Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Hvergi er að finna
land á jörðu þessari,
þar sem Ísland er
jafn elskað og vin-
sælt og það er í
Grikklandi í dag, en
einnig á Kýpur.
Grikkir eru yfir sig
hrifnir af þeirri
ákvörðunarfestu sem
Íslendingar sýna og
af því trygglyndi og
ást sem fólkið í landinu sýnir ætt-
jörð sinni. Á hverjum degi má
finna upplýsandi fréttir og at-
hugasemdir um Ísland og Íslend-
inga í grískum fjölmiðlum, sem
gríska þjóðin les af miklum áhuga
og aðdáun. Í dag finnst Grikkjum
hin fjarlæga þjóð í Norður-
Atlantshafinu standa sér nær, en
jafnframt líta þeir á Íslendinga,
þessa ósigrandi og framúrskarandi
þjóð, sem bræður sína í barátt-
unni um þjóðlega reisn og hug-
rekki.
Hvernig tekist var á við hrun
bankanna þriggja og hvernig striti
og sparifé fólksins í landinu var
bjargað má að miklu leyti þakka
hetjulegri íhlutun hins framsýna
forseta íslenska lýðveldisins. Þetta
var sparifé sem hinn vinnusami og
heiðarlegi almenningur í landinu
hafði unnið fyrir. Ólafur Ragnar
Grímsson sem er bæði hygginn og
mikill föðurlandsvinur, kom í veg
fyrir að fjármálavandi bankanna
yrði að fjármálavanda þjóðarinnar,
eins og gerðist fyrir stuttu á Kýp-
ur. Hann kom einnig í veg fyrir að
landið yrði niðurlægt með því að
gera landsmenn háða erlendum
fjármálastofnunum sem með
ánægju lána þér á eigin for-
sendum, í þeim tilgangi að hafa
þig í hendi sér. Það gerðist ein-
mitt í Grikklandi þar sem þjóðinni
er ekki lengur stjórnað af löglega
kosinni ríkisstjórn landsins, held-
ur af „Þríeykinu“ sem vinnur hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evr-
ópubankanum og íhaldssömum
áhrifamönnum innan Evrópusam-
bandsins.
Ólafur Ragnar Grímsson er jafn
þekktur í Grikklandi og jafn elsk-
aður af grísku þjóð-
inni og hið heims-
fræga gríska tónskáld
og þekkti stjórn-
málamaður Mikis
Theodorakis. Þessi
staðreynd gerir okkur
sem tilheyrum hinni
litlu íslensku nýlendu
hér í Grikklandi, mjög
stolt, sérstaklega þeg-
ar við finnum fyrir
hinum mikla kærleika
sem hin gríska þjóð
sýnir Íslendingum og hinum vin-
sæla forseta þeirra. Ég er laus-
ráðinn greinhöfundur við blaðið
Kifissia og hef ítrekað skrifað
svipaðar greinar í blaðið, þar sem
ég lofa fallega Ísland og hina dug-
miklu þjóð þessa lands. Þess
vegna er boð íbúanna í Kifissia,
þessa úthverfis Aþenu sem nýtur
mikilla forréttinda og er eitt af
stærstu hverfum borgarinnar, þar
sem þeir bjóða forsetahjónum Ís-
lands að heimsækja heimaslóðir
sínar, nýtt og ferskt. Hinn vinsæli
fyrrverandi bæjarstjóri í Kifissia,
Vassilis Varsos, sagði mér að
hann myndi gjarnan taka skipu-
lagningu heimsóknar forseta-
hjónanna að sér og ég tilkynnti
Jannis Lyberopoulos, ræðismanni
Íslands í Aþenu, þessa ákvörðun
og hann ber nú ábyrgð á að senda
boðið eftir réttum og opinberum
leiðum.
Grikkir bíða í ofvæni eftir að ís-
lenskir ferðamenn sæki Grikkland
aftur heim og þeir munu taka á
móti Íslendingum með margfaldri
gestrisni. Í ár er aftur að aukast
ferðamannastraumurinn frá Ís-
landi til Grikklands og það eru
hinir kurteisu og glaðlegu Íslend-
ingar sem Grikkir vilja hafa sem
gesti í landi sínu.
Grikkjum er hlýtt
til Íslendinga
Eftir Tassó,
Elías Elíasson
Tassó, Elías Elíasson
» Það eru hinir kurt-
eisu og glaðlegu
Íslendingar sem
Grikkir vilja hafa
sem gesti í landi sínu.
Höfundur er bókmenntafræðingur og
félagi í Rithöfundasambandi Íslands.
Garðbæingar mega
þakka Ögmundi Jón-
assyni ráðherra sam-
göngumála fyrir að
hafa brugðið hlífiskildi
um sinn yfir einstaka
náttúruvin þeirra í
Gálgahrauni. Bæj-
arstjóri og vegamáls-
tjóri tóku beiðni ráð-
herra vel um að
endurskoða og yfirfara
nýjan Álftanesveg og sögðu að sú
vinna tæki ekki nema nokkra daga.
Hraunavinir mótmæla því að málið
sé svo einfalt. Þetta er vandasamt
verk þar sem öryggi og nátt-
úruvernd þurfa að fara
saman. Ekki má kasta
til þess höndunum.
Bæjarstjórinn í
Garðabæ hefur sagt að
eina leiðin, án þess að
fara um hraunið, felist
í að setja veginn í
stokk fyrir þrjá millj-
arða. Aðrar lausnir eru
til. Hraunavinir gera
þá sjálfsögðu kröfu að
Vegagerðin uppfylli
lagalega skyldu sína
og leggi fram svokall-
aða núll-lausn, þ.e. teikni og meti
nýjan veg í núverandi vegstæði, svo
vel sé. Sú vinna verður ekki unnin á
örfáum dögum. Engin þörf er á
mislægum gatnamótum í hrauninu
eins og til stóð að gera. Hins vegar
má stýra umferð og hægja á henni
með hringtorgum við Prýðahverfi.
Óháður umsagnaraðili ætti síðan að
tryggja að tillagan sé unnin af
sanngirni en ekki aðeins til þess að
klekkja á andstæðingum vegar um
Gálgahraun.
Hraunavinir eru tilbúnir til að
vinna með yfirvöldum að lausn
málsins með hagsmuni íbúa og
náttúru að leiðarljósi.
Álftanesvegur lagður
í núverandi vegstæði
Eftir Gunnstein
Ólafsson » Vegagerðin teikni
og meti nýjan veg
í núverandi vegstæði
Gunnsteinn Ólafsson
Höfundur er tónlistarmaður.
Eystra var Framsókn
á fullu,
ferlegum lands-
spjöllum ullu.
Í Lagarfljót þeir
söfnuðu leir
svo Ormurinn dó þar
úr drullu.
Sú mikla fylgi-
saukning sem skoð-
anakannanir eigna
Framsóknarflokknum er að mestu
borin uppi af flóttafólki úr Sjálf-
stæðisflokknum, sem kann ekki að
meta sinn formann. En þar eru
þessir blessaðir einfeldningar að
fara úr öskunni í eldinn því enginn
fjórflokkanna hefur eins margar
beinagrindur í skápum sínum og
Framsókn.
Lagarfljóti fargað
Ein slík, sem er
Kárahnjúkavirkjun,
hrundi í andlitið á
þjóðinni á dögunum en
í þeim djöfulskap öll-
um fóru fyrir Halldór
Ásgrímsson, Siv Frið-
leifsdóttir og Val-
gerður Sverrisdóttir,
fyrst og fremst til að
skara eld að sinni at-
kvæðaköku. Algerlega
voru hundsaðar at-
hugasemdir og niðurstöður Skipu-
lagsstofnunar, álit og viðvaranir
vísindamanna og fagstofnana, sem
að málinu komu, svo og víðtæk
andmæli náttúruverndarsamtaka.
Siv taldi efnalega ávinninginn vega
miklu þyngra en nokkra gróna fer-
metra uppi undir Vatsnajökli eða
silungatitti í Leginum. Og því fór
sem fór. Ómetanlegri öræfafegurð
var drekkt og jökulkorgurinn er að
drepa allt líf í Lagarfljóti. Díox-
íðmengun hrellir Reyðfirðinga og
auðhringurinn fær orkuna á tom-
bóluverði og forðar sér frá tekju-
skatti með framtalshundakúnstum.
Virkjunin olli ofþenslu í hagkerfinu
á versta tíma svo sem vel er tíund-
að í skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis og átti þannig sinn drjúga
þátt í hruninu og síðan skulda-
vanda fjölda þeirra sem nú virðast
ætla að verðlauna skaðvaldinn með
atkvæði sínu.
Án iðrunar
og eftirsjár
Þá má ekki gleyma algjörlega
þarflausum skipulagsbreytingum
Valgerðar iðnaðarráðherra á orku-
sölufyrirkomulagi, sem hafði í för
með sér 25 til 30 prósenta hækkun
á orkuverði, fyrst og fremst í
dreifbýli. Við neytendur höfum því
í bráðum áratug sopið seyðið af
þessum afglöpum Lómatjarn-
arfrúarinnar.
Þegar Siv og Valgerður eru
spurðar um ábyrgð sína vísa þær
öllu slíku frá sér enda löngu hætt-
ar í pólitík. En ekki meira en svo
að þær skipa heiðurssæti hjá
Framsókn í sínum gömlu kjör-
dæmum, njóta semsagt ennþá vel-
þóknunar og trausts núverandi
flokksforystu sem enn hefur ekki
heldur, svo vitað sé, fjarlægt
myndir af Halldóri eða Finni Ing-
ólfssyni úr flokkskapellum, né talið
þeirra pólitísku eða persónulegu
auðsældarvegferð á nokkurn máta
ámælisverða.
Úr beinagrindasafni Framsóknar
Eftir Indriða
Aðalsteinsson » Þessir blessaðir
einfeldningar eru að
fara úr öskunni í eldinn
því enginn fjórflokk-
anna hefur eins margar
beinagrindur í skápum
sínum og Framsókn.
Indriði Aðalsteinsson
Höfundur er bóndi á Skjaldfönn
í Nauteyrarhreppi.