Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Langtímaleiga
www.avis.is
52.100 kr. á mánuði og allt
innifalið nema bensín!*
Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða
kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
*Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu.
Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!
Níu þingmenn, sem voru ofarlega á listum sinna flokka í kosn-
ingunum, náðu ekki kjöri til alþingis.
Fimm af þessum þingmönnum voru á listum Samfylking-
arinnar, þau Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, Jón-
ína Rós Guðmundsdóttir, Magnús Orri Schram, Ólína Þorvarð-
ardóttir og Skúli Helgason.
Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar náðu ekki það ofarlega
á lista í prófkjöri að nokkuð ljóst var að þeir myndu tæplega ná
kjöri á þing. Þetta voru Sigmundur Ernir Rúnarsson, Lúðvík
Geirsson og Mörður Árnason.
Tveir þingmenn Vinstri grænna náðu ekki endurkjöri, þau
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og Ólafur Þór Gunn-
arsson. Björn Valur Gíslason hverfur einnig af þingi, eftir að
hafa náð slökum árangri í prófkjöri.
Tveir fyrrverandi þingmenn Vinstri grænna, þeir Atli Gísla-
son og Jón Bjarnason, buðu sig fram fyrir Regnbogann en náðu
hvorugur kjöri.
Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar bauð sig
fram fyrir Dögun en náði ekki kjöri. Þór Saari þingmaður Hreyf-
ingarinnar var einnig á lista Dögunar og hverfur af þingi.
Þeir þingmenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, sem sóttust eftir endurkjöri, náðu á þing.
sisi@mbl.is
Margir stjórnar-
þingmenn náðu
ekki endurkjöri
Morgunblaðið/Eggert
Kosningavaka Samfylkingarfólk kom saman í Rúgbrauðsgerðinni og fylgdist með talningu atkvæða.
Kosningar 25. apríl 2009
Könnun 17. til 23. apríl 2013
Gerð af Félagsvísindastofnun HÍ.
Niðurstöður kosninga 27. apríl 2013
Þ
Píratar
V
Vinstri grænir
T
Dögun
S
Samfylkingin
R
Alþýðufylkingin
M
Landsbyggðarflokkurinn
L
Lýðræðisvaktin
K
Sturla Jónsson
Fjöldi þingmanna 2013
Fjöldi þingmanna 2009
29,8%
21,7%
20 14
9 7 32,6% 2,5%
0,4% 0,2%0,9% 0,1% 0,2% 0,1%
13,6% 12,9%
3,2% 3,1%
10,8% 10,9%
6,4%
5,1%
Vinstriflokkarnir tveir, Samfylking
og VG, sem mynduðu fráfarandi
stjórn, fengu í þessum kosningum
samtals 23,8% atkvæða, en þeir
fengu 51,5% í kosningunum 2009.
Fara þarf aftur til ársins 1931 til
að finna jafnlítið fylgi vinstri-
manna. Árið 1931 fengu Alþýðu-
flokkurinn og Kommúnistaflokk-
urinn samtals 18,7%, en í öllum
þingkosningum sem síðan hafa far-
ið fram hafa vinstriflokkarnir (sem
síðar hétu Sósíalistaflokkur, Al-
þýðubandalag, VG og Samfylking)
alltaf fengið yfir 25% atkvæða.
Hlutfallið var lægst árið 1995, eða
25,7%, en það ár bauð Þjóðvaki Jó-
hönnu Sigurðardóttur til þings og
fékk 7,2%.
Í viðtali við Ólaf Þ. Harðarson,
stjórnmálafræðiprófessor og for-
seta félagsvísindasviðs Háskóla Ís-
lands, í Morgunblaðinu fyrir nokkr-
um dögum kom fram að það stefndi
í söguleg úrslit. Það gekk eftir.
„Ef tap stjórnarflokkanna frá
síðustu kosningum verður í kring-
um 30%, þá er það eitthvert mesta
tap stjórnarflokka í Vestur-Evrópu
frá lokum síðari heimsstyrjald-
arinnar,“ sagði Ólafur. „Það
stærsta sem ég hef séð er á bilinu
35-36% en það var á Ítalíu árið
1993,“ bættti hann við. egol@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Fylgið fór úr
51,5% í 23,8%