Morgunblaðið - 07.05.2013, Qupperneq 27
aðdáunarvert hvað hún stóð
keik allt fram undir það síð-
asta. Alltaf flott og falleg.
Hennar verður sárt saknað af
báðum þessum vinkvennahóp-
um.
Ég votta Eyjólfi, dætrunum
og öllum öðrum ástvinum
Sjafnar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Anna Kristjánsdóttir.
Hún kom ekki á óvart fréttin
af andláti Sjafnar Ólafsdóttur.
Við erum mörg sem fylgst höf-
um með stríði hennar við hinn
mikla vágest sem að lokum
sigraði. Víst er að hún tók á
móti af alefli og hugrekki enda
ekki þekkt fyrir annað en
dugnað í hverju sem hún tók
sér fyrir hendur. Kiwanisfjöl-
skyldan, ekki bara á Íslandi
heldur á alþjóðavísu, þekkti
hana sem konu sem lætur um
sig muna. Ásamt Eyjólfi lagði
hún sig fram um að gera veg
hreyfingarinnar sem mestan og
starfaði alla tíð við hlið hans
hvort heldur var hér heima eða
í þeim störfum sem Eyjólfi
voru falin af alþjóðahreyfing-
unni. Í nær 30 ár starfaði Eyj-
ólfur á alþjóðavettvangi fyrir
Kiwanis, fyrst í Evrópustjórn,
síðan í heimsstjórn og var for-
seti Kiwanis International
1995-96. Á þeim árum, sem
hann sat í heimsstjórn, ferð-
uðust þau hjón vítt og breitt
um heiminn og voru glæsilegir
fulltrúar okkar. Sjöfn vakti at-
hygli fyrir framkomu og gjörvi-
leik. Eftir að stjórnarstörfum
lauk var Eyjólfur ráðinn til að
veita forstöðu Evrópuskrifstofu
KI, sem þá var verið að setja á
laggirnar í Gent í Belgíu. Þar
bjuggu þau hjón um nokkurra
ára skeið eða þar til Eyjófur
var kallaður til að gegna starfi
framkvæmdastjóra Kiwanis
International í Indianapolis. Á
báðum þessum stöðum lagði
Sjöfn sig fram um að taka vel á
móti Íslendingum sem voru í
erindagjörðum á vegum hreyf-
ingarinnar og naut ég oft gest-
risni þeirra meðan ég var í slík-
um erindum. Um hríð starfaði
Sjöfn á skrifstofunni í Gent við
þýðingar og fleira og var þar
sem annars staðar góður liðs-
auki. Fyrrverandi umdæmis-
stjórar Kiwanis á Íslandi og
Færeyjum og eiginkonur þakka
samstarf og samverustundir og
Kiwanisfjölskyldan þakkar all-
an stuðning við málefni Kiw-
anis. Samúðarkveðjur færum
við Eyjólfi og dætrum þeirra
Sjafnar, tengdabörnum og af-
komendum þeirra öllum og
biðjum þeim blessunar Guðs.
Ástbjörn Egilsson, fv.
Evrópuforseti Kiwanis.
Við Sinawikkonur kveðjum í
dag Sjöfn Ólafsdóttur, félaga
okkar í Sinawik í Reykjavík.
Ég minnist hennar fyrir vand-
virkni og nákvæmni í störfum
sínum fyrir Sinawik, en tvisvar
gegndi hún starfi formanns fé-
lagsins með stakri prýði. Það
var gott að fá hana Sjöfn aftur
til okkar í félagið eftir margra
ára fjarveru, vegna starfa er-
lendis fyrir Kiwanis með Eyj-
ólfi eiginmanni sínum. Ég lít til
baka yfir margar góðar sam-
verustundir og er mér þá efst í
huga þegar hún var síðast með
okkur svo glöð og glæsileg á
árlegum óvissuferðarfundi 12.
mars sl., og einnig geymi ég í
minningunni ljúfa stund sem
við tvær Sinawikkonur áttum
með henni á fallegu heimili
þeirra hjóna, er við færðum
henni kort með kveðjum allra
félagskvenna sem mættar voru
á febrúarfund okkar. Við send-
um eiginmanni, dætrum og
ættingjum öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Sinawik í
Reykjavík,
Anna Sigríður Jensen
formaður.
UMRÆÐAN 27
Afmælisminning
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013
✝ Karl KetillArason fæddist
á Akureyri 11.
febrúar 1939. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 26. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru Ásgerður Ein-
arsdóttir húsmóðir
og Ari Lyngdal Jó-
hannesson verk-
stjóri. Systkini Karls eru Arn-
fríður, maki Haukur Mattíasson,
látinn, Einar Þór, látinn, maki
Kolbrún Gunnlaugsdóttir, og
Jóhannes, maki Anna Kristín
Hansdóttir.
Karl kvæntist
Kristínu Herberts-
dóttur og eignuðust
þau tvö börn, Þor-
stein, maki Emebet
Dibiwak, og Ás-
gerði Hrönn, maki
Matthew Doe. Þau
skildu. Fyrir átti
Karl soninn Hlöð-
ver Rey, maki
Sandra Sveins-
dóttir, móðir hans er Hanna
Hlöðversdóttir.
Útför Karls fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 7. maí
2013, kl. 13.
Kalli, bróðir minn, er látinn 74
ára. Hann bjó við heilsubrest síð-
ustu fjögur árin og var sá tími
honum mjög erfiður. Við vorum
fjögur systkinin, elst Arnfríður,
Einar Þór, Karl og Jóhannes.
Kalli fæddist á Akureyri og var
„Eyrarpúki“ og stoltur af því.
Hann var hrókur alls fagnaðar
strax frá barnæsku. Þegar fjöl-
skyldan flutti suður og við sett-
umst að í Kópavoginum var hann
mjög fljótur að aðlaga sig því að
búa þar, eins og alltaf áður hrók-
ur alls fagnaðar. Snemma hóf
hann störf hjá Flugfélagi Íslands,
í hlaðdeild, sem faðir okkar Ari L.
Jóhannesson (Ari flug) veitti for-
stöðu. Þarna var vagga flugsins á
Íslandi, innanlands- og milli-
landaflug var þarna í gömlu
Vatnsmýrinni. Hugur hans
beindist að flugmannsstarfinu
horfandi á hetjur háloftanna Jó-
hannes R. Snorrason, Hörð Sig-
urjónsson og marga fleiri, gera
hið ómögulega við erfiðar að-
stæður. Kalli fór strax og hann
hafði aldur til að læra að fljúga í
Flugskólanum Þyt á Piper Cub,
minnist ég þess að ég sat við flug-
brautina þegar Kalli tók sólópróf-
ið og lenti að því loknu, mikið
hitauppstreymi var frá flug-
brautinni og ætlaði Piperinn
aldrei að vilja niður, heldur flaut
léttur í hitauppstreyminu. Kalli
tók síðan einkaflugmannspróf og
allt stefndi í flugmann. Næst í lífi
Kalla var að vinna fyrir Þunga-
vinnuvéladeild hersins á Kefla-
víkurflugvelli, var hann þar
nokkur ár við stjórn stórvirkra
vinnuvéla. Á þessum tíma kom
upp sú hugmynd að fá verktaka-
leyfi á Keflavíkurflugvelli og eitt
sumarið gekk það eftir, hann
fékk lítinn jarðvinnslusamning
við þökulagnir og fleira á Vell-
inum, þetta varð til þess að Kalli
stofnaði verktakafyrirtæki á
Keflavíkurflugvelli; Íslenska
þjónustuverktaka, fékk það fyr-
irtæki síðan aukin verkefni, sem
fólust í hreinsun skóla og annarra
opinberra bygginga á Vellinum
og voru þessi umsvif mikil og
margt fólk í vinnu þau 35 ár sem
hann þjónaði bandaríska hern-
um. Einar Þór, eldri bróðir okk-
ar, kom að fyrirtækinu seinna og
ráku þeir það saman upp frá því.
Viðskilnaður hersins við þá
bræður eftir öll þessi ár (35) var
ekki til sóma og tapaðist allur
ávinningurinn og heilsa þeirra
beggja í réttlátri baráttu, að ná
rétti sínum, sem aldrei fékkst.
Flugmaðurinn var geymdur en
ekki gleymdur, því Kalli keypti
sér snemma Cessna Sky Hawk
172 flugvél. Ég held að bestu
stundir Kalla hafi verið að fljúga
um loftin blá á þessari frábæru
vél sinni. Ég fór margar yndis-
legar ferðir með Kalla og er það
vel geymt í minningunni. Margir
ungir menn, sem voru að læra að
fljúga, fengu þessa vél lánaða til
að safna flugtímum, til þess að
geta orðið atvinnuflugmenn og er
mér kunnugt um að ekki þurftu
þeir að borga Kalla fyrir aðgang
að vélinni, enda skildi Kalli vel
unga menn, sem þráðu það heit-
ast að gerast flugmenn. Snemma
fór Kalli að fara á veturna til
Kanaríeyja og varð það að al-
gjörri ástríðu, kynntist Kalli
ótrúlegum fjölda „Kanarífugla“
og hélt þetta fólk mjög vel hóp-
inn. Þetta varð einnig eitt af því
sem hann vildi alltaf hafa í lífi
sínu. Kalli var framsóknarmaður
með stórum staf. Síðustu árin í
öllum þessum veikindum hefur
Ásgerður Hrönn, dóttir hans,
verið hans stoð og stytta og vil ég
nota þetta tækifæri til að þakka
henni fyrir mjög óeigingjarna
umönnun, dag og nótt. Ég votta
þeim öllum samúð mína, í sorg-
inni hjálpar minningin um góðan
dreng.
Jóhannes Arason.
Með eftirfarandi ljóðlínum
langar okkur að kveðja hinstu
kveðju kæran vin og höfðingja
Kanarílandsliðshópsins.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar.
Fyrir hönd landsliðsins,
Sigurbjörg og Árni.
Karl Ketill Arason
✝ Davíð GeorgKristjánsson
fæddist í Hafnar-
firði 20. júní 1948.
Hann lést á Land-
spítalanum 23. apr-
íl 2013.
Foreldrar hans
voru Anna Sigurrós
Levoríusdóttir,
húsmóðir, f. 29.
ágúst 1915, d. 2.
janúar 1967, á Skál-
um á Langanesi, og Kristján Sól-
berg Sólbjartsson, verkamaður,
f. 28. júní 1899, d. 30. júní 1964, í
Bjarneyjum á Breiðafirði.
Systkini Davíðs eru Sólbjört
Kristjánsdóttir, f. 9. desember
1940, Bryndís Guð-
rún Kristjánsdóttir,
f. 22. október 1942,
Helga M. Kristjáns-
dóttir, f. 4. sept-
ember 1945, d. 8.
október 2010, og
Magnús Magn-
ússon, f. 29. júlí
1954. Davíð veiktist
ungur að aldri og
var lengstan hluta
ævi sinnar búsettur
á Kleppsspítala en bjó seinni-
hluta ævinnar á sambýli við
Skagasel í Reykjavík.
Útför Davíðs fer fram frá
Seljakirkju í dag, 7. maí 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.
Að lokum, eftir langan, þungan dag,
Er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir
löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Engar tvær manneskjur eru
eins og þess vegna er ekki hægt
að skilja aðra manneskju nema
út frá hennar eigin forsendum.
Á unglingsaldri eftir erfið áföll
æsku sinnar og veikindi í kjöl-
farið var Daddi frændi minn
skilgreindur á forsendum sam-
félagsins eins og það leit út á
sjötta áratugnum. Ég man fyrst
eftir heimsóknum til frænda
míns á Klepp þegar ég var á
aldrinum 10-12 ára. Hann var
aldrei margmáll en með stríðn-
isglampa í augum kallaði hann
mig Ástríði þótt hann vissi vel
hver ég væri. Við tókum saman
á þeim árum eina og eina skák
enda hentaði það okkur vel því
við vissum aldrei almennilega
hvernig við ættum að vera í ná-
vist hvort annars. Frá því að ég
man fyrst eftir fórum við
mamma í heimsókn á aðfanga-
dag með pakka til hans og oftar
en ekki var hann búinn að bíða
frá því um morguninn eftir
heimsókninni. Þrátt fyrir að
hann sýndi sjaldan tilfinningar
sínar mátti sjá það langar leiðir
að á milli þeirra tveggja var
órjúfanlegur strengur, svo
óskaplega þótti þeim vænt
hvoru um annað. Á þessum ár-
um voru miklir fordómar í sam-
félaginu gagnvart einstakling-
um með geðræna sjúkdóma og
fjölskylda okkar eins og allar
aðrar í sömu stöðu reyndi eftir
fremsta megni að leyna eða tala
ekki um skyldmenni sitt til að
verða ekki fyrir aðkasti en móð-
ir mín tók ekki þátt í því. Hún
elskaði bróður sinn og þegar
kom til þess að honum bauðst
að flytja á sambýlið í Skagaseli
þá deildi hún hamingju hans
loksins þegar hann öðlaðist
heimili og fjölskyldu. Síðustu
árin voru bestu árin í hans lífi.
Dagleg þátttaka í lífinu og til-
verunni, ferðalag til Kanar-
íeyja, ferðir í sumarbústað,
harmonikkudansleikir, frábær-
ar afmælisveislur með „brauð-
tertum“ og svo mætti lengi
telja. Starfsfólkinu í Skagaseli,
englunum hennar mömmu,
sönnum vinum og hinni raun-
verulegu fjölskyldu Dadda
frænda, þakka ég með fátæk-
legum orðum. Ég samhryggist
ykkur og veit að við erum öll
svo sannarlega ríkari og vitrari
af því að við nutum þeirra for-
réttinda að vera um stund sam-
ferða einum af englum alheims-
ins.
Svanfríður Anna
Lárusdóttir.
Davíð G.
Kristjánsson
Elsku pabbi og tengdapabbi,
í dag hefðir þú orðið 90 ára. Ó,
hvað ég sakna þín mikið. Mér
finnst að það vanti svo mikið í
Ingvald Olaf
Andersen
✝ Ingvald OlafAndersen
fæddist á Siglufirði
7. maí 1923. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vest-
mannaeyja 30. júní
2012.
Útför Ingvalds
Olafs fór fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 14.
júlí 2012.
líf mitt. Ég man
þagar ég hringdi í
þig haustið 2004 og
bauð þér að búa
hjá okkur Óla
Ágústi, við vorum
búin að kaupa okk-
ur parhús á Sel-
fossi. Svarið kom
ekki alveg strax,
þú þurftir að hugsa
málið, hvort þú
ættir að yfirgefa
eyjuna fögru. Það var eitt sem
þú settir fyrir þig og það var
hún Depla, kisan þín, þér þótti
svo undurvænt um hana. Svo
kom svarið; annaðhvort kæmuð
þið bæði eða hvorugt. Úr varð
að þið fluttuð bæði í júlí 2005.
Þetta voru góðir tímar, húm-
orinn hjá þér var stundum svo-
lítill gálgahúmor en hvað, það
var oft gaman hjá okkur. Svo
kom að því að við vildum flytja
til Eyja. Þér leist bara vel á
það. Þá var Depla orðin veik
svo hún fór til himna, og við
fluttum. Fyrsta árið bjóstu hjá
okkur en svo fluttir þú á Dval-
arheimilið Hraunbúðir, þar leið
þér vel elsku pabbi minn, því
þar þekktir þú þig svo vel,
varst svo mikið þar þegar
mamma dvaldi þar.
Jæja, elsku pabbi minn, nú
líður þér vel og ert búinn að
hitta mömmu, Inga minn og
alla aðra ættingja sem eru
farnir. Hvíldu í friði elsku
pabbi minn.
Þín dóttir og tengdasonur,
Sigurveig og Óli Ágúst.
✝ ÞorsteinnSveinsson
fæddist í Reykjavík
28. maí 1923. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 25. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
bera Þorsteins-
dóttir, f. 1898, d.
1985, frá Meið-
arstöðum í Garði og Sveinn
Stefánsson, f. 1894, hann
drukknaði í Halaveðrinu í febr-
úar 1925. Sveinn var frá Krók-
velli í Garði en ættaður frá
Skálabrekku í Þingvallasveit.
Þorsteinn kvæntist árið
1951Steinunni Andersen, f.
1926, d. 1999. Foreldrar hennar
voru Ásta Vilhjálmsdóttur og
Frans Andersen.
Börn þeirra eru 1) Hadda
Sigríður, f. 1952, maki Anton
Galan, f. 1947, d. 2009. Dóttir
þeirra er Sigrún, f. 1986, henn-
ar maki er Guðmundur Stein-
þór Jakobsson, f. 1981. 2)
Sveinn Óskar, f. 1962, maki Sig-
urjóna Bára Hauksdóttir, f.
1966. Þeirra synir eru Þor-
steinn, f. 1991, sem á dótturina
Elínu f. 2012 og
Andri f. 2001. 3)
Ásta Kristín, f.
1965, maki Frank
Sandvik, f. 1965.
Þeirra börn eru
Iða Kristín, f. 1991,
Þór Martin f. 1993
og Óðínn f. 1996.
Fóstursonur Þor-
steins og sonur
Steinunnar er Þor-
leifur Barði f.
1950, maki Eva Öveled. Þeirra
börn eru Fríða f. 1978 og Þor-
steinn Snorri f. 1980. Hans
maki er Marianne og eiga þau
dæturnar Sophie f. 2007 og
Selmu f. 2010.
Þorsteinn nam rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan sveinsprófi árið 1945.
Hann lauk prófi frá Rafmagns-
deild Vélskólans árið 1951. Þor-
steinn starfaði fyrir Rafmagns-
veitur Reykjavíkur, síðar um
nokkurra ára skeið hjá Vita- og
hafnarmálastjórn en frá árinu
1966 var hann forstöðumaður
rafmagnsverkstæðis Rafmagns-
veitna ríkisins, RARIK.
Útför Þorsteins fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 7. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Afi hefði orðið 90 ára eftir
rúman mánuð, á afmælisdeg-
inum okkar, 28. maí. Hann var
launfyndinn og lumaði á áhuga-
verðum sögum frá þeim tíma er
hann var sendill á stríðsárunum
í Reykjavík eða þegar hann
ferðaðist um Ísland til að
„skipta um peru“ í öllum vitum
landsins. Oftast voru þetta
ýkjukenndar frásagnir af mikl-
um svaðilförum og áhugaverð-
um vitavörðum. En lengst af
vann hann sem rafvirki hjá RA-
RIK.
Ég held ég muni alltaf sjá
afa og ömmu fyrir mér í sólbaði
við gullregnstréð eða í kart-
öflugarðinum bak við húsið
þeirra á Básenda 12 sem afi
byggði.
Hans helsta áhugamál var að
spila brids og það var líka hann
sem kenndi mér að spila ólsen
ólsen. Hann kenndi mér einnig
Nallann sem við sungum saman
á 1. maí.
Hann hafði líka áhuga á að
horfa á fótbolta, fór oft í sund
en inn á milli fékk hann mig til
að klára matinn minn (soðnar
kartöflur og ýsu) með því að
fara í kappát við köttinn Bússa.
Ég er honum eilíflega þakklát
fyrir að hafa tekið mig með sér
í silungsveiði á fjólubláum sum-
arnóttum, upp í fjallavötn þar
sem himbrimi dansaði og lómur
hljóðaði.
Afi minn, þakka þér fyrir
samfylgdina.
Sigrún.
Þorsteinn
Sveinsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið
Minningargreinar