Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 27
aði mig svo að fara austur á Norð-
fjörð til þeirra og kynnast þeim
betur og sjá mig um á landinu
okkar fagra. Það var auðsótt mál
og tóku þau mér opnum örmum og
ég fann að ég var svo velkomin á
þeirra heimili. Það var yndislegt
að vera hjá þeim í alla staði. Það
var margt hægt að læra af Jónu,
hún var ekki bara skemmtileg og
glaðvær, hún var hörkudugleg og
fljót að vinna og gat gert marga
hluti í einu. Þvegið þvott, sem var
nú ekki eins auðvelt þá og nú, eld-
að, þrifið og bakað eins og ekkert
væri eðlilegra. Hún kenndi mér
margt í matargerð sem ég bý að í
dag og það var svo skemmtilegt að
vinna með henni, allt virkaði svo
auðvelt í návist hennar. Svo var
það „síldin“, hún skrapp náttúru-
lega út í kaupstað til að salta síld á
Sæsilfursplaninu þegar bátar
komu að landi. Enginn var fljótari
að salta en Jóna og auðvitað tók
hún mig með sér og kenndi mér að
salta síld sem varð svo til þess að
ég kom aftur tveimur árum seinna
og vann á Ásplaninu.
Elsku Jóna mín, takk fyrir að
vera vinur minn og félagi, mér
þótti mjög vænt um þig og hefði
viljað geta fylgt þér síðasta spöl-
inn en verð með hugann hjá þér og
þínum. Ég mun ávallt minnast þín
með kærleika meðan ég lifi.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þórði frænda mínum og fjöl-
skyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Kolbrún Ólafsdóttir.
Mig langar að minnast Jónu
sem ég hef alltaf dáðst að og litið
upp til frá því ég var lítil stelpa.
Nú er ljósið hennar slokknað og
eftir stend ég meyr en þó svo
þakklát fyrir það að hafa kynnst
þessari merku konu og fyrir allt
það sem hún gaf mér og var mér.
Minningarnar úr sveitinni ótelj-
andi og allar svo jákvæðar og
skemmtilegar. Jóna var ótrúleg
kona sem erfitt er að lýsa með orð-
um, en það sem kemur fyrst upp í
hugann er dugnaður og vinnu-
semi, hjartahlýja og síðast en ekki
síst hvað hún var ávallt hrókur alls
fagnaðar.
Ég var svo lánsöm að þekkja
Jónu allt frá því að ég kom í þenn-
an heim. Hvert og eitt einasta
sumarfrí frá því ég var nokkurra
mánaða gömul og fram á mín ung-
lingsár var okkar Benidorm hinn
fallegi Norðfjörður eða nánar til-
tekið Skorrastaður. Ég man ekki
til þess að mér hafi nokkurn tím-
ann fundist við eiga að gera eitt-
hvað annað í okkar fríi en að fara
til Jónu og Júlla í heyskap til þess
að hjálpa til og ekki síður til þess
að njóta samvista við heimilisfólk-
ið allt. Andrúmsloftið á Skorra-
stað var engu líkt á þessum tíma,
gleðin var ávallt í fyrirrúmi og
fjörið náttúrulega eftir því. Þá
munaði húsfreyjuna ekki um að
bjóða manni í dans svona endrum
og sinnum til að gera uppvaskið
aðlaðandi nú eða syngja hins
ýmsu lög og var Jóna sérdeilis
glöð þegar manni tókst að halda í
við hana í söngnum. Já uppvask,
þrif, umbúnaður, þvottastúss,
bakstur og allt það sem sönn hús-
móðir þarf að kunna var ég svo
lánsöm að læra hjá þeirri bestu
því Jóna var sko með doktors-
gráðu í þessum fræðum og söng
svo og dansaði til að gera verkin
skemmtilegri. Dásamlegt alveg og
þvílík forréttindi sem það var að fá
að aðstoða Jónu og læra þessi
verk öllsömul og ég bý svo sann-
arlega að því í dag.
Jóna og Júlli eignuðust einn
son og fimm barnabörn og svo
áttu þau fjöldann allan af öðrum
börnum og barnabörnum, því þau
með sitt stóra hjarta tóku ansi
marga að sér um ævina og ég leit
ætíð á þau sem ömmu og afa í
sveitinni. Jóna naut sín svo sann-
arlega í ömmuhlutverkinu því
hver hefði ekki viljað eiga svona
lífsglaða, skemmtilega og hlýja
ömmu sem bakaði bestu kleinurn-
ar í öllum heiminum? Allir hefðu
viljað það og við fengum svo sann-
arlega mörg að njóta allra þinna
kosta elskulegust og mikið sem ég
á eftir að sakna þín, elsku Jóna
mín. Júlli hefur eflaust verið far-
inn að bíða þín og nú getið þið stig-
ið dansinn saman og leiðst um
grænar grundir eilífðarinnar og
jafnvel bara þarf kannski að heyja
eitthvað þar og fá sér svo kleinur
og mjólk fyrir svefninn. Hafðu
þakkir fyrir allt, yndislega Jóna
mín, án þín hefðum við öll verið
svo miklu fátækari því þú glæddir
líf okkar allra með þínum per-
sónuleika og þínum hæfileikum,
þú varst algjörlega einstök perla
og ég geymi þig á besta stað í
mínu hjarta.
Elsku Doddi, Thea, börn og
barnabörn, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi allar fallegu
minningarnar styrkja ykkur á
þessum erfiða tíma.
Við getum öll hlakkað til að
hitta þig aftur, elsku Jóna, og
bjóða þér upp í dans þegar okkar
tími kemur.
Ellen Óskarsdóttir.
Mæt og góð vinkona Jóna Ár-
mann húsfreyja á Skorrastað er
fallin frá. Í barnæsku tókust kynni
með okkur, er ég fór að heim-
sækja son hennar Þórð og við urð-
um ævivinir. Á Skorrastað kynnt-
ist ég sveitasælunni sem gerði
dvölina að raunverulegri sveita-
sælu og allt frá upphafi vináttunn-
ar hafa tengsl við Skorrastaðar-
fólkið verið bæði sterk og góð. Það
situr margt eftir í minningunni
sem á upphaf sitt á Skorrastað
undir handleiðslu Jónu og Júlla og
vinanna allra. Í eldhúskróknum
við eldhúsborðið var gjarnan
rabbað um heima og geima og
stundum tók Jóna lagið eða
kenndi okkur einhverja texta, sem
hún hafði lært í barnæsku, en hún
hafði fallega og góða söngrödd.
Oft vorum við mörg í sveit hjá
þeim hjónum, og þau létu sér annt
um okkur öll og við lærðum vel til
verka. Var það góður skóli. Eitt
leiddi svo af öðru; hestamennsk-
an, búskapurinn, áhugi fyrir rækt-
un, áhugi fyrir framtíðinni og
landinu sjálfu, allt kom þetta sem
af sjálfu sér og allir dagar frá ung-
lingárunum eru á einhvern hátt
tengdir góðum minningum frá
Skorrastað. Við Doddi urðum ævi-
vinir og nánast sem bræður. Jóna
vann lengi úti meðfram húsmóð-
urstörfunum og við strákarnir
reyndum að létta undir með
henni, sjá um uppvaskið eftir mat-
inn og skiptum með okkur verk-
um, til að þessi verk biðu ekki er
hún kæmi úr vinnu. Vann hún hjá
SÚN í fiskvinnslunni og var þar
bæði starfsöm og vel liðin. Við
hjónin og börnin okkar eigum
margs að minnast og nú þegar
þessi mæta vinkona er öll ríkir
einlæg þökk fyrir samleiðina og
góða minningu.
Jóna og Júlli voru auðfúsugest-
ir á mínu heimili og áralöng vin-
átta sem bjó að baki og styrkti öll
tengsl á mörgum gleðistundum.
Allt mitt fólk hefur notið vináttu
Jónu og Júlla svo lengi sem séð
verður. Að koma heim, austur í
heimahagana, sem sóknarprestur,
var okkur gleðiefni og skrýtið
hvernig lífið fer í hringi og reynir
mann í ótal aðstæðum. Það var
alltaf gaman að koma á Skorra-
stað af ýmsum tilefnum, og eiga
samverustundir með góðum vin-
um þar. Oft færði ég þeim ljóð og
þakkir fyrir alla þeirra einlægu
vináttu.
Eftir að Júlli og Jóna hurfu frá
búskapnum og nutu umönnunar
þar sem þeim var búin bærileg
vist, eftir langan vinnudag, fannst
okkur hjónum ekki síður gott að
koma og eiga stund með þeim þótt
margt væri breytt. Eftir fráfall
Júlla fyrir þremur árum var farið
að bregða birtu hjá Jónu og hún
átti oft við veikindi að stríða. Að
vera á stofnun var heldur ekki í
hennar anda, en um annað var
ekki að ræða. Hún var lengst af
nokkuð málhress og ævinlega
gaman að hitta hana á hjúkrunar-
deildinni og var hún minnug á
margt og oft gat hún farið með
texta sem öðrum voru löngu
gleymdir. Nú hefur Drottinn sam-
einað þau hjón á ný og gert alla
hluti nýja, hið fyrra er farið. Guð
blessi minninguna um Jónu Ár-
mann og alla hlýjuna sem fylgdi
henni ævinlega og hún gaf svo
mikið af. Nú er það Drottinn sem
blessar hana og varðveitir og gef-
ur henni frið, þar til við hittumst á
ný. Kæra vina, hafðu heila þökk
fyrir allt og allt.
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
Ragnheiður Hall og börn.
Ég man ekki eftir mér öðruvísi
en að ég hafi leitað allra leiða til að
komast á Skorrastað á mínum
yngri árum, þar gerðust ævintýrin
og þar var gleðin. Í eldhúsinu hjá
Jónu, fullt af fólki, fluttar heilu
leiksýningarnar og sagðar gaman-
sögur. Tanta fór á kostum, sagði
frá og lék sögurnar, skellti sér í
hlutverk eftirhermunnar og við
sem hlýddum á, lágum í krampa-
kasti af hlátri. Í þessu sama eld-
húsi voru tekin fyrstu skrefin í
eldamennsku, bakaðar lummur,
vöfflur eða pönnsur, viljinn til
verksins metinn. Maturinn borð-
aður þó svo að uppskriftirnar
hefðu aflagast í meðförum, haft
gaman af og hlegið að mistökun-
um. Þegar ég var að vinna í SÚN
með Töntu, og enginn var til að
keyra okkur til vinnu og Tanta
ekki búin að taka bílprófið, skellti
hún sér á Land Rovernum út á
Nes, flissaði og sagði „iss þetta er
allt í lagi, það halda bara allir að
þetta sé Jóa systir“. Eitt sinn reið
hún með mér frá Skorrastað heim
á Eskifjörð á gömlu Skessu minni.
Tanta í essinu sínu þegar hún var
komin á bak og sló undir nára og
aldrei var ég jafnfljót yfir Skarðið
eins og í þetta skipti. Jóna frænka
var flink saumakona, saumaði
lengi vel á fótstigna Singer, og var
mikið sport að fá að ýta á fótstigið
þegar saumað var og ekki fárast
yfir því þó saumavélin gengi
skrykkjótt. Gott var að leita til
Jónu með ráðleggingar um sauma-
skap, oft bjó ég á loftinu hjá Töntu
um lengri eða skemmri tíma og
var þá stundum saumað í steríó.
Við vorum mörg sumarbörn
Jónu, sem dvöldum stuttan eða
langan tíma í sveitinni. Jóna pass-
aði að öllum liði vel og enginn væri
útundan, reddaði hestum svo eng-
inn sæti stúrinn á hestasteininum,
þegar margir riðu úr hlaði og sett-
ist niður og ræddi málin ef von-
brigði eða lífið var að trufla. Jóna
átti einn dreng, ætlaði sér samt
alltaf að fylla húsið af börnum.
Systkinabörnin og sumarbörnin
notaði hún til að gera það. Hastaði
á okkur þegar þess þurfti en glotti
oft að okkur í laumi. Með árunum
áttaði ég mig enn betur á mann-
kostum Jónu og að baki mörgum
hennar fíflalátum bjó mikil hugs-
un.
Allir voru jafnir fyrir Jónu og á
heimili þeirra Júlla voru allir vel-
komnir. Einstaklingar, heilu fjöl-
skyldurnar, ættingjar og vinir sem
komu í sumardvöl áður en bænda-
gisting kom til. Allir velkomnir,
frítt og með fullri þjónustu.
Þessir gömlu góðu dagar, sveip-
aðir sólskini og gleði æskunnar, og
þar var hlutur Jónu stór. Ég er
þakklát fyrir þennan tíma, allir
samankomnir á Skorrastað, syst-
urnar „Skorrdal“ og líka amma og
afi – og Jóna hrókur alls fagnaðar,
létt og kvik í hreyfingum. Minn-
ingarnar eru óteljandi.
Ég kveð með vísu eftir Guðrúnu
Ólafsdóttur, sem bjó hjá ömmu og
afa á Skorrastað.
Komdu blessuð og sæl
litla vina mín kær
sem er blómið í meyjanna krans.
Þú ert gleðin mín hér
ef eitthvað amar að mér
Jóna Halldóra Guðjónsdóttir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt og
farðu í Guðs friði, Jóna Ármann.
Þóra Sólveig.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
✝ Sævar MárÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 16.
desember 1949.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 20. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru Ólafur Krist-
ján Jónsson, f. 23.
maí 1919 frá Mjóa-
bóli í Dalasýslu, d.
14. desember 1999
og Iðunn Kristjánsdóttir, f. 24.
júni 1913, Snæfellsnesi, d. 10.
nóvember 1979. Alsystkini Sæv-
ars eru Jón Haukur Ólafsson, f.
20. febrúar 1948, Grétar Þór-
arinn Ólafsson, f. 15. apríl 1951
og Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 7.
júlí 1952. Hálfsystkini Sævars
eru Valgeir Vilhelmsson, f. 26.
apríl 1933, d. 22. apríl 2013,
Þuríður Sveinbjörg Vilhelms-
dóttir, f. 16. ágúst 1937, d. 16.
desember 2008, og Hrafnhildur
Vilhelmsdóttir, f. 11. október
1940.
20. maí 1972 giftist Sævar
borgu Ásu Bjarnadóttur, f. 10.
júlí 1971. Eiginmaður hennar er
Valur Sæþór Valgeirsson, f. 12.
júní 1969. Börn þeirra eru Berg-
rós Eva, f. 6. janúar 1992, Ástrós
Þóra, f. 19. febrúar 1995, Ágúst
Orri, f. 10. mars 2000 og Sverrir
Rafn, f. 14. júli 2008.
Sævar ólst upp í Bústaða-
hverfinu í Reykjavík og lauk
grunnskólaprófi frá Rétt-
arholtsskóla. Hann vann ýmis
störf á sjó og landi, lengst af hjá
Loftorku við vinnuvélar þar til
hann stofnaði sitt eigið fyr-
irtæki Vélaleiguna hf. sem var
starfandi í Straumsvík til ársins
1993. Eftir það starfaði hann
sem verkamaður hjá sama fyr-
irtæki þar til hann lét af störf-
um. Sævar var mikill fjöl-
skyldumaður og naut
fjölskyldan góðs af. Alltaf hafði
hann hana í fyrirrúmi og vildi
öllum vel. Heiðarleiki, virðing
og vinátta voru hans helstu ein-
kenni. Hann hafði mikla unun af
veiði og fór ófáar veiðiferðirnar
út á land og þá sérstaklega
norður á heimaslóðir Regínu.
Að ferðast um Ísland og fræðast
um landið var honum hugleikið
og naut fjölskyldan góðs af.
Útför Sævars fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 29. apríl
2013, og hefst athöfnin kl.12.
Már Ólafsson Reg-
ínu Gunnhildi Jó-
hannsdóttur, f. á
Dalvík 22. október
1951. Sævar og
Regína eignuðust
þrjú börn. Þau eru
Ólafur Már, f. 18.
október 1971, Jón
Gunnlaugur, f. 16.
júlí 1972, og Hildur
Ása, f. 7. ágúst
1974. Börn Ólafs
eru Atli Dan, f. 28. apríl 1992, og
Aníta Líf, f. 29. maí 1996. Sam-
býliskona Ólafs er Katla Guð-
laugsdóttir, f. 20. desember
1980. Börn Jóns Gunnlaugs og
sambýliskonu hans Helgu Guð-
mundsdóttur, f. 13. nóvember
1973, eru Hulda Karen, f. 12.
nóvember 1998, og Sævar
Breki, f. 7. september 2010. Eig-
inmaður Hildar er Kjartan Þór
Þorvaldsson, f. 18. nóvember
1970, börn þeirra eru Sandra
María, f. 28. nóvember 1996, og
Kristófer Þór, f. 29. maí 2002.
Fyrir átti Sævar dótturina Vil-
Elsku hjartans pabbi minn.
Minningarnar hrannast upp í
huga mér þegar ég hugsa um þig,
það er gott og ljúfsárt að geta fyllt
tómarúmið í sálu minni með þess-
um minningum. Þú varst mér svo
kær og miklu meira en pabbi
minn. Þú varst líka vinur minn og
fyrir það er ég svo óendanlega
þakklát. Ég gat alltaf leitað til þín
og sagt þér það sem mér lá á
hjarta og þú hlustaðir ætíð á mig
og gafst mér ráð. Vinátta, heiðar-
leiki og virðing voru þau gildi sem
þú kenndir mér og hef ég ávallt
haft þau að leiðarljósi. Þú kenndir
mér að standa ávallt á eigin fótum
en ef ég hrasaði varst þú tilbúinn
til þess að grípa mig. Nú er sum-
arið á næsta leiti og ferðalög og
veiði taka við hjá okkur fjölskyld-
unni eins og við gerðum með þér
síðastliðin 17 ár. Þú munt þá verða
með, í huga okkar og hjörtum.
Ég vil þakka þér, elsku pabbi
minn, fyrir samverustundirnar og
sérstöku símhringingarnar sem
ég fékk frá þér alla daga kl. 11.30
síðustu mánuði, þeirra mun ég
sakna.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
Skrýtið stundum hvernig lífið er
Eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú
þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
þá er eins og eitthvað losni úr læðingi
lausnir öllu við
þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og að ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
(Bob Dylan, þýð.
Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Ég elska þig ætíð.
Þín dóttir,
Hildur Ása.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns Sævars í nokkrum orð-
um.
Það var fyrrihluta árs 1995 sem
við fyrst hittumst og þá í Holta-
gerðinu, ég að vinna hörðum
höndum í því að verða tengdason-
ur hans og hann að gera ekkert
annað en taka vel á móti mér.
Okkar kynni náðust strax vel
og þá sem vinir. Við eyddum
ófáum tímunum í bílskúrnum
drullugir upp fyrir haus í að koma
bíltíkunum okkar í ferðafært
ástand þegar ferðalög voru fram-
undan enda var alltaf nóg af þeim.
Við deildum þar sameiginlegum
áhuga á bæði bílum og ferðalögum
og erum búnir að eyða miklum
tíma í ferðalögin en bílarnir bötn-
uðu og vegirnir einnig þannig að
undirbúningstímabilið styttist.
Sævar var viskubrunnur á lífið.
Ég á m.a. honum að þakka áhuga
minn á veiðimennsku. Veiði-
mennskan eins og ég lærði hana af
honum snýst ekki bara um að
veiða mikið og stórt, það er auka-
atriði, heldur að njóta staðar og
stundar þar sem þú ert, þegar þú
ert þar og á slíkum stundum nýtur
maður náttúrunnar til fulls. Sæv-
ar eignaðist svo í seinni tíð lítinn
jeppa sem var bíll sem hentaði
honum til fulls. Hann gat komist
allt sem hann vildi á honum og lét
þá ekkert stoppa sig að komast í
næstu á.
Sævar hefur reynst börnum
mínum besti vinur, virt þau og
hvatt í hverju því sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur.
Elsku Regína mín, Hildur, Ása,
Gulli, Óli, megi Guð styrkja ykkur
í þessari miklu sorg.
Kjartan Þór Þorvaldsson.
Hann var alltaf kallaður Sævar
bróðir. Sævar var næstelstur af
okkur alsystkinunum og þegar við
hittumst, einhver okkar, var alltaf
spurt: Hefur þú heyrt í Sævari
bróður? Sævar ólst upp í Ásgarð-
inum ásamt okkur systkinunum.
Þar eignaðist hann marga vini og
var vinsæll í vinahópnum. Sævar
byrjaði ungur að vinna ýmist á sjó
eða í landi og naut ég stundum
góðs af því þegar launin komu og
mikið fannst mér gaman að fá að
fara á rúntinn með honum í fína
Zodiacnum sem hann átti. Þegar
Sævar kynntist Gínu konu sinni
var hann svo hamingjusamur og
ung stofnuðu þau heimili og eign-
uðust börnin sín þrjú. Sævar var
mikill fjölskyldumaður og var
stoltur af sínu fólki. Hann þurfti
að vinna langa vinnudaga og
fannst það bara sjálfsagt mál. Það
var gott og gaman að fá að vera
þátttakandi í þeirra lífi sem ég
gerði óspart. Sævar fékk lungna-
sjúkdóm sem var honum mjög erf-
iður og þurfti hann að hætta að
vinna rúmlega fimmtugur vegna
veikinda sinna. Gína var honum
svo góð og hugsaði svo vel um
hann. Takk fyrir það, elsku Gína
mín. Ég gæti skrifað svo margt og
mikið um hann Sævar bróður en
læt staðar numið hér.
Elsku Gína mín, Óli, Gulli, Hild-
ur og Ása, sendi ykkur og fjöl-
skyldum ykkar mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Ég kveð í dag minn góða mág
og vin Sævar Ólafsson sem fallinn
er frá langt um aldur fram. Alla tíð
var mikill og góður vinskapur hjá
mér og Ragnheiði minni konu og
systur Sævars og hans góðu konu
Gínu.
Við komum oft í heimsókn til
þeirra og alltaf var tekið vel og
innilega á móti okkur og aldrei fór
maður svangur þaðan því Gína sá
um að hennar gestir fengju með
kaffinu þegar vinir og skyldmenni
sóttu þau heim. Það var afskap-
lega gott og gaman að eiga tal við
Sævar því hann hafði sínar skoð-
anir á flestum hlutum en fór ekki
yfir strikið með allskonar fullyrð-
ingum sem höfðu ekkert með hlut-
ina að gera. Þess konar fólk hef ég
áhuga á að ræða við og þess vegna
fannst mér alltaf tilefni til að
heimsækja þau hjón frekar en
aðra því það hefur ekki verið of-
arlega á lista hjá mér að storma í
heimsóknir til fólks þrátt fyrir að
allir sem ég þekki taki vel á móti
mér og er því við engan að sakast
nema mig. Svo að sjálfsögðu komu
Sævar bróðir eins og Ragnheiður
kallaði hann jafnaði og Gína oft í
heimsókn heim til okkar og þá var
spjallað í eldhúsinu en þar vildu
þau hjón alltaf sitja og fannst mér
það líka hið besta mál því það var
svo heimilislegt en Sævar vildi
hafa alla hluti eins látlausa og af-
slappaða og kostur var á. Þetta
samneyti við þau hjón var mér og
Ragnheiði af kærkomið og sýnir
að Sævar og Gína rækta sinn vin-
skap við vini og fjölskyldur enda
eru þau hjón vinamörg og það er
áhugavert að sjá hvað fjölskylda
Gínu, bræður og systur standa
þétt og vel saman í gleði og sorg
og naut Sævar þess alla tíð bæði
þegar allir voru heilir og ekki síð-
ur þegar hann og Gína veiktust og
dauðsföll herjuðu á eins og þau
hjón og þá sérstaklega Gína hafa
þurft að horfa upp á.
Þegar Sævar var orðinn það
veikur að hann komst ekki lengur
af sjúkrahúsi þá heimsóttum við
Ragnheiður hann reglulega og
mér fannst hann standa sig svo vel
í því að halda stillingu og jákvæðni
sem hann og gerði fram á síðasta
dag, þrátt fyrir allt mótlætið sem
hann þurfti að takast á við þá síð-
ustu mánuði sem hann lifði. Það
sem mér er efst í huga á þessari
stundu er þakklæti yfir því að hafa
haft hann sem einn af mínum nán-
ustu en um leið söknuður yfir því
að hafa hann ekki lengur á meðal
okkar.
En hann mun ekki gleymast því
minningin um góðan dreng mun
lifa með okkur hinum sem eftir
lifa.
Ég bið að allt það góða sem lífið
hefur upp á að bjóða umvefji elsku
Gínu konu hans og besta vin sem
hún var honum því þar er sökn-
uðurinn mestur.
Börnum hans, barnabörnum og
öðrum ástvinum færi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ingibergur Finnbogi
Gunnlaugsson.
Sævar Már
Ólafsson