Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
hrinda af sér árásum útlendinga og
einnig til að hjálpa til að halda uppi
reglu og aga hér. Ítarlegar reglur
voru settar um reglusemi og stund-
vísi liðsmanna Herfylkingarinnar
sem of langt mál yrði að telja upp hér.
Í Berlingatíðindum (Berlingske Ti-
dende) segir í frásögn frá 1856-7 um
Herfylkinguna og fleira að óvíða hafi
orðið slíkar framfarir sem í Eyjum á
mörgum sviðum og að drykkjuskapar
verði nú ekki vart hér, heldur sitji í
öndvegi iðjusemi og atorka og vel-
megun eflist stórum. Menn noti sér
tómstundir til að vinna ókeypis að
ýmsum þarflegum verkum fyrir sitt
hérað svo sem við vegalagningar.
Þó ærið afrek sé, þá verður Kohl
ekki bara minnst fyrir stofnun Her-
fylkingarinnar, heldur lét hann ýmis
önnur framfaramál til sín taka. Með
því að koma á reglusemi í hvívetna
var stigið fyrsta sporið til bindind-
isstarfsemi í Eyjum, því tveimur ár-
um eftir andlát Kohls var stofnað
bindindis- eða Goodtemplarafélag í
Eyjum. Þá lagði Kohl fram tillögur
um breytingar á fátækramálum hér
og um stofnun velferðarnefndar fyrir
Vestmannaeyjar. Þá var hann upp-
hafsmaður þess að Vestmanna-
eyingar hófu að rækta jarðepli. Hann
lét gera vegabætur og gekkst fyrir
því að ruddur var vagnfær vegur inn í
Herjólfsdal, lét gera Strandveginn og
endurbættar brautirnar upp fyrir
hraun og að Vilborgarstöðum og
flutti inn fyrsta vagninn sem kom til
Vestmannaeyja. Þá stóð hann fyrir
byggingu þinghúss í Eyjum. Loks má
rekja til hans drögin til stofnunar
Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja
sem stofnað var tveimur árum eftir
andlát Kohls 1862, en það var fyrsta
vátryggingarfélag á landinu, svo og
stofnunar Bókasafns Vestmannaeyja,
sem reyndar var í upphafi staðsett í
Landlyst, þar sem Kohl hafði áður
búið.
Jarðsettur með viðhöfn
Síðla árs 1859 fékk Kohl veitingu
fyrir embætti í Danmörku, en áður en
til þess kom að hann færi héðan burt
veiktist hann í heimboði í Godthaab
hjá Kristjáni Abel, kaupmanni og lést
daginn eftir 22. janúar 1860. Hann
var jarðsettur með mikilli viðhöfn
hinn 31. janúar og eyjamenn reistu
vandaðan minnisvarða á leiði hans
sem enn stendur hér í kirkjugarð-
inum í Eyjum.
Áhrifa Kohls og Herfylkingarinnar
gætti lengi í Eyjum, reglusemi og
þrifnaður stórlagaðist, íþróttaiðkun
jókst og starfsemi Herfylkingarinnar
hleypti miklu fjöri í skemmtana- og
félagslíf. Skemmtisamkomur voru þá
haldnar árlega í Herjólfsdal, svo ekki
eru þær alveg nýjar af nálinni á þeim
staðnum, en þar var helsta æf-
ingasvæði Herfylkingarinnar,þar
sem liðsmenn hennar æfðu ýmsar
íþróttir.
Lengi minntust Eyjamenn Her-
fylkingarinnar með stolti og söknuði
og þess svips sem hún hafði sett á
bæjarlífið í þau 15-20 ár sem hún
hafði starfað. Með henni gerðu eyja-
skeggjar sér ljóst hverju má áorka
með samheldnu átaki, góðu skipulagi
og reglu. Telur greinarhöfundur að
framfarasemi Eyjamanna næstu ára-
tugina megi að hluta til a.m.k. rekja
til þess eldmóðs sem kviknaði á sjötta
áratug 19. aldar fyrir áhrif kapteins
von Kohl.
Heimildir:
Eyjar gegnum aldirnar, bls. 45 og 179, Guð-
laugur Gíslason, Örn og Örlygur, Reykjavík
1982.
Gamalt og nýtt, ritstjóri Einar Sigurðsson,
4. árg. 4. hefti, Víkingsprent, Reykjavík 1952.
Heimasíða (flett 3. apríl 2013) : http://
bidstrup.cc/slaegt/bidstrup/niels/
Helgi Benónýsson, Fjörutíu ár í Eyjum, bls.
206 o.áfr.
Saga Vestmannaeyja, e. Sigfús M. Johnsen,
Fjölsýn Forlag, Reykjavík 1989
Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, bls.
149 og 181-183, Jóhann Gunnar Ólafsson,
Skuggsjá, Alþýðuprentsmiðjan, 1966.
Við Ægisdyr, Haraldur Guðnason, Stofn,
Reykjavík 1991.
Höfundur er sýslumaður
í Vestmannaeyjum.
Liðsmenn Herfylkingarinnarvoru þegar best lét yfir eitthundrað og með því að þeir
voru ágætlega þjálfaðir og vel
vopnum búnir er þetta fyrsti og eini
raunverulegi vísir að her á Íslandi.
Til glöggvunar á stærð og um-
fangi Herfylkingarinnar var hún
skipuð þessum árið 1859: yfirfylk-
ingarstjóra (sýslumaður sjálfur),
yfirliðsforingja, liðsforingja, yf-
irflokksforingja, fánabera, tveimur
bumbuslögurum; fjórir herflokkar,
hver með þremur deildum en 5
menn voru í hverri deild, auk
drengjasveitar með tveimur fjórtán
drengja deildum. Með hliðsjón af
æfingum og mætingarskyldu hlýt-
ur umfangið að hafa verið stórkost-
legt.
Einkennisbúninga höfðu menn
ekki fyrst í stað og ekki vopn önnur
en trévopn. En úr því rættist von
bráðar. Kohl skrifaði dönsku dóms-
málastjórninni 1855 og sendi jafn-
framt umsókn og beiðni eyjabúa til
stjórnarinnar um að mega stofna
herflokk (Militz) til varnar útlend-
ingum, ef á þyrfti að halda. Kveðast
eyjamenn þó ekki geta ráðist í stór-
ræði þetta nema stjórnin samþykki
stofnun flokksins og ljái lið með því
að senda hingað nauðsynleg stríðs-
áhöld, eins og komist er að orði.
Stjórnin tók málið upp og leitaði
umsagnar hermálaráðuneytisins. Í
svari ráðuneytisins hingað, 19. maí
1855, segir að hermálaráðuneytið
hafi upplýst að bæir og héruð sem
sjálf hafi æft vopnalið fái eigi vopn
úr vopnabúri konungs nema gegn
fullri greiðslu.
Samt lagði ráðuneytið svo fyrir
að hermálaráðuneytið sendi til
Vestmannaeyja 30 byssur með til-
heyrandi skotfærum. Í bréfi ráðu-
neytisins er greint frá því að her-
æfingum hafi verið haldið uppi í
eyjunum og þær farið vel fram. Séu
eyjamenn góðir hermenn. Síðan
hersveitin hafi komist á laggirnar
hafi stundvísi og reglusemi manna
á meðal aukist mjög samfara
ágætu félagslyndi. Kvað ráðuneytið
sjálfsagt að styrkja þessa málaleit-
an eyjamanna og að það myndi
verða til þess að önnur kauptún og
kaupstaðir á Íslandi myndu fylgja
þessu fordæmi Vestmannaeyinga
og stofna sjálfir eigin hersveitir.
Byssur þessar komu sumarið 1856
úr vopnabúri Kaupmannahafnar.
Kohl herti á því í bréfi til Stift-
amtsins 28. júlí 1856 að fá til við-
bótar fleiri byssur og fleiri áhöld,
t.d. fimmkorða handa yfirmönnum
hersveitarinnar, bumbu og margt
fleira, er sveitin gæti ekki án verið.
Stiftamtmaður lagði eindregið með
því við stjórnina að sinnt yrði að
fullu málaleitan sýslumanns.
Með konungsúrskurði 29. júlí
1858 var ákveðið að 200 ríkisdalir
af 4.000 ríkisdala framlagi til
óvissra útgjalda Íslands skyldi
veita til Vestmannaeyja til þess að
vopnbúa herliðið þar. Þessi síðari
vopnasending kom frá Kaup-
mannahöfn í september 1858. Átti
nú Herfylkingin 60 fótgönguliðs-
byssur, riffla með stingjum og
nokkra korða og margs konar önn-
ur áhöld, s.s. leðurtöskur. Herfylk-
ingunni bárust og gjafir frá ein-
stökum mönnum. Niels Bryde gaf
silkifána, en sýslumaður gaf sjálfur
ýmsa muni og þá lagði J.P.T. Bryde
kaupmaður einnig fram styrk til
herliðsins.
Reykvíkingar eggjaðir
Eyjamenn voru töluvert upp með
sér af herfylkingu sinni og eggjuðu
Reykvíkinga til að koma sér upp
herliði og buðust 1857 til þess að
lána þeim einn af flokksforingjum
sínum til þess að kenna Reykvík-
ingum heræfingar og vopnaburð.
Kváðu Eyjamenn að eigi væri minni
ástæða fyrir höfuðstað landsins að
hafa heræft vopnalið. Jón Guð-
mundsson, ritstjóri Þjóðólfs, virðist
hafa orðið hrifinn af þessari hug-
mynd og segir svo í ritstjórnargrein
í blaðinu Þjóðólfi 1857 að ástæða
sé til þess, að bæði yfirvöld bæj-
arins og bæjarstjórn rói að því öll-
um árum, að hvorki hafi Vest-
mannaeyingar eða aðrir tilefni til
að hælast um við Reykvíkinga fyrir,
að þeir láti mörg ár enn líða áður en
þeir komi sér upp vel skipuðu og
vopnbúnu varnarliði, með því og, að
hörmung sé til þess að vita, að hver
hleypiskúta, sem hingað vildi skjót-
ast með illum hug, skuli eiga við
oss allskosta. Í Reykjavík komst
stofnun hervarnarliðs ekki til fram-
kvæmda.
Eini raunverulegi
vísir að her á Íslandi
HER KAPTEINS KOHL Í VESTMANNAEYJUM
Á legunni Málverk eftir Carl Ludvig Petersen, málað 1847. Briggskipið St.
Thomas á legunni í Vestmannaeyjum. Málverkið var keypt í Kaupmanna-
höfn eftir síðari heimsstyrjöld og gefið Vestmannaeyjabæ og prýðir nú
fundarsal ráðhússins í Eyjum.
Korði Árni Einarsson alþm. á Vil-
borgarstöðum átti þennan grip.
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Lau 18/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00
Fös 3/5 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 4/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn.
Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 9/5 kl. 14:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fös 10/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 11/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn.
Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn.
Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fim 16/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn.
Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!
Gullregn (Stóra sviðið)
Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Þri 30/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00
Fös 3/5 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00
Lau 4/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.
Núna! (Litla sviðið)
Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas
Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00
Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu
Tengdó (Litla sviðið)
Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00
Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 16/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00
Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00
Sun 5/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas
Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00
Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)
Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00
Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00
Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins –HHHHH – MLÞ, Ftíminn
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 31/5 kl. 19:30
Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/6 kl. 19:30
Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 7/6 kl. 19:30
Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 8/6 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 14/6 kl. 19:30
Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 15/6 kl. 19:30
Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30
Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30
Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 24/5 kl. 19:30
Lau 11/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30
Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 26/5 kl. 14:00
Sun 12/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas.
Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30
Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 15:00
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Hvörf (Kúlan)
Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00
Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Fös 10/5 kl. 19:00
Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00
Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas.
Aukasýningar í júní
Gilitrutt (Brúðuloftið)
Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30
Lau 4/5 kl. 15:30 Lau 25/5 kl. 13:30
Skemmtileg brúðusýning fyrir börn