Morgunblaðið - 29.04.2013, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Slúðurmiðlarnir í Hollywood halda
að nú styttist í að leikaraparið
Kristen Stewart og Robert Patt-
inson gangi í hjónaband eftir að
kvisaðist út að hann gaf henni
hring, sem áður var í eigu ömmu
hans, í afmælisgjöf nú nýverið.
Til Stewart heyrðist þegar hún
sagði vinkonu sinni að hringurinn
væri til marks um skuldbindingu
þeirra hvors í annars garð og að
hún vonaðist til að þau létu pússa
sig saman. Heimildir herma að
Pattinson hafi gefið Stewart hring-
inn til að sýna að samband þeirra sé
aftur orðið gott eftir að hún tók
smáhliðarspor síðasta sumar og að
hann taki sambandinu af mikilli al-
vöru og sé tilbúinn til þess að
gleyma fortíðinni.
Hjónaband í
kortunum?
AFP
Ástfangin Kristen Stewart.
Á meðan ungar ástir í Hollywood
blómstra eiga aðrir í erfiðleikum.
Nú berast fregnir af því að hjóna-
band Clints og Dinu Eastwood
standi á brauðfótum og sást nýverið
til leikarans og leikstjórans án gift-
ingarhringsins. Sökum álagsins
hefur Dina leitað hjálpar við kvíða
og þunglyndi. Hjónin hafa verið
gift síðan 1996.
Eastwood Hefur verið giftur í 17 ár en nú er komið babb í bátinn.
Eastwood án giftingarhringsins
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Ég er að hlusta mikið á popp frá níunda áratugnum eins
og The The, Soul Mining og hinu vanmetnu bresku goth
rokk sveit Gene Loves Jezebel. Einnig að enduruppgötva
iðnaðar hávaða sveit frá New York sem heitir Controlled
Bleeding sem er búin að gefa út helling af plötum síðan
1978. Það nýjasta sem ég er hlusta á er hljómsveit sem
kallar sig Light Asylum sem gáfu út sína fyrstu plötu á
síðasta ári og er algjör snilld! Síðan er ég mjög hrifinn af
nýjustu plötu Ultravox sem ber heitið Brilliant.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Metallica – Master Of Puppets. Ég gleymi aldrei þegar
ég heyrði þessa plötu í fyrsta skipti. Mér leið eins og þræl í
byltingu sem var við það að frelsast undir stjórn gagnrýni
á eigin frammistöðu og of miklum, óraunhæfum kröfum til
sjálfs mín. Svo hreint og gott að það eru engin takmörk!
Besta plata ever! Eða And Justice For All.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir
þú hana?
Það gæti verið Best of Vangelis eða Best of Jerry Lee
Lewis, annars gæti það líka verið N.W.A., Straight Outta
Compton. Ég bara man það ekki. :)
Ég byrjaði að kaupa mér rave/hardcore tónlist mjög
snemma og ætli það hafi ekki verið 12 tomma með laginu
„Close Your Eyes“ eftir Acen en þeir sampla frá The Do-
ors, þar sem Jim Morrison fer með þessa setningu „Just
close your eyes, forget your name, forget the world, forget
the people.“ Goðsagnakennt rave lag!
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Það er platan Life’s Too Good með Sykurmolunum.
Hún er svo heilsteypt og ljúfsár, alveg eins og ég vil hafa
tónlistina mína. Ég hlustaði á þessa plötu mörgum sinnum
á dag í vasadiskóinu mínu þegar ég var að fara í gegnum
gagnfræðaskóla og það má eiginlega segja að hún hafi
hjálpað mér í gegnum unglingsárin. Mér þykir alveg sjúk-
lega vænt um þessa plötu og þessa hljómsveit!
Ég hlusta á hana reglulega ennþá. Meistaraverk!
Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera?
Ég hef enga löngun fyrir að vera annar en ég sjálfur!
Fáránlegt að dreyma um að vera einhver annar, nema þú
sért smákrakki kannski.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Stundum lög eftir sjálfan mig til að muna texta. En ég
get dottið í blús lög og 80’s popp stundum. Enn annars
finnst mér gott að hugsa og þegja þegar ég er sturtu og
hugleiða.
Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum?
Ætli það sé ekki oftast eitthvert pönk eins og Black
Flag, The Germs eða NoMeansNo. Gæti líka verið eitt-
hvert mega slummu 80’s popp eða fyrstu plötur Metallica
eða Zeppelin.
En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?
Gram Parsons, Townes Van Zandt eða Red House Pain-
ters. Rólegt, alternative þunglyndis kántrí virkar mjög vel.
Í mínum eyrum Krummi Björgvinsson tónlistarmaður
„Þykir alveg sjúklega
vænt um þessa plötu“
Krummi Hlustar á popp frá níunda áratugnum.
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
IRONMAN33D KL.5:20-6:20-8-9-10:40
IRONMAN32D KL. 5:20 -8 -10:40
IRONMAN3VIP KL. 5:20 -8 -10:40
OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30
BURTWONDERSTONE KL.8 -10:10
SIDEEFFECTS KL.5:50
KRINGLUNNI
IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30
OBLIVION KL. 10:10
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8
IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 7 - 8 - 10:40
IRONMAN3 2D KL. 9:40
OLYMPUSHAS FALLEN KL. 10:30
OBLIVION KL. 8 - 10:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
IRONMAN 3 3D KL. 8 - 10:40
THE CALL KL. 8
OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10 AKUREYRI
IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:40
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6
H.S. - MBL
WALL STREET JOURNAL
TIME
STÓRMYNDIN SEM TEKIN
VAR UPP Á ÍSLANDI
T.K., KVIKMYNDIR.IS
H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ
MÖGNUÐ GRÍNMYND
STEVE CARELL JIM CARREY
FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY
OG HANDRITSHÖFUNDINUM KATRÍN BENEDIKT
GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND
Í ANDA DIE HARD
ROBERT DOWNEY JR. GWYNETH PALTROW
BEN KINGSLEY GUY PEARCE
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR
EMPIRE
HOLLYWOOD REPORTER
KORTIÐ GILDIR TIL
31. maí 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
33% AFSLÁTTUR Á TVEGGJA NÁTTA
GISTINGU Á HÓTEL GRÍMSBORGUM
MOGGAKLÚBBURINN
Hótel Grímsborgir er staðsett á glæsi-
legum stað við Sogið í Grímsnesi.
Um 45 mín. akstur er frá Reykjavík.
Tveir gistimöguleikar eru í boði:
• Gisting í 56 fm íbúð með tveimur svefn-
herbergjum, stofu og baðherbergi, með
sturtu. Fjórir geta bókað saman og deilt
íbúð ef óskað er eftir því.
• Tveggja manna hótelherbergi, með
hjónarúmi og baðherbergi, með sturtu.
Fullt verð: 59.200 kr.
Moggaklúbbsverð: 39.800 kr.
fyrir tvo í tvær nætur með
morgunverðarhlaðborði
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Hægt er að bóka tilboðið allar gisti-
nætur á tímabilinu 18. mars – 1. júní.
Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda og
taka fram að um Moggaklúbbstilboð
sé að ræða.
Bókaðu á info@grimsborgir.com eða
í síma 555 7878.