Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Matur og drykkir V ið hjónin höfum bæði mjög gaman af eldamennsku og að prófa eitthvað nýtt,“ segir Vanda Úlfrún Liv Hells- ing en þau bóndi hennar, Sveinn Birkir Björnsson, buðu til mikillar matarveislu á heimili sínu fyrir skemmstu, þar sem Ind- land var þemað. Matarklúbburinn stendur sam- an af pörum sem kynntust meðan þau voru við nám í Lundi í Svíþjóð. Tvö ár eru síðan Vanda og Birkir sneru heim en þau hafa hald- ið góðu sambandi við vinina frá Lundi enda tengjast Íslendingar þar gjarnan einskonar fjölskylduböndum. Það er gömul saga og ný. Tilviljun réð því að indverskir réttir voru á borðum, hjónin hafa ekki sérhæft sig í réttum frá þeim slóðum. „Við vorum mikið með sushi í matarboðunum úti í Lundi og langaði að breyta til. Indverskt þema varð fyrir valinu. Ég hef gert baunaréttina og tandori-kjúkling- inn áður en hitt var ég allt að gera í fyrsta skipti,“ upplýsir Vanda. Spurð hvaðan innblásturinn komi nefnir Vanda móður sína, Kristrúnu Jónsdóttur, og stjúpu, ellegar bónusmóður, eins og hún kallar hana, Ann-Carlotte Hellsing, matreiðslubækur, sem hún safnar, og svo auðvitað netið, sem er óþrjótandi uppspretta upplýsinga. Meðal þess sem boðið var upp á var áfengur Lassie- drykkur, það er indverskur jógúrtdrykkur. „Ég hef prófað hann óáfengan en það var gaman að prófa hann með vodka líka,“ segir Vanda en drykkurinn var með mangó- og mintu- bragði. Mæltist Lassie-drykkurinn vel fyrir, enda þótt það hljómi ekkert endilega vel að blanda saman mjólk og áfengi. Sömu sögu má segja um annað sem borið var á borð fyrir gesti þetta kvöld. „Allir voru ánægðir og einn sagði meira að segja að svona matarveisla sæist bara í Bollywoodmyndum,“ segir Vanda og skellir upp úr. Vanda Úlfrún Liv hefur mikið yndi af eldamennsku. MATARBOÐ AÐ HÆTTI INDVERJA Eins og í Bolly- woodmynd HJÓNIN VANDA ÚLFRÚN LIV HELLSING OG SVEINN BIRKIR BJÖRNS- SON EFNDU TIL INDVERSKRAR MATARVEISLU Á HEIMILI SÍNU Á DÖGUNUM OG GERÐU GESTIRNIR GÓÐAN RÓM AÐ KRÁSUNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Með þessu vorum við með heimagerð nanbrauð með hvít- lauk, jógúrtsósu (raita), gúrkusalat með marineruðum rauðlauk og gulrótarsalat með kryddlegi. TARKA DHAL 2 tsk ghee 2 skarlottlaukar, sneiddir 2 hvítlauksrif, kramin 1 tsk ferskur engifer, rifinn ½ tsk salt 25 gr rauðar linsur 1 tsk tómatpúrra 600 ml vatn 1 dós skrældir tómatar 2 msk sítrónusafi 4 msk ferskur kóríander, hakkaður ½ tsk garam masala ½ tsk chiliduft MANGO CHUTNEY 1 kg mango skorið í teninga 4 msk salt 6 dl vatn 5 dl sykur 41/2 dl edik 2 tsk engifer, fínhakkaður 2 hvítlauksrif, pressuð 2 tsk chiliduft 2 stk kanilstangir 11/2 dl rúsínur 100 gr steinlausar döðlur Aðferð: Leggið mangóteningana í stóra skál. Bætið við vatni og salti og látið standa yfir nótt. Hellið vökv- anum af. Setjið sykur og edik í pott og leyfið suðunni að koma upp við vægan hita á meðan hrært er. Bætið mangóbitunum út í pottinn með edikblöndunni. Bæt- ið síðan engifer, hvítlauk, chili- dufti, kanilstöngum, rúsínum og döðlum út í pottinn. Leyfið suð- unni að koma upp. Leyfið að sjóða á vægum hita í um það bil klukkutíma og hrærið í af og til. Slökkvið á hitanum og leyfið blöndunni að kólna. Takið síðan kanilstangirnar úr og hendið. Gott er að leyfa blöndunni að standa í smástund í ísskáp. LAMBAKJÖT Í SPÍNAT Olía til steikingar 2 laukar sneiddir ¼ búnt ferskur kóríander 3 grænir ferskir chili, hakk- aðir 2 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk chiliduft ½ tsk túrmerik 450 gr lambakjöt skorið í ten- inga 1 tsk salt 600 gr spínat, hakkað 7dl vatn Til skrauts: Ferskur rauður chili, fínhakk- aður Aðferð: Setjið vel af olíu í stóran pott og brúnið laukinn þar til hann hef- Matseðill í indverskri matarveislu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.