Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 19
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Eftirmiðdagshressing á huggulegu tehúsi í borginni er fastur liður í lífi Glasgowbúa. Þessa notalegu stund kalla þeir „High Tea“ en þá eru veitingar bornar fram á þriggja hæða kökudisk og að sjálfsögðu te drukkið með veitingunum. Á bakkanum er að finna blöndu af sam- lokum, makkarónum, bollakökum og fleiru girnilegu en meðal skemmtilegra tehúsa til að heimsækja má nefna Cup Tea Lounge og Stewart’s Victorian Tea Rooms. TEHÚSIN Í GLASGOW Skotar eru oft taldir með kátari og almenni- legri þjóðum. Sjálfir fullyrða þeir stundum að þeir séu alltaf hress- ir. Eitt er víst að það er mikil stemning í kring- um Skotana. Þeir eru stoltir af menningu sinni, pilsum, sekkja- pípum og viskífram- leiðslu. Leikarinn Gerald Butler bjó lengi í Glas- gow og ann borginni heitt. HRESS OG KÁT ÞJÓÐ Hvað matargerð varðar þykir Glasgow hafa gjörbreyst allra síðustu árin. Til við- bótar við þjóðlega skoska veitingastaði hafa framúrstefnulegir og öðruvísi veit- ingastaðir bæst við og fjölmarga Michelin- stjörnustaði er að finna þar í borg. Glasg- ow er þannig farið að svipa um margt til London hvað veitingastaði varðar en meðal þeirra vinsælustu er indverski stað- urinn Mother India og Corinthian er án efa sá allra flottasti; til húsa í gamalli bankabyggingu. Fyrir ferðalanga sem vilja detta inn á veitingastað þar sem allt ilmar af skoskum viðarinnréttingum er City Merchant tal- inn besti staðurinn til að prófa skoska slátrið á, hið víðfræga haggis. ÞJÓÐLEGT Í BLAND VIÐ NÝTT Borgin á sér margar ólíkar hliðar. Grasagarðarnir, Glasgow Botanic Gardens, tilheyra til dæmis mjög rólegu svæði borgarinnar sem gott er að næra andann í. Það fer til dæmis vel saman að eyða þar hvíldardegi eftir að hafa hlaupið milli verslana í miðbænum. Mörg skemmtileg kaffihús er einnig að finna í görðunum en þeir eru að hluta til yfirbyggðir og því er ekki síður huggulegt að dvelja þar í rigningarveðri með tebolla og köku. GARÐARÖLT Í Glasgow er ekki endilega samasemmerki milli þess að verja tímanum á góðu hóteli og væns reiknings fyrir gist- ingunni. Eitt þessara skemmtilegu hótela er Citizen M. Nóttin kostar ívið minna en á hefðbundnum hótelum en þó er allt innanstokks sérstaklega fallegt, hvert einasta húsgagn er hannað af stórstjörnum. Herbergið sjálft er lítið en ótrúlega vel skipulagt og margt skemmtilegt sem gleður augað, til dæmis sturta með led-perum þannig að hægt er að fara í sturtu baðaður til dæmis fjólublárri eða heiðgulri birtu. Það voru hollenskir arkitektar sem hönn- uðu hótelið en það sem gerir það ódýrt er að hótelgestir sjá sjálfir um innritun. Annað hótel sem mæla má með sem er þó ekki í alveg sama verðflokki og Citizen M er Malmaison þar sem gamalli kirkju var breytt í sjarmerandi hótel sem Financial Times og hönnunartímaritið Elle Decor hafa tilnefnt eitt skemmtilegasta hótel borgarinnar. SVÖL EN ÓDÝR GISTING Séð yfir borgina sem er skemmtileg blanda af alls konar byggingarstíl. living withstyle erminguna high heels. 60 x 80 cm 995,- TABLET veggklukka. 40 x 30 cm 11.995,- TABLET borðklukka. 15 x 20 cm 8.995,- JET borðlampi. Ýmsir litir. H25 cm 2.995,- RIKKE AXELSEN 60 X 80 CM NÚ9.995 JET H 25 CM 2.995 TABLET 40 X 30 CM 11.995 ILVA Korputorgi, s: 522 4500, www.ILVA.is Opið mán-fös 11-18:30, laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.