Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 11
Ljósmynd/Finnbogi Marinósson Skóflóð Örvar segir hlaupa- skóna leynast víða, meðal ann- ars hafi hann lengi vel haft tvö pör í vinnunni. Er hjólið passlegt og öruggt fyrir þig og barnið þitt? Dr. Bæk kemur á vorhátíðir og á vinnustaði og ástandsskoðar hjól. Hann fyllir í ástandsvottorð sem er að hluta byggt á reynslu hjólreiðamanna og að hluta á umferðarlögum. Hér er listi sem hann styðst við fyrir sjálfsskoðun hjólreiðamanna. Athugið að huga að þessum atriðummánaðarlega fyrir utan atriði 5 og 7 sem þarf að huga að daglega þegar hjólið er notað. 1Þegar setið er í hnakknum á að verahægt að snerta jörðina með tánum á báðum fótum. 2Hnakkurinn á að vera í þægilegri hæðog hnakkpípa má ekki vera meira útdregin en að öryggismerki á pípunni. Hann á að vera fastur og allar rær fullhertar. 3Sprungur í stelli og gaffli geta veriðhættulegar. Ef sprungur finnast má ekki nota hjólið. Mikið ryð í stelli er ekki gott. 4Oftast er stýri í sömu hæð oghnakkur hjá börnum eða aðeins hærra. Stýrispípa má ekki vera meira útdregin en að öryggismerki á pípunni. Stýri á að vera fast í þannig að gaffallinn hreyfist með stýrinu. 5Bremsur þarf að athuga í hvert sinnsem hjólið er notað. Standið við hjólið, grípið fast um handfang frambremsu og reynið að ýta hjólinu áfram. Ef fram- hjólið snýst eru frambremsur ekki í lagi. Endurtakið einsmeð afturbremsu. Þegar setið er á hnakknum þarf að vera hægt að beita bremsunum og halda um handföng á stýri á samtímis. Lítið á bremsuklossa. Þeir eiga að snerta bremsuflöt á gjörð áður en handföng hafa verið toguð inn að 1/3. Ef bremsu-klossar eru slitnir þarf að skipta um.Bremsuvír á að vera óslitinn og hreyfast í kápu. 6Lyftið og snúið hjólum öðru í einu.Hjólin eiga að snúast hindrunarlaust án þess að nuddast við gaffla eða brems- ur. Hlaup í hjólum til hliðanna og upp og niður á að vera lítið, <5mm. Athugið í hverri ferð hvort rær og/eða snerilrær sem halda hjólunum eru fullhertar. Teinar eiga að vera heilir og allir til staðar. 7Dekk eiga að hafa réttan loftþrýsting.Athugið þrýsting með því að þrýsta á hliðar dekkjanna áður en hjólað er. Ef þau gefa mikið eftir þarf að pumpa í (loft- þrýstingur merktur á dekkjum, algengt að standi INFLATE TO 40-65 (loftpund) – börn þurfa minni þrýsting). Skoðið slit í dekkjum, dekk mega ekki vera slitin niður fyrir slitflöt gúmmísins. 8Keðjur þarf að smyrja eftir þörfum,t.d. mánaðarlega og gott að þurrka af keðjunni þegar búið er að smyrja. Ryðgaðar keðjur auka slit og gera það erfiðara að hjóla. Keðja má ekki vera of laus á hjólum án keðjustrekkjara. Athugið hana með því að lyfta neðri hluta hennar, ef hún lyftist ummeira en 2 cm gæti hún verið of laus. Hjól með keðjustrekkjara strekkja keðju sjálfkrafa. 9Pedalar eiga að vera heilir og snúastóhindrað, glitaugu/endurskinsmerki eiga að vera á báðum hliðum á pedölum. 10Gírskipting þarf að virka eðlilegaog vera rétt stillt og hrein. Vírar eiga að vera heilir. 11Lögbundið er að reiðhjól séu meðhvítt endurskin að framan og rautt að aftan, bjöllu, keðjuhlíf, teinaglit í teinum, glitaugu í pedölum og lás. Börn yngri en 15 ára eiga að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. 12Þegar hjólað er í myrkri á að verameð ljós að framan með hvítu eða gulu ljósi, og ljós að aftan með rauðu ljósi, með nægjanlegri birtu. Athuga skal ljósin áður en hjólað er. Ef ljós er ekki nógu skært þarf að skipta um rafhlöður eða laga/endurnýja ljós. Ljósin þurfa að vera föst. 1 2 3 4 5 5 6 6 7 7 8 9 10 11 1211 12 kominn í það far þá finnst manni það vera það eina sem virkar. Mað- ur þarf oft að brjóta það upp að bíllinn sé eini ferðamátinn sem til er og svona átak er alveg tilvalið til þess. Margir sjá þá hvað þetta er í rauninni auðvelt. Líka ef þetta fer í gegnum veskið hjá fólkinu og það finnur virkilega að það er að spara þá ýtir það undir að fólk haldi þessu áfram.“ Kílómetrayfirlit nauðsynlegt til að hafa yfirsýn Óli Þór heldur úti bókhaldi um hversu mikið hann hjólar á ári og segir hann það eitthvað sem hjóla- menn verði að gera til að hafa yf- irsýn yfir slit. „Það eru alltaf ákveðnir hlutir á hjólinu sem slitna hraðar en aðrir og maður verður að fylgjast með svo maður viti hvenær maður á til dæmis að skipta um keðju. Út frá þessu veit ég að ég hjóla rúmlega 4.000 kílómetra á ári bara í vinnuna og maður getur rétt ímyndað sér hvað þetta kostar ef maður keyrir þetta á bíl. Það er einstaka sinnum sem dagar detta út en þá tek ég bara strætó í staðinn og örsjaldan keyrir maður. Það kom mér í rauninni sjálfum á óvart hvað þetta var langt sem ég var að hjóla.“ Morgunblaðið/RAX Enn að Þessi mynd var tekin af Óla fyrir átta árum síðan þegar það þótti eftirtektarvert að hann hjólaði til vinnu í Keldnaholti úr miðbænum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Í niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir liðsstjóra Hjólað í vinnuna árið 2011 kom í ljós að 75% þátt- takenda sögðu að þátttaka í verk- efninu hefði hvatt þá til þess að nýtt sér virkan ferðamáta fyrir þátttöku í Hjólað í vinnuna voru far- in að ganga eða hjóla einu til fjór- um sinnum í viku fimm mánuðum eftir þátttöku í verkefninu. nota virkan ferðamáta oftar í og úr vinnu. Um 50% þátttakenda not- uðu virkan ferðamáta alltaf þá 15 daga sem átakið stóð yfir í maí 2011. 34% þeirra sem höfðu aldrei Átak sem hefur áhrif til framtíðar NIÐURSTÖÐUR ÚR KÖNNUN SEM LÖGÐ VAR FYRIR LIÐSSTJÓRA HJÓLAÐ Í VINNUNA 2011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.