Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 G lasgow var lengi vel einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga og upp úr 1985 má segja að borgin hafi slegið í gegn. Margir tengja Glasgow við þann tíma sem annar hver Ís- lendingur, saumaklúbbar, vinahópar, hjón og hjónaleysi voru á leið til Glasgow „að gera góð kaup“. Það er því forvitnilegt að skoða borgina eins og hún er í dag en leið Ís- lendinga liggur í dag út um allar trissur þar sem stóru borgirnar, Lond- on, New York og Kaupmannahöfn hafa tekið við keflinu sem aðaláfanga- staðir Íslendinga. Glasgow er hins vegar enn á sínum stað og ferðamálayfirvöld borgarinnar hafa ákveðið að minna umheiminn á sig og hafa undanfarið staðið fyrir kynningarátaki í borginni. Þess má þó geta að Glasgow er þriðja stærsta verslunarborg Bretlands og hefur aldrei horfið af kortinu sem heiðarleg og ódýr verslunarborg. En Glasgow á vel skilið kynningarátakið því hún hefur gjörbreyst segja ferðalangar sem heimsóttu hana heim fyrir um 15-20 árum. Helstu tímarit og dagblöð heims, Financial Times, heimsþekkt hönnunartímarit, Vogue og fleiri, hafa fjallað um hve vel hún hefur blómstrað; mikill uppgangur er í listum, menningu, hönnun og veitingahúsamenningu. Borgin er að stimpla sig inn sem einn af „svölustu“ áfangastöðum unga fólksins. UPPGANGUR Í VERSLUNARBORGINNI GLASGOW Skosk og alþjóðleg SKOTLAND ER HEILLANDI STAÐUR OG GLASGOW ÞYKIR SJALDAN HAFA VERIÐ SKEMMTILEGRI HEIM AÐ SÆKJA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Sá mikli svipur sem hönnun og arkitektúr set- ur á Glasgow vill stundum gleymast. Því þrátt fyrir að vera stærsta viðskiptaborg Skotlands er Glasgow einnig afar falleg og menningarleg. Borgin hefur þannig verið útnefnd sem borg arkitektúrs í Bretlandi en skoski arkitektinn Charles Rennie Mackintosh á stóran þátt í því að borgin sé talin menningarlegt fyrirbæri. Mackintosh bjó og starfaði í Glasgow þar til hann lést árið 1928 og þykir einn merkasti arkitekt Bretlands. Meðal þekktra húsgagna sem hann hannaði eru stólar sem voru sér- staklega gerðir fyrir tehús þar í borg og þá teiknaði hann eina mögnuðustu byggingu Skot- lands; Listaháskólann í Glasgow. Raunar hefur skólinn, sem sést hér til vinstri, verið kosinn fallegasta bygging alls Bretlands. MAÐUR BORGARINNARListaskólinn í Glasgow sem Charles Rennie Mackintosh hannaði. Allt fyrir fe RÚM 90x200 cm NÚ129.900 SILENCE CLASSIC 101, HÆÐARSTILLANLEGT RÚM - 90X200 CM Dýna í hæðarstillanlegt rúm. 265 stk. 5 svæða pokafjöðrun á hvern fermetra. Dýnan er bólstruð með 25 mm pólýetersvampi. Hæðarstillanlegur rúmbotn. Yfirdýna m/40 mm svampi, 25 mm latex- eða viscos-heilsusvampi fylgir. Fætur seldir sér. Verð 164.600,- NÚ 129.900,- GLOBE hnöttur. Hvítur/silfurlitaður, rauður, blár eða fjólublár. Ø20 cm 9.995,- RIKKE AXELSEN h Verð 17.995,- NÚ 9.9 GLOBE Ø20 cm 9.995 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.