Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. „Allir samgleðjast mér“
2. Grindavík Íslandsmeistari 2013
3. Níu ára stúlka skorin á háls
4. Geta myndað stjórn með 51% fylgi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í tilefni af alþjóðadansdeginum í
dag, 29. apríl, verður Klassíski list-
dansskólinn með vorsýningu í Borg-
arleikhúsinu kl. 18. Allir nemendur
skólans taka þátt í sýningunni, sem
markar enda skólaársins.
Ljósmynd/Christopher Lund
Vorsýning á alþjóð-
legum dansdegi
Sönghópurinn
Hljómeyki, undir
stjórn Mörtu
Guðrúnar Hall-
dórsdóttur, flytur
ungversk þjóðlög
í útsetningu
Györgys Ligetis
auk verka eftir
Jón Nordal í
Hljóðbergi í Hannesarholti, Grund-
arstíg 10, í kvöld. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20. Forsala aðgöngumiða er í
12 tónum.
Ungversk þjóðlög og
verk eftir Jón Nordal
Í tilefni af Al-
þjóðlega djass-
deginum stendur
íslenska UNESCO-
nefndin í sam-
starfi við Tónlist-
arskóla FÍH fyrir
viðburði í Hörpu
kl. 17-18.30 á
morgun undir yfirskriftinni „Hvað er
jazz?“ Einnig verða þennan dag
djasstónleikar á Jómfrúnni, Kex og
Café Rosenberg. Aðgangur er ókeyp-
is á alla viðburði.
Alþjóðlegi djass-
dagurinn á morgun
VEÐUR
Keflvíkingurinn Guðjón Árni
Antoníusson tók á móti bik-
arnum fyrir hönd FH-inga þeg-
ar þeir sigruðu KR-inga 3:1 í
Meistarakeppni KSÍ í
Egilshöll í gær-
kvöldi. FH-ingar
hafa nú hlotið
nafnbótina
meistarar meist-
aranna fjórum sinn-
um á síðustu fimm árum.
FH er ríkjandi Íslands-
meistari. »7
FH er meistari
meistaranna
Fram jafnaði metin í úrslitarimmunni
í N1-deild kvenna í handknattleik
þegar liðið sigraði Stjörnuna 30:25 í
Garðabæ. Var þetta annar leikur lið-
anna og er staðan því 1:1 en vinna
þarf þrjá leiki til að verða Íslands-
meistari. Liðin mætast í þriðja sinn á
miðvikudaginn og þá í Safamýri. »2
Jafnt í úrslitarimmu
Fram og Stjörnunnar
Bikarmeistarar Stjörnunnar í knatt-
spyrnu kvenna virðast vera í fanta-
formi í aðdraganda Pepsídeildarinnar
ef marka má sigur liðsins á sterku liði
Vals í úrslitaleik Lengjubikarsins í
gær. Stjarnan sigraði 4:0 á heimavelli
sínum í Garðabænum og markvörð-
urinn Sandra Sigurðardóttir sagði
frammistöðuna hafa verið mjög góða.
»7
Bikarmeistararnir virð-
ast vera í fantaformi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nú þarf ég að komast heim í sauð-
burðinn. Líklega þurfum við samt
aðstoð við bústörfin því nú kalla
stjórnmálin og ég hlakka til að tak-
ast á við þau verkefni þar sem nú
bíða,“ segir Jóhanna María Sig-
mundsdóttir, bóndi og nýr þing-
maður Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi. Hún er yngst
þess fólks sem nú tekur sæti á Al-
þingi og slær met í þingsögunni. Er
21 árs en til þessa hefur enginn svo
ungur verið kjörinn á þing. Fyrra
met átti Gunnar Thoroddsen sem
var 23 ára og 177 daga þegar hann
var kjörinn árið 1934.
Lét slag standa
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Jó-
hönnu. Hún fór í stjórnmálaskóla
Framsóknarflokksins á sl. ári og af
því leiddi að hún hellti sér í slaginn.
„Ég sagðist tilbúin að taka sæti á
lista en síðan fór uppstillingarnefnd
þess á leit að ég tæki fjórða eða
fimmta sætið. Ég lét slag standa og
gat þá reiknað með að verða vara-
þingmaður. En nú liggur niður-
staðan fyrir og þessu bjóst ég aldr-
ei við,“ segir Jóhanna María sem er
búfræðingur að mennt. Hefur látið
til sín taka í félagsmálum, er for-
maður Samtaka ungra bænda og
segir félagið vaxandi. Ungt fólk vilji
láta til sín taka í landbúnaði og þá
sé stjórnmálamanna að búa því –
eins og öðrum – hagstæð skilyrði.
Staðfesta, skýr stefna og raun-
hæfar lausnir, til dæmis í skulda-
málum heimila, eru helstu skýr-
ingarnar á góðum árangri
Framsóknarflokksins á lands-
vísu, að mati þingmannsins.
„Málflutningur okkar fékk góðar
undirtektir, í öllum aldurshópum
og meðal fólks í öllu kjördæminu,“
segir Jóhanna, sem er frá Látrum í
Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þar
eru foreldrar hennar, þau Sig-
mundur H. Sigmundsson og Jó-
hanna María Karlsdóttir, með
kúabú, en þingkonan nýja heldur
sauðféð.
Ákveðin skilaboð
„Ég er með um 100 fjár. Þegar lá
fyrir í haust að ég færi í kosninga-
baráttu varð að stilla sauðburðinn
af samkvæmt því. Því frestuðum
við tilhleypingunum aðeins, venju-
lega fer hrúturinn í ærnar 20. des-
ember en nú var þetta tekið milli
hátíða og þá fara ærnar að bera
strax eftir mánaðamótin,“ segir Jó-
hanna María, sem er ólofuð og
barnlaus.
„Í því felast auðvitað ákveðin
skilaboð að ung kona sé kjörin á
þing. Þetta er ánægjulegt fyrir
mína kynslóð. Við megum aldrei
gefast upp því við getum sannar-
lega látið til okkar taka og haft
áhrif til hins betra á þjóðlífið.“
Við frestuðum tilhleypingum
Jóhanna María
er yngst þing-
manna frá upphafi
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Þingkona „Við megum aldrei gefast upp því við getum sannarlega látið til okkar taka og haft áhrif til hins betra á
þjóðlífið,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir. Myndin var tekin á Ísafirði í gær, þar sem hún var veðurteppt.
„Við eigum að vera virk í þjóð-
félaginu og láta rödd okkar og
sjónarmið heyrast, sama á
hvaða aldri við erum,“ segir Sig-
rún Magnúsdóttir, nýr þingmað-
ur Framsóknarflokksins í Reykja-
vík suður, sem verður 69 ára í
sumar. Munar þá 47 árum
á henni og Jóhönnu
Maríu, sem senn er 22
ára. „Mér hefur alltaf
líkað vel að vinna með
ungu fólki. Það er
gaman að kynnast við-
horfum þess og von-
andi er sá skiln-
ingur gagnkvæmur. Ég tel mig
raunar hafa ýmsu að miðla. Í
borgarstjórn var ég stundum
kölluð mamman í Reykjavík-
urlistanum og nú – nokkrum ár-
um eldri – verður kannski talað
um ömmuna á Alþingi,“ segir
Sigrún sem raunar á þingreynslu
að baki. Var varaþingmaður um
1990 og þá sat eiginmaður
hennar, Páll Pétursson, á þingi í
áratug. Segist Sigrún hafa orð
hans fyrir því að Alþingi sé
mannbætandi vinnustaður og
þar siti alla jafna fólk með frjóa
hugsun.
Verður amman á Alþingi
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ER NÝ Á ÞINGI, 69 ÁRA
Sigrún
Magnúsdóttir
VEÐUR » 8 www.mbl.is
Á þriðjudag Hæg norðlæg átt og víða dálítil él, en úrkomulítið V-
lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt létt-
skýjað. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 m/s, en hægara NV-til. Stöku él
N- og A-lands, en annars bjartviðri. Hiti 3 til 9 stig syðra, en annars
kringum frostmark.