Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
H
a
u
ku
r
1
0
.1
2
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
Ferðaþjónustuparadís á Suðurlandi. Gistiaðstaða fyrir 100•
manns, veitingastaður og tjaldsvæði á 6 hektara vel grónu landi á
árbakka. Einstakt tækifæri til frekari uppbyggingar. Góður rekstur
og hagnaður.
Ferðaþjónustufyrirtæki í miklum vexti. Góða afkoma.•
Stórt innflutningsfyrirtæki með góð umboð í tæknivörum fyrir•
sjávarútveg. Ársvelta 800 mkr. EBITDA 70 mkr.
Rótgróin verslun við Laugaveg. Góð afkoma.•
Heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta 100 mkr.•
Áhugavert þjónustufyrirtæki sem er með fasta erlenda•
viðskiptavini. Ársvelta 40 mkr.
Framleiðslufyrirtæki með matvæli á sérhæfðu sviði. Góð•
afkoma.
Spennandi verslun með eigin innflutning á íhutum, aukahlutum,•
köplum, verkfærum og mörgu fleira á rafeindasviði. Stöðug velta um
70 mkr. og góð afkoma.
Fyrirtæki í innflutningi og þjónustu með sérhæfðan tæknibúnað•
fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ársvelta 100 mkr.
Lítið hótel með mikilli veitingasölu á einstökum ferðamannastað•
á Suðurlandi. Mjög góð afkoma.
Deild úr heildverslun með þekktar sokkabuxur. Ársvelta 40 mkr.•
Handverksbakarí
fyrir sælkera
LLSBAKARÍ
Aldagamlar aðferðir í bland
við nýjar til að gefa hverju
brauði sinn karakter.
Úrval af hollum og góðum brauðum
unnum úr gæða hráefnum.
Við bökum 100% speltbrauð,
heilkornabrauð, gerlaus brauð,
ítölsk brauð, hvítlauksbrauð,
kúmenbrauð, sigtibrauð o.fl. o.fl.
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE
Framvirkir samningar á gulli með
afhendingu í júní lækkuðu um 0,6%
á föstudag og enduðu í 1.453,60 döl-
um á únsuna, í viðskiptum á Co-
mex-markaðinum í New York.
Málmurinn hafði hækkað framan af
föstudeginum vegna frétta um að
efnahagsvöxtur í Bandaríkjunum á
fyrsta fjórðungi hefði verið minni
en búist var við.
MarketWatch hefur eftir gull-
greinanda að lækkunin sem átti sér
stað frá miðjum degi stafi helst af
því að miðlarar voru að leysa út
hagnað fyrir helgina.
Yfir vikuna styrktust framvirkir
samningar á gulli um 4,2% en eins
og Morgunblaðið hefur áður greint
frá hafði gull lækkað töluvert fyrr í
mánuðinum. Framvirkir samningar
hækkuðu meira en nokkru sinni áð-
ur á árinu á fimmtudag eða um
2,7%.
Í skýrslu sem World Gold Coun-
cil, samtök gullnámafyrirtækja, gaf
út á föstudag kom fram að eft-
irspurn eftir gulli hefði aukist úr
348 tonnum árið 2001 pp í 1.538
tonn árið 2012. Segja samtökin að
ekki sé um það að ræða að eft-
irspurnin eftir málminum sé of mik-
il.
Silfur lækkaði um 1,6% á föstu-
dag en hækkaði samtals um 3,5%
yfir vikuna og kopar veiktist um
1,6% en hækkaði 2,3% samtals yfir
vikun. Framvirkir samningar á
platínu f. júlí hækkuðu um 0,9% og
höfðu hækkað um 3,7 í vikunni sem
leið. ai@mbl.is
Gullið slaknar ögn í vikulok
Bætti við sig
4,2% yfir vikuna
AFP
Stangir Gullmarkaðurinn hefur
gengið í gegnum ýmislegt í apríl.
Facebook-dáðadrengurinn Mark
Zuckerberg hefur ákveðið að
lækka sjálfan sig í launum.
Á árinu 2012 voru grunnlaun
Zuckerbergs 503.000 dalir en
heildarlaun 2 milljónir dala, og er
þá hagnaður af hlutabréfum og
kaupréttindum undanskilinn. Á
þessu ári verða laun Zucker-
bergs hins vegar ekki nema einn
dalur.
Greinir MarketWatch frá að
þessi launalækkun gildi frá 1.
janúar í ár, en upplýsingar þessa
efnis komu fram gögnum sem
Facebook hefur sent Verðbréfa-
eftirliti Bandaríkjanna, SEC.
Árið 2011 fékk Zuckerberg 1,7
milljónir dala í laun. Af launun-
um sem Zuckerberg fékk greidd
árið 2012 voru 266 dalir í formi
árangursbónuss og 1,2 milljónir
dala í formi „annarra greiðslna“
s.s. vegna einkanotkunar á flug-
vél á vegum fyrirtækisins.
Zuckerberg á ráðandi hlut í
fyrirtækinu, með um 486 milljón
hluti sem metnir eru á um 13
milljarða dala. Zuckerberg nýtti
sér kaupréttarákvæði þegar Fa-
cebook fór á markað á síðasta ári.
Keypti hann 60 milljón hluti en
seldi 30 milljónir til að greiða
skatta af hagnaðinum af kaupun-
um.
Næstráðandi Zuckerbergs,
Sheryl Sandberg, fékk samtals í
laun 26,2 milljónir dala árið 2012
en hafði fengið 31 milljón dala ár-
ið áður. Segir Facebook að
launanefnd fyrirtækisins ákvarði
laun æðstu stjórnenda með hlið-
sjón af þeim launum sem bjóðast
hjá keppinautum á borð við Ama-
zon, Netflix, Apple, Oracle, Miro-
soft og Google. Í gögnunum sem
SEC fékk í hendurnar segir að
bæði grunnlaun og heildarlaun
hjá Facebook séu undir því sem
tíðkast hjá neðsta fjórðungi við-
miðunarfyrirtækjanna.
ai@mbl.is
Zuckerberg lækkar í launum
Milljarðamæringurinn verður
með aðeins 1 dollar í laun á þessu ári
AFP
Annríki Zuckerberg er önnum kafinn ungur maður. Hann þarf ekki að kvarta yfir auraleysi þó að launin hans verði með
lægsta móti á þessu ári. Forbes metur auðæfi hans á 13,3 milljarða dala sem jafngildir í dag um 1.560 milljörðum króna.