Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Blásið var til indverskrar veislu í Hlíðunum þar sem gert var vel við gesti í mat og drykk »32 BLEIKJAN 2 stk bleikjuflök 50 g sykur 50 g salt Aðferð Bleikjan er beinhreinsuð. Blandað er saman 50 g sykri og 50 g salti. Stráð yfir og undir, látið standa í 20 mín, skolað svo af. Bleikjan er svo bökuð við 160°C í 6 mín. Tekin úr ofninum og roðið tek- ið af. RAUÐKÁL ½ haus rauðkál 1 msk ylliblómaedik 2 msk kaldpressuð repjuolía Aðferð Rauðkálið er skorið fínt í skál, olíu og ediki hellt yfir og blandað saman með skeið, einnig smásalt. SÓSAN 200 ml súrmjólk 5 g fersk piparrót 150 g silungahrogn Aðferð Rifinni piparrót, klípu af salti og sil- ungahrognum blandað saman við súrmjólkina. KARTÖFLUSMÆLKI 500 g rautt kartöflusmælki Kartöflurnar eru skolaðar og soðnar rólega með salti og einum hvítlauks- geira. Tilbúnar þegar linar í gegn. Látnar kólna, skornar í tvennt, brún- aðar á pönnu og saltaðar létt. Þ essi réttur er sumarið í hnotskurn. Nýveiddur fiskur, ferskt salat og auðveld en góð sósa. Þetta er uppáhalds- sumarrétturinn minn. Þessi bleikja er reyndar frá Klaustri en ég kýs mína bleikju úr Mývatni, þó þessi sé reyndar ofsalega góð,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, kokkur á Satt. Ólafur er mikill stangveiðimaður og veiðir hvenær sem hann getur. Veit hvað hann syngur um þessi málefni. „Þetta er mjög auðveldur réttur og fljótlegur líka. Það er fínt að koma upp í veiði- hús og græja þennan rétt einn tveir og þrír. Þetta er alveg eðal- gott eftir góðan veiðidag. Það geta allir eldað þetta, þetta er það auðveldur réttur. Dóttir mín getur gert þetta,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur og Einar eru kokkar á Satt sem er staðsettur á Ice- landair Hótel Reykjavík Natura. Staðurinn er hlýlegur veitinga- staður með opnu eldhúsi. Staðurinn er búinn íslenskum hús- gögnum auk þess sem Drápuhlíðargrjót skipar veglegan sess og rammar inn fallegan arin sem gleður augað. „Eins og Bubbi söng í gamla daga þá er sumarið tíminn. Það á alveg við hjá okkur. Við erum með góðan pall þar sem mikill hita- pollur myndast. Það er fátt betra en að fá sér einn ískaldan þar eftir vinnu og njóta veðurblíðunnar. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í vetur og ég býst við að sumarið verði gríðarlega gott.“ Satt er með lifandi starfsemi allan daginn og býður jafnt hót- elgesti sem innlenda viðskiptavini velkomna í morgunverð, hádegis- verð, kaffi og/eða kvöldverð. „Við erum með mjög flott hádegis- verðarhlaðborð og léttan kvöldverðarseðil. Léttur og þægilegur. Við erum heilsutengdir. Bjóðum upp á íslenskt, ferskt, létt og hollt,“ segir Ólafur hress og kátur að vanda enda var hann að fara í fimm daga vélsleðaferð um hálendið. Morgunblaðið/Rósa Braga Einar og Ólafur Helgi Kristjánsson. Tveir góðir með bleikju í hendi. Morgunblaðið/Rósa Braga ÓLI OG EINAR Á SATT Auðvelt, ferskt og gott KOKKARNIR Á SATT, ÓLAFUR HELGI OG EINAR, VORU EKKI LENGI AÐ HENDA UPP UPPSKRIFT AÐ BLEIKJU. VEIÐITÍMABILIÐ ER HAFIÐ OG SEGIR ÓLAFUR AÐ ÞETTA SÉ FLJÓTLEGT, AUÐVELT EN FYRST OG FREMST GOTT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Bleikjan lítur vel út. Vatnið streymir fram í munninn. Bleikja með sýrðu rauðkáli og kartöflusmælki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.