Morgunblaðið - 07.05.2013, Page 16
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við erum enn að tapa. Á því leikur
enginn vafi. Olíuiðnaðurinn er rík-
asti og valdamesti iðnaður sögunnar
og hann hefur haft nægan auð og
völd til að hindra alvöru breytingar.
Nú erum við loksins – og það kann
að vera um seinan – að byggja upp
hreyfingu í þeirri trú að auðurinn
láti undan krafti fjöldans,“ segir Bill
McKibben, stofnandi hreyfingarinn-
ar 350.org, um baráttu sína fyrir
aðgerðum í loftslagsmálum.
„Fyrir bandarísku þingkosning-
arnar í fyrra gaf olíurisinn Chevron
stærsta kosningaframlag sögunnar.
Því var ætlað að tryggja að fulltrúa-
deildin myndi vera í stjórn fólks sem
myndi ekki gera neitt í loftslagsmál-
um. Það tókst. Ekkert mun því ger-
ast næstu tvö árin. Áður en ég byrj-
aði að starfa í sjálfboðavinnu fyrir
þennan málstað gerði ég mér ekki
grein fyrir því hversu mikil áhrif
hagsmunaverðir hafa í Washington.
Stjórn Baracks Obama forseta
hefur sýnt að hún er betri en ríkis-
stjórn George W. Bush. En það er
ekki mikið afrek. Stjórn Obamas er
ekki að veita þá forystu sem við þurf-
um og það er ein af ástæðunum fyrir
því að við leggjum hart að okkur í
Bandaríkjunum,“ segir McKibben
sem hélt meðal annars fyrirlestur í
Háskólabíói í stuttri heimsókn sinni
til landsins um síðustu helgi.
Mótmæli um heim allan
McKibben stofnaði hreyfinguna
350.org árið 2007 og skipulagði sama
ár mótmæli á um 2.000 stöðum vítt
og breitt um Bandaríkin. Dregur
hreyfingin nafn af því markmiði að
magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu
verði ekki meira en 350 milljónustu
hlutar en það er nú 400 millj. hlutar.
Tveim árum síðar, 24. október 2009,
varð hreyfingin alþjóðleg með mót-
mælum á 5.200 stöðum í 181 þjóðríki.
Var tilefnið að reyna að hafa áhrif á
loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn sama ár.
McKibben segir ráðstefnuna í
Kaupmannahöfn hafa brugðist.
„Ráðstefnan var misheppnuð og
hún var fíaskó. Næsta prófið verður í
París árið 2015. Þá munum við sjá
hvort ríkisstjórnir heims hafa náð
árangri síðan í Kaupmannahöfn. Út-
litið nú er dökkt, einkum vegna þess
að svo lítill árangur hefur náðst í
Bandaríkjunum,“ segir McKibben
og vísar til þess að næsta loftslags-
ráðstefna SÞ fer fram í frönsku
höfuðborginni haustið 2015.
Þrátt fyrir að þessi lykilvettvang-
ur fyrir aðgerðir í loftslagsmálum
hafi ekki staðið undir væntingum
segir McKibben að hreyfingin
350.org hafi unnið ýmsa sigra.
„Við höfum unnið nokkra smáa
sigra. Við komum í veg fyrir upp-
setningu stórrar olíuleiðslu frá
tjörusöndunum í Kanada. Okkur
hefur einnig orðið ágengt í Ástralíu
með því að koma í veg fyrir að nýjar
kolanámur séu opnaðar. Heilt yfir
erum við þó að tapa. Á því leikur
enginn vafi. Hitastig jarðar er að
hækka mjög hratt af mannavöldum.
Ég held að fyrr en síðar muni móðir
náttúra hafa sannfært okkur öll um
nauðsyn þess að grípa til aðgerða.“
– Fyrir sjö árum var loftslags-
myndin Óþægilegur sannleikur sýnd
víða um heim. Varaði Al Gore, fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna,
þar við því að framundan væri vendi-
punktur mikilla breytinga á veður-
farinu, ef ekki yrði gripið í taumana.
Þú getur þess að baráttan sé að tap-
ast. Er ekki hætt við því að það verði
annars konar vendipunktur með því
að almenningur fari að sætta sig við
ósigur, að baráttan sé töpuð?
Annar vendipunktur að nálgast
„Nei. Ég held að það sem virki-
lega er ástæða til að hafa áhyggjur
af – og við kunnum að vera að nálg-
ast þann vendipunkt – sé að eðlis-
fræðin á bak við þróunina verði óvið-
ráðanleg. Ísinn á Norðurskautinu
bráðnaði mikið í fyrrasumar. Ný
gögn úr gervihnöttum benda til þess
að við höfum misst 80% af ísnum
sem var þar fyrir 40 árum. Það er
mikill vendipunktur.
Þessi þróun hefur í för með sér
breytt veðurfar á norðurhveli. Freð-
mýrar þiðna og við það losnar metan
út í andrúmsloftið [innsk. metan er
talin skæð gróðurhúsalofttegund].
Það veldur mér áhyggjum. Ég held
að við getum byggt upp hreyfingu
sem hefur áhrif. Ég veit að mörgum
er mjög umhugað um loftslagsmál.
Ég veit hins vegar ekki hvort við
getum byggt hana upp tímanlega.“
Kreppan í forgrunni
– Loftslagsmálin voru ofarlega á
blaði í stjórnmálunum fyrir fjár-
málakreppuna. Nú eru þau ekki
áberandi í umræðunni og hafa til
dæmis fallið í skuggann af evru-
kreppunni í Evrópu. Eru vísbend-
ingar um að þetta muni snúast við?
„Ég efast um að á næstu árum
muni Grikkland og Spánn verða
mjög mikilvægir þátttakendur í mót-
un orkustefnu í stjórnmálunum.
Grikkir og Spánverjar hafa um aðra
hluti að hugsa líkt og Ísland hafði um
aðra hluti að hugsa fyrir nokkrum
árum. Það er hins vegar athyglisvert
að þessi lönd hafa byggt upp mikla
innviði fyrir endurnýjanlega orku.
Þýskaland, stærsta hagkerfi Evr-
ópu, er að byggja upp slíka innviði
mjög hratt. Þjóðverjar hafa sýnt
fram á að það er hægt að nota þessa
tækni á umfangsmikinn hátt í nú-
tímahagkerfi. Það er hvorki auðvelt
né ódýrt en það er gerlegt. Það er
rétt hjá þér að efnahagsmálin eru
núna í forgrunni.“
– Er raunhæft að snúa þróuninni
við eða þarf að aðlagast hlýnuninni?
„Það er áhugaverð spurning. Við
þurfum augljóslega að aðlagast viss-
um breytingum. Við höfum þegar
hækkað hitann um eina gráðu og
bráðum munum við hafa hækkað hit-
ann um tvær gráður. Það mun út-
heimta mikla aðlögun.
Við verðum líklega komin þangað
innan 20 ára ef losun koldíoxíðs held-
ur áfram í sama mæli. Vandinn er sá
að þótt við getum aðlagast slíkri
hlýnun getum við ekki aðlagast enn
frekari hlýnun. Sú hlýnun mun verða
nema við hættum að nota olíu og gas.
Við erum að tala um 4-5 gráðu hlýn-
un fyrir lok aldarinnar. Öll gögn
benda til að það sé engin leið til að
bregðast við því. Landbúnaður mun
til dæmis eiga erfitt um vik. Við
þurfum að aðlagast því sem er ekki
lengur hægt að koma í veg fyrir og
koma í veg fyrir það sem er ekki
hægt að aðlagast.“
Loftslagshreyfingin að tapa
Einn þekktasti baráttumaður Bandaríkjanna í loftslagsmálum segir stjórn Obama valda vonbrigðum
Segir baráttuhópa vera að falla á tíma Ýmsir sigrar hafi þó unnist í baráttunni á síðustu árum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baráttumaður McKibben hefur lengi beitt sér í loftslagsmálum.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
McKibben segir
aðspurður að
það hafi spurst
út að Íslend-
ingar hafi unnið
að því að draga
úr losun gróð-
urhúsaloftteg-
unda.
„Það er
mikilvægt og fólk kann að
meta það. Það olli því mörgum
vonbrigðum sem eru að leita
að forystu í þessum málaflokki
að sjá að Ísland vilji leita að ol-
íu í samstarfi við Norðmenn.
Við þurfum að sjá ríki ákveða
að láta kolefnið kyrrt liggja í
jörðinni. Það felur auðvitað í
sér að láta verðmæti ósnert í
jörðinni og þess vegna er það
erfitt.“
Spurður hvort innleiðing
endurnýjanlegrar orku sé nógu
hröð til skipta máli í stóru
myndinni segir McKibben að
svarið sé nei. Ódýrt jarðgas úr
leirsteini (e. shale gas) hafi
grafið undan innleiðingu vind-
orku og annarra orkugjafa.
McKibben segir að breyting
hafi orðið á baráttu samtaka
hans fyrir átján mánuðum.
„Á síðustu 18 mánuðum höf-
um við staðið fyrir umfangs-
mikilli borgaralegri óhlýðni í
Bandaríkjunum. Hún er raunar
sú umfangsmesta síðan í
mannréttindabaráttunni á
sjötta og sjöunda áratugnum.
Þá höfum við hrundið af
stað umfangsmikilli herferð í
Bandaríkjunum, herferð sem er
að breiðast út til annarra
landa, en hún felur í sér að
reyna að fá hina ýmsu aðila til
að selja hlutabréf sín í olíu-
fyrirtækjum og rjúfa öll tengsl
við olíu- og gasiðnaðinn,“ segir
McKibben sem er hvað þekkt-
astur fyrir bók sína The End of
Nature, sem út kom 1989.
Það var vegna dræmra við-
bragða við varnaðarorðum
bókarinnar um loftslagsbreyt-
ingar sem hann ákvað að láta
til sín taka með aðgerðum.
Ísland láti
olíuna kyrra
OLÍUSTEFNAN GAGNRÝND
„Finnst ykkur
þetta ekki svo-
lítið harkalegt?“
spurði Jóna
Benediktsdóttir,
bæjarfulltrúi
Ísafjarðarlist-
ans, við umræð-
ur í bæjarstjórn
um reglur um
kattahald í Ísafjarðarbæ. Hún vís-
aði til ákvæðis sem lesa mátti sem
svo að heimilt væri að fjarlægja
kattaeiganda af heimili sínu ef
hann vanrækti skyldur sínar eða
bryti ítrekað gegn reglum. Svar
annarra bæjarfulltrúa var játandi
og því var orðalaginu breytt.
Umræður urðu um fleiri grein-
ar og nauðsyn þess að setja slíkar
reglur yfirleitt. Einn bæj-
arfulltrúi auglýsti eftir reglum
fyrir önnur dýr, svo sem hænur,
grísi og páfagauka. Annar sagði
ekki til neins að setja svona regl-
ur ef ekki væri mannafli hjá bæn-
um að framfylgja þeim. Regl-
urnar voru að lokum samþykktar.
Fullharkalegar regl-
ur um kattahald?
Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is
opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
Úrval burðarpoka og ferðarúma
ÞAR SEM BARN ER