Forsetinn sagði Rússa hafa helst úr lestinni nema hvað varðaði mannaðar geimferðir og útilokaði ekki að stofnað yrði sérstakt geim- ráðuneyti. Þá sagði yfirmaður rússensku geimvísindstofnunarinnar, Vladim- ir Popovkin, að stjórnvöld í Moskvu stefndu að því að hefja byggingu geimstöðvar á tunglinu árið 2030, þaðan sem flogið yrði til Mars. „Tunglið er frábær skotpallur, það er í grundvallaratriðum stórt fyrirbæri í geimnum þar sem hægt væri að koma fyrir hellingi af hlut- um. Það væri synd að nota það ekki,“ sagði hann. 52 milljarðar dollara í geimáætlun Rússa Vladimír Pútín RÚSSLAND Yfirkjörstjórn Palestínu tilkynnti í gær að átak til að fá fleiri kjós- endur á Gaza og Vesturbakkanum til að skrá sig á kjörskrá hefði borið árangur. Unnið hefur verið að end- urnýjum kjörskrárinnar sem hefur verið óbreytt frá 2006 vegna ágreinings Hamas- og Fatah- samtakanna. Skráðir kjósendur á svæðunum eru nú um 1,8 milljónir, þar af býr tæplega 1,1 milljón kjósenda á Vesturbakkanum en 770 þúsund kjósendur á Gaza. Formaður kjörstjórnarinnar, Hanna Nasser, sagði hana nú til- búna til að framkvæma kosningar ef forsetinn gæfi fyrirskipun um að dagsetning skyldi ákveðin. Yfirkjörstjórn tilbú- in fyrir kosningar PALESTÍNA Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Í spinning öðlast ég aukið úthald og styrk, frábær undirstaða fyrir útivistina, hvort sem það eru hjólreiðar, skíði eða fjallganga. Þórður Magnússon Fjörugir tímar þar sem hjólað er undir leiðsögn þjálfara í takt við skemmtilega tónlist. Mjög mikil brennsla og góð þjálfun. Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem hjólað er allan tímann eða tímanum skipt í spinning og styrktaræfingar. Hjólaðu þig í form Frír prufutími Spinningtímar mán. mið. og fös. kl 12.00 og 17.15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.