Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  98. tölublað  101. árgangur  SKRIFAR BARNABÓK UM VÍKINGA VEL LUKKAÐ FANFEST KOHL BETRUM- BÆTTI SAMFÉLAGIÐ Í VESTMANNAEYJUM MILLJÓN MANNSÁR 36 UPPBYGGING OG JARÐEPLI 34VÍÐFRÆGT SKÚFFUSKÁLD 10 Kjartan Kjartansson Guðni Einarsson Líklegt er að fulltrúar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks ræði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna á næstu dögum. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að eðlilegast sé að láta reyna á að mynda tveggja flokka stjórn og að hann geri ráð fyrir að við- ræður hefjist við framsóknarmenn á næstunni. Það sé þó ekki sjálf- gefið að flokkarnir tveir nái sam- komulagi um samstarf. „Nú er mikilvægast að mynda sterka stjórn með skýra efnahags- áætlun til að bæta lífskjör og auka ráðstöfunartekjur fólks. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að hægt sé að mynda slíka stjórn,“ segir Bjarni, sem er jafnframt tilbúinn til að leiða næstu ríkis- stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bjartsýnn á að það takist að ná samstöðu um baráttumál flokks síns og að í fylgisaukningu hans felist krafa um að ráðist verði í þau. „Þetta veitir okkur sterka stöðu til þess að knýja á um að sú verði raunin,“ segir hann. Baðst lausnar á Bessastöðum Búast má við að línur taki að skýrast varðandi stjórnarmyndun eftir daginn í dag en Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað formenn allra flokka sem náðu manni á þing á sinn fund áður en hann ákveður hverjum hann fel- ur umboð til að mynda nýja stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir, fráfar- andi forsætisráðherra, gekk á fund forsetans í gær til að biðjast lausn- ar fyrir ríkisstjórn sína. Hún mun þó starfa áfram þar til ný ríkis- stjórn hefur verið mynduð. Þakk- aði forsetinn henni forystu sína á síðustu árum og sagði jafnframt að enginn hefði verið öfundsverður af því að stýra ríkisstjórn á þeim erf- iðleikatímum sem verið hefðu hér á landi undanfarin ár. Eftir kosningarnar á laugardag eru Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur stærstu flokkarnir á Alþingi með nítján þingmenn hvor flokkur. Saman eru flokkarnir með meirihluta atkvæða og geta mynd- að meirihluta með 38 þingmönnum, sem er sex mönnum fleira en til þarf fyrir meirihluta. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð og töpuðu samtals átján þingmönn- um frá því í kosningunum 2009. Þar af tapaði Samfylkingin ellefu þingmönnum og Vinstri græn sjö. Nýju framboðin Björt framtíð og Píratar komu bæði inn mönnum, fyrrnefndi flokkurinn verður með sex þingmenn á næsta þingi og sá síðarnefndi kom að þremur mönn- um. »2, 4, 6, 12, 14-17 og 20 Bíða eftir umboði forseta  Formenn allra flokka á þingi á fund forseta í dag  Stjórnarflokkarnir guldu afhroð og töpuðu rúm- um helmingi þingsæta  Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stærstir með 38 þingmenn samtals Morgunblaðið/Kristinn Formennirnir Það var létt yfir þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir umræðuþátt á Stöð 2 í gærkvöldi enda eru flokkar þeirra stærstir eftir kosningarnar á laugardag. Þeir hafa 19 þingmenn hvor. Grindavík tókst að verja Íslands- meistaratitil sinn í körfuknattleik karla þegar liðið hafði betur gegn Stjörnunni 79:74 á heimavelli sínum í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík sigraði samanlagt 3:2 í úrslita- rimmu liðanna um titilinn. Leikurinn í gærkvöldi var æsi- spennandi rétt eins og rimma lið- anna var. Stjarnan var 2:1 yfir að loknum þremur leikjum og virtist líklegri til sigurs en Grindavík tókst að vinna síðustu tvo leikina og í fyrsta skipti í sögu félagsins land- aði liðið titlinum á heimavelli. Gríðarleg stemning var á áhorf- endapöllunum í íþróttahúsinu í Grindavík í gærkvöldi og voru stuðningsmenn liðanna svo gott sem búnir að fylla húsið þegar rúm- ur klukkutími var í að leikurinn skyldi hefjast. Því verður tæplega á móti mælt að Grindavík og Stjarnan hafi reynst bestu körfuboltalið landsins þennan veturinn því auk þess að komast í úrslit Íslandsmótsins kom- ust þau einnig í úrslit bikarkeppn- innar. Þar hafði Stjarnan hins veg- ar betur og varð bikarmeistari en Garðbæingar þurfa að bíða enn um sinn eftir fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í íþróttinni. Liðið komst einnig í úrslit Íslandsmótsins árið 2011 en tapaði þá fyrir KR. kris@mbl.is » Íþróttir Grindvíkingar vörðu titilinn  Stjarnan þarf að bíða enn um sinn Morgunblaðið/Eggert Bikarinn á loft Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, hóf bikarinn á loft við góðar undirtektir samherjanna. Mikil endurnýjun átti sér stað í al- þingiskosningunum á laugardaginn var. 27 nýliðar voru kjörnir á þing eða sem nemur um 42,85% þing- heims. Mest er endurnýjunin frá hruni í röðum Framsóknarflokks- ins en meðaltal starfsaldurs þing- flokks hans er rúmt eitt og hálft ár. Aðeins hjá Samfylkingunni varð engin nýliðun í þingliðinu. Í kosn- ingunum 2009 náðu 27 nýir þing- menn kjöri og sitja 14 þeirra áfram. Athygli vekur í samanburðinum að meðaltalið hjá Bjartri framtíð er um heilu ári meira þó að flokkurinn sé nýr á þingi. Munar þar mestu hátt hlutfall nýliða Framsóknar en tólf af nítján þingmönnum flokksins koma nú nýir inn á þingið eða sem samsvarar um 63% þingflokksins. Meðaltal starfsaldurs Vinstri grænna á þingi er tæplega tíu ár. Munar þar að sjálfsögðu mest um aldursforseta þingsins, Steingrím J. Sigfússon, sem hefur nú sitt níunda kjörtímabil. Úrslit kosninganna 26,7% 19 24,4% 19 12,9% 9 10,9% 7 8,2% 6 5,1% 3 D B S V A Þ Endurnýjun á þingi rúm- lega 40%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.