Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 37
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Þ egar tónlistin er öll komin í símann, nú eða spjaldtölvuna, er eiginlega bara hægt að hlusta á hana í heyrnartólum; hljómur tónlist- ar í örsmáum hátölurum í farsímum og / eða spjaldtölvum er vægast sagt afleitur eins og þeir þekkja sem eiga slík tæki. Víst er hægt að tengja tæknin við hátalara með snúrum, en ólíkt þægilegra og meðfærilegra að nota þráðlausa tækni eins og Bluetooth. Ýmsir hátalarar eru til með innbyggða magnara sem bjóða upp á Bluetooth-tengingu og Disco 2 frá franska fyrirtækinu Supertooth hér tekinn sem dæmi. Það fer ekki mikið fyrir honum, 18 cm á hæð, 10 cm þar sem hann er breiðastur og 7 cm þar sem hann er þykkastur. Hann er líka léttur og meðfærilegur, rúm 550 grömm að þyngd. Ofan á hátalaranum eru stjórn- tæki til að kveikja og slökkva, hækka og lækka og líka til að spila eða stoppa og svo stökkva á milli laga, því hann getur tekið völdin af símanum / spjaldtölvunni ef vill. Í fætinum er svo hleðslurafhlaða, sem dugir býsna vel, en framleiðandi heldur því fram að hún endist um 500 tíma í bið, tíu tíma á meðalstyrk og þrjá til fjóra tíma ef allt er keyrt í botni. Disco 2 hátalarinn er með Bluetooth 4 stuðning, en það er líka hægt að tengja hann beint við hljóðkerfi með snúru ef vill. Hægt er að setja inn tengistillingar fyrir allt að átta tæki í senn, en eðlilega kemst bara eitt tæki að í einu. Straumtengi er 12 V tengi, en ekki micro-USB eins og flestir símar nota, og því þarf að láta straumbreytinn fylgja ef lagt er upp í langa ferð. Á vefsetri Supertooth kemur fram að Bluetooth- drægni sé tíu metrar, en hann dugir nokkuð betur en það þó það fari vitanlega eftir byggingarefnum og veggjaþykkt. Það gefur augaleið að svo nettur hátalari muni aldr- ei skila sama bassabotni og fullvaxinn viðarkassi, en lykilatriði með Disco 2 er að græjan er meðfærileg, hentar vel til að láta standa á borði, til að mynda til hliðar við spjaldtölvu þegar vídeó er í gangi, eða til að margfalda hljómgæði farsímans. Það er góður kraftur í honum, 16 vött, og botninn prýðilegur, hljómar tærir, en háir tónar hvellir. ÞRÁÐLAUS HLJÓMUR Meðfærilegur kraftur HLJÓMUR TÓNLISTAR Í ÖRSMÁUM HÁTÖLURUM Í FARSÍMUM OG / EÐA SPJALDTÖLVUM ER VÆGAST SAGT AFLEITUR. ÞÁ MÁ GRÍPA TIL BLUETOOTH-HÁTALARA FRÁ SUPERTTOTH. Hægt er að fá Supertooth Disco 2 hátalarann í ýmsum litum, svartan, bleikan, rauðan, bláan og grænan, en lit- urinn er á tauklæðningu sem er utan um hátalarann. Botninn á honum er alltaf svartur. Á netinu má finna ógrynni afpersónulegum upplýs-ingum. Til dæmis lélegarmyndir, illa ígrunduð til- svör í kommentakerfum og mis- heppnaðar bloggfærslur. Stórblaðið The Guardian birti nýverið nokkur ráð um hvernig hægt er að eyða net- draugum fortíðarinnar. 1. Ef þú ert með fésbókaraðgang stilltu hann þá þannig að hann sé ekki opinn almenningi. 2. Skoðaðu myndirnar þínar á fés- bókinni og afmerktu þig af þeim sem þú vilt ekki að sjáist. 3. Ef þú ert með blogg hjá Google sem þú vilt eyða, lokaðu þá Google- prófílnum þínum. Allar bloggfærslur og athugasemdir frá þér eyðast þá sjálfkrafa. 4. Ef þú hefur verið með Tumblr eða Wordpress blogg, eyddu því þá líka. 5. Athugaðu hvort þú getur eytt at- hugasemdum þínum við spjallþræði á netinu. Ef þú getur ekki eytt þeim sjálf(ur), athugaðu þá hvort stjórn- endur síðunnar geti gert það fyrir þig. 6. Fjarlægðu allar myndir sem þú hefur sett inn á síður eins og Flickr eða Fésbók. Leitaðu að myndum á Google og reyndu að eyða þeim út líka. 7. Sláðu nafnið þitt inn í leitarvélar og sjáðu hvað þú finnur. 8. Allt sem þú hefur skrifað eða sett inn á netið (fyrir utan Fésbók) gæti setið fast inni á Internet Archive, en það er síða sem sækir reglulega upplýsingar af netinu og geymir þær. 9. Þrátt fyrir að þú hafir eytt öllu sem þú fannst um þig í leitarvél- unum þá er hægt að finna upplýs- ingar með því að slá inn önnur leit- arorð en nafnið þitt. Einnig geta komið upp myndir þar sem þín er getið í myndatexta þrátt fyrir að þú sért ekki merkt(ur) á sjálfri mynd- inni. 10. Ef þú vilt vera mjög var/vör um þig skaltu ekki nota leitarvélina Go- ogle en hún geymir alla þína leitar- sögu. Það er þó enginn hægðarleikur að eyða öllum upplýsingum um sjálfa(n) sig af netinu og litlar líkur á að nokkrum hafi tekist það. Að minnsta kosti eru engar upplýsingar til um það á netinu. kbj3@hi.is NOKKRAR LEIÐIR TIL AÐ ÞURRKA ÚT RAFRÆNA SÖGU ÞÍNA Á NETINU Viltu eyða upplýsingum? Það getur verið hægara sagt en gert að eyða upplýsingum um sjálfa(n) sig á inter- netinu. Fésbókin, gamlar bloggsíður og fleira geyma ógrynni persónuupplýsinga. Morgunblaðið/Ernir Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Verð frá:59.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.