Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
Fallegir toppar
peysur og bolir fyrir
konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXL
Einnig eigum við alltaf
vinsælu velúrgallana
Stærðir S-XXXL
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Ný sending
Hinn öflugi lögmaður, SigurðurG. Guðjónsson, sagði frá því í
umræðuþætti Ríkissjónvarpsins að
hann hefði verið félagi í Samfylk-
ingunni frá stofnun flokksins.
Í framhaldi af þvísagðist hann
hafa kosið Samfylk-
inguna í síðustu
kosningum.
Tók Sigurðursérstaklega fram, án þess að
hafa verið um það spurður, að
hann skammaðist sín ekkert fyrir
það að hafa varið atkvæði sínu með
þessum hætti.
Sú yfirlýsing varð skiljanlegriþegar frá leið. Því hinn ágæti
lögmaður var ekkert að skafa utan
af því þegar hann fjallaði um fram-
göngu flokksins síns á síðasta kjör-
tímabili.
Nefndi hann, auk margs annars,sérstaklega meinlokuna um
að stjórnarskrá lýðveldisins hefði
haft eitthvað með „hrunið“ að
gera. Enda hefði sú stjórnskipun
sem skráin sú segir fyrir um haldið
algjörlega í þeim hamförum sem
urðu, sem var ekki sjálfgefið.
Hann furðaði sig einnig á sí-felldum árásum á sjávar-
útveginn sem reynst hefði ein
styrkasta stoðin á meðan þjóðin
var að ná vopnum sínum á ný.
En myndin sem lögmaðurinndró upp af fráfarandi for-
sætisráðherra var minnisstæðust.
Jóhanna hafi verið með öllu ófær
um að tala að gagni við nokkurn
mann nær sem fjær og vissi sjaldn-
ast mikið um hvað væri að gerast í
kringum hana. Þessi lýsing hljóm-
aði næstum því óþægilega trú-
verðug.
Sigurður G.
Guðjónsson
Lögmaður lýsir
ástandi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 léttskýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri 4 alskýjað
Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað
Vestmannaeyjar -15 skýstrókar
Nuuk -3 snjóél
Þórshöfn 9 léttskýjað
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 20 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 20 skýjað
Moskva 12 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 14 alskýjað
Chicago 17 alskýjað
Orlando 20 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:38 22:12
ÍSAFJÖRÐUR 4:24 22:36
SIGLUFJÖRÐUR 4:06 22:19
DJÚPIVOGUR 4:03 21:46
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það er verið að skoða þessi mál inn-
an Orkuveitu Reykjavíkur. Vonandi
verða málin farin að skýrast á næsta
stjórnarfundi Orkuveitunnar 17. maí
næstkomandi,“ segir Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, um hugmyndir fyrir-
tækisins Carbon Recycling
International um að vinna verðmæti
úr koldíoxíðs- og brennisteins-
vetnismengun frá Hellisheiði.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
sl. föstudag hafa forsvarsmenn Car-
bon Recycling hugmyndir um að
reisa verksmiðju sem ynni metanól
úr koldíoxíði og brennisteinssýru úr
brennissteinsvetni frá útblæstri
virkjunarinnar á Hellisheiði. Hljóðar
kostnaðaráætlun upp á 6-7 milljarða.
Afgreiðslu tillögunnar frestað
Kjartan er stjórnarmaður í OR og
flutti á þeim vettvangi tillögu 15.
febrúar síðastliðinn um að kannað
yrði hvort flötur væri á samstarfi
milli Carbon Recycling og OR um
förgun mengunar á Hellisheiði með
því að endurvinna
úr henni afurðir.
Að sögn Kjart-
ans var afgreiðslu
tillögunnar frest-
að að ósk meiri-
hlutans, en dregið
hafi til tíðinda á
stjórnarfundi 5.
apríl þegar sam-
þykkt var að
skoða málið ræki-
lega. Felur sú skoðun í sér að kostn-
aður við hugmyndir CRI verður bor-
inn saman við kostnað við aðrar
leiðir, þ.m.t. niðurdælingu koldíoxíðs
og brennisteinsvetnis í jarðlög til
förgunar.
Verkefni sem þurfi að leysa
Brennisteinsvetnismengun frá
Hellisheiðarvirkjun hefur verið
nokkuð til umræðu en hert ákvæði
um styrk efnisins í andrúmslofti taka
að óbreyttu gildi 1. júlí 2014. Kallar
það á auknar mengunarvarnir.
Kjartan segir brýnt að draga úr
menguninni. „Það segir sig sjálft að
þetta er verkefni sem við þurfum að
takast á við og leysa.“
OR kanni fýsileika verksmiðju á Hellisheiði
Kjartan
Magnússon
Hæstu greiðslur ríkisins til stjórn-
málasamtaka á nýliðnu kjörtímabili
runnu til Samfylkingarinnar, alls
375 milljónir kr. Ríkið greiddi alls
1.224 milljónir kr. til stjórnmála-
samtaka á árunum 2010 til 2013,
samkvæmt samantekt fjármála- og
efnahagsráðuneytisins.
Ríkið greiðir styrki til stjórn-
málasamtaka, samkvæmt ákvörðun
Alþingis hverju sinni. Á þessu kjör-
tímabili hefur verið varið 290 til 334
milljónum til þess á ári. Fjár-
framlagið skiptist á milli flokka sem
fengið hafa kosna menn á þing eða
náð 2,5% atkvæða og skiptingin er
hlutfallsleg eftir atkvæðamagni.
Sjálfstæðisflokkur fékk næst-
hæstu greiðslurnar, alls 298 millj-
ónir á fjórum árum, Vinstrihreyf-
ingin - grænt framboð 273 milljónir,
Framsóknarflokkur 186 millj. og
Borgarahreyfingin 91 milljón.
Til viðbótar þessum greiðslum
kemur árlegt framlag til þing-
flokka. Þá er stjórnmálasamtökum
sem bjóða fram í öllum kjördæmum
nú heimilt að sækja um fjárstyrk úr
ríkissjóði til að mæta útlögðum
kostnaði við kosningabaráttu.
Morgunblaðið/Ómar
Samfylkingin fékk
375 milljónir kr.