Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 „Það er erfitt að vita hvar maður er staddur þegar stendur tæpt,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, um þau ummæli Sig- urðar Guðmundssonar, fyrrverandi land- læknis, að Íslendingar séu komnir fram af bjargbrún. „Við erum ekki farin fram af, en við stöndum tæpt eins og við höfum bent á undanfarið eitt og hálft ár. Það gildir ekki bara um Landspítalann heldur fleiri stofnanir í heil- brigðiskerfinu. En við erum endastöðin, þann- ig að vandamál hjá öðrum, eins og færri rými á hjúkrunarheimilum, endar hjá okkur. Við get- um ekki horft á okkur sem einangraða eyju í kerfinu, heldur verður allt að virka til að hlut- irnir séu í lagi hjá okkur.“ Hann bendir þó á að mað- ur sem fari fram af bjarg- brún hrapi mjög hratt og fæstir lifi það af. „Ég fæ ekki betur séð en spítalinn starfi áfram og framleiði meira en áður fyrir mun minna fé. En ég hef ítrekað sagt að meira er ekki að hafa og ýmis vandamál eru framundan sem taka þarf á. Huga þarf að því hvernig á að gefa til baka og þá í hvaða röð, hvert og hvernig.“ Hann segir að sé horft á tölfræðina, þá sé vandinn fyrst og fremst sá að of margt fólk sé inniliggjandi á spítalanum. Ástæðan sé tvíþætt, annars vegar að fækkað hafi verið rúmum og þjónustan færð á ódýrara form á dag- og göngudeildum. Þá liggi langflestir styttri tíma á spítalanum. „Hins vegar það að frá árinu 2008 hefur ríkið gert kröfu um að hjúkrunarheimilin bjóði vist- mönnum upp á einbýli. Það hefur fækkað hjúkrunarrýmum um land allt, en mest á höf- uðborgarsvæðinu. Þörfin er mikil og lægst 38 sem bíða með gilt vistunar- og færnisvist- unarmat, en það hefur farið upp í 65 og það tekur allt svigrúm úr kerfinu hjá okkur. Ytri aðstæður hafa svo mikil áhrif á rekstur spítal- ans.“ En ástandið er ekki í lagi, þó að náðst hafi að halda því í horfinu. „Við vitum að við björg- um okkur með margt, en húsnæðið er ekki í lagi og við eigum erfitt með að endurnýja mannskap því við þurfum að gera það hraðar en áður,“ segir Björn. „Við vitum að við erum ekki að skaða fólk, en ekki hvort við veitum bestu mögulegu meðferð og getum ekki fullyrt það í samanburði við útlönd. Við verðum að horfa til framtíðar. Til skemmri tíma er hægt að redda ýmsu, en til lengri tíma þarf meira fjármagn á spítalann og þá um leið forgangs- röðun innan hins opinbera til heilbrigðiskerfis- ins.“ Björn telur mikilvægt að flokkarnir svari því hver er stefna þeirra og forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, enda sé það stór hluti af kostnaði hins opinbera. „Það snýst ekki bara um Landspítalann, þó að hann nemi þriðjungi af kostnaðinum, heldur hvert við stefnum. Rík- ið getur ekki tekið allt að sér og þjóðin er að eldast. Mín skoðun er að umræðan mætti vera meiri og betri.“ Morgunblaðið/Kristinn Ekki einangruð eyja í kerfinu Björn Zoëga H eilbrigðismál eru hornsteinn vel- ferðarsamfélags- ins og hljóta að vera eitt helsta málefni þingkosninga, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri háskólasjúkrahússins í Akerhus í Noregi og fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Þar tekur hún undir orð Sig- urðar Guðmundssonar fyrrver- andi landlæknis, sem auglýsti eftir umræðu um enduruppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins á ráð- stefnu á miðvikudag og sagði Ís- lendinga ekki komna fram á bjargbrúnina heldur frekar fram af henni. Hulda segir heilbrigðismál eitt af aðalmálum kosninganna sem fara fram í september í Noregi. Umræðan sé mikilvæg, ekki síst þegar fjármunir séu af skornum skammti eins og á Íslandi. Það þurfi að leggja línur um hvernig standa eigi að þróun allra heil- brigðismála á Íslandi, sem ekki bara tryggir reksturs Landspít- alans en líka svo mikilvægt fyr- irbyggjandi starf og hvernig fjármunum verði veitt til heil- brigðismála á næstu fjórum, tíu og fimmtán árum. „Ef stefnu- mörkun frá stjórnvöldum er ekki skýr, þá rennur þetta litla fjár- magn milli fingr- anna og út í sandinn. Skýr stefnumörkun er lykilatriði til að geta haldið uppi öllum þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar og byggt hana upp áfram.“ Seigur biti sem þarf að kyngja Hulda er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að fjármunir séu af skornum skammti sé mikilvægt að ráðast í byggingu nýs sjúkra- húss. „Spítalinn er rekinn á fjór- um stöðum að Kleppi með- töldum. Menn gleyma alltaf geðheilbrigðismálunum, en þau eru ekkert síður mikilvæg en önnur heilbrigðismál. Það kostar meiri peninga að reka stofnanir á svona mörgum stöðum.“ Og hún segir að taka verði viðhald með í reikninginn. Hús- næðið sé gamalt, viðhaldskostn- aður aukist á hverju ári og ekki hafi verið til nóg af fjármagni til að standa undir því, hvorki á Hringbraut né í Fossvogi. Tækjabúnaður hafi líka verið skorinn við nögl og spítalinn verið háður gjafafé. „Það er ýmislegt af þessum toga sem fólk vill ekki horfast í augu við. Það hefur orðið gíf- urleg þróun í upplýsingatækni og endurnýjun á tækjabúnaði þarf að haldast í hendur við hana. Við þurfum að byggja upp þjónustuna til framtíðar – fyrir börnin og barnabörnin. Við höf- um vandræðast með þennan seiga bita árum saman, eins og börn sem vilja ekki kyngja matnum. Við höfum verið með seigann bita í munninum í mörg ár. Það er kominn tími til að kyngja og fara í framkvæmdir.“ Stjórnmálamenn axli ábyrgð Hulda gagnrýnir flatan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu og segir að stjórnvöld hefðu tví- mælalaust þurft að stíga fram með skýra stefnumörkun. „Í því felst ábyrgð stjórnvalda og svo eigum við sem erum stjórnendur á stofnunum að framkvæma stefnuna. En við verðum sem fagfólk að gefa góð ráð og vera með í þróun stefnumörkunar- innar, en stjórnvöld leggja lín- urnar. Það er alltof auðvelt fyrir stjórnmálamenn að sitja á fundi og ákveða flatan niðurskurð, án þess að velta afleiðingunum fyrir sér. Og ef stefnan liggur ekki fyrir, þá er það bara sá sem fer upp á hæsta hólinn sem hlustað er á.“ Hún rifjar upp upplausnar- ástandið er hún tók við Land- spítalanum í október 2008. Þessi mál hafi verið efst á baugi í jan- úar þegar Guðlaugur Þór Þórð- arson hafi verið heilbrigðis- ráðherra. „Hann hafði staðið fyrir hugmyndavinnu um hvað væri hægt að gera og ég komið með mínar ábendingar og ráð út frá minni þekkingu, ekki bara frá Noregi heldur líka Skandin- avíu. Og hann var tilbúinn að fara í þá vinnu. En svo var skipt um ráðherra, Ögmundur Jón- asson tók við og þetta lá alveg niðri þar til haustið 2009. Þá ráðlagði ég Ögmundi að taka umræðuna upp aftur og það er til skýrsla í ráðuneytinu sem var unnin af fólki frá bæði ráðuneyt- inu og Landspítalanum, með skýrum tillögum um hvað væri hægt að gera. Þegar við skil- uðum skýrslunni var hún kynnt fólki í ráðuneytinu og forstjórum allra sjúkrahúsanna, hvað hefur verið ráðist í af þeim tillögum get ég ekki tjáð mig um.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnvöld leggi línurnar HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR SEGIR SKORTA Á STEFNUMÖRKUN STJÓRNVALDA Í HEILBRIGÐISMÁLUM. BJÖRN ZOËGA SEGIR OF MARGA INNILIGGJANDI Á LANDSPÍTALANUM OG RÁÐAST ÞURFI Í ENDURUPPBYGGINGU ÞJÓNUSTUNNAR. Hulda Gunnlaugsdóttir Mikil þrengsli eru á Landspítalanum og ekki óalgengt að sjúklingar þurfi að hafast við á göngum. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is * „Ef ekkert er að gert þarf að flytja sjúklinga í auknum mælitil útlanda sem er veruleg skerðing á lífsgæðum Íslendinga.“ Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrv. heilbrigðisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.