Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Í þessu felast skýr skilaboð. Þau sterkustu eru að það hefur aldrei skipt meira máli en nú að hugmyndin um breiðfylkingu jafnaðarmanna verði að veruleika,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, um niðurstöðu alþingiskosn- inganna. Hann kvaðst hafa lagt upp með það í formannskjöri að flokk- urinn yrði öflugur flokkur frá miðju og til ysta vinstris. Til þess hefði hann fengið skýrt umboð frá meirihluta flokksmanna. „Ég er nýtekinn við og hyggst feta þá leið áfram.“ Árni Páll sagði frambjóðendur flokksins hafa fundið í kosningabar- áttunni að afkoma fólks var því efst í huga. Kjarnahópum eins og lífeyr- isþegum og lágtekjufólki, sem Sam- fylkingin hefur oft sótt stuðning til, sveið mjög hve erfitt var að ná endum saman og kenndu ríkisstjórninni um. Árni Páll sagði marga ekki hafa áttað sig á því hve mikil kjaraskerðing varð með gengisfalli krónunnar í hruninu og að sú skerðing yrði ekki auðveld- lega leiðrétt. Hann sagði að efnahags- leg velsæld hefði skipt mestu máli fyrir kjósendur. Við lok þingsins hefði Framsóknarflokkurinn verið byrj- aður að tala um afkomu heimilanna en á meðan hefði áhersla stjórn- arflokkanna verið á ágreiningsmál í þinginu eins og stjórnarskrármálið og þinglokin. „Fylgisaukningin er greinilega á miðjunni,“ sagði Árni Páll. Hann sagði að Samfylkingin hefði kannski ekki fótað sig nægilega vel þar. Auk þess hefði samkeppnin verið erfið við Bjarta framtíð sem kom óflekkuð af verkum í baráttuna. Einnig hefði samstarfsflokkurinn VG talað með áþekkum hætti og Samfylkingin um málaflokka eins og kvenfrelsi, vel- ferðarmál og umhverfisvernd og e.t.v. „með kratískari blæ“ en áður. – Voru það mistök að leggja svo mikla áherslu á ESB-aðildarumsókn- ina? „Við lögðum áherslu á Evrópusam- bandsaðildina sem hagnýta nauðsyn. Þetta var aldrei trúaratriði hjá okkur og hefur aldrei verið. Ég tel að það deili fáir um mikilvægi aðild- arumsóknarferlisins sem hluta af því að halda landinu opnu,“ sagði Árni Páll og benti á afstöðu atvinnulífsins því til sönnunar. Sterk öfl þar vilji fá að kjósa um samning. Hann sagði að fylgi Samfylking- arinnar hefði fallið við Icesave- dóminn og mælst 12% daginn áður en hann tók við formennsku. „Ég tel að áhrif Icesave-dómsins hafi einnig dregið úr áhuga þjóðarinnar á ESB- aðild, einmitt núna,“ sagði Árni Páll. Forseti Íslands hefur boðað Árna Pál til fundar við sig klukkan 15.00 í dag. Árni Páll telur eðlilegast að sig- urvegarar kosninganna komi til greina við að leiða stjórnarmyndun. Stærsti sigurvegarinn sé Framsókn- arflokkurinn en Björt framtíð og Pí- ratar hafi einnig unnið sigra. „Þegar um tvo jafnstóra flokka er að ræða tel ég eðlilegt að formaður Framsóknarflokksins fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna,“ sagði Árni Páll. En þykir honum dræmari kosningaþátttaka vera áhyggjuefni? „Það dregur almennt úr kjörsókn og svo er verið að kjósa býsna oft. Það kann að hafa áhrif,“ sagði Árni Páll. Morgunblaðið/Kristinn Jafnaðarmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi fengið skýr skilaboð í alþingiskosningunum. Afkoman var fólki efst í huga  Skýr skilaboð í kosningaúrslitunum, segir formaður Samfylkingarinnar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eðlilegt er að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur reyni að mynda næstu ríkisstjórn. Kjósendur gáfu flokkunum meirihlutaumboð til að koma sínum stefnumálum í fram- kvæmd og því eðlilegt að forseti Ís- lands feli formanni annars hvors flokksins umboð til stjórnarmynd- unar, segir Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar fram- tíðar. „Þó er forvitnilegt hvernig sáttmáli um samstarf þessara flokka verður og hvernig eigi að uppfylla loforðin,“ segir formaðurinn. Sáttur við árangur Alls 15.583 atkvæði, stuðningur 8,2% þjóðar og sex menn á þingi. Þetta var árangur Bjartrar fram- tíðar í kosningnum og segist formað- urinn sáttur. „Þegar við fórum í þennan leið- angur sagði ég að við fengjum á bilinu 2-20% fylgi. Það gekk eftir,“ segir Guðmundur sem telur grunn- markmið Bjartrar framtíðar, um fjöl- breytt atvinnulíf, gott skólakerfi og heilbrigðiskerfi, stöðugleika, áherslu á umhverfismál, róttækni í mann- réttindum og sátt í þjóðfélaginu, eiga erindi til Íslendinga. Úrslit kosninga staðfesti það líka að nokkru leyti. „Við Heiða Kristín Helgadóttir munum leggja áherslu á þessi mál á þeim fundi með forseta Íslands sem boðaður hefur verið. Við viljum ljúka aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið og finna lausn á gjaldmið- ilsmálunum, svo stöðugleiki geti auk- ist. Svo viljum við auka fjölbreytni í atvinnulífinu og auka veg skapandi greina, græns iðnaðar og tækni- og hugverkaiðnaðar. Við erum því ekki hrifin af stóriðjulausnum,“ segir Guðmundur sem kveðst hafa efa- semdir um að skattalækkanir séu góður leikur – miðað við núverandi aðstæður. Vissulega kunni þó ein- hverjar slíkar að vera skynsamlegar og hafa örvandi áhrif. Fráfarandi stjórnarflokkar guldu afhroð í kosn- ingunum. Í umræðum á kosninganótt sögðu fylgismenn þeirra skýringuna meðal annars felast í því að framboð á vinstri vængnum hefðu verið mörg og því hefðu lið tvístrast. Ekkert sérstaklega til vinstri „Smáframboðin voru beggja vegna miðjuássins. Það á enginn neitt í stjórnmálum og Björt framtíð er ekkert sérstaklega til vinstri. Ég held að góður árangur okkar nú helgist meðal annars af því,“ segir Guðmundur. Úrslitin staðfesta erindið  Formaður Bjartrar framtíðar sáttur við árangur  Eðli- legt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndi ríkisstjórn Morgunblaðið/Rósa Braga Framtíð Smáframboðin beggja vegna miðjuássins, segir Guðmundur Stein- grímsson, sem telur ný stjórnmálaöfl ekki skýra afhroð stjórnarflokkanna. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, bar sig vel þrátt fyrir talsvert fylgistap flokksins nú frá því í síðustu kosningum. Flokk- urinn fékk sjö þingmenn nú og 10,9% fylgi og tapaði helmingi þingsæta sinna. „Þetta er betri staða en við gátum kannski átt von á miðað við skoðanakannanir og við þökkum þessa niðurstöðu góðri kosningabaráttu,“ segir Katrín. Klofningur á vinstri vængnum Hún telur að fylgistapið megi rekja til klofningsframboða eins og Dögunar, Regnbogans, Alþýðu- fylkingar og Pírata. „Þetta fylgis- tap dreifist víða, en það er ljóst að vinstri vængurinn þarf að skoða sína stöðu og leita leiða til að styrkja raddir sem tala fyrir um- hverfisvernd og félagshyggju,“ segir Katrín. Hún telur að umhverfismál verði ein af stóru málunum á næsta kjör- tímabili og það sé fyrir atbeina VG, sem hafi sett þau á oddinn í stjórn- artíð sinni. „En ekki bara þau heldur líka jafnréttismálin og skattamálin, sem hafa breytt um- ræðu um jöfnuð í samfélaginu. Sú staðreynd að við höfum náð að breyta umræðunni mun skila sér áfram inn í næsta kjörtímabil,“ segir Katrín. Hún telur það mikið áhyggjuefni hve konum fækkar á þingi. „Nýlið- unin er mikil en hins vegar fellur hlutfall kvenna. Það helgast kannski af því að stórbætta stöðu kvenna á þingi í síðustu kosningum má að langmestu leyti rekja til sterkrar stöðu vinstriflokkanna þá,“ segir Katrín. Af sjö þingmönn- um Vinstri grænna eru fjórar kon- ur. Þingkonum fækkar úr 27 í 25. Rammaáætlun mikilvæg Af einstökum málefnum mun flokkurinn að sögn Katrínar leggja mikla áherslu á rammaáætlun. „Það er mjög mikilvægt að sú vinna sem unnin hefur verið við rammaáætlun verði virt og ekki farið í fljótfærnislegar ákvarðanir um að taka hana upp og færa til virkjunarkosti sem ekki hafa verið rannsakaðir að fullu. Það er t.d. hætta á slíku með álver í Helguvík, sem við stöndum gegn,“ segir Katrín. Hún telur að næstu ríkisstjórnar bíði erfið verkefni og mikilvægt sé að hún geti myndað breiða sátt í þjóðfélaginu. „Við þurfum að hefja uppbyggingu samfélagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, í skólunum og almannatryggingunum. Þetta eru okkar áherslur á næsta þingi,“ seg- ir Katrín. Morgunblaðið/Eggert Katrín Jakobsdóttir VG tapaði sjö þingmönnum en bætti við sig fylgi á loka- sprettinum miðað við skoðanakannanir. Katrín telur umhverfismál ein af stóru málunum á komandi kjörtímabili og að skapa þurfi sátt í samfélaginu. Þurfum sátt á vinstri vængnum  Umhverfismál ein af stóru málunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.