Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Harðstjórnarríki kommúnistans Kim Jong-uns í N-Kóreu er líklega einangraðra en nokkurt annað land heims og neyðin er mikil. En þar þrífst öflugur svartamarkaður eins og reyndin var líka í Austur-Evrópu fyrir hrun kommúnismans. A- Evrópumenn notuðu þekktar, vest- rænar sígarettur sem eins konar neðanjarðar-gjaldmiðil í vöruskipt- um. Var mikið braskað með þær. Aftenposten í Noregi vitnar í s- kóreska blaðið Chosun sem segir að súkkulaðikexið Choco Pie, sem framleitt er í S-Kóreu, gegni nú þessu hlutverki hjá norðanmönnum. Það sé geysilega vinsælt en sé stundum notað sem gjaldmiðill. Stykkið sé selt á 9,5 dollara eða um þúsund íslenskar krónur. Í hverjum mánuði skipti nær tvær og hálf millj- ón af þessum kexkökum um eig- endur hjá grönnunum fyrir norðan landamærin. Til séu hópar með allt að 30 þátttakendum sem eingöngu stundi smygl og brask með kexið. Nú gætu kexviðskiptin verið í hættu. N-Kórea setur hörð skilyrði fyrir því að á ný verði hafin starf- semi á sameiginlegu iðnaðarsvæði Kóreuríkjanna tveggja í Kaesong. Þar hefur selst geysimikið af Choco Pie sem fyrirtæki sunnanmanna hafa notað til að hygla blásnauðum, n-kóreskum starfsmönnum sínum. Brask með vinsælt súkkulaðikex léttir líf Norður-Kóreumanna  Stykkið af suður-kóresku Choco Pie selst á um þúsund krónur í ríki Kims Vonin Kexið er orðið tákn um góð kjör sunnanmanna og drauma granna þeirra. Frost í Kaesong » Engin starfsemi hefur verið á Kaesong-svæðinu undan- farnar vikur eftir að N-Kórea lokaði nýlega landamærunum. » S-Kórea útvegaði tækni og þekkingu í Kaesong en frá N- Kóreu kom ódýrt vinnuafl. » Lokunin er skýrð með óánægju norðanmanna vegna sameiginlegra heræfinga S- Kóreu og Bandaríkjanna. Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa ef til vill beitt efnavopnum í hernaði sínum, að sögn fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna en ekki eru fyrir hendi ótvíræðar sannanir. Um er að ræða taugagasið sarín. Rannsókn málsins er ekki lokið og ekki er úti- lokað að stjórnarher Bashars al-As- sads forseta hafi einnig gerst sekur um beitingu efnavopna. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði í gær að leita bæri friðsamlegrar lausnar á deilun- um í Sýrlandi en margir óttast að þær breiðist nú út eftir flugskeyta- árásir Ísraela á birgðastöð Sýrlands- hers í Damaskus um helgina. „Samkvæmt þeim vitnisburðum sem okkur hafa borist hafa uppreisn- armenn beitt efnavopnum, hafa beitt sarín-gasi,“ sagði Carla del Ponte, sem rannsakar mannréttindabrot á vegum Sameinuðu þjóðanna, á sunnudag. Sarín-gas er eitur sem var þróað af vísindamönnum nasista. Það hefur verið notað í árásarskyni í a.m.k. þrí- gang, þar af tvisvar af japönskum sértrúarsöfnuði. Gasið, upphaflega notað sem skordýraeitur, dregur fólk til dauða með því að lama tauga- kerfið og afar lítinn skammt þarf til þess að valda fólki heilsutjóni. Tyrkir gera nú blóðprufur á Sýr- lendingum sem hafa flúið yfir landa- mærin. Ætlunin er að kanna hvort efnavopnum hafi verið beitt gegn þeim, niðurstöðurnar liggja ekki fyr- ir. Rússar hvöttu í gær til þess að Vesturveldin notuðu ekki deiluna um notkun efnavopna í áróðri gegn Assad. kjon@mbl.is Gætu hafa notað efnavopn  Óvinir Assads beita hugsanlega saríni Barn í héraðinu Waziristan í norð- austanverðu Pakistan hefur greinst með lömunarveiki, að sögn AFP. Ættflokkahöfðingjar á svæðinu fóru að ráðum talíbana í júní í fyrra og bönnuðu bólusetningu barna á þeirri forsendu að aðgerðir stjórn- valda gegn veikinni væru skálka- skjól fyrir njósnara. Lömunarveiki er bráðsmitandi en hefur að mestu verið útrýmt í heiminum með bólusetningu. Pak- istan, Afganistan og Nígería eru einu ríkin þar sem tilfellum hefur fjölgað verulega frá 2005. Talíbanar og aðrir íslamistahóp- ar með tengsl við al-Qaeda eru mjög öflugir í norðanverðu Waz- iristan en einnig handan landamær- anna í Afganistan. Margir íbúanna, sem flestir eru bláfátækir, óttast að með bólusetningunni sé verið að gera múslíma ófrjóa. kjon@mbl.is Lömunarveiki grein- ist eftir að talíbanar banna bólusetningu PAKISTAN BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Forseti Frakklands, François Hol- lande, hefur nú verið við völd í ár en hann er óvinsælasti maðurinn sem hefur setið á þeim stóli í manna minnum. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið í sextán ár, hag- vöxtur er sáralítill og 76% aðspurðra í nýrri könnun segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með Hollande. Þjóðverjar hafa þvingað fram stefnu á evrusvæðinu sem kennd er við aðhald: ríkin eiga að minnka út- gjöldin til að lækka skuldir og íbú- arnir sætta sig við lægri tekjur. Það hafi þeir sjálfir gert fyrir 10 árum og standi nú betur en öll hin evruríkin. En efasemdamenn segja að aðstæð- ur hafi verið allt aðrar 2003. Þýska- land hafi getað sótt fram á mörkuð- um annars staðar í álfunni en nú ríki þar samdráttur, kaupgeta sé lítil og almennt vonleysi ríkjandi. Portúgalar eru hlýðnir og ætla nú að fækka ríkisstörfum um 30 þús- und. Það merkir vafalaust að allt þetta fólk mun kaupa minna en áður og enn dregur úr hagvextinum, a.m.k. í bili. Aðhaldið er farið að breytast í eins konar eilífðarvél sem viðheldur kreppunni á evrusvæðinu, segja gagnrýnendur Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Einn þeirra er áðurnefndur Hollande. Þá mætast stálin stinn Nú bendir margt til þess að Hol- lande reyni að bæta stöðuna heima fyrir með því að leggja til atlögu við stefnu Merkel. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að „kredda aðhaldsins“ væri úr sögunni. „Við höfum verið að biðja menn að ýta undir hagvöxt í heilt ár. Aðhald eitt út af fyrir sig tefur fyrir vexti,“ var haft eftir Moscovici á vef Bloomberg-fréttastofunnar. Áður hafði fjármálaráðherra Þýskalands boðið meiri sveigj- anleika gagnvart kröfum Frakka um að fá meiri tíma til að rétta af fjárlagahallann sem er meiri en kröfur eru gerðar um á evru- svæðinu. En spurningin er hvort þýskir ráðamenn eru að mati Frakka reiðubúnir að ganga nógu langt í sveigjanleika. Frakkar segja „að- haldskreddu“ fyrir bí  Vilja slaka á kröfum um aðgerðir gegn fjárlagahalla Japanir eru miklir blómavinir, lítil stúlka vappaði í gær um akur í Showa-garðinum í Tókýó þar sem valmúi, er ber á ensku heitið Iceland poppy (Íslandsvalmúi), var í fullum blóma. Þrátt fyrir heitið vex umrætt blóm ekki hér á landi en samt víða á norðlægum slóðum og í fjöll- um Mið-Asíu. AFP Akur í fullum blóma í Tókýó Ný skoðanakönnun í Svíþjóð sýnir að einungis 9% Svía vilja skipta evrunni út fyrir sænsku krónuna. 76% eru því andvíg. Nú styðja 42% aðildina að ESB en 25% vilja ganga út, 2010 var stuðningur við aðild 53%. 40% telja að aðildin hafi haft frekar eða mjög neikvæð áhrif á sjálf- stæði Svía en 9% frekar eða mjög jákvæð áhrif. Þá vilja einungis 11% Svía að ESB verði að einu sam- bandsríki. Aðeins 9% vilja evruna SVÍAR EFAST UM ESB Evran Ekkert vin- sæl hjá Svíum. Suðvesturland | Vestur land | Vestfirðir | Norðu rland | Austurland | Suð urlandFerðasumar 2012 Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands SÉRBLAÐ Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. maí. Í blaðinu verður viðburðadagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögum um landið og séð hvað um er að vera á því svæði sem verið er að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2013 ferðablað innanlands föstudaginn 17. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.