Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 18
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslensk fjárfesting kom með 465
milljónir í gegnum fjárfestingarleið
Seðlabankans í mánuðinum. Í febr-
úar 2012 kom fyrirtækið með 381
milljón, samkvæmt skuldabréfum
sem gefin voru út við það tilefni. Fyr-
irtækið er í jafnri eigu Arnars Þór-
issonar og Þóris Kjartanssonar. Arn-
ar segir í samtali við Morgunblaðið
að fyrirtækið sé að byggja upp hót-
elstarfsemi hér á landi. Fjármunirn-
ir hafi runnið í þá uppbyggingu. Ís-
lensk fjárfesting á Domus
Guesthouse og Reykjavík Residence
Hótel sem eru í miðbænum.
Fjárfestingarleið Seðlabankans
gengur út á að fjárfestar komi með
gjaldeyri til Íslands og skipti honum
fyrir krónur og fjárfesti hér á landi
til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjár-
magnseigendur er að þeir fá um 20%
afslátt af krónunum miðað við skráð
gengi Seðlabankans.
Kilroy-fé til Íslands
Aðspurður hvaðan hið erlenda fé
sem þeir flytja til landsins komi, seg-
ir hann að Íslensk fjárfesting eigi
meirihlutann í ferðaskrifstofukeðj-
unni Kilroy International, sem er
með starfsemi á Norðurlöndum og í
Hollandi.
Nýjasta hótelið á vegum fyrirtæk-
isins var opnað 1. mars að Hverfis-
götu 21, en húsið var áður í eigu Fé-
lags bókagerðarmanna. Fram hefur
komið í fjölmiðlum að innrétta átti
þar tíu íbúðir á fjórum hæðum. Fé-
lagið rekur einnig hótel að Hverfis-
götu 45 sem áður hýsti m.a. sendiráð
Noregs og Söngskólann í Reykjavík,
og var breytt í 15 íbúða hótel. Þar á
bak við eru tvö hús á Veghúsastíg í
hótelrekstri á vegum félagsins.
Arnar segir að þurft hafi að end-
urbyggja fasteignirnar til að reka
þar hótelin. „Þessi uppbygging hefur
fyrst og fremst átt sér stað á undan-
förnum þremur árum,“ segir hann.
Stjórnarformaður CAOZ
Arnar og Þórir stofnuðu Íslenska
fjárfestingu árið 1999. Arnar er auk
þess framleiðandi og stjórnarfor-
maður CAOZ, sem framleiddi ís-
lensku teiknimyndina Hetjur Val-
hallar - Þór.
Íslensk fjárfesting fjárfestir fyrst
og fremst á þremur sviðum: Ferða-
þjónustu, heilbrigðisþjónustu og í
fasteignum. Árið 2007 keypti félagið
meirihluta í ferðaskrifstofukeðjunni
Kilroy International og er með rúm-
lega 350 starfsmenn.
Fjárfestingar fyrirtækisins á heil-
brigðissviði eru þrjár: Það á hlut í
sprotafyrirtækinu ValaMed sem
gerir rannsóknir á krabbameini til að
sannreyna einstaklingsbundna með-
ferð til að útiloka þau lyf sem ekki
eru líkleg til að vinna á krabbameins-
frumunum. Fyrir fjórum árum fjár-
festi það í rekstri hjúkrunarheimilis-
ins Sóltúns en frá árinu 2002 hefur
það haft þjónustusamning við ríkið.
Arnar segir það hafi reynst vel að
ríkið úthýsi þjónustu sem þessari.
Jafnframt er það hluthafi í Sól-
stöðum, sem sérhæfa sig í að útvega
heilbrigðisstarfsfólki afleysingastörf
til lengri eða skemmri tíma hér á
landi og erlendis.
Fyrirtækið er einnig í fasteigna-
rekstri og fasteignaþróun, og stóð til
að mynda fyrir umfangsmiklum
breytingum á Grandagarði 8, þar
sem nú er t.d. til húsa tölvuleikja-
framleiðandinn CCP og Sjóminja-
safnið Víkin.
465 milljónir króna renna í
uppbyggingu ferðaþjónustu
Meirihlutaeigendur ferðaskrifstofunnar Kilroy í umfangsmikilli uppbyggingu
Hótel Hverfisgötu 45, sem áður hýsti m.a. sendiráð Noregs og Söngskólann í Reykjavík, var breytt í 15 íbúða hótel.
Morgunblaðið/Kristinn
Kilroy er í sex löndum
» Íslensk fjárfesting hefur á
undanförnum þremur árum
staðið fyrir uppbyggingu á
hótelrekstri í miðborginni.
» Það á Domus Guesthouse
og Reykjavík Residence Hótel.
» Jafnframt á ÍF meirihlut-
ann í ferðaskrifstofunni Kilroy
sem er með starfsemi í sex
löndum.
» Íslensk fjárfesting er í
jafnri eigu Arnars Þórissonar
og Þóris Kjartanssonar. Arnar
er jafnframt stjórnarformaður
CAOZ sem framleiddi teikni-
myndina Hetjur Valhallar -
Þór.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Stefnir hf., fyrir hönd sjóða í rekstri
félagsins, á orðið tæplega 15,8% hlut í
Icelandair. Þetta kemur fram í flöggun í
Kauphöllinni.
Þar kom fram í gær að Stefnir hf.
hefði fest kaup á 50 milljónum hluta í
Icelandair í gærmorgun en Stefnir átti
fyrir tæplega 739 milljónir hluta. Við
kaupin fór eignarhlutur Stefnis í 15,77%
og var því flaggað að eignarhluturinn
fór yfir 15%.
Miðað við verð á hlutum í Icelandair í
gærmorgun er líklegt að þessi kaup
Stefnis nemi um 675 milljónum króna.
Stefnir hf., sem er dótturfélag Arion
banka, er þannig orðinn stærsti eigandi
Icelandair eftir þessi kaup.
Stefnir orðinn stærstur
● Tölvuárásir á notendur Twitter sýna
að tölvuþrjótar beita sífellt þróaðri og
flóknari aðferðum, ekki síst gegn fyr-
irtækjum. Um slíkt verður m.a. fjallað á
morgunverðarráðstefnu Nýherja á
morgun, samkvæmt tilkynningu frá Ný-
herja. Þar kemur fram að öryggis-
sérfræðingar frá IBM og SecureDevice
muni fjalla um öryggismál upplýs-
ingakerfa og lausnir, hvort heldur þær
birtast í snjalltækjum, fartölvum eða
tölvukerfum fyrirtækja.
Aðferðir tölvuþrjóta
verða sífellt þróaðri
Það hefur heldur fækkað í bið-
röðum við vinnumálaskrifstofur á
Spáni undanfarinn mánuð og eru
nú tæpar 5 milljónir á atvinnuleys-
isskrá. Fækkaði um rúmlega 46
þúsund á milli mars og apríl á
atvinnuleysiskrá.
27,16% atvinnuleysi
á fyrsta ársfjórðungi
Í apríl í fyrra voru hins vegar
mun færri á atvinnuleysisskrá en
þeim hefur fjölgað um 244.958 á
milli ára. Ríkisstjórn Mariano
Rajoy fagnaði þessum tölum
vinnumálaráðuneytis Spánar í
gær og sagði atvinnumálaráð-
herrann, Engracia Hidalgo, að
stjórnvöld á Spáni myndu áfram
vinna að því að draga úr atvinnu-
leysi í landinu.
Á fyrsta ársfjórðungi nam
atvinnuleysið 27,16% á Spáni og
hefur ekki verið jafn mikið eftir
að lýðræði var komið á eftir frá-
fall Francos einræðisherra.
AFP
Spánn Mótmælendur í Barcelona við höfuðstöðvar spænska bankans
Bankia krefjast þess að útburði Spánverja úr húsnæði sínu verði hætt.
Tæplega 5 millj-
ónir án vinnu
Atvinnulausum fækkaði á Spáni
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-2+
++3-.,
21-43.
+/-0..
+.-.+,
+24-,
+-+550
+.3-5,
+,+-.
++5-1.
+01-5,
++,-1/
21-31.
+/-/45
+.-.5.
+24-0,
+-+.12
+.,-+.
+,2-+2
215-0,13
++5-4,
+0+-1/
++,-34
21-35.
+/-//,
+.-0+/
+23-2
+-+.45
+.,-5/
+,2-,3
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á