Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
- miðbæ Hafnarfjarðar -
Fjarðargata 13-15 I 220 Hafnarfjörður I www.fjordur.is
Vorið er komið
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni
og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi
Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn
í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum
Skóbúðin, Keflavík
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Öflugt gegn
blöðrubólgu
ROSEBERRY
Virkar innan 24 tíma
2-3 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
í heilsuhillum stórmarkaðanna
www.gengurvel.is
Júlíus Agnarsson upp-
tökustjóri er látinn, 60
ára að aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp í foreldrahúsum í
Skólastræti 1, fyrir of-
an Bernhöftstorfuna.
Júlíus var í Miðbæj-
arskólanum og Gagn-
fræðaskóla Austur-
bæjar og lauk
stúdentsprófi frá MR
1975.
Julíus var við tónlist-
arstörf með hljómsveit-
inni Pelikan í Kaup-
mannahöfn á árunum 1976-81. Hann
starfaði við upptökur með Þursa-
flokknum um skeið og síðan með
hljómsveitinni Stuðmönnum á ár-
unum 1981-87.
Júlíus starfaði með Agli Ólafssyni
við tónlistarstúdíóið Grettisgat en
stofnaði Stúdíó Eitt 1986 og hefur
starfrækt það síðan.
Stúdíó Eitt hefur hljóðsett og tek-
ið upp ógrynni auglýsinga fyrir út-
varp og sjónvarp, sem og heimild-
armyndir og heimildarþætti og séð
um hljóðsetningu á fjölda teikni-
mynda og barnaefnis fyrir ýmsa að-
ila. Þá hefur Stúdíó
Eitt séð um hljóð- og
talsetningu fyrir ís-
lenska útgáfu á all-
flestum þekktustu
teiknimyndum stóru
Hollywood-kvik-
myndaveranna frá
1992. Fyrirtækið hefur
hljóð- og talsett 79
Walt Disney-
kvikmyndir, 15 kvik-
myndir fyrir Warner
Brothers, 25 kvik-
myndir fyrir Dream-
works og 14 aðrar
kvikmyndir í fullri
lengd, s.s. íslensku kvikmyndirnar
Foxtrot, Hvíta víkinginn, Með allt á
hreinu, Hvíta máva og Rokk í
Reykjavík auk sjónvarpsþáttanna
Nonna og Manna.
Barnsmóðir Júlíusar er Vilhelm-
ína Kristinsdóttir. Synir Júlíusar og
Vilhelmínu eru Eiríkur Kristinn,
kvikmyndagerðarmaður, Agnar Már
tölvunarfræðingur og Björn Ár-
mann tölvunarfræðingur.
Foreldrar Júlíusar voru Agnar
Guðmundsson skipstjóri og fram-
kvæmdastjóri og k.h., Birna Pet-
ersen húsfreyja, sem bæði eru látin.
Andlát
Júlíus Agnarsson Tvítugur karlmaður var handtek-
inn á þriðja tímanum í fyrrinótt eft-
ir að hann gekk berserksgang við
hótel í austurborg Reykjavíkur.
Skömmu fyrir klukkan þrjú var
lögregla kölluð að hótelinu þar sem
tvítugur maður lét öllum illum lát-
um. Hann hafði meðal annars brot-
ið rúðu í útihurð hótelsins. Mað-
urinn hafði síðan í hótunum við
lögreglumenn þegar þeir komu á
vettvang. Var hann handtekinn og
vistaður í fangageymslu.
Gekk berserksgang í
austurborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði ökumann bifreiðar í Mos-
fellsbæ aðfaranótt laugardags og
kom þá í ljós að hann var einungis
15 ára gamall.
Hafði hann læðst út eftir að for-
eldrar hans voru sofnaðir, tekið
bifreið systur sinnar traustataki
og farið í bíltúr með jafnöldru
sinni.
Ungmennunum var komið til
foreldra sinna.
15 ára og próflaus
tekinn undir stýri