Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 49
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 ekki síst má finna í bókinni framlag þeirra fjögurra fyrirlesara sem gáfu þátttakendunum svo sannarlega hlutdeild í lífi sínu sínu og lær- dómum hvert á sínu sviði; Önnu Sigríði Páls- dóttur presti, Grétu Matthíasdóttur náms- og starfsráðgjafa, Ólafi Erni Haraldssyni þjóð- garðsverði og Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi. Þær ítreka að bókin sé ekki aðeins fyrir at- vinnulausa og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður þá sem vilja taka skrefið og skipta um starfsvettvang sem og fyrir þá sem eru að ljúka starfsævinni. „Bókin er ætluð öllum atvinnuleitendum í sinni víðustu mynd,“ segir María Björk og Sigríður bætir við að nú sé rétta augnablikið til að gefa hana út. Málefni atvinnuleitenda séu og verði í brennidepli. „Gaman verður að sjá hvernig bókinni verður tekið.“ Eftir því sem þær komast næst hefur þessi bók mikla sérstöðu, ekki síst núna þegar þörfin er mikil og fólk virkilega þarf leiðbein- ingar. „Þessi bók á að vera vinur þinn, skemmtilegur og gagnlegur vinur á kross- götum lífs þíns,“ segir María Björk. Stöllurnar nýta kraft sinn með ýmsum hætti. Um líkt leyti og verkefnið fór af stað byrjaði María Björk að stunda líkamsrækt af meira kappi en áður og hefur gert það fram á þennan dag enda þótt hún hafi eignast eitt barn í millitíðinni. Fljótlega sneri hún sér að kraftlyftingum og í næsta mánuði mun hún keppa á sínu fyrsta móti, 45 ára gömul. „Hver hefði trúað því? Svona getur gerst þegar mað- ur opnar nýjar dyr,“segir hún hlæjandi. Sigríður hefur látið lóðin eiga sig. „Ég dáist að Maríu en geri síður ráð fyrir að feta í fót- spor hennar í lyftingunum. Ég myndi hins vegar vilja enska útgáfu af bókinni okkar, hún á nefnilega erindi víðar. Það yrði mitt kraft- lyftingamót.“ Sigríður Snævarr og María Björk Óskarsdóttir segja aðferðafræðina sem þær hafa beitt á námskeiðunum virka og þess vegna hafi þær skrifað bók. Námskeið á vegum „Nýttu kraftinn“eru fjármögnuð með þátttöku-gjaldi. Í flestum tilvikum fá at- vinnuleitendur stuðning til þátttöku, ýmist að hluta eða öllu leyti, t.d. frá Vinnu- málastofnun, stéttarfélögum, Virk starfs- endurhæfingu eða félagsþjónustu sveitarfé- laganna en að sögn Maríu Bjarkar eru alltaf einhverjir sem greiða sjálfir úr eigin vasa. „Frá upphafi hefur þátttökugjaldið verið í algjöru lágmarki, nú 60.000 kr. á þátttak- anda fyrir allt ferlið. Það er miklu mun lægra en það þyrfti að vera því það stendur í raun ekki undir nema lágmarks rekstr- arkostnaði af starfsemi okkar, þ.e.a.s. út- lögðum kostnaði og lágmarkslaunum fyrir mig en Sigríður hefur frá upphafi gefið alla sína vinnu því starfsemin hefur ekki borið launakostnað tveggja. Það er dýrt að reka fyrirtæki þó það sé svona pínulítið eins og okkar,“ segir María Björk. Hið opinbera hefur ekki styrkt starfsem- ina sem þó mætti gerast því þetta er klárt samfélagsmál og alltaf spurning um úthald einstaklinga sem velja að gefa af sér. „Auð- vitað væri gott að hafa úr meira fé að spila. Það má segja að aðstæður og viðfangsefnið hafi ráðið þátttökugjaldinu í upphafi og erf- itt að breyta því. Atvinnuleitendur hafa eðlilega sjaldnast fjárhagslegt bolmagn til að greiða sjálfir fyrir þátttöku á nám- skeiðum eins mikið og þeir þurfa á því að halda að styrkja sig. Réttur atvinnuleit- enda á stuðningi til þátttöku á námskeiðum er mjög mismunandi og getur verið tak- markaður. Hann hefur í raun farið minnk- andi eftir því sem lengri tími hefur liðið frá hruni.“ Vinna allt hagkvæmt Þess utan liggur mikill tími, vinna og hugs- un á bak við allt starf Maríu Bjarkar og Sigríðar, hvort sem er mótun aðferðafræð- innar í upphafi, stöðug þróun við ný verk- efni sem þær telja að geti gagnast þátttak- endum vel sem og auðvitað undirbúningur og umsjón með hverjum hópi. „Við tókum meðvitaða ákvörðun í upphafi að vinna allt mjög hagkvæmt,við erum ekki með neina yfirbyggingu, enga skrifstofu og höldum öllum rekstrarkostnaði í eins miklu lágmarki og við getum, treystum svo sann- arlega á velvilja margra í starfi okkar í þágu atvinnuleitenda. Við höfum t.a.m. not- ið mikils velvilja hjá fjölmörgum fyr- irtækjum og stofnunum sem hafa vegna málefnisins opnað dyrnar fyrir okkur þegar við erum með samveru og ótal margir ein- staklingar hafa gefið af tíma sínum, ýmist með því að koma og halda erindi til hvatn- ingar þegar við erum með samveru eða tek- ið að sér mentorahlutverk eins og við vorum með í upphafi. Öðruvísi gætum við þetta ekki og við erum öllum afar þakklátar,“ seg- ir María Björk. Gefandi og skemmtilegt Hún segir þær ekki hafa lagt af stað í þenn- an leiðangur með fjárhagslegan ávinning að markmiði heldur hugsunina að vilja leggja lið og sporna við atvinnuleysinu: „Þó það væri ljóst hvað mig persónulega varðar að ég gæti ekki unnið launalaust. Við áttum auðvitað ekki fremur en nokkur annar von á því að atvinnuleysið yrði svona langvinnt og að það yrði þörf fyrir okkur á þessum vett- vangi svona lengi, hvað þá að við myndum skrifa bók sem gæti hjálpað enn fleirum.“ Það sem hefur umfram allt drifið þær áfram allan þennan tíma er það að starfið hefur í öllum skilningi verið einstaklega gefandi og skemmtilegt. „Árangurinn hefur verið einstakur, held ég að mér sé óhætt að segja, en hann mælum við fyrst og fremst í upplifun og atgervi þeirra þátttakenda sem til okkar hafa komið. Það hafa verið hrein forréttindi að kynnast öllu þessu frábæra og duglega fólki og að sjá það blómstra er besta uppskeran okkar.“ Þátttökugjald í algjöru lágmarki – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is ADRIA ACTION 361 PD Eigin þyngd: 740 kg Truma miðstöð. VERÐ 3.890.000 KR. ADRIA ADORA 462 PU Eigin þyngd: 1.040 kg Truma miðstöð. VERÐ 4.300.000 KR. ADRIA ADORA 472 LU Eigin þyngd: 1.075 kg Truma miðstöð. VERÐ 4.350.000 KR. ADRIA ADORA 512 UP Eigin þyngd: 1.145 kg Truma miðstöð. VERÐ 4.490.000 KR. ALLT AÐ 75% FJÁRMÖGNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.