Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 11
Kaníkka fyrir 2-6 ára og Dabbi draugur er fyrir 4-8 ára. „Í bókinni um Ljótupöddu er aðeins ein setning á hverri blaðsíðu og ég ætla að hafa hana á að minnsta kosti þremur tungumálum, íslensku, ensku og kannski pólsku. Nafnið Ljótapadda er komið frá systurdóttur minni Ás- dísi Ásgeirsdóttur, en fyrir um fjörutíu árum gaf ég systrabörnum mínum og syni mínum fyrstu dúkk- urnar sem ég saumaði í þessum stíl. Ásdís hreinlega elskaði sína dúkku og kallaði hana alltaf Ljótupöddu.“ Saumar víkingaföt Jenný er með mörg járn í eld- inum því hún er líka að vinna að vík- ingabók sem hún ætlar að gefa út í sumar. „Þetta er myndskreytt bók ætluð 6-10 ára börnum og hún segir frá landnemafjölskyldu sem kemur til landsins árið 999. Þrjú börn koma við sögu og segir frá leikjum þeirra og leikföngum, mataræði og skemmtun. Þessi saga er bæði fræð- andi og skemmtileg. Ég hef unnið mikla heimildavinnu í tengslum við þetta,“ segir Jenný sem er mikil áhugakona um allt sem tengist vík- ingum og hún saumar m.a. vík- ingaklæði eftir pöntun, bæði á full- orðna og börn. „Ég er gildur meðlimur í víkingafélaginu Einherj- um, sem ætlar að halda fyrstu Vík- ingahátíðina í Reykjavík í júlí. Þar ætla ég að vera með tjald og selja þessa víkingabók og ég verð líka með sverð og skildi til sölu sem við hjónin smíðum. Víkingaáhuginn hef- ur verið viðloðandi hjá mér alla tíð og ég er ekki frá því að það sé í blóð- inu, enda Gunnar Viking Ólafsson, heljarmennið og jarlinn í Einherj- um, frændi minn. Facebooksíða: Amma Jenný – Grandmother Jenny. Koss Ásdís systurdóttir Jennýjar kyssir Ljótupöddu fyrir 40 árum. Kúla á haus Þessi kemur fyrir í sög- unni um Dabba draug. Víkingastelpa Ein af börnunum í víkingasögu Jennýjar. Tár á kinn Þessi þarf huggun harmi gegn. Við köllum okkur Blekbytturnar og við hittumst mán- aðarlega. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Framrúðuviðgerðir Gerum við og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Nú er sá tími ársins þegarnámsmenn á öllum aldrimæta í próf til að meta námsárangur vetrarins. Þessi tími fer misvel í fólk. Fæstum finnst þetta skemmtilegur tími en fyrir suma er þessi tími árs hreint kvalræði. Rannsóknir sýna að 25-40% náms- manna glíma við prófkvíða og upplifa þeir sem þjást af honum skerta ein- beitingu í prófi, erfiðleika við að skilja og fara eftir einföldum leiðbeiningum og vandkvæði við að muna mikilvæga hluti sem varða efni prófsins. Rann- sóknir sýna enn fremur að þeir sem þjást af prófkvíða standa sig allt að 12% verr á prófum en þeir sem finna ekki fyrir honum. Kvíði er eðlilegt viðbragð við skynjaðri hættu og líkaminn fer í við- bragðsstöðu. Viðeigandi kvíði skerpir okkur andlega og líkamlega og býr okkur undir að takast á við þá hættu sem blasir við okkur. Aftur á móti getur kvíðaviðbragðið orðið mjög harkalegt þegar við skynjum eða upplifum verulega ógn af aðstæð- unum. Þegar einstaklingur glímir við prófkvíða skýrist lægri geta á prófum því ekki af minni námsgetu eða léleg- um prófundirbúningi, heldur af því að hann skynjar prófaðstæðurnar sem verulega ógn og kvíðaviðbragðið verður óeðlilega harkalegt sem leiðir af sér skerta athygli og minnisgetu. Prófkvíði samanstendur þannig af ofurnæmu lífeðlislegu viðbragði, þjakandi áhyggjum af frammistöðu og árangri, ótta við aðstæðurnar, nið- urbrjótandi hugsunum, vöðvaspennu og oft á tíðum meltingartruflunum, höfuðverk og hækkandi blóðþrýst- ingi. Þegar einstaklingur hefur einu sinni upplifað prófkvíða veldur sú upplifun oft og tíðum enn meiri áhyggjum og ótta við næstu próf- aðstæður og þannig getur vandinn smám saman aukist. Oft og tíðum þurfa þeir sem glíma við prófkvíða hjálp við að rjúfa þenn- an skelfilega vítahring og í mörgum tilvikum þarf ekki mörg viðtöl hjá fagaðila til að ná góðum árangri. Sál- fræðingar hafa sérþekkingu á þessu sviði og sinnum við á Heilsustöðinni mörgum sem þjást af prófkvíða með góðum árangri. Lykilatriði er að fólk skoði viðhorf sín til aðstæðnanna, hver hinn raunverulegi ótti sé og geri sér grein fyrir því að þetta eru eðlileg lífeðlisleg viðbrögð við hugsanlegu of- mati á þeirri hættu sem viðkomandi tengir við prófaðstæðurnar. Prófkvíði Margir hafa miklar áhyggjur á þessum árstíma vegna prófa. Prófin nálgast og kvíðinn magnast Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjaf- arþjónusta, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík www.heilsustodin.is Listakonan Salóme Fannberg opnaði myndvefnaðarsýningu í Grensás- kirkju fyrr í þessum mánuði. Sýningin ber heitið „Svo siglum við“ og er yfir- litssýning sem spannar líf myndvefn- aðarkonu, þar sem þræðirnir stýra stórum hluta lífs hennar. Á sýning- unni eru tuttugu verk, sum hafa verið sýnd áður og sum nýlega, önnur aldr- ei áður. Uppsetning sýningarinnar er þannig að heildarsvipur er einstakur vegna óvenjulegra aðstæðna salarins í Grensáskirkju, þar sem ljósið og birtan flæðir á milli veggja, út í krók og kima. Ljósaspil milli listaverka og birtu er því athyglisvert. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 9-15 og um helgar frá 12-17. Sýningin stendur til 28. maí. Einnig er mögulegt að sjá hana á öðrum tíma, ef haft er samband við Salóme, s: 552-6267 og 894-1603. Endilega … … kíkið á myndvefnaðarsýningu Salóme í Grensáskirkju Strengur/Bond Eitt af verkunum hennar Salóme á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.