Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin www.gilbert.is Kínverskur slátrari verkar kjöt á markaði í Peking í Kína í gær og undirbýr að gera afurð sína söluhæfa, í kjötverslun sem sérhæfir sig í sölu á nauta- og kinda- kjöti. Kínversk stjórnvöld gáfu það út síðastliðinn föstudag, að um 900 manns hefðu verið handteknir vegna gruns um aðild að stórfelldu kjötsölusvindli, sem fólst í því að selja rottu- og refakjöt sem væri um nauta- og kindakjöt að ræða. Kínversk lögregluyfirvöld hafa frá því í janúar hand- tekið yfir 900 meðlimi glæpagengis sem taldir eru hafa haft jafnvirði rúmra 116 milljóna króna upp úr krafsinu. AFP Vandræði Kínverja vegna kjötsvindlsins Framtakssjóður Íslands hefur á síð- ustu tæplega þremur árum innleyst um 170% hagnað á kaupum sínum á bréfum í Icelandair, en auk þess á sjóðurinn enn eftir 7% af þeim hluta- bréfum sem keypt voru í félaginu ár- ið 2010. Sjóðurinn seldi í dag um 5% í félaginu á genginu 13,39, en það nemur um 3,3 milljörðum. Ef öll bréf sjóðsins hefðu verið seld á gengi dagsins í dag væri heildarhagnaður sjóðsins á síðustu þremur árum 247%. Í júní 2010 keypti Framtakssjóð- urinn 1,45 milljarða hluti í Icelandair á genginu 2,5, eða fyrir alls 3,6 millj- arða króna. Heildareign sjóðsins nam þá 30%, en meðal seljenda voru Íslandsbanki, auk þess sem kröfu- hafar breyttu skuldum sínum í hluta- bréf sem Framtakssjóðurinn keypti. Síðan þá hefur hann selt um 23%, í lok árs 2011 og 2012 og svo í gær 5%. Í byrjun nóvember árið 2011 seldi sjóðurinn 10% hlut í Icelandair á meðalgenginu 5,423 fyrir um 2,7 milljarða. Ári seinna var aftur komið að sölu og þá seldi sjóðurinn 7% hlut á 1,8 milljarða. Í gær var svo tilkynnt um sölu á 5% hlut fyrir 3,3 milljarða. Heildarhagnaður sem sjóðurinn hefur innleyst á þessu tímabili nem- ur því um 170%, eða 4,2 milljörðum króna. Ef tekið er tillit til markaðs- virðis bréfanna sem sjóðurinn á áfram er ávöxtunin 247% á þremur árum, eða 8,9 milljarðar. Nánar á mbl.is thorsteinn@mbl.is Ávöxtunin á bréfum Ice- landair 247% á þremur árum  Framtakssjóður hefur hagnast um 4,2 milljarða króna Morgunblaðið/Ernir Ávöxtun Eign Framtakssjóðs í Ice- landair hefur skilað góðri ávöxtun. Valitor birtir mánaðarlega sam- anburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kred- itkorta, samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá Valitor. „Í apríl varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 4,8% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 5,6% en erlendis var veltuaukn- ingin 0,8%. Tímabilið sem miðað er við, er frá 22. mars til 21. apríl, annars vegar 2012 og hins vegar 2013,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Valitor. Heildarveltuaukning í aprílmánuði var um 4,8% Morgunblaðið/ÞÖK Kreditkort Veltuaukning var mun meiri innanlands en utan í apríl. Góður gangur er í ríkisbréfaút- gáfu það sem af er ári, sam- kvæmt því sem fram kemur í Morgunkorni greiningar Íslands- banka í gær. „Útgáfan frá ára- mótum er komin talsvert umfram helming af áætlaðri 90 ma.kr. heildarútgáfu ársins. Þá hefur niðurstöðukrafa útboðanna al- mennt farið lækkandi og rík- issjóður því fjármagnað sig á hagstæðari kjörum eftir því sem árið hefur liðið,“ segir orðrétt í Morgunkorni. Í útboði Lánamála sl. föstudag hafi eftirspurn verið umtalsverð eins og greint var frá hér í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Ekki liggi fyrir hverj- ir voru helstu kaupendur í út- boðinu, en greining Ís- landsbanka tel- ur líklegt að er- lendir aðilar hafi verið atkvæðamiklir. Erlendir aðilar hafi í lok mars átt 73% af úti- standandi bréfum í RIKB13, og hafi verið að bæta við sig RIKB22-bréfum það sem af er ári. Ríkisbréfaútgáfu miðar vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.