Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Kosningavaka Guðmundur Franklín Jónsson, Hægri grænum, Pétur Gunnlaugsson, Flokki heimilanna, og Þorvaldur Gylfason, Lýðræðisvaktinni. Nokkur bið verður á því að þeir komist á þing. Kristinn Þann 20. mars 2013 birtist í Morg- unblaðinu grein eft- ir Kristínu Guð- veigu Sigurðardóttur um vetrareinangrun Seyðisfjarðar: Að komast eða komast ekki, það er spurn- ingin. Eina sam- gönguleiðin á landi er yfir Fjarðarheiði, 620 m háa, sem oft verður ófær vegna snjóa. Leiðin til hafs er opin og ferjan Norræna kemur vikulega. En ferðafólkið sem sá auglýst „Ís- land allt árið“ getur lent þarna í vanda á bílum sínum flesta mán- uði ársins. Greinin er ákall um jarðgöng hið fyrsta. Tek ég und- ir hvert orð, nema tvö: Undir Fjarðarheiði. Vorið 2012 samþykkti Alþingi einróma samgönguáætlanir til næstu fjögurra og tólf ára. Var ákveðið að flýta gerð Norðfjarð- arganga, flýta einnig Dýrafjarð- argöngum og ljúka árið 2018. Þá var samþykkt tillaga sex þing- manna Norðausturkjördæmis að Seyðisfjarðargöng kæmu inn á samgönguáætlun: Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja nú þegar fullnaðarund- irbúning að gerð Seyðisfjarð- arganga. Miðað verði við að rannsóknum og undirbúningi verði lokið í tæka tíð til að hægt verði að hefja framkvæmdir í beinu framhaldi af Norðfjarð- argöngum. Í greinargerð var ítrekuð fyrri áhersla á göng undir heiðina. Gerð Norðfjarðarganga mun hefjast síðsumars. Fjárveiting er 1,2 milljarðar í ár og verður um 2,5 milljarðar næstu ár. Heild- arkostnaður 10,5 til 12 millj- arðar. Reiknað með þriggja og hálfs til fjögurra ára fram- kvæmdatíma. Göngin verða 8 m breið og 7,9 km löng með veg- skálum. Hver km kostar um 1,4 milljarða. Framkvæmdahraði um 2 km á ári, verklok áætluð í sept. 2017. Oddsskarðsgöngin í 632 m hæð verða notuð áfram í 4 ár, vonandi án slysa. Umferð er yfir 400 vetrarófærð á Fagradal. Sá 20 km langi vegur upp í 360 m hæð um þröngan fjalladal (Hérað– Reyðarfjörður) er „veðravíti að vetri“ segja rútubílstjórar. Stormhviður úr öllum áttum, blinda, fannfergi, hálka, jafnvel snjóflóð hafa lokað dalnum dög- um saman og valdið slysum. Löng jarðgöng eru óþægilegri (vegna loftræstivanda) og hættu- legri en styttri. Leið um tvenn styttri göng (Mjóafjörð – Slenju- dal, alls 12–14 km) lengir leið Seyðfirðinga til Héraðs. En framkvæmdin er auðveldari og líklega miklu fjótlegri, fengist fé. Núverandi leið yfir Fjarðarheiði yrði áfram val í góðri færð. Norðfirðingar líkt Seyðfirð- ingum eru fastir í einni hug- mynd. Að 6 km göng úr Norð- firði til Mjóafjarðar skuli liggja úr Fannardal í Mjóafjarðarbotn. Neskaupstaður yrði þá áfram botnlangi að óþörfu. Göng utar, styttri og ódýrari myndu greiða leiðir flestra og opna hringleið með sýn um Norðfjarðarflóa og Mjóafjörð allan. Fátt getur örvað byggðaþróun Austurlands betur en bættar samgöngur. Þörf á fjölbreyttari atvinnutækifærum má mæta með vandaðri ferðaþjónustu. Hver fjörður og sveit er náttúruperla. Svæðið getur tekið við mikilli fjölgun ferðafólks og landið rúm- ar mikið án náttúruspjalla, sé vandað til. Suðurland er uppselt yfir sumarið, brátt veturinn líka. Aðrir landshlutar síður. Alþjóða- flugvöllurinn á Egilsstöðum hef- ur lítt notast enn. Eitt enn. Jarðgöng virka fram fyrir sig í tíma. Þegar ákvarðanir liggja fyrir hugar fólk að að framtíð og framkvæmdum á nýj- an hátt. Ríkið er fátækt í dag en öflug fyrirtæki eystra kynnu að sjá sér hag og sæmd í að aðstoða með framkvæmdafélögum eða öðrum hætti. bílar á dag; einkabíl- ar, sjúkrabílar til Fjórðungssjúkrahúss Austurlands (FSN). Rútur flytja 35.000 manns á ári (skóla- fólk, íþróttafólk, starfsfólk álvers og annarra fyrirtækja auk ferðamanna). Flutningabílar flytja árlega 25.000 tonn af fiski. Vikulega fara slíkir farmar yfir Fjarðarheiði, Nor- ræna skilar þeim til Evrópu. Flutningabíll slítur burðarþoli vegar 10.000 sinnum meir en aðrir bílar. Samgöngur Mið- Austurlands eru dýrar og hættu- legar. Í 50 ár hafa Austfirðingar bar- ist fyrir að komast úr vetrarein- angrun og tengja byggðir með göngum. Tilkoma álvers knýr enn á um það öryggi. Vegagerðin hóf jarðfræðiat- huganir eystra 1983. Nefnd skip- uð 1988, vann tillögur um jarð- göng á Austurlandi og skilaði áliti 1993: Byrjað skyldi á teng- ingu Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar og Héraðs. Kæmu 5,3 km göng úr Stafdal í Seyð- isfirði yfir í Mjóafjarðarbotn, þaðan 6,8 (til 8,8) km göng um Slenjudal til Héraðs en Norð- fjörður yrði tengdur með vegi um suðurströnd Mjóafjarðar út fyrir Reyki og 3,9 km göngum yfir í Norðfjörð. Virðist tillaga Vegagerðar hafa fallið í skugga vegna umræðna eystra um aðrar leiðir og/eða skorts á heildarsýn yfir verk- efnið: Að tengja byggðir Austur- lands. Tillagan er enn til, hag- kvæm, tímasparandi og með Norðfjarðargöngum leysir hún flestan samgönguvanda Mið- Austurlands. Áhersla á Fjarðarheiðargöng sem hin einu réttu frá Seyðisfirði til Héraðs hefur verið hávær frá 2008. Yrðu göngin minnst 12,5 km löng, (EFLA 2011) yfir 6 ára verk. Myndu bæta vetr- arsamgöngur við Seyðisfjörð ein- an en eftir a.m.k. 10 ára biðtíma. Þá yrðu enn ekki komin sam- göng á milli Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar og Seyðisfjarðar. Ekki heldur komin varaleið framhjá Eftir Ingólf S. Sveinsson » Fátt getur örvað byggðaþróun Austurlands betur en bættar samgöngur. Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er læknir og starfar oft á Austurlandi. Norðfjarðargöng – hvað svo? Umgengni á ferða- mannastöðum hefur töluvert verið til um- ræðu að undanförnu, og er það vel að vakin sé athygli á því máli. Auk- inn ferðamannastraum- ur utan hins hefð- bundna ferðamannatíma kallar líka á breyttar áherslur í þeim efnum. Við leið- sögumenn sem höfum verið á ferðinni með hópa í vetur höfum líka áþreifanlega orðið varir við það. Margar tillögur hafa verið á lofti á undanförnum árum um það með hvaða hætti mætti afla fjár til úrbóta á ferða- mannastöðum og hefur sitt sýnst hverj- um í þeim efnum. Sumir hafa nefnt, að gistináttagjaldið svokallaða, sem sett var á fyrir nokkrum misserum, sé vitlausasti skattur eða gjald sem sett hefur verið á, og reynslan mun hafa sýnt að hann gefur mun minna í aðra hönd en ætlast var til. Ef það er rétt samkvæmt mínum skiln- ingi að sama gjald sé innheimt af einum manni í eins manns tjaldi á stæði t.d. við Mývatn og af sex manna fjölskyldu sem dvelur í íbúð skammt frá, sjá allir að eitt- hvað mikið brogað er við þessa lagasetn- ingu. Þá er auðvitað þekkt dæmið um hjónin sem fá sér svefnpokapláss í al- menningi, að þau verða hvort um sig að borga hundrað kall eins og sex manna fjölskyldan borgar til samans. Þau eru nefnilega hvort um sig skilgreind sem ein „gistieining“ eftir því sem mér skilst. Mörg spurningamerki Náttúrupassar hafa töluvert verið í umræðunni, en áður en ráðist verður í gerð laga og reglugerða um slíkan passa þarf að huga að mörgu. Verða þessir passar eingöngu fyrir útlendinga en ekki okkur Íslendinga? Í þeim efnum þarf að gæta að jafnræðisreglunni og hvað segir EES-samningurinn um slíkt? Hvernig á eftirlit með slíkum pössum að vera, hvað ef menn eru ekki með slíka passa, en hafa samt vogað sér inn í þjóðgarðinn á Þingvöllum? Eiga slíkir passar að gilda bæði á opinberum stöðum og stöðum í einkaeign? Hvað með Reykjahlíðarland í Mývatnssveit, Geysissvæðið og Kerið, en allir þessir staðir eru í einkaeign eða minnihluta eign ríkisins? Hvað segja eig- endur þessara staða um málið? Eigum við leiðsögumenn að kanna það áður en lagt er upp í ferðir hvort allir okkar farþegar séu með slíka passa? Hvað með norræna ráðstefnugesti sem hér eru í boði íslenskra stjórn- valda fyrirtækja eða stofnana? Hver á að borga fyrir passann ef slíkum hóp er boðið í stutta ferð suður á Reykjanes? Svona má velta upp ótal mörg- um spurningum um þetta mál, að ekki sé nú minnst á hvernig eigi að úthluta fénu. Reyndar virðist beinast liggja við að það færi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, sem nýverið hefur lokið við að úthluta upp undir 600 milljónum króna til úrbóta á stöðunum. Það þarf því að taka upp víð- tæka umræðu um náttúrupassa, svo menn lendi ekki í sömu gryfju með þá og gistináttagjaldið. Hóflegt gjald fyrir veitta þjónustu Ég sé ekki betur en að víða erlendis sé lagt sérstakt gjald á gistingu, og líklegt má telja að það fari til ferðamála á við- komandi svæði, án þess að þess sé getið sérstaklega. Gjald á farseðla og/eða gist- ingu virðist vera nærtækasta fjáröfl- unarleiðin til að fá fé til úrbóta á ferða- mannastöðum, en slíkt gjald hækkar að sjálfsögðu gisti- eða fargjaldakostnað, og er því í óþökk þeirra sem þurfa að inn- heimta það. Við skulum vera alveg klár á því að út- smognir erlendir sem innlendir ferða- menn reyna allt til að komast hjá því að kaupa sér náttúrupassa og láta jafnvel reyna á þá fyrir dómstólum. Ef hins- vegar verið er að selja einhverja þjón- ustu sem ferðamaðurinn þarf nauðsyn- lega á að halda, svo sem eins og að svara kalli náttúrunnar, þá á auðvitað að inn- heimta hóflegt gjald fyrir það. Ég veit ekki betur en það tíðkist um heim allan og því ekki hér? Eftir Kára Jónasson »Náttúrupassar hafa töluvert verið í um- ræðunni, en áður en ráðist verður í gerð laga og reglugerða um slíka passa þarf að huga að mörgu“ Kári Jónasson Höfundur er leiðsögumaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður. Náttúrupassar og hvað svo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.