Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls greiddu 193.792 kjósendur at- kvæði í alþingiskosningunum á laug- ardaginn var. Það eru 81,4% þeirra 237.957 sem eru á kjörskrá. Þetta er minnsta þátttaka í alþingiskosning- um frá lýðveldisstofnun. Kjósendur í Norðvesturkjördæmi mættu best á kjörstað eða 83,6% þeirra sem voru á kjörskrá. Flestir sátu heima í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar tóku 78,9% þátt í kosn- ingunni á laugardag. Þátttaka í alþingiskosningum var löngum um og yfir 90% á síðari hluta 20. aldar. Frá 1991 var þátttakan 87- 88% í þrennum kosningum. Næst- minnst var hún vorið 2007 (83,6%) en vorið 2009 var hún 85,1%. Kosninga- þátttaka í sveitarstjórnarkosningum var einnig með minnsta móti 2010 (73,5%) í sögulegu samhengi. Hún var 5,2 prósentustigum minni þá en þátttakan 2006. „Þetta er 3,7 prósentustigum minni kjörsókn nú en síðast, 2009, þrátt fyrir að það hafi verið svona mörg framboð,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskólann á Akureyri. „Ég tel að tilvist allra þessara framboða hafi togað kosningaþátttökuna upp. Hún hefði getað orðið enn minni ef það hefðu ekki verið svona margir flokkar í framboði.“ Grétar kvaðst hafa talið að dræma þátttöku í sveitarstjórnarkosningun- um 2010 mætti m.a. rekja til minna trausts á Alþingi og stjórnmálunum almennt. „Mér sýnist nú að þær áhyggjur hafi ekki verið að ástæðu- lausu,“ sagði Grétar. Hann sagði að kosningaþátttaka hefði verið mjög góð hér á landi sam- anborið við nágrannalöndin. „Við er- um eitthvað að missa þessa sérstöðu, án þess að þetta sé orðið til mikilla vandræða,“ sagði Grétar Þór. „Sam- anborið við aðra þá er ekki hægt að segja að lýðræðinu sé hætt, en þetta er ákveðið merki um að kosninga- þátttaka sé að síga niður á við.“ Morgunblaðið/Ómar Kosningar Dregið hefur úr kosningaþátttöku hér á landi, en hún hefur verið meiri hér en í nágrannalöndunum. Minnsta kjörsóknin  Kjörsókn við alþingiskosningar hefur aldrei verið minni en nú á lýðveldistímanum  Svipuð þróun og í nágrannalöndum Alþingiskosningar 1946-2013 Kosningaþáttaka Heimild: Hagstofa Íslands 95% 90% 85% 80% 87 ,4 % 89 % 89 ,9 % 92 ,1 % 90 ,6 % 90 ,4 % 91 ,1 % 91 ,4 % 90 ,4 % 91 ,4 % 90 ,3 % 89 ,3 % 88 ,3 % 90 ,1 % 87 ,6 % 87 ,4 % 84 ,1 % 87 ,7 % 83 ,6 % 85 ,1 % 81 ,4 % 19 46 19 49 19 53 19 56 19 59 19 59 19 63 19 67 19 71 19 74 19 78 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 20 09 20 13 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Yfirleitt hafa kannanirnar síðustu vikuna fyrir kosningar sagt okkur hvernig kosningarnar munu fara. Það varð engin breyting á því núna,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í nær öllum tilfellum voru þær innan við tveimur prósentustig- um frá fylgi flokkanna. „Síðustu kannanir vanmátu Sjálfstæðisflokk- inn lítillega, voru með Framsókn nær alveg rétta, ofmátu fylgi Samfylking- arinnar lítillega og ofmátu fylgi við Pírata,“ segir Grétar. Hann telur líklegt að fylgi Pírata hafi verið ofmetið í skoðanakönn- unum vegna aldursskiptingar kjós- enda flokksins. „Þeir voru með lítið fylgi meðal eldra fólks og þessi skoð- anakannanafyrirtæki ná ekki eins til eldra fólks og þeirra sem yngri eru. Eitt þeirra, MMR, talar t.a.m. ekki við fólk sem er eldra en 67 ára en það eru 14% kosningabærra manna,“ segir Grétar. Píratar mældust með 7,5% fylgi hjá MMR en fengu 5,1% í kosn- ingunum. Ef litið er á vegið meðaltal úr síð- ustu skoðanakönnunum var Sjálfstæð- isflokkur 1,4% hærri en þær gáfu til kynna, Framsóknarflokkur 0,1% lægri, Samfylking 1,1% lægri, Vinstri græn jafnstór, Björt framtíð 0,5% hærri og Píratar 1,5% lægri en 0,7% fleiri atkvæði skiptust á hina flokkana. Kannanir afar nálægt niðurstöðum kosninga Alþingiskosningar 2013 Niðurstöður Alþingiskosninga 2013 Sjálfstæðisflokkur Framsóknarflokkur Samfylking Vinstri Grænir Björt framtíð Píratar Aðrir 26,7% 24,4% 12,9% 10,9% 8,2% 5,1% 12% Capacent Gallup MMR Stöð 2 og Fréttablaðið Félagsvísindastofnun 27,9% 24,7%14,6% 10% 6,6% 5,1% 10,1% 26,7% 22,4% 13% 11,6% 7,7% 7,5% 11,1% 25,6% 23% 14,8% 11% 7,7% 6,4% 11,5% 24,8% 24,4% 13,6% 10,8% 7,3% 6,4% 12,7% Sjálfstæðisflokkur lítillega vanmetinn en Píratar ofmetnir í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar Guðni Einarsson Egill Ólafsson Tuttugu og fimm konur náðu kjöri til Alþingis á laugardaginn var. Þær verða því 39,7% þingmanna þegar þing kemur saman. Þetta er næst- mesti fjöldi kvenna sem náð hefur kjöri til Alþingis. Hlutfall kvenna er hæst meðal þingmanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, en þingflokkinn skipa fjórar konur og þrír karlar. Konur eru því 57% þingflokksins. Næsthæst er hlutfall kvenna í þing- flokki Samfylkingarinnar, 44,4%. Um 42% þingmanna Framsóknar- flokks eru konur. Þriðjungur þing- manna Bjartrar framtíðar og Pírata er konur. Lægst er hlutfall kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eða 31,5%. Í alþingiskosningunum 2009 voru 27 konur kjörnar á þing, eða 42,9% þingmanna. Þrjár þeirra hættu á þingi á kjörtímabilinu og í stað þeirra komu karlar. Í þinglok nú voru því 24 konur á þingi eða 38,1% þingmanna. Konur á Alþingi voru teljandi á fingrum annarrar handar á 20. öld- inni allt til ársins 1983 að níu konur voru kosnar á þing og hlutfall þeirra varð 15% þingmanna. Í kosning- unum 1982 fór hlutfall kvenna yfir 20% þingmanna. Konur rufu síðan 30% múrinn hvað varðar setu á Al- þingi árið 1999. Hlutfall þeirra á þingi fór yfir 40% árið 2009 og er nú rétt innan við 40%. Konur eru 39,7% alþingismanna  Fleiri konur voru kosnar 2009 en nú Morgunblaðið/Kristinn Konur á þingi Konum hefur fjölgað á Alþingi í áranna rás. Myndin var tekin í mars sl. Nokkrar kvennanna á myndinni sitja ekki lengur á þingi. „Það er auðvitað áhyggjuefni að sjá konum fækka núna þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fá hér meiri- hluta þingmanna, það er áhyggjuefni. Sérstaklega þeg- ar Ísland hefur á þessu kjörtímabili náð að skipa sér í fremstu röð í jafnréttismálum í heiminum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún segir annars aðspurð að andinn í herbúðum VG sé góður og horft sé til þeirra stefnumála flokksins sem tekist hafi að koma í kastljós stjórnmálanna á kjör- tímabilinu. „Þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að okkar rödd verði ekki sterk á kjörtímabilinu framundan en í hvaða hlut- verki við verðum á eftir að skýrast.“ hallurmar@mbl.is Áhyggjuefni að konum fækkar KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, FORMAÐUR VG Katrín Jakobsdóttir „Ég gæti alveg trúað því að ungt fólk hafi setið heima í meira mæli nú en í fyrri kosningum,“ sagði Sindri Snær Einarsson, formaður Landssambands æskulýðsfélaga. Sambandið lét gera greiningu á Íslensku kosn- ingarannsókninni og kosningu um Betri hverfi í Reykjavík. Sindri sagði hana sýna að kosningaþátt- taka ungs fólks hefði minnkað hratt undanfarin ár. „Það er sennilegt að sú þróun haldi áfram,“ sagði Sindri. „Við sjáum það alls staðar í nágrannaríkjum að kosningaþátttaka ungs fólks dvínar.“ Ungt fólk síður á kjörstað FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ÆSKULÝÐSFÉLAGA Sindri Snær Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.