Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 07.05.2013, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Okkur langar að minnast bróður okkar, Árna, sem lést á sumardaginn fyrsta á Eir. Hann ólst upp á Látrum í Aðalvík til 17 ára aldurs. Haustið 1947 fór hann alfarið úr foreldrahúsum. Þetta haust fóru tvö af systkinun- um alfarin frá Látrum. Það var vonskuveður og farkosturinn var lítill vélbátur, þannig að það tók þau á annan sólhring að komast til Ísafjarðar. Foreldrar okkar bjuggu í Að- alvík á meðan þau elstu voru að komast á fermingaraldur. Það var harðbýlt á þessu landsvæði á upp- vaxtarárum okkar. Pabbi var sjó- maður og reri hjá öðrum. Vinnan var hörð, allt unnið á höndum, engin hjálpartæki þekktust. Mamma sá um heimilishaldið og hélt utan um barnahópinn. Árni föðurafi bjó á heimilinu á meðan honum entist aldur. Hann var hjálplegur og góður við okkur börnin. Á Látrum var barnaskóli sem tók til starfa 1899. Þarna voru ágætir kennarar sem bæði sáu um kennslu og annað félagslíf. Í þess- um skóla var lagður grunnur að því litla sem við lærðum. Góð sam- heldni var með skólabörnum og mikið farið í skemmtilega leiki. Á vetrum voru stundaðar vetrar- íþróttir, en á öðrum tíma var sandurinn og brekkan notuð. Eftir fermingu fór Árni að stunda sjó með föður okkar og frændum. Haustið sem hann fór úr Aðalvík lá leiðin til Keflavíkur í atvinnuleit. Þar kynntist hann konuefninu. Þau byrjuðu búskap 1948 á Akureyri. Þá búin að eign- ast sitt fyrsta barn. Árni vann bæði til sjós og lands fyrstu árin. Upp úr 1950 réðst hann á sam- bandsskipið Arnarfell. Um borð í því skipi var hann í um það bil 5-6 ár. Í góðra vina hópi átti bróðir okkur til að minnast veru sinnar þar. 1956 flytjast þau hjón með fjölskyldu sína suður yfir heiðar til Þorlákshafnar. Þar byggðu þau sér hús á Oddabraut 17. Þar bjuggu þau í u.þ.b. 30 ár. Þar komu þau börnunum á legg. Með- an á byggingu stóð var fjölskyld- an hjá góðu fólki á Hrauni í Ölfusi. Eftir veru sína í Þorlákshöfn fóru þau hjón til Reykjavíkur og bjuggu þar eftir það. Árið 1947 kom Anna Ólafsdótt- ir til Aðalvíkur. Hún dvaldi á heimilinu í nokkra daga, okkur fannst hún skemmtileg. Hún hafði frá mörgu að segja, var söngelsk og ágætis félagi. Bróðir okkar var harðduglegur til allra verka. Vann til margra ára hjá Meitlinum í Þorlákshöfn. Á þeim vinnustað var vinnudagur oft langur. Eftir að komið var til Reykjavíkur vann Árni við versl- unarstörf hjá, Ellingsen. Eftir lát Önnu bjó Árni áfram í Reykjavík. Í kringum 1995 kynnt- Árni Stefán Helgi Hermannsson ✝ Árni StefánHelgi Her- mannsson fæddist 28. júlí 1929. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 25. apríl 2013. Árni var jarð- sunginn frá Þor- lákskirkju 4. maí 2013. ist hann Ingibjörgu Kristjánsdóttur sem síðar varð sambýlis- kona hans. Þeirra tímabil var gott og farsælt. Síðustu ár dvaldi Árni á hjúkrunar- heimilinu Eir, þar sem vel var hugsað um hann og viljum við þakka öllu því góða fólki sem veitti honum umhyggju og hlýju. Sam- heldni var með þessum stóra systkinahóp. Árni var elstur og fór fyrstur. Við þökkum bróður okkar með hlýhug og virðingu liðnar sam- verustundir. Fyrir hönd systkinanna, Friðrik Hermannsson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og synda- gjöld. (Bólu-Hjálmar) Elskulegur bróðir minn, Árni, kvaddi þessa jarðvist eftir erfið veikindi á Eir á sumardaginn fyrsta. Hann var elstur af okkur systkinum sem eru 12. Ég var í miðjum hópnum og er 14 árum yngri. Hann fór að heiman ungur og kvæntist Önnu Ólafsdóttur úr Öxnadal svo við kynntumst ekki mikið á yngri árum og man ég bara eftir tveim heimsóknum hans til okkar á æskuheimili mitt. Sú fyrri var með Önnu til Aðalvík- ur þegar ég var fjögurra ára. Þau voru okkur framandi og við yngri systkinin heyrðum alltaf af þess- um fjarlæga stóra bróður, konu hans og börnum sem áttu heima á Akureyri. Við Guðný lékum þessa fjölskyldu í rólunum og í útileikj- um okkar í Hnífsdal. Svo vissum við ekkert hvernig við ættum að vera er við hittumst. Þá var nú meira mál að taka frí og fara á milli landshluta en nú er. Það var sko ekki gert á hverju ári. Ég man að einu sinn kom hann til okkar í Ystahúsið í Hnífsdal. Þá var ég u.þ.b. átta ára gamall. Þá man ég að yngri bróðir minn var svo feim- inn við hann að hann faldi sig und- ir dívan. Árni var þarna á milli- landaskipi sem stoppaði á Ísafirði einhverja klukkutíma. Síðar fór ég suður og Árni og Anna fluttu frá Akureyri að Hrauni í Ölfusi og kom ég til þeirra þar. Ég man að mikið fannst mér tilkomumikið og allt öðruvísi þar, svo fínt og framandi fyrir mig sveitapollann að vestan. Þau byggðu svo framtíðarheimili sitt á Oddagötu 17 í Þorlákshöfn. Þá varð meira samband við hans stóru fjölskyldu, en þau Anna áttu átta börn. Síðan hafa liðið mörg ár. Lífið hefur haldið áfram, gefið og tekið. Kynni okkar hafa aukist með ári hverju og samverustund- um fjölgað og fækkað eftir því sem við átti. Ég var 1974 á Jóni Vídalín, togara frá Meitlinum í Þorlákshöfn. Þá var Árni útgerð- arstjóri hjá Meitlinum og náðum við bræður vel saman og alltaf síð- an. Árni missti Önnu konu sína 1993 eftir stutt veikindi. Síðan kynntist hann seinni konu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, in- dælis konu. Þau áttu saman 15 góð ár þar til heilsan fór að gefa sig. Árni var alltaf hress og það var alltaf gott og gaman að vera nálægt honum og hans góða fólki. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Að lokum vil ég votta Ingi- björgu og fjölskyldu Árna og Ingi- bjargar mína innilegustu samúð. Óli Th. Hermannsson. Kynni mín af Árna hófust fyrir margt löngu og ég man að mér varð starsýnt á handlegg hans, sem skartaði flottu tattúi, en á þeim tíma voru bara sigldir menn sem skörtuðu slíku. Árni var ætt- aður úr Aðalvík og sjálfsagt hefur það ýtt undir útþrá hans, en korn- ungur var hann kominn í far- mennsku og sigldi í mörg ár á skipum Sambandsins, fyrst sem háseti en síðan sem bátsmaður. Er leiðir hans og Önnu lágu saman ákveður Árni að fara í land og ræður sig til Meitilsins í Þo- lákshöfn. Árni og Anna voru í hópi þess fólks er fyrst settist að í Þor- lákshöfn og byggðu sér myndar- hús við B-götu 17 og stóð þar heimili þeirra allan þann tíma er þau bjuggu í Höfninni. Anna og Árni voru samhent og farsæl og komu upp stórum hópi barna. Árni var lunkinn í samskiptum og reddari af Guðs náð, þessir eðl- iskostir leiddu til þess að Árna voru fljótt falin ýmis stjórnunar- störf og lungann af starfstíma sín- um hjá Meitlinum, sem spannaði hátt í fjóra áratugi, var hann út- gerðarstjóri. Í starfi útgerðar- stjóra Meitilsins var í mörg horn að líta, bátaflotinn var stór og kappsfullir skipstjórar gerðu miklar kröfur um að allt væri klárt fyrir næsta róður. Reynsla bátsmannsins, samskipta- og reddarafærnin gerði Árna það kleift að koma öllu heim og sam- an, bátarnir voru alltaf klárir í næsta róður. Árni gat líka verið fylginn sér ef hlutir féllu ekki eins og ætlað var, ein stutt saga sýnir það vel. Það var komið haust, humarvertíð var lokið og að venju átti að taka bátana í slipp hjá Bátanaust, en dagarnir liðu. Við hittumst á skrifstofunni hjá Árna og enn berast þær fréttir að ekki verði hægt að taka bátana upp. Við þær fréttir er mínum manni nóg boðið, hann þrífur símann og hringir í Konna og segir við hann „að ef þeir geti ekki tekið bátana upp strax þá komum við suður og tökum völdin“. En Árni lét ekki aðeins sitja við það að vera útgerðarstjóri, hann stofnaði einnig útgerðarfélagið Auðbjörgu hf. ásamt Pétri Frið- rikssyni, skipstjóra, og gerðu þeir út báta allt þar til er þeir seldu hlut sinn í félaginu. Árni var myndarmaður á velli, bar sig vel og hafði létta lund. Það var gott að eiga Árna að og í ófá skiptin reddaði hann róðrum er maður kom blankur heim úr skóla í jóla- eða páskafríum. Eftir að þau Anna fluttust suð- ur starfaði Árni lengi hjá Ellings- en við sölu á útgerðarvörum og naut sín vel þar. Síðustu ár voru erfið hjá Árna og trúi ég að hann hafi verið hvíldinni fenginn. Ég sendi þeim Hönnu, Möggu, Óla, Diddu, Hemma, Jónsa og Dódí og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Árna St. Hermannsson- ar. Þorsteinn Garðarsson. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS DANÍELSDÓTTIR, Ásbraut 19, Kópavogi, lést á krabbameinslækningadeild Land- spítalans laugardaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 13.00. Guðlaug B. Olsen, Árni Hilmar Jónsson, Jónína B. Olsen, Guðmundur Kristjánsson, Daníel Olsen, Hrafnhildur Svendsen, Sveinborg Steinunn Olsen, Unnar Geir Holman, Klara Björg Olsen, Bjarni Bentsson, Jóhanna Þórunn Olsen, Magnús Helgi Sigurðsson, Bárður Olsen, Kristín Vilhjálmsdóttir, Bryndís Olsen, Kristinn Bragi Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, lést föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 15.00. Teitur Jónasson, Halldóra Teitsdóttir, Jónas Haraldsson, Ingveldur Teitsdóttir, Gunnar Torfason, Harald Þór Teitsson, Ylfa Edith Jakobsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Espigrund 8, Akranesi, andaðist fimmtudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. maí kl. 14.00. Guðjón Finnbogason, Margrét Guðjónsdóttir, Björn Þverdal Kristjánsson, Sigurður Guðjónsson, Ása Jóhannsdóttir, Snorri Guðjónsson, Brynja Leosdóttir og ömmubörn. ✝ ÞÓR VIGFÚSSON fyrrverandi skólameistari, Straumum, Ölfusi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 5. maí. Jarðarför verður frá Selfosskirkju laugar- daginn 18. maí kl. 13.30. Auður Hildur Hákonardóttir, Nína Þórsdóttir, Jón Björnsson, Margrét Snæfríður Jónsdóttir, Ragnar Alexander Þórsson, Guðmundur Andri Ragnarsson, Helga María Ragnarsdóttir, Kolbeinn Tumi Baldursson, Júlía Sif Ragnarsdóttir, Kolbrún Oddsdóttir, Þórhildur Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Dan Hafsteinsson, Katrín Kristjánsdóttir, Hákon Már Oddsson, Urður Hákonardóttir, Jón Atli Jónasson, Kría Ragnarsdóttir, Arnór Hákonarson, Hildur Laila Hákonardóttir, Eggert Vigfússon, Örn Vigfússon, Guðmunda Vigfúsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar og fósturmóðir, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR BJARKLIND, áður til heimilis í Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd bræðra hennar, barnabarna, langömmubarna og annarra ástvina, Björn Bjarklind, Ása Sæmundsdóttir, Sigurður Bjarklind, Margrét Skúladóttir, Jón Bjarklind, Steinunn Anna Óskarsdóttir, Sveinn Aron Bjarklind, Gerður G. Bjarklind. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR JÚLÍUSSON, áður til heimilis að Skallagrímsgötu 7, andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimili, Borgarnesi, föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00. Pétur Helgi Pétursson, Sveinn Haukur Pétursson, Anna Kristín Stefánsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir, Ragnar G. Guðmundsson, Hjörtur Dagur Pétursson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLMADÓTTIR, áður til heimilis á Hlíðarvegi 15, Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða föstu- daginn 3. maí. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 11. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Hólskirkju. Pálmi Árni Guðmundsson, Lene Birck Vestergård, Kristján Jón Guðmundsson, Drífa Gústafsdóttir, Jónína Elva Guðmundsdóttir, Bergur Ingi Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ JÓNASDÓTTIR, Hraunbæ 66, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. maí. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 13. maí kl. 13.00. Kristján Gunnarsson, Gunnar Kristjánsson, Oddný Bára Ólafsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir, Þórir Björgvinsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Hilmarsson, Páll Kristjánsson, Sinéad McCarron, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.