Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
6,3%
Fastir
vextir
Óverðtryggðir
innlánsvextir m.v.
36 mánaða bindingu
2,5%
Fastir
vextir
Verðtryggðir
innlánsvextir m.v.
36 mánaða bindingu
Nýjung í
landslaginu
Við bjóðum fjölbreytt úrval innláns-
reikninga með föstum vöxtum.
Hafðu samband og kynntu þér málið.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is
Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
3 mánuðir 4,8%
6 mánuðir 5,0%
12 mánuðir 5,2%
24 mánuðir 5,4%
36 mánuðir 6,3%
60 mánuðir 6,4%
36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%
Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013.
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Enrico Letta, varaformaður ítalska
Lýðræðisflokksins, sór í gær emb-
ættiseið sem forsætisráðherra Ítal-
íu eftir að hafa tekist að mynda
nýja ríkisstjórn mið- og hægri-
flokka. Letta náði samkomulagi
um stjórnarmyndun við hægri
flokk Silvios Berlusconis, fyrrver-
andi forsætisráðherra, en Berlus-
coni á þó ekki sæti í nýju stjórn-
inni. Letta, sem er 46 ára og einn
yngsti forsætisráðherra á evru-
svæðinu, lagði áherslu á ungt ráð-
herralið. Er meðalaldur í ríkis-
stjórninni 53 ár og kynjahlutföll
eru einnig jafnari en verið hefur.
Með þessu segist Letta boða end-
urnýjun í stjórnmálum og að hann
vilji leitast við að endurreisa
traust almennings á stjórnmála-
mönnum.
Angelino Alfano, sem áður
gegndi embætti dómsmálaráðherra
í ríkisstjórn Berlusconis, verður
innanríkisráðherra og varaforsæt-
isráðherra í nýju stjórninni. Fabri-
zio Saccomanni, einn af banka-
stjórum seðlabanka Ítalíu, verður
fjármála- og efnahagsráðherra.
Hlutverk hans verður það að reyna
að koma þriðja stærsta hagkerfi
evrusvæðisins út úr verstu kreppu
þess í tuttugu ár.
Þá verður Emma Bonino, fyrr-
verandi sjávarútvegsstjóri Evrópu-
sambandsins, utanríkisráðherra.
Letta hét því í gær, að draga úr
atvinnuleysi og fátækt og skapa
tækifæri fyrir ungt fólk svo það
þurfi ekki að freista gæfunnar í
öðrum löndum.
Giorgio Napolitano sagði eftir að
hann fól Letti stjórnarmyndun um
helgina að þetta hefði verið eina
stjórnarmynstrið sem hefði verið
mögulegt og ekki hefði verið hægt
að bíða lengur, en tveir mánuðir
eru liðnir frá því kosið var til þings
á Ítalíu. Napolitano sagðist vonast
til þess að nýja stjórnin yrði sam-
hent og tækist á við vandamálin en
flestir fréttaskýrendur, bæði á
Ítalíu og annars staðar í Evrópu,
telja að stjórnin verði skammlíf.
Þannig sagði dálkahöfundur portú-
galska blaðsins Diario de Noticias
að í nýju stjórninni væru flokks-
brot bæði á vinstri og hægri væng
og stjórnmálaleiðtogar sem hefðu
skipst á ásökunum og móðgunum
árum saman.
Þá sagði dálkahöfundur austur-
ríska blaðsins Kurier að enginn
tryði því að Berlusconi myndi ekki
reyna að stjórna úr aftursætinu
enda væru nánir samstarfsmenn
hans í lykilembættum í ríkisstjórn-
inni.
„Ef Letta óhlýðnast mun Ber-
lusconi draga lið sitt til baka og
nýjar kosningar verða óhjákvæmi-
legar.“
Ungur en reyndur
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Letta gegnt ráðherraembætti í
fjórum ríkisstjórnum. Hann fædd-
ist í borginni Pisa árið 1966 og
lagði stund á nám í stjórnmála-
fræði og alþjóðalögum en tók jafn-
framt þátt í starfi Kristilega demó-
krataflokksins. Sá flokkur liðaðist í
sundur um miðjan tíunda áratug
síðustu aldar vegna hneykslismála.
Letta starfaði um tíma í ítalska
fjármálaráðuneytinu og varð Evr-
ópumálaráðherra árið 1998 í
vinstristjórn Massimos D’Alema.
Hann gegndi einnig ráðherraemb-
ættum í ríkisstjórnum Giulianos
Amatos og Romanos Prodis.
Letta tók þátt í stofnun
Lýðræðisflokksins árið 2007 en að
þeim flokki stóðu þá leifarnar af
ítalska kommúnistaflokknum og
nokkrir litlir miðjuflokkar. Letti
var kjörinn varaformaður flokksins
2009. Pier Luigi Bersani, leiðtogi
flokksins, reyndi að mynda rík-
isstjórn í kjölfar þingkosninganna
nú í febrúar en mistókst og sagði í
kjölfarið af sér leiðtogaembættinu
ásamt allri stjórn flokksins.
Ný ríkisstjórn tekur
við völdum á Ítalíu
Enrico Letta sór embættiseið sem forsætisráðherra í gær
AFP
Nýr forsætisráðherra Enrico Letta í ræðustóli í ítalska þinghúsinu.
Eldur braust í gær út í rústum
átta hæða fataverksmiðjuhúss í
Dhaka, höfuðborg Bangladess, sem
hrundi í síðustu viku. Eldurinn
kviknað út frá neistum frá steinsög
þegar björgunarmenn reyndu að
bjarga konu úr rústunum.
Síðdegis í gær hafði slökkviliðs-
mönnum tekist að ná valdi á eld-
inum en konan, sem reynt hafði
verið að bjarga, var þá látin. Sýnt
var beint frá björgunaraðgerðunum
í sjónvarpi en björgunarmenn
höfðu fyrr um daginn ákveðið að
bíða með að nota stórvirkar vinnu-
vélar við hreinsunarstörf af ótta við
að skaða konuna. Björgunarmenn
sögðu að konan hefði verið veik-
burða en samt getað látið vita af
sér í gærmorgun
„Hún var hugrökk kona og barð-
ist fyrir lífi sínu til loka. Við unn-
um í 10-11 stundir við að reyna að
ná henni úr rústunum lifandi. Við
reyndum en okkur mistókst. Við
erum niðurbrotnir,“ sagði Ahmed
Ali, slökkviliðsstjóri landsins, við
AFP fréttastofuna.
Á sjónvarpsmyndum sáust marg-
ir slökkviliðsmenn gráta þegar ljóst
varð að konan var látin.
Eigandinn handtekinn
Verksmiðjuhúsið hrundi á mið-
vikudag og er talið að um 3 þúsund
manns hafi þá verið í húsinu en þar
voru fimm fataverksmiðjur til húsa.
Um 2.430 komust lífs af en að
minnsta kosti 381 lét lífið og yfir
þúsund slösuðust alvarlega. Á laug-
ardag tókst að bjarga 29 manns úr
rústunum en líkur á að fleiri finnist
á lífi eru nú taldar litlar sem eng-
ar.
Sheikh Hasina, forsætisráðherra
Bangladess, hefur heitið því að
sækja þá til saka, sem bera ábyrgð
á slysinu og sinntu ekki viðvör-
unum um að húsið kynni að hrynja.
Hafa sex verið handteknir, þar á
meðal aðaleigandi byggingarinnar
en hann var handsamaður í gær
skammt frá indversku landamær-
unum. Hann hafði þá farið huldu
höfði frá því byggingin hrundi.
gummi@mbl.is
AFP
Björgunaraðgerðir Slökkviliðsmenn reyna að bjarga fólki úr rústunum.
Eldur kviknaði í
verksmiðjurústum
Í Bangladess er umfangsmikill
fataiðnaður og þar starfar fjöldi
fólks í fataverksmiðjum við afar
slæmar aðstæður. Launin eru
lág og starfsfólk nýtur lítilla
réttinda. Slys eru tíð, aðallega
vegna eldsvoða, og hafa nærri
þúsund manns látið lífið af slys-
förum í fataverksmiðum í land-
inu frá árinu 2006.
Dauðagildrur
BANGLADESS