Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaVanskil milli ára aukast hjá fólki á fertugsaldri en dragast saman hjá þeim sem eru á sextugsaldri Linda Björk Hilmarsdóttir er framkvæmdastjóri heilsurækt- arinnar HRESS. Hún býr í Hafn- arfirði ásamt eiginmanni sínum, tveimur dætrum og kettinum Snuðru sem kölluð er Snati. Linda þykir einstakur orkubolti og er alltaf á ferðinni. Hvað áttu alltaf til í ísskápn- um? Undanrennu, egg, smjörva, ost og grænmeti. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Við verslum fyrir um 20.000 kr. í mat á viku og um 3.000- 5.000 kr. í hreinlætisvörur. Hvar er helst keypt inn? Í Fjarðarkaupum. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Hrein og tær ósprautuð kjöt- vara, allskonar hnetur, framandi ávextir og fallegt grænmeti. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Með því að nýta vel afganga og allt það hráefni sem ég kaupi inn. Ég er orðin mjög hugmyndarík með að gera nýja rétti úr afgöng- um, gömlu grænmeti og ávöxt- um. Hvað vantar helst á heimilið? Dætur mínar segja að það sé oft ekkert gott til en ég mundi segja stærri ísskáp og frysti í eld- húsið. Eyðir þú í sparnað? Já, það gerum við. Maðurinn minn er mjög klár að fara með peninga. Við berum mikla virð- ingu fyrir þeim og gætum vel að okkur þegar kemur að eyðslu og sparnaði. Dætur mínar eiga sem dæmi ágæta sjóði þar sem þær fá oftast peninga í afmælis- og jóla- gjafir sem flestallir hafa verið lagðir fyrir síðan þær fæddust Skotheld sparnaðarráð  Að vera ekki með yfirdrátt  Vera með síhringikort svo ekki verði farið yfir á reikningnum  Að nýta vel það sem keypt er inn til heimilisins  Kaupa á útsölum það sem vantar  Fá aldrei stöðumælasektir  Vera skipulagður og hafa góða yfirsýn yfir heimilisbókhaldið. Við erum einnig með sameig- inlegt átak fjölskyldan sem kallað er „Sparað til að fara“, þar erum við saman í liði um að slökkva ljós, safna tómum flöskum, selj- um hluti sem við erum hætt að nota o.s.frv. Peningarnir sem safnast þannig eru notaðir til að fara í skemmtileg ferðalög saman. NEYTANDI VIKUNNAR LINDA BJÖRK HILMARSDÓTTIR Orðin góð í að gera nýja rétti úr afgöngum * Rifinn ostur er mikið notaðurí matseld og kílóverðið af honum er talsvert hátt. Því er tilvalið að kaupa ost í stykkjum sem rifinn er niður á rifjárni – ekki of smátt samt. Osturinn er síðan settur í loftþétt box og síðan skellt í fryst- inn. Þá eigið þið alltaf rifinn há- gæðaost við hendina. * Margir nota moppu með ein-nota klútum til að sópa en klút- arnir eru ekki ókeypis. Sniðugt er að sauma klúta úr góðu efni og þvo eftir notkun. Umhverfisvænt og ódýrt auk þess að hægt er að hafa klútinn úr þykku eða þunnu efni eftir því sem við á. * Hafragrautur er tilvalinnmorgunmatur og einnig ódýr. Mörg börn eru hrifin af morgunkorni sem er mjög dýrt og með marga maga að metta þá getur morgun- maturinn verið dýr máltíð. Bjóðið uppá hafragraut virka daga og morgunkorn um helgar og sparið. Ef illa gengur að koma börnunum á bragðið, prófið að bragðbæta með kanil, rúsínum eða ávaxtabitum. Klikkar ekki. púkinn Aura- Sparað í eldhúsinu A lmennt séð má segja að íslenskum heimilum sem eiga í fjárhagsvanda hafi fækkað frá árinu 2011. Þetta kemur fram í Lífskjararann- sókn Hagstofu Íslands 2012 sem hermt er af í Hagtíðindum sem komu út fyrir helgi. Vanskil hús- næðislána eða leigu standa þó í stað. Á meðfylgjandi töflu má sjá að á sama tíma og vanskil húsnæðislána/ leigu í aldurshópnum 50 til 59 ára lækkuðu nokkuð milli ára stóðu þau svo að segja í stað hjá aldurs- hópnum 30 til 39 ára. Heldur seig meira að segja á ógæfuhliðina frá fyrra ári. Steinn Kári Steinsson, umsjónar- maður Hagtíðinda, hefur ekki skýr- ingu á þessu en bendir á að fólk á fertugsaldri eigi almennt í mestum erfiðleikum með afborganir af hús- næðislánum eftir hrun. „Þetta fólk kom á slæmum tíma inn á húsnæð- ismarkaðinn og virðist vera að súpa seyðið af því. Þetta á raunar við um flestar breytur sem við skoðuðum,“ segir hann. Eiga auðveldara með að ná endum saman Hafa ber í huga að hlutfall þeirra sem lent hafa í vanskilum með hús- næðislán eða leigu eða önnur lán er af öllum heimilum en ekki bara þeim sem eru með lán eða borga leigu. Heimilin eiga auðveldara með að ná endum saman og takast á við óvænt útgjöld árið 2012 en árið 2011. Á árunum 2010 til 2012 voru um það bil 10% heimila í vanskilum með húsnæðislán eða leigu á síð- ustu 12 mánuðum en 7% árið 2009 og 5,5% árið 2008. Svarendur rúm- lega 27% heimila töldu húsnæð- iskostnað þunga byrði árið 2012 og er það nokkur lækkun frá fyrra ári þegar hlutfallið var tæp 32%. Þegar fjárhagsstaða heimilanna er greind eftir heimilisgerð kemur í ljós að einstæðir foreldrar eiga í mestum fjárhagslegum erfiðleikum. Í þessum hópi voru 21,5% heimila í vanskilum með húsnæðislán eða leigu og 22,3% í vanskilum með önnur lán. Af heimilum einstæðra foreldra telja tæp 40% húsnæðiskostnað vera þunga fjárhagslega byrði og tæp 23% segja það sama um af- borganir annarra lána en húsnæð- islána. Óvænt útgjöld erfið Mikill meirihluti einstæðra foreldra á erfitt með að ná endum saman eða 73,4% og rúm 68% einstæðra foreldra gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 157 þúsund krónur. Barnlaus heimili með fleiri en einn fullorðinn lenda síður en önnur heimili í vanskilum með húsnæðis- lán og önnur lán. Slík heimili hafa meira fjárhagslegt svigrúm en önn- ur heimili en 23,4% þeirra gátu ekki brugðist við óvæntum út- gjöldum og rúm 35% áttu erfitt með að ná endum saman. FJÁRHAGSVANDI HEIMILANNA Heimilum í vanda fækkar en vanskil standa í stað LÍFSKJARARANNSÓKN HAGSTOFUNNAR LEIÐIR Í LJÓS AÐ HEIMILUM Í FJÁRHAGSVANDA FÆKKAÐI FRÁ 2011 TIL 2012 EN VANSKIL HÚSNÆÐISLÁNA OG LEIGU STANDA ÞÓ Í STAÐ. FÓLK Á FERTUGSALDRI Á SEM FYRR Í MESTUM ERFIÐLEIKUM. Svarendur rúmlega 27% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði árið 2012 og er það nokkur lækkun frá fyrra ári þegar hlutfallið var tæp 32%. Morgunblaðið/Ómar Vanskil húsnæðislána/leigu lána meðal ólíkra aldurshópa Öryggisbil (95%) 2012: 30-39 ára ±3,0, 50-59 ±3,1, 70 ára og eldri ±1,4. 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 30-39 ára 50-59 ára 70 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.