Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 ✝ Okkar ástkæri bróðir og fósturbróðir, JÓN THEODÓR GUÐLAUGSSON, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 22. apríl. Jarðsungið verður frá Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.00. Þóranna Guðlaugsdóttir, Soffía Guðlaugsdóttir, Sigurlaug J. Bergvinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, MARGRÉT HANSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 21. apríl. Jarðarförin fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00. Stefán Bersi Marteinsson, Erla María Marteinsdóttir. ✝ Jóna Ármannfæddist á Skorrastað í Norð- firði 17. júlí 1924. Hún lést á hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Norðfirði 20. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Lovísa Benedikts- dóttir húsfreyja, f. 25.12. 1892, d. 25.11. 1983, og Guðjón Ármann bóndi, f. 21.5. 1886, d. 13.11. 1977. Sólveig var fædd og uppalin á Akureyri en Guðjón fæddist á Seyðisfirði en ólst upp á Skorrastað frá unga aldri. Jóna var þriðja í röð sex systkina. Elst var María Katrín, húsfreyja á Ormsstöðum, látin, þá Jón sem lést sex ára gamall. Guðrún Valdís, búsett á Eski- firði, Friðný, búsett á Akranesi og Jóhanna Guðný, húsfreyja á Skorrastað. Jóna átti eina fóst- ursystur, Guðveigu Sigfinns- dóttur, búsetta í Reykjavík. Jóna giftist Júlíusi Óskari Þórðarsyni, f. 29.4. 1921, d. 11.4. 2010, frá Innri-Múla á Barða- eitt ár til frændfólks í Reykjavík og vann við sauma. Síðar hélt hún til náms í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og það- an lá leiðin út í atvinnulífið. Hún var ráðskona við Barnaskólann á Kirkjumel einn vetur en hélt síð- an á vetrarvertíðir í Hafnarfirði og suður með sjó. Þar kynntist hún manni sínum Júlíusi. Þau sóttu vetrarvertíðir fram til árs- ins 1957 er þau settust að á Skorrastað og byggðu nýbýli út úr jörðinni. Jóna sótti lengst af vinnu út í kaupstað, vann að- allega í fiski, bæði í frystihúsi og á síldarplönum. Jafnframt gegndi hún húsmóður- og bús- störfum á Skorrastað. Hún tók virkan þátt í félagslífi fjarðarins, t.d. í leikritum sem færð voru á fjalirnar af Ungmennafélaginu Agli rauða og öðrum viðburðum, s.s. undirbúningi að úti- samkomum í Kirkjubólsteigi. Jóna var afar söngvin og kunni ógrynni af söngljóðum. Hún var mjög lagin í höndunum og byrj- aði innan við fermingu að sauma föt á sjálfa sig og systur sínar. Dugnaður, áræði, umhyggjusemi og glaðværð voru dyggir för- unatar Jónu í gegnum lífið. Útför Jónu fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag, 29. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 14. strönd. Foreldrar Júlíusar voru Stein- unn Björg Júl- íusardóttir og Þórð- ur Ólafsson, ábúendur á Innri- Múla. Jóna og Júlíus eignuðust einn son, Þórð, f. 16.9. 1950, bónda, líffræðing og framhaldsskóla- kennara. Þórður er nú skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Eiginkona Þórðar er Theodóra I. Alfreðsdóttir, f. 19.1. 1951, fædd og uppalin í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn: 1) Jóna Árný, f. 27.5. 1977, gift Sigurði Ólafssyni, f. 20.10. 1974. Börn þeirra eru: a) Sigríður Theodóra, f. 4.1. 1998, b) Júlíus Bjarni, f. 1.5. 2008. 2) Alfreð Erling, f. 1.9. 1978. 3) Sól- ey, f. 23.9. 1984, og 4) Sunna Júl- ía, f. 22.3. 1993. Dóttir Theodóru af fyrra hjónabandi var Ólöf Linda Ólafsdóttir, f. 27.7. 1969, d. 25.12. 2005. Jóna sleit barnsskónum á Skorrastað við hefðbundin sveitastörf. Að loknu barna- og unglinganámi þess tíma fór hún Móðir mín er horfin á braut. Hún var afar glaðsinna kona. Hún söng við vinnu sína, hvort sem það var við húsmóðurstörfin eða sveitastörfin. Í vinahópi og á vinnustað var hún hrókur alls fagnaðar. Mamma hafði smitandi hlátur og framkoma hennar hreif fólk. Það var einhvern veginn aldrei lognmolla í kringum hana. Mamma ólst upp á Skorrastað í faðmi stórfjölskyldu. Hún minnt- ist þessa tíma með mikilli gleði. Auk þeirra Skorrastaðasystra ól- ust þar upp börn tengd ættar- böndum og vandalaus. Systur hennar voru glaðsinna eins og hún og það hefur oft verið glatt á hjalla á því heimili. Líklega má segja að söngurinn hafi verið tungumál heimilisins – það sungu allir. Móðir mín var einstök að dugn- aði og afköstum. Oftast voru margir í heimili; krakkar í sveit, ættingjar, gestir og vinnufólk oft af erlendum uppruna. Lengst af starfsævi sinnar vann hún í fiski. Hún skrapp oft heim í hádeginu og eldaði en síðan var þrifið, þveg- ið og bakað eftir vinnu. Það var samt einkennilegt hvað henni vannst þetta allt saman létt. Það var sjaldan þreytumerki á henni að sjá og skapið breyttist ekki við álagið. Á síldarárunum svokölluðu held ég að hafi keyrt um þverbak hjá þeim foreldrum mínum. Þá voru þau að byggja upp jörðina og þurftu að vinna mikið því það var þeim ekki að skapi að taka banka- lán fyrir framkvæmdum. Mamma vann þá mikið við síldarsöltun. Eins og þeir vita sem muna þessa tíma var unnið daga og nætur þeg- ar síldin barst að landi. Mamma varð helst alltaf að „hafa flestar tunnur“ að loknum vinnudegi. Hún var afar handfljót, bæði að skera og leggja niður. Eitt sinn taldi hún 99 merki upp úr stígvél- inu sínu, fyrir tunnur sem hún „lagði niður í“ og spurði verkstjór- ann hvort hún fengi ekki skrifaðar 100 en þá sagði hann: „Nei, það kemur ekki til mála.“ Það sem ber þó einna hæst í minningunni er umhyggjusemi mömmu. Hún mætti öllum á jafn- réttisgrunni. Þarna voru þau reyndar samstiga foreldrar mínir eins og í mörgu. Sérstaklega var þetta áberandi með börn og ung- linga. Hún hafði einstakt lag á því að láta börnum finnast þau gera gagn í dagsins önn. Það var því engin tilviljun að æskuheimili mitt var alltaf fullt af börnum og ung- lingum. Gestrisin var mamma með afbrigðum og átti alltaf til með kaffinu. Það var eins og fyrir töfra hvernig kleinur, lummur, vöfflur og skúffukökur spruttu upp í búrinu. Mamma var afskap- lega trygg vinum sínum og frænd- rækin. Ættingjar í fimmta lið voru að hennar mati nákomið frænd- fólk. En síðustu ár mömmu voru henni erfið. Það er líka erfitt að standa hjá og sjá svo lífsglaða og atorkusama manneskju verða erf- iðum sjúkdómum að bráð. En hún átti góðar stundir inni á milli og þá kom hið sanna eðli hennar í ljós. Á þorrablóti hjúkrunardeildarinnar í febrúar dansaði hún stóran hluta af borðhaldinu við sjúkraliðana, vinkonur sínar. En flest þau lífs- gæði sem hún hafði notið svo ríku- lega í átta áratugi voru henni ekki lengur tiltæk. Móður er sárt saknað en minn- ingin lifir. Þórður Júlíusson. Mín fyrsta æskuminning er frá því ég var um þriggja ára gömul. Ég var allavega ekki hærri í loft- inu en svo að amma þurfti að lyfta mér upp á bekkinn í eldhúsinu þar sem hún var að undirbúa kleinu- bakstur. Ég settist á bekkinn og mér var ýtt upp í hornið á milli glugganna tveggja. Hveitidallur- inn var settur fyrir framan mig svo ég myndi nú ekki fara mér að voða og ég fékk að moka hveitinu í kleinufatið. Á meðan amma hnoð- aði kleinudegið ómaði dægurlag í útvarpinu og hún söng með. Eftir að búið var að skera, snúa og steikja kleinurnar fékk ég nokkr- ar á disk ásamt ískaldri mjólk til að gæða mér á. Svona hugsaði amma alltaf vel um okkur krakk- ana. Það var sungið fyrir okkur þegar við vorum leið eða þreytt, okkur gefið að borða þegar við vorum svöng og hún hlýjaði okkur á tánum þegar okkur var kalt. Þegar við Siggi bjuggum hjá ömmu og afa veturinn sem mamma og pabbi voru í Dan- mörku fékk dóttir mín, Sigga Thea, að upplifa nákvæmlega það sama og ég upplifði sem barn. Þá, 20 árum síðar, var enn verið að baka kleinur í eldhúsinu á Skorra- stað og sungið með útvarpinu. Amma settist ekki oft niður til að hvíla sig heldur greip hún oft- ast til prjónanna eða útsaumsins ef hún átti lausan tíma. Ég man þó eftir þeim stundum sem hún not- aði til að slappa af. Áður en hún fór á fætur á morgnana kveikti hún á útvarpinu og hlustaði á morgunútvarpið. Hún átti iðulega stafla af dagblöðum við hliðina á rúminu sem Valla systir hennar hafði komið með til hennar. Eftir um 10 mínútna lestur tóku annir dagsins við. Þegar hún kom heim úr frystihúsinu seinni partinn, settist hún í sætið hans afa í eld- húsinu uppi við ofninn og hlýjaði sér. Hún tók fram nestisboxið sitt en í því var iðulega eitthvert af- gangs sætabrauð. Hún fékk sér gutl í bolla og maulaði sætabrauð- ið á meðan hún hlustaði á útvarp- ið. Eftir stutta kaffipásu var hafist handa við heimilisstörfin. Ýmislegt kenndi amma mér í gegnum tíðina. Ég var sennilega ekki nema fimm ára þegar hún kenndi mér að sauma á gömlu Sin- ger saumavélina föt á barbie- dúkkurnar mínar. Eins kenndi hún mér að prjóna Halldóruhæl og sauma út. Á sjónvarpslausum fimmtudögum var okkur Alla bróður kennd vist. Iðulega var komið myrkur þegar spilakvöld- inu lauk. Við Alli vorum myrkfæl- in og lofuðu þau amma og afi að horfa á eftir okkur uppeftir. Það brást ekki að þau stóðu bæði við gluggann þegar við snerum okkur við á tröppunum. Mörg skólaár fékk ég norðurherbergið fyrir mig undir prófalestur. Ég átti einstak- lega auðvelt með að einbeita mér að náminu þegar ég var hjá ömmu. Amma passaði upp á að ég fengi næði til að læra og kallaði á mig til að fá mér eitthvað að borða en henni fannst nauðsynlegt að ég liti reglulega upp úr bókunum. Það er ýmislegt sem ég get rifj- að upp um hana ömmu mína og ég geri það reglulega. Ein af ástæð- unum fyrir því að ég keypti húsið þeirra ömmu og afa er að þaðan á ég fjölmargar góðar minningar. Þrátt fyrir að við höfum endurnýj- að og breytt húsinu í takt við nýja tíma er sálin í því sú sama. Sálin þeirra ömmu og afa. Jóna litla. Mig langar með nokkrum orð- um að kveðja Jónu Ármann og þakka henni margra ára vináttu. Ég dáðist alltaf að þessari frænku minni og vinkonu. Fannst hún skila dagsverki sem væri á fárra færi. Þau Júlíus voru sérstaklega gestrisin og gestafjöldi þar ótrú- legur. Ég held að fáir hafi komið þar að dyrum án þess að vera boð- ið kaffi, matur og jafnvel gisting ef veður var ótryggt og langt að næsta ákvörðunarstað. Í mínum huga var Jóna frænka mín sér- stök, alltaf svo kát og skemmtileg, dansaði og söng svo vel, kunni alla texta við ættjarðarlög og vinsæl dægurlög. Mikið söng hún vel fal- legu vísurnar um Barðaströnd til heiðurs Júlíusi. Eftirminnilegt er þegar þær systur, Jóna, María og Jóhanna sungu gamalt lag og ljóð er þær höfðu lært af föður sínum Guðjóni Ármann. Daginn sem þorrablótið var haldið í Neskaupstað árið 1966 var svo mikill snjór að vegir í sveitinni voru ófærir og illfært frá húsum í bænum. Við Guðjón töldum víst að Jóna og Júlíus kæmu ekki og söknuðum vina. En þau létu hvorki veður né ófærð á sig fá. Komust á dráttarvél út í Orms- staði og gengu þaðan í bæinn. Mikið vorum við ánægð, boðsgest- ir mættu allir, kvöldinu bjargað. Minningar eru margar. Í nokkur ár komu Jóna og Júlíus til okkar daginn sem Þórður sonur þeirra fór aftur í skóla eftir jólafrí, fyrstu árin í Menntaskólann á Akureyri, síðar suður í háskólann. Þau komu þá síðdegis og biðu frétta, leiðin var löng og veður oft válynd. Mik- ið voru þau glöð þegar Þórður var kominn á áfangastað og við Guð- jón þakklát fyrir þessar samveru- stundir. Jóna og Júlíus voru okkur Guðjóni sannir og góðir vinir, á þá vináttu féll aldrei neinn skuggi. Ég og dætur mínar Gígja, Guðný, María og Hólmfríður sendum Þórði, Theodóru og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Mikilhæf kona hefur lokið lífsgöngu sinni. Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir. Orð verða fátækleg þegar lýsa skal mikilli manneskju eins og Jónu frænku. Mér er efst í huga óumræðilega mikið þakklæti fyrir allan þann kærleika og gleði sem streymdu frá henni. Hugurinn leitar til liðinna tíma eins og þegar ég kom fyrst í sveit til frænku árið 1965. Það var hrein upplifun. Auk Jónu, Júlla og Dodda bjuggu í húsinu fimm manna fjölskylda, stelpa sem var í sveit, Gulli frændi Júlla, við bræð- urnir tveir sem voru í sveit og einn strákur enn. Eldhúsið á Skorra- stað var eins og félagsmiðstöð, gestagangur mikill frá morgni til kvölds og hrókur alls fagnaðar var Jóna frænka sem lét alla finna að þeir væru sérstakir og samvera með þeim var henni einstaklega ánægjuleg. Trúlega var þetta sá eiginleiki Jónu sem gerði það að verkum að alls staðar streymdi fólk að til að vera samvistum við hana og hennar fjölskyldu. Fjöldi gesta var ætíð mikill, bæði til lengri og skemmri tíma. Ég minn- ist þess að þegar einhver sýndi á sér fararsnið heyrðist Jóna gjarn- an segja: „Haltu þér bara í boll- ann, gæskurinn“. Það þýddi að engin ástæða væri að fara strax heim. Þannig var þetta alltaf og ég veit að gestirnir biðu eftir að koma sem fyrst aftur því þeir fóru alltaf glaðari en þeir komu. Auk þessa fjölda fólks voru alltaf margir strákar hjá Jónu. Ég hef hvergi kynnst því fyrr eða síðar að bökuð væri sérstök kaka svona strákask- ara til heiðurs. Jóna bakaði sem- sagt sérstaka strákaköku sem aldrei vantaði! Jóna var vel að sér um alla hluti og sagði svo einstak- lega skemmtilega frá að maður gat varla beðið eftir að fá að heyra fleiri sögur og frásagnir. Mörg sumur fór ég í sveit á Skorrastað. Þegar ég kom á vorin var eins og að koma heim. Jóna var alltaf svo glöð að sjá mann og alltaf var strákurinn boðinn svo innilega velkominn. Þegar ég seinni árin kom með fjölskyldu mína mætti mér sama viðmótið „Hvað þurfið þið nokkuð að fara strax?“ sagði Jóna þegar við höfðum verið í nærri viku. Ég fann að börnin mín hændust að henni á sama hátt og ég forðum. Enn þann dag í dag tala þau um hversu einstaklega góð og skemmtileg hún var alltaf. Það er erfitt að minnast frænku án þess að nefna hinn helminginn Júlla. Þau hjón voru svo einstak- lega samhent. Af miklu harðfylgi byggðu þau upp jörðina, sem var nýbýli, og voru vakin og sofin yfir búskapnum. Auk þessa munaði Jónu frænku ekki um að vinna fulla vinnu í frystihúsinu og þar var hún jafnan efst í nýtingu og framleiðslu en samviskusemi, vandvirkni og dugnaður voru henni í blóð borin. Síðustu árin hafa verið Jónu erfið þegar heilsuleysi ellinnar sótti á og hún er líklegast hvíldinni fegin. Einhvers staðar segir að hver minning sé dýrmæt perla. Það eru orð að sönnu þegar Jóna á í hlut. Hún gaf svo mikið og það voru svo margir sem fengu að njóta. Þar að auki gaf hún með svo mikilli gleði. Í mínum huga eru það ein mestu forréttindi lífs míns að hafa fengið að eiga svo margar minningaperlur tengda Jónu frænku. Ég votta Dodda og fjöl- skyldu og systrum Jónu mína dýpstu samúð. Helgi Þórhallsson. Jóna frænka mín var engin venjuleg kona. Heimili hennar og Júlla, á Skorrastað, var heldur ekkert venjulegt heimili. Nær væri að segja að það væri oft lík- ara félagsheimili, staðsett á kross- götum. Aðskiljanlegasta fólk, ung- ir sem aldnir, ekki síst ungir, og margir sem minna máttu sín áttu þar griðastað um lengri eða skemmri tíma. Móttökurnar enda alltaf þær sömu, öllum tekið fagn- andi og með opnum örmum, við- urgjörningi frá Jónu þar sem alltaf leyndist eitthvert lostæti í búrinu og spjalli, ekki þá síst við Júlla öðr- um mönnum meira sem ég hef kynnst. Allur þessi gestagangur var augljóslega ekki fyrirhafnarlaus og ljóst að hann mæddi um margt mest á Jónu. Aldrei varð þessa þó vart og sinnti hún þó lengst af krefjandi og erfiðri vinnu utan heimilis auk heimilisstarfanna, en Júlli sinnti bústörfunum mest. Jóna var næstelst dætra afa míns og ömmu minnar, Guðjóns og Sólveigar á Skorrastað. Á undan henni hafði þeim fæðst sonurinn Jón sem lést aðeins sex ára, nær tveimur árum fyrir fæðingu Jónu, sem skírð var sama nafni. Eftir Jónu komu svo þrjár systur með nærfellt tveggja ára millibili. Syst- urnar á Skorrastað urðu alls fimm auk fóstursystur. Heimilið á Skorrastað var annálað fyrir elju- semi og dugnað ábúendanna þar sem ég held að vel hafi farið saman kappsemi, sköpunargleði og nýj- ungagirni afa míns og hæglát stjórnsemi ömmu. Það hlaut að liggja í hlutarins eðli að við þessar aðstæður yrði þátttaka í búrekstri snar þáttur í uppvexti þeirra systra og að þar hafi Jóna líklega verið fremst meðan jafningja, lík- lega sannkölluð strákastelpa eins og nú er stundum sagt og að ég held um margt líkust föður þeirra í mörgu, þá ekki síst í útliti, glað- værð og léttleika, hann hafði hún óumdeilanlega mestan þeirra systra. Léttleikinn og leikrænir til- burðir Jónu gátu oft verið óborg- anlegir. Að hlusta á hana og móður mína og stundum þær systur allar syngja og tralla úr hafsjó kunnáttu sinnar af ljóðum og lögum, þá ekki síst ýmsar sérkennilegar gaman- vísur, s.s. Gunnuvísur, oft við und- irleik Þórðar og stundum Ágústar heitins frænda okkar, var engu líkt. Nú er veröldin önnur, sem auðveldlega hefði þó mátt viðhalda í einhverjum mæli með nútíma- tækni. Síðasti áratugur í ævi Jónu og Júlíusar var þeim báðum erfiður. Ég átti því láni að fagna að greiða þeim smávegis þakkarskuld vorið sem Jóna varð áttræð, með því að gerast sérlegur einkabílstjóri þeirra í nokkurra daga hringferð um Vestfirði. Þá dvöldum við á æskuheimili Júlla á Barðaströnd og heimsóttum vini og vandamenn hans um sveitir og bæi. Þessi ferð sem var sú síðasta sem Jóna fór á þessar slóðir er mér minnisstæð, svo mikil var ánægja þeirra, fölskvalaus gleði og þakklætið fyr- ir. Nú er ævi þeirra Jónu og Júlla, sem hvort á sína vísu voru eigin- lega engum lík, öll. Eiginleikar þeirra, mannblendni Júlíusar og krafturinn og léttleiki Jónu bland- ast um margt skemmtilega í einkasyni þeirra Þórði frænda mínum. Honum og fjölskyldu hans sendum við Guðný samúðarkveðj- ur. Guðjón Ármann. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jóna Ármann á Skorrastað, kær vinkona og kona föðurbróður míns Júlíusar, er látin. Ég man fyrst eftir þessari hressu og hláturmildu konu þegar ég var krakki heima í sveitinni minni, Barðaströnd. Þá kom hún með Júlíusi að Innri-Múla til ömmu og afa. Ég tók einstaklega vel eftir henni því hún var svo kát og glöð. Þegar ég var 17 ára lang- Jóna Ármann Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN DAVÍÐSSON frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal, lést að Dvalaheimilinu Brákarhlíð 26. apríl. Jarðarförin fer fram frá Lundarkirkju, laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Sigurður Kristjánsson, Hrafnhildur Baldursdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.