Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013
Græjur og tækni
og örvar málstöðvarnar. Það hefur þó verið
bent á það að það er ekki endilega tæknin
sem skiptir máli þar, því barn sem fær litabók
og liti við matarborðið er heldur ekki þátttak-
andi í samskiptum við matarborðið.
Vandamálið við að yfirfæra rannsóknir á
sjónvarpsáhorfi á notkun spjaldtölvu er fyrst
og fremst fólgið í að þó svo bæði tólin noti
skjá, eru þau í eðli sínu ólík, þar sem spjald-
tölva er gagnvirk, en sjónvarpið ekki. Þrátt
fyrir að fáar rannsóknir liggi ennþá fyrir,
benda nýlegar rannsóknir til að notkun spjald-
tölvu geti haft töluverð jákvæð áhrif á þroska
ungra barna, svo sem fínhreyfingar. Þá hafa
mörg lærdómsforrit sýnt fram á jákvæða
fylgni við annan þroska, svo sem málþroska,
orðaforða, ritun og stærðfræði. Bandarísk
könnun á iPhone-forriti sem kallast „Martha
Speaks“ (ísl. Martha talar) sýndi fram á 31%
aukningu að meðaltali á orðaforða hjá börnum
á aldrinum 3-7 ára yfir tveggja vikna tímabil.
Fimm ára börn juku orðaforða sinn að meðal-
tali um 27%, og þriggja ára börn um 17%.
Önnur könnun sem fram fór í Bandaríkj-
unum sýndi að börn sem léku sér í fimm daga
með iPad-leik sem heitir Motion Math og
kennir tugabrot bættu árangur sinn á prófum
um tugabrot um 15%. Viðameiri rannsókn
sem fram fór í skóla í San Francisco, þar sem
iPad-forrit var notað til að kenna algebru,
sýndi að 78% barna sem notuðu forritið sýndu
góða færni í algebru á prófum, samanborið við
59% í samanburðarhópnum.
Eins og áður segir er ekki mikil reynsla
komin á notkun barna á spjaldtölvum og erfitt
að segja nákvæmlega til um hver áhrifin eru.
Þær upplýsingar sem við þó höfum virðast þó
benda til að hófleg notkun barna á spjaldtölv-
um geti jafnvel gert börnum gott. Það er þó
áreiðanlega ástæða til að fylgjast með notkun-
inni og passa að hún keyri ekki fram úr hófi.
S
amkvæmt könnun sem fjölmiðlarann-
sóknarfyrirtækið Nielsen framkvæmdi
í Bandaríkjunum 2012 notuðu börn
undir 12 ára aldri spjaldtölvur á 77%
þeirra heimila þar sem þær voru á annað borð
til staðar. Mest voru þær notaðar til þess að
spila leiki, en einnig til þess að nota ýmiss
konar lærdómsforrit eða aðra afþreyingu en
leiki, svo sem til að horfa á sjónvarpsefni.
Önnur könnun sem framkvæmd var í Bret-
landi og Bandaríkjunum 2011 sýndi að 15%
barna á aldrinum þriggja til átta ára fengu að
nota spjaldtölvur foreldra, níu prósent áttu
eigin spjaldtölvu og um 20% áttu eigin iPod. Í
sömu könnun töldu 77% foreldra að notkun
spjaldtölva væri þroskandi fyrir börn. Sam-
bærilegar tölur eru ekki fáanlegar fyrir
spjaldtölvunotkun barna hérlendis, en ef að
líkum lætur væru þær tölur áþekkar.
Áhrif spjaldtölva lítið rannsökuð
Spjaldtölvur eru tiltölulega nýjar af nálinni
og því liggja engar rannsóknir fyrir um lang-
tímaáhrif þeirra á þroska barna. Margir sér-
fræðingar telja þó að það sé hægt að heim-
færa niðurstöður fyrri rannsókna um skjátíma
(sjónvarpsáhorf og tölvunotkun) að einhverju
leyti upp á spjaldtölvur. Nýlega sýndi íslensk
rannsókn fram á tengsl á milli skjánotkunar
og þunglyndiseinkenna hjá börnum á aldr-
inum 10-12 ára. Börn sem notuðu tölvur í
meira en fjórar klukkustundir á dag sýndu
frekar þunglyndiseinkenni og taugasálfræðileg
einkenni á borð við handskjálfta en börn sem
eyddu minni tíma fyrir framan tölvuskjá.
Þetta eru sláandi niðurstöður við fyrstu
sýn, en þó er tvennt sem hafa ber í huga í því
sambandi. Annars vegar sýndu gögnin að
sterk tengsl við tímaskeiðið fjórar klukku-
stundir daglega og þar yfir, en ekki minni
notkun. Hins vegar var ekki hægt að greina
orsakasamhengi í þessari rannsókn, það er að
segja, það er ekki hægt að útiloka að börn
sem sýni þunglyndiseinkenni fyrir verji lengri
tíma fyrir framan tölvuskjáinn, fremur en að
lengri tími framan við tölvuskjá orsaki þung-
lyndi.
Í Bretlandi hefur um skeið farið fram viða-
mikil rannsókn þar sem fylgst er náið með
19.000 börnum sem fædd eru um aldamótin
síðustu (2000, 2001). Í nýrri skýrslu sem
byggist á þeirri rannsókn kemur fram að börn
sem eyddu þremur klukkustundum eða meira
framan við sjónvarp hvern dag við fimm ára
aldur sýndu frekar einkenni hegðunarvanda
og erfiðleika með tilfinningatengsl við sjö ára
aldur en börn sem horfðu minna. Börn sem
eyddu sama tíma, þremur klukkustundum eða
meira í að spila tölvuleiki, sýndu hins vegar
ekki þessi sömu einkenni. Það er betra að fara
varlega í að draga ályktanir af þessum niður-
stöðum, en þær virðast þó benda til þess að
skjárinn einn og sér sé ekki vandamálið.
Spjaldtölvur tengdar betri námsárangri
Rannsóknir á börnum undir tveggja ára aldri
benda til þess að mikið sjónvarpsáhorf geti
haft varhugaverðar afleiðingar á málþroska og
félagsleikni þegar fram í sækir. Þetta á sér-
staklega við ef barninu er leyft að snæða fyrir
framan sjónvarp, eða vera fyrir framan sjón-
varpið þegar fjölskyldan ætti að njóta sam-
vista, þar sem barnið lærir samskiptareglur
Ætti barnið þitt að fá að
leika sér með spjaldtölvu?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SPJALDTÖLVUR HAFA MARGA ÓTVÍRÆÐA KOSTI. EINS OG MARGIR FORELDRAR HAFA KOMIST AÐ ER EINN KOSTUR ÞEIRRA SÁ HVE BÖRN EIGA
AUÐVELT MEÐ AÐ LÆRA AÐ NOTA ÞÆR ÞAR SEM EKKI ÞARF AÐ NOTA MÚS EÐA LYKLABORÐ TIL AÐ STJÓRNA AÐGERÐUM. ÞAÐ GETUR KOMIÐ
SÉR VEL ÞEGAR ÞARF AÐ FINNA STUNDARFRIÐ FRÁ UPPELDINU TIL AÐ SINNA ÖÐRUM VERKUM. EN ER RÁÐLEGT AÐ LÁTA BÖRNUM EFTIR AÐ LEIKA
SÉR MEÐ SPJALDTÖLVUR (EÐA SNJALLSÍMA) TIL LENGDAR? STUTTA SVARIÐ ER JÁ, EN EINUNGIS MEÐ SKILYRÐUM. LANGA SVARIÐ ER FLÓKNARA.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Foreldrum er ráðlagt að
velja leiki fyrir barnið
sem hafa lærdómsgildi.
Settu ströng tímamörk
Rannsóknir sýna fram á fylgni milli óhóflegs skjátíma og ýmiss konar þroska- og hegðunar-
vandamála. Það er full ástæða til að setja ströng tímamörk um notkun. Gott ráð getur ver-
ið að koma sér saman um hvað eru heppileg tímamörk (daglega eða vikulega). Stilltu
klukku og láttu hana hringja á fyrirfram ákveðnum tíma (hálftíma, klukkutíma, eða hvað
það er). Þegar klukkan hringir er skjátíma lokið. Hafðu spjaldtölvuna læsta og gættu þess
að barnið geti ekki tekið úr lás án þíns samþykkis.
Fylgstu með efninu
Fylgstu með því hvaða leiki barnið spilar og fullvissaðu þig um að þeir séu við hæfi. Börn
sem spila leiki við rétt þroskastig hafa sýnt jákvæðari niðurstöður í rannsóknum á notkun.
Veldu frekar leiki fyrir barnið sem hafa lærdómsgildi.
Fylgstu með kostnaðinum
Margir barnaleikir eru þess eðlis að grunnútgáfa er ókeypis en greiða þarf fyrir ýmiss konar
viðbætur til að halda leiknum áfram. Það getur verið auðvelt að búa til talsverðan kostnað
með því. Gættu þess að barnið geti ekki keypt viðbætur eða nýja leiki án þíns samþykkis.
Láttu notkun ekki bitna á samskiptum
Það er mikilvægt að viðhalda sameiginlegum stundum og rækta samskipti. Láttu barnið
ekki spila við matarborðið. Reyndu að nota tækifærið til að ræða við barnið um til hvers
það notar spjaldtölvuna og þann mögulega ávinning sem það hefur af notkun hennar (hvað
lærðirðu í skólanum í dag?).
Gættu að tengingum við samfélagsmiðla
Margir leikir eru þess eðlis að þeir eru félagslegir og miðað er við að þeir séu spilaðir við
vini á Facebook eða við aðra leikmenn. Gættu að því við hvern barnið spilar. Í sumum til-
fellum getur verið ráðlegt að loka á tengingar við samfélagsmiðla.
Spilaðu við barnið
Tölvuleikir geta verið ágæt leið til að mynda tengsl við barnið og takast á við sameiginlegar
áskoranir og leysa verkefni í hóp. Notaðu tækifærið til að leika við barnið og nýttu tölvu-
leikinn til að auka og bæta samskiptin í stað þess að það spili ævinlega í einrúmi eða við
aðra leikmenn.
Ráð til foreldra