Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013
Matur og drykkir
V
ið hjónin höfum bæði mjög gaman af
eldamennsku og að prófa eitthvað
nýtt,“ segir Vanda Úlfrún Liv Hells-
ing en þau bóndi hennar, Sveinn
Birkir Björnsson, buðu til mikillar matarveislu
á heimili sínu fyrir skemmstu, þar sem Ind-
land var þemað. Matarklúbburinn stendur sam-
an af pörum sem kynntust meðan þau voru
við nám í Lundi í Svíþjóð. Tvö ár eru síðan
Vanda og Birkir sneru heim en þau hafa hald-
ið góðu sambandi við vinina frá Lundi enda
tengjast Íslendingar þar gjarnan einskonar
fjölskylduböndum. Það er gömul saga og ný.
Tilviljun réð því að indverskir réttir voru á
borðum, hjónin hafa ekki sérhæft sig í réttum
frá þeim slóðum. „Við vorum mikið með sushi
í matarboðunum úti í Lundi og langaði að
breyta til. Indverskt þema varð fyrir valinu.
Ég hef gert baunaréttina og tandori-kjúkling-
inn áður en hitt var ég allt að gera í fyrsta
skipti,“ upplýsir Vanda.
Spurð hvaðan innblásturinn komi nefnir
Vanda móður sína, Kristrúnu Jónsdóttur, og
stjúpu, ellegar bónusmóður, eins og hún kallar
hana, Ann-Carlotte Hellsing, matreiðslubækur,
sem hún safnar, og svo auðvitað netið, sem er
óþrjótandi uppspretta upplýsinga. Meðal þess
sem boðið var upp á var áfengur Lassie-
drykkur, það er indverskur jógúrtdrykkur. „Ég
hef prófað hann óáfengan en það var gaman
að prófa hann með vodka líka,“ segir Vanda
en drykkurinn var með mangó- og mintu-
bragði.
Mæltist Lassie-drykkurinn vel fyrir, enda
þótt það hljómi ekkert endilega vel að blanda
saman mjólk og áfengi. Sömu sögu má segja
um annað sem borið var á borð fyrir gesti
þetta kvöld. „Allir voru ánægðir og einn sagði
meira að segja að svona matarveisla sæist
bara í Bollywoodmyndum,“ segir Vanda og
skellir upp úr.
Vanda Úlfrún Liv hefur mikið yndi af eldamennsku.
MATARBOÐ AÐ HÆTTI INDVERJA
Eins og
í Bolly-
woodmynd
HJÓNIN VANDA ÚLFRÚN LIV
HELLSING OG SVEINN BIRKIR BJÖRNS-
SON EFNDU TIL INDVERSKRAR
MATARVEISLU Á HEIMILI SÍNU Á
DÖGUNUM OG GERÐU GESTIRNIR
GÓÐAN RÓM AÐ KRÁSUNUM.
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Með þessu vorum við með
heimagerð nanbrauð með hvít-
lauk, jógúrtsósu (raita), gúrkusalat
með marineruðum rauðlauk og
gulrótarsalat með kryddlegi.
TARKA DHAL
2 tsk ghee
2 skarlottlaukar, sneiddir
2 hvítlauksrif, kramin
1 tsk ferskur engifer, rifinn
½ tsk salt
25 gr rauðar linsur
1 tsk tómatpúrra
600 ml vatn
1 dós skrældir tómatar
2 msk sítrónusafi
4 msk ferskur kóríander,
hakkaður
½ tsk garam masala
½ tsk chiliduft
MANGO CHUTNEY
1 kg mango skorið í teninga
4 msk salt
6 dl vatn
5 dl sykur
41/2 dl edik
2 tsk engifer, fínhakkaður
2 hvítlauksrif, pressuð
2 tsk chiliduft
2 stk kanilstangir
11/2 dl rúsínur
100 gr steinlausar döðlur
Aðferð:
Leggið mangóteningana í stóra
skál. Bætið við vatni og salti og
látið standa yfir nótt. Hellið vökv-
anum af. Setjið sykur og edik í
pott og leyfið suðunni að koma
upp við vægan hita á meðan hrært
er. Bætið mangóbitunum út í
pottinn með edikblöndunni. Bæt-
ið síðan engifer, hvítlauk, chili-
dufti, kanilstöngum, rúsínum og
döðlum út í pottinn. Leyfið suð-
unni að koma upp. Leyfið að
sjóða á vægum hita í um það bil
klukkutíma og hrærið í af og til.
Slökkvið á hitanum og leyfið
blöndunni að kólna. Takið síðan
kanilstangirnar úr og hendið.
Gott er að leyfa blöndunni að
standa í smástund í ísskáp.
LAMBAKJÖT Í SPÍNAT
Olía til steikingar
2 laukar sneiddir
¼ búnt ferskur kóríander
3 grænir ferskir chili, hakk-
aðir
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk chiliduft
½ tsk túrmerik
450 gr lambakjöt skorið í ten-
inga
1 tsk salt
600 gr spínat, hakkað
7dl vatn
Til skrauts:
Ferskur rauður chili, fínhakk-
aður
Aðferð:
Setjið vel af olíu í stóran pott
og brúnið laukinn þar til hann hef-
Matseðill í indverskri matarveislu