Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 47
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 S tyrmir Kári vill fara með þær út til að taka ljósmyndir. Hvað annað? Maður með slíkt nafn, hann unir sér varla inni. Þær eru til í tuskið en meðan ljósmyndarinn leitar að heppilegum stað á lóð Norræna hússins kom- ast þær að raun um að blíðan er fölsk, það er gluggaveður. Og þær alls ekki vel klæddar. „Eigum við ekki bara að fara inn? Það slær að þér,“ segir Sigríður Snævarr við stöllu sína, Maríu Björk Óskarsdóttur, sem er að- eins farin að yggla sig. „Það er óþarfi að gera fimm börn móðurlaus. Skiptir svo sem minna máli með mig, ég er eldri og á bara eitt barn. Það er verra með Maríu, hún á fjögur,“ held- ur Sigríður áfram, sposk á svipinn. Ég fyllist að vonum samviskubiti yfir að hafa stofnað til þessarar svaðilfarar og gef Styrmi Kára merki um að koma inn. Það er svo sem ekki í kot vísað, brúðarkjóll sjálfrar Vivienne Westwood blasir við á bókasafninu – í allri sinni dýrð. Við þangað. Það er engin tilviljun að ég hitti Maríu Björk og Sigríði í Norræna húsinu, þar hófst vegferð þeirra með atvinnuleitendum í þessu landi fyrir rúmum fjórum árum undir yf- irskriftinni „Nýttu kraftinn“. Þrjátíu námskeið eru að baki og nú er komin út bók með sama heiti sem hefur það markmið að hjálpa fólki í atvinnuleit, hverjar sem forsendurnar kunna að vera, að standa betur að vígi í samkeppn- inni á vinnumarkaði og öllum þeim sem þurfa eða vilja að finna tíma sínum og kröftum nýj- an farveg. „Einhvers staðar urðum við að byrja og það gerðum við hér í Norræna húsinu, yndislegur staður, mátulega hlutlaus og hér er alltaf mannlíf. Tilgangurinn var að draga fólk út af heimilum sínum, það er mjög hættulegt fyrir atvinnulausa að fara inn í skelina. Þeir verða að fara út á meðal fólks. Við máttum engan tíma missa enda voru atvinnuleysistölurnar ógnvekjandi eftir hrunið,“ segir María Björk og Sigríður bætir við að nauðsynlegt sé fyrir atvinnulausa að vera sýnilegir, það fenni svo fljótt í sporin. „Líkurnar á því að einhver banki upp á hjá þér með draumastarfið eru afar litlar, þú þarft að sýna frumkvæði og sækja fram. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert, það þarf að leggja á sig markvissa vinnu og vanda sig á öllum sviðum til að ná árangri. Samkeppnin um störfin er hörð en það er vel hægt að ná árangri,“ segir María Björk. Hættir til að missa móðinn Þær leggja áherslu á að fólk drífi sig sem fyrst af stað eftir áfall eins og atvinnumissi, að öðrum kosti geti verið hætta á ferðum. Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja, eins og skáldið sagði. „Það er mikill munur á því að vera atvinnu- laus í einhverja daga eða mánuði og jafnvel ár. Fólki hættir til að missa móðinn,“ segir María Björk. María Björk er viðskiptafræðingur með yfir tuttugu ára reynslu af markaðs- og verk- efnastjórnun og fyrirtækjarekstri. Hún hefur nokkrum sinnum sótt um og fengið störf auk þess sem henni var sagt upp starfi í hóp- uppsögn Landsbankans í hruninu. Sigríður hefur aldarfjórðungskynni af atvinnuleysi en hún hefur starfað í mörgum löndum þar sem það hefur verið landlægt, var meðal annars sendiherra í Finnlandi og Svíþjóð á tíunda áratugnum þegar kreppan mikla gekk þar yfir með tilheyrandi atvinnumissi. Þær þekktust lítið sem ekkert en eftir að Sigríður ákvað að taka sér leyfi frá störfum til að ganga til liðs við þá sem vildu miðla af reynslu sinni og bjargfastri trú á framtíðina eftir bankahrunið í október 2008 lágu leiðir þeirra Maríu Bjarkar saman. Þær unnu hratt allan nóvember og fóru af stað með tilraunahóp í desember sama ár til að sjá hvort hugmyndir þeirra og aðferðir gætu virkað. Jákvæð upplifun þátttakenda varð til þess að María Björk og Sigríður ákváðu að láta slag standa og stofna fyrirtæki utan um verkefnið. Þær fóru á stúfana til að kynna sig og verkefnið og leita samstarfs við þá sem helst vinna með atvinnuleitendum. Fyrsti hópurinn fór af stað í febrúar 2009 og síðan hafa hátt í 1.000 manns verið í þrjátíu hópum hjá „Nýttu kraftinn“. „Árangur þátt- takenda hefur verið góður, þeir fá meira sjálfstraust og gengur upp til hópa vel að skapa sér ný tækifæri. Ennfremur má rekja stofnun á bilinu 25 til 30 sprotafyrirtækja til starfsins,“ segir María Björk. Stöllurnar fagna þessu að vonum og nota tækifærið til að hvetja stjórnvöld til að hlúa betur að slíkum fyrirtækjum. Í því séu ótví- ræð sóknarfæri fólgin. Enginn er menntunarlaus Sigríður segir hreyfinguna táknræna, atvinnu- lausir megi alls ekki festast í sama farinu og byrja að færa rök gegn eigin hagsmunum. „Ég er of gamall“, „ekki nógu góður“, „hef of litla menntun“ og svo framvegis. Slíkt hug- arfar sé ekki vænlegt til árangurs. „Fólk má gæta sín, það má snúa öllu upp á andskot- ann,“ segir Sigríður og grípur fyrir munninn. „Það er eins gott að sonur minn heyrir ekki í mér núna. Hann myndi sekta mig um hundr- aðkall fyrir orðbragðið.“ Henni er sérstaklega í nöp við orðið „menntunarlaus“. „Það er enginn maður menntunarlaus. Ég verð alveg vitlaus þegar fólk byrjar að tala svona, ekki síst fólk með áratuga starfsreynslu. Þetta er bara spurning um hvernig við skilgreinum menntun.“ María Björk segir þær ekki kalla fólk sam- an til að gráta orðinn hlut heldur til að byggja það upp. „Þetta er ekki kaffibolli vonleysisins. Við leggjum upp með hvatningu, stuðning og gleði og finnum ekki annað en að fólk kunni að meta það sem við höfum fram að færa. En þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið í hóp- unum hefur auðvitað styrk hvað af öðru líka þess vegna leggjum við svo mikið upp úr hópamynduninni. Þátttakendurnir hafa oftar en ekki gengið í gegnum sömu reynslu hversu ólíkur bakgrunnur þeirra og reynsla kann að vera og það hefur í flestum tilvikum miklu að miðla,“ segir María Björk og Sigríður bætir við að „Nýttu kraftinn“ sé fyrst og fremst jafningjafræðsla. Þetta eru tjaldbúðir Nýttu kraftinn-ferlið hefur almennt náð yfir nær þrjá mánuði og hitta María Björk og Sig- ríður hópana samtals fimm sinnum og er sam- veran aldrei á sama stað. „Við gengum út frá því strax í byrjun að þetta væru tjaldbúðir og það hefur gefist vel,“ segir Sigríður og María Björk bætir við að mikilvægt sé fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áfalli eins og að missa vinn- una að takast á við ólíkar aðstæður. „Atvinnu- leitendur þurfa að máta sig við nýja og nýja staði.“ María Björk og Sigríður segja hópana hafa verið jafnólíka og þeir eru margir en algeng- ast er að þátttakendur séu á bilinu tuttugu til þrjátíu í hvert sinn. Það er þverskurður sam- félagsins, arkitektar, iðnaðarmenn, banka- menn, hönnuðir og flugfólk, svo dæmi séu tek- in. Sumir hafa verið án atvinnu í lengri tíma en aðrir nýbúnir að missa vinnuna. Og allt þar á milli. Ekki er óalgengt að fólk sé kvíðið í byrjun og hefur Sigríður tekið mesta hrollinn úr mannskapnum með eins konar uppistandi í byrjun. „Ég byrja á því að röfla og hálfpartinn leika okkur öll, til að létta andrúmsloftið,“ seg- ir hún. „Þótt það sé áfall að missa vinnuna þarf alls ekki að vera leiðinlegt að vinna úr því.“ Þær segja það ótvíræðan kost að vera tvær, meðan önnur tali við hópinn geti hin upplifað einstaklingana betur til að ná betri tengingum. Þær segjast hafa mjög gaman af þessu starfi, annars næðu þær ekki árangri. „Það má kalla þetta ástríðu eða köllun, aðalatriðið er samt það að við erum bara við sjálfar. Vinnum út frá okkar reynslu og sýn á lífið,“ segir María Björk. Komnir með skýra framtíðarsýn Eftir tólf vikur, þegar María Björk og Sigríð- ur hafa hitt hópana í fimm skipti, útskrifast þátttakendur og þá eiga þeir að vera komnir með skýra framtíðarsýn, aðal- og varaáætlun um það hvernig þeir ætla að finna sér vinnu. „Sumir hafa enga áætlun þegar þeir setjast inn í hópinn, ekkert svar, en oftast kemur það mjög fljótlega og þá fylgir útgeislunin svo sannarlega með,“ segir Sigríður. Best er auðvitað að fólk þurfi ekki að klára námskeiðið – sé komið með vinnu áður. En jafnvel þótt þátttakendur séu komnir með vinnu hafa margir þeirra samt fengið frí til að vera viðstaddir fundina og útskriftina. Þær segja lykilatriði að atvinnulaust fólk nái vopnum sínum og komist yfir höfnunina og skömmina sem oft fylgir því að vera sagt upp störfum. „Ísland er vinnusamt samfélag og þess vegna er meiri hætta á því að þeir sem eru án atvinnu verði fyrir skaða,“ segir Sigríð- ur. Ekki eru allir atvinnuleitendur atvinnulausir og þær segja enga ástæðu til að gefa drauma- starfið upp á bátinn eða vera feiminn við að leita. Gott geti þó verið að keyra ekki vænt- ingar úr hófi fram, allra síst við þær aðstæður sem verið hafa í þjóðfélaginu síðustu misseri. Eitt af meginmarkmiðum „Nýttu kraftinn“ er að byggja upp sjálfstraust fólks og búa það undir atvinnuviðtöl. „Við kennum fólki meðal annars að setja sig í spor þeirra sem ráða í störf og hvetjum það til að haga sér eins og frambjóðendur í kosningum. Leggja allt und- ir,“ segir Sigríður og María Björk bætir við að það sé gert til að hvetja fólk en ekki breyta því. „Lykildyggðirnar í þessu öllu saman eru heiðarleiki og einlægni og sjálfskoðun liggur hvorutveggja til grundvallar.“ Skemmtilega ósvífnar „Við getum verið skemmtilega ósvífnar, kenn- um fólki til dæmis að svara fyrir sig,“ segir Sigríður en fordómar í garð atvinnulausra birtast í ýmsum myndum, ekki síst þeirra sem lengi hafa verið án atvinnu. Margir kannast við yfirlætislegar spurningar eins og „hvað ertu að gera núna?“ eða „ertu ennþá atvinnu- laus?“ María Björk og Sigríður beina líka sjónum að aðstandendum atvinnuleitenda. Þeir  Atvinnuleysi ekki lengur feimnismál „ÞÓTT ÞAÐ SÉ ÁFALL AÐ MISSA VINNUNA ÞARF ALLS EKKI AÐ VERA LEIÐINLEGT AÐ VINNA ÚR ÞVÍ,“ SEGJA MARÍA BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG SIGRÍÐUR SNÆVARR SENDIHERRA EN NÁMSKEIÐ ÞEIRRA FYRIR ATVINNULEITENDUR, „NÝTTU KRAFTINN“, FÉLLU Í FRJÓA JÖRÐ ÞEGAR ÞAU FÓRU AF STAÐ EFTIR HRUNIÐ. NÚ FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR HAFA HÁTT Í EITT ÞÚSUND MANNS TEKIÐ ÞÁTT HJÁ ÞEIM OG Á ÞRIÐJA TUG NÝRRA FYRIRTÆKJA LITIÐ DAGSINS LJÓS. Á DÖGUNUM LÉTU STÖLLURNAR KNÉ FYLGJA KVIÐI OG GÁFU ÚT BÓK Í ÞEIM TILGANGI AÐ RAMMA STARFIÐ INN OG NÁ TIL FLEIRA FÓLKS. ÞÆR SEGJA HLUTVERKI SÍNU HVERGI NÆRRI LOKIÐ. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is Hef ég svona fallega rödd?“ Þessi umsögn kom einum þátttakandahjá okkur skemmtilega á óvart, ekkert skrítið fannst okkur hinumí hópnum því að röddin hennar er svo einstaklega glaðleg og hlý. Að auki er hún svo hláturmild að allir komast í gott skap við að heyra í henni. Röddin var í þessu tilviki klárlega mikill styrkleiki því að hún leitaði sér að starfi í móttöku og símsvörun. Þátttakendur í hópunum skoruðu á hana að senda upptöku af röddinni með umsókn sinni um starfið – það myndi slá í gegn!    Sumir í hópnum okkar sem hafa beðið hvað lengst hafa á endanum fengið draumastörfin sín þrátt fyrir allt. Metið hjá einstaklingi í hópi hjá okkur er líklega fimm ár utan vinnu- markaðar í kjölfar slyss. Þegar hann var loksins orðinn vinnufær skall hrunið á og hann taldi sig enga möguleika hafa. Smám saman dró úr honum kjark. Í hópnum var hann hins vegar hvattur til að skilgreina starf sitt upp á nýtt. Eftir markvissa sjálfskoðun greip hann hvert tækifæri sem gafst til að sýna frumkvæði og æfði atvinnuviðtöl af kappi. Þessi ein- staklingur var valinn úr stórum hópi umsækjenda í starf þar sem menntun og fjölbreytt reynsla voru þeir styrkleikar hans sem fyrirtækið þurfti á að halda. Brot úr bókinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.