Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Heilsa og hreyfing Hugarþjálfun getur verið jafnólík og fólkið sjálft en er um leiðgríðarlega mikilvægur hluti af velgengninni. Þegar Kári Steinnmaraþonhlaupari var spurður hvernig æfingum hans væri hátt- að sagðist hann meðal annars hlaupa leiðina í huganum og sjá fyrir sér hlaupið ganga vel. Í viðtali sem Hera Björk söngkona gaf eftir sigur- inn í söngvakeppninni í Síle á dögunum sagð- ist hún hafa æft það að vinna og taka á móti verðlaununum. Hún sagði líka að hún hefði tamið sér að ganga inn á svið eins og sigur- vegari. Gunnar Nelson bardagamaður birtist okkur með yfirvegun og einbeitingu. Hann einbeitir sér að því að sigra og sjá sig fyrir sér beita þeim brögðum sem þarf til. Þau vita öll hversu mikilvægur hluti rétt hugarþjálfun er af velgengni þeirra. Með end- urtekningu hafa þau náð að temja sér hugar- far sem er áreynslulaust, þeim í hag en spilar stórt hlutverk í að koma þeim á þann stað sem þau sækjast eftir. Við getum haft ólíkar leiðir til að sannfæra sjálf okkur um að við getum gert eitthvað, en allir þurfa að hafa þennan sannfæringarkraft. Við getum öll verið sigurvegarar Margir fylgjendur hugarþjálfunar telja að hversdagslíf okkar sé það sem það er vegna hugsunar okkar í gegnum tíðina, meðvitað eða ómeðvitað. Við verðum það sem við hugsum mest um. Það skiptir því ekki máli hvort við teljum okkur vera frábær eða ömurleg; við höfum rétt fyrir okkur í bæði skiptin. Góðu fréttirnar eru þær að allir geta stundað hugarþjálfun með meðvituðum hætti. Með því að einbeita okkur að því sem við viljum fá út úr lífinu í stað þess sem við viljum ekki og með því að sjá hlutina fyrir sér verða að veruleika heldur en að hugsa um að aldrei verði neinir draumar að veruleika eru meiri líkur á að við förum að lifa í takt við það og trúa að hlutirnir geti gerst. Hugarþjálfun er ekki hversdagslegir dagdraumar heldur beinum við hugsun okkar með með- vituðum og reglulegum hætti að því sem við viljum. Við skrifum það niður, finnum myndir sem minna okkur á markmið okkar eða leiðina að því og förum að upplifa. Jákvæð upplifun er stór hluti af hugar- þjálfun, því hún virkar sem drifkraftur. Með því að þjálfa hugann til jákvæðrar hugsunar getum við tamið okkur hugarfar sem er okkur í hag, vænst þess besta úr lífinu og stað- ið fastar í straumkastinu. AÐ VERÐA ÞAÐ SEM MAÐUR HUGSAR SIGURVEGARAR HAFA ALLIR GERT SÉR GREIN FYRIR MIKILVÆGI HUGARÞJÁLFUNAR (VISUALIZATION). ÞEGAR RÆTT ER VIÐ AFREKSFÓLK EÐA AÐRA SEM GENGUR VEL Í LÍFINU KEMUR OFTAR EN EKKI Í LJÓS AÐ VIÐKOMANDI HEFUR STUNDAÐ HUGARÞJÁLFUN, MEÐVITAÐ EÐA ÓMEÐVITAÐ. * Settu þér markmið,lestu það yfir og endurtaktu það í huganum oft og reglu- lega. Með tímanum er líklegt að þú farir að hegða þér á hverjum degi í samræmi við það, án mikillar fyrirhafnar. * Sjáðu þig fyrir þér einsog þú sért búin(n) að ná markmiði þínu. Finndu til- finninguna sem fylgir því. Geymdu þessa tilfinningu og náðu í hana þegar einbeit- ingin er ekki nógu skýr. * Finndu sterkan tilgangfyrir lífinu og minntu þig á hann reglulega. Allir upplifa erfiða daga inn á milli og sterkur tilgangur er besta hvatningin á slíkum augnablikum. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf H ugarþjálfun byggist á því að ímyndunaraflið er notað til að sjá fyrir sér ákveðna hegðun eða at- burð eiga sér stað með endur- teknum hætti. Að skapa hið eftirsóknarverða í huganum, oft og jafnvel í smáatriðum, getur haft áhrif á vöðvaminni líkamans. Vöðvaminni er það þegar vöðvarnir læra að þekkja hreyf- ingu með endurtekningu. Máltækið æfingin skapar meistarann á þar vel við. Vöðvaminni sem almennt hefur tengst líkamlegri æfingu, líkt og að læra á píanó, æfa fótbolta eða læra að teikna, er líka talið tengjast hugarþjálfun. Rannsóknir á áhrifum hugarþjálfunar Ein frægasta rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum hugarþjálfunar var gerð á rúss- neskum ólympíuförum árið 1980. Þátttak- endum var skipt upp í fjóra hópa eftir því hvernig þeir höfðu æft fyrir Ólympíuleikana. Skiptingin var svona: Hópur 1 stundaði enga hugarþjálfun heldur fór öll þjálfun þeirra fram líkamlega. Hópur 2 stundaði 75% líkamlega þjálfun og 25% hugar- þjálfun. Hópur 3 stundaði 50% líkamlega þjálfun á móti 50% hugarþjálfun. Hópur 4 stundaði 25% líkamlega þjálfun og 75% hug- arþjálfun. Hugarþjálfunin þeirra byggðist á að sjá fyr- ir sér hreyfingar sínar, í þeirri íþrótt sem þeir stunduðu, eiga sér stað á sem árangursrík- astan hátt.Niðurstöðurnar voru þannig að hópur 4 sýndi mestu framfarirnar fyrir Ól- ympíuleikana. Þar á eftir kom hópur 3, en hópur 1 sem aðeins æfði líkamlega sýndi minnstu framfarirnar. Önnur rannsókn á áhrifum hugarþjálfunar var gerð á strákum sem æfðu vítaskot í körfu- bolta. Hópnum var skipt í þrjá hópa og víta- skot þeirra mæld fyrir og eftir rannsókn. Hópur 1 fékk enga hugarþjálfun, heldur æfði vítaskot í 20 mín. í senn í 20 daga. Hópur 2 æfði ekkert, hvorki hugarþjálfun né vítaskot. Hópur 3 æfði aðeins hugarþjálfun í 20 mín. á dag í 20 daga. Hugarþjálfunin gekk út á að sjá fyrir sér vítaskot sín í djúpslökunar- ástandi. Ef þeir hittu ekki, áttu þeir að leið- rétta miðið í huganum og reyna aftur. Nið- urstöðurnar voru þær að hópur 1 sýndi 24% bætingu í vítaskotum, hópur 2 sýndi enga bætingu en hópur 3 sem hafði aðeins æft hug- ann, bætti vítaskotin sín um 23%. Aðeins 1% minna en þeir sem æfðu skotin líkamlega. Hugarþjálfun hefur áhrif á hugarfar Fáir efast um áhrif hugarþjálfunar á líkam- lega frammistöðu, en gott jafnvægi á lík- amlegum æfingum og hugarþjálfun er talið árangursríkast. Hugarþjálfun er einnig talin hafa áhrif á hugarfar og daglegar athafnir fólks, en ekki síður á velgengni á sama hátt og hún hefur áhrif á vöðvaminni íþrótta- mannsins. Markþjálfar og fyrirlesarar á borð við Rhonda Byrne úr „The Secret“, Tony Robbins og Jack Canfield leggja allir áherslu á mátt hugarþjálfunar og áhrif hennar á dag- legt líf fólks. Það sem fólk hugsar um, hvernig það hugsar um það og hvernig það sér hlutina fyrir sér getur orðið að daglegum athöfnum og lífsstíl, líkt og endurtekin hugsun íþrótta- mannsins hefur áhrif á vöðvaminni hans. Hug- arþjálfun er ákveðin forritun og því mikilvægt að hún sé á jákvæðum nótum til að hún geti haft jákvæð áhrif. Hugarþjálfun getur því ver- ið mikilvægur hluti af því að láta drauma ræt- ast og skapa það líf sem maður óskar sér. Heimild:Wikipedia.orghttp://psychcent- ral.comJack Canfield, The Success Principles, Collins, 2007 Rhonda Byrne, The Secret, Atria Books/ Beyond Words, 2006 AFREKSFÓLK NOTAR HUGARÞJÁLFUN Að þjálfa hugann þér í vil MARGAR RANNSÓKNIR HAFA SÝNT FRAM Á AÐ HUGARÞJÁLFUN (VIS- UALIZATION) GETUR HAFT JÁ- KVÆÐ ÁHRIF Á FÆRNI OKKAR. HUGARÞJÁLFUN ER MIKIÐ NOTUÐ AF ÍÞRÓTTAFÓLKI OG GEIMFÖRUM SEM HLUTI AF ÞJÁLFUN, EN GÆTI HUGARÞJÁLFUN GAGNAST FÓLKI TIL AÐ LIFA BETRA LÍFI OG UPPLIFA DRAUMA SÍNA? Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com „Hugleiðsla er ein leið hugarþjálfunar“. Morgunblaðið/Golli Markaðssetning á vöru byggist oft á því að ná til undirmeðvitundar fólks, líkt og hugarþjálfun nær til vöðvaminnis. Það er ástæða fyrir því að Coca Cola er fyrsti kóladrykkurinn sem flestir hugsa um, ef þeir eru beðnir um að hugsa um ein- hvern kóladrykk. Markaðssetningin hef- ur náð til undirmeðvitundar okkar með stöðugum endurtekningum. Á sama hátt er talið að við getum „forritað“ okkur með hugsun okkar, hvort sem það er okkur í vil eða ekki. FORRITUN HUGANS Markaðssetning tekur mið af vöðvaminni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.