Morgunblaðið - 07.05.2013, Page 41

Morgunblaðið - 07.05.2013, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2013 Kvintett danska kontrabassaleik- arans Richards G. Anderssons og íslenska saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kem- ur fram á djass- kvöldi á Kex hos- teli á Skúlagötu 28 í kvöld kl. 20.30. Aðrir hljóð- færaleikarar eru Kjartan Valde- marsson á píanó og Einar Schev- ing á trommur. Flutt verður frumsamin tónlist í bland við djassstandarda. Sam- kvæmt upplýsingum skipuleggj- enda er Richard G. Anderson einn af fremstu bassaleikurum Dana af yngri kynslóðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í u.þ.b. tvo tíma með hléi. Frítt inn. Danskur kvintett á djasskvöldi Kex Sigurður Flosason Kammerhópurinn Stilla heldur tón- leika á Cafe Rósenberg í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru íslensk ein- söngslög og sígræn dægurlög sem fá að hljóma í nýjum búningi eða með svolitlu djassívafi. Í kammerhópnum Stillu eru Þor- grímur Jónsson á kontrabassa, Kjartan Guðnason á trommur, Lilja Eggertsdóttir á píanó, Sólrún Gunnarsdóttir á fiðlu, Diljá Sigur- sveinsdóttir á fiðlu, Anna Huga- dóttir á víólu og Gréta Rún Snorra- dóttir á selló. Stilla djassar á Cafe Rósenberg Sinfóníuhljómsveit Íslandsnaut farsællar forystu heið-ursstjórnanda síns Vladim-irs Ashkenazys í þéttings- setnu tónkvikuhólfi Eldborgar á fimmtudag. Viðfangsefnin voru flest af þjóðlegum eða náttúrumótuðum toga með alkunnri Sveitasinfóníu Beethovens í lokin, og stemningin eftir því notaleg. Þó að einhverjir hlustenda, að mér meðtöldum, hefðu e.t.v. farið á mis við (að sögn) löngu áður tilkynntar breytingar á upp- haflegri vetrardagskrá, þegar Prómeþeifsforleikur Beethovens og 2. fiðlukonsert Sjostakovitsj féllu nið- ur og Nielsen-verkin komu í staðinn ásamt þættinum úr Kólumbínu, versnaði tónseðillinn ekkert við það. Hins vegar fannst ekkert gefið upp um ástæður breytinganna á heima- síðu SÍ, og kom það svolítið kyndugt fyrir sjónir við fyrstu sýn. Rapsódískur forleikur Nielsens frá 1927, En Fantasirejse til Færøerne, rann ljúflega niður í góðum með- förum þar sem m.a. fúgatókafli um þarlendan sagnadans neistaði af snerpu, þó að burðarásinn væri „Góða veizlu gjöra skal“ er sr. Bjarni vildi telja íslenzkt þjóðlag. E.t.v. mundu einhverjir eftir verkinu sem spurningu úr Kontrapunkts- sjónvarpskeppninni á 10. áratug lið- innar aldar; andrúmsríkri tónsmíð er staðizt hefur tímans tönn ef marka má hvað hún er enn mikið flutt. Sama öndvegistónskáld Dana (1865-1931) stóð einnig að baki kons- ertinum frá 1926 fyrir samtíma- flautusnilling sinn og landa Gilbert Jespersen, er Stefán Ragnar Hösk- uldsson, aðalflautuleikari Metropolit- anóperunnar í New York, blés af meistaralegri innlifun við hnitmið- aðan hljómsveitarsamleik. Þetta heiðríka verk spannar furðuvítt til- finningasvið, allt frá „mælskum trúði“ í íhugula angurværð, og sættu lipurð sólistans og litríki hreinustu undrum. Ekki sízt hvað töfra mátti fram dúnmjúkt pianissimo á m.a.s. hæsta tónsviði – er þökk sé óvæntum innherjaupplýsingum var e.t.v. sum- part að þakka nýju Emanuel- hljóðfæri spilarans. Ég segi nú bara, upp úr Jóla- óratóríu Bachs: „Emanuel! O Lieb- eswort!“ – fyrir það sem virtist ann- ars á mörkum hins mögulega. Vitanlega að heillandi ferskri túlkun ólastaðri. Stefán sá líka um einleik í II. þætti einhvers þokkafyllsta íslenzka hljóm- sveitarverks fyrr og síðar, Kólúmb- ínu (1982), er Þorkell heitinn Sigur- björnsson vann upp úr leikhúsmúsík sinni fyrir sýningu á Kaupmanninum í Feneyjum í 18. aldar stíl. Fátt ef nokkuð úr hérlendri geymd kemur fyrr upp í huga sem rakið tónefni í klassískan ballett, og hrekkur marg- jöskuð lýsing á við blæðandi fegurð þar skammt um jafnfrábæra tján- ingu. „Pastoral“ sinfónía Beethovens (1808) gæti hæglega verið meðal tíu þekktustu hljómkviða allra tíma og því ekki heiglum hent að sýna í nýju ljósi. Enda varð það varla heyrt af meðferð Ashkenazys í háklassísku hraðavali er engum varð meint af. Því síður verkinu sjálfu, er naut sín vel í yfirvegaðri mótun stjórnandans. En þótt glitti á stöku stað í persónu- leg tilþrif – eins og þegar inn- skotsáherzlur voru dregnar skýrar fram en algengast er, sem vel á við um hrynskarpasta tónskáld síns tíma – þá hefði samt mátt gera eitthvað meira fyrir einkum I. og síðasta þátt (V.), ekki sízt til mótvægis við þá langdrægni sem annars getur vottað fyrir. T.a.m. með ögn frjálslegri og örlátari „aukaöndun“; svona endrum og eins. Á mörkum hins mögulega Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Carl Nielsen: Færeyjaforleikur og Flautukonsert. Þorkell Sigurbjörnsson: Kólúmbína (II. þáttur). Beethoven: Sin- fónía nr. 6. Stefán Ragnar Höskuldsson flauta; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Fimmtudaginn 2. maí kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Styrmir Kári Heiðríkja Stefán Ragnar Höskuldsson, aðalflautuleikari Metropolitanóperunnar í New York, „blés af meistaralegri innlifun við hnitmiðaðan hljómsveitarsamleik“. Hér eru þeir Ashkenazy á æfingu fyrir tónleikana. Sigurgeir Agnarsson sellóleik- ari og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í tónleika- röðinni Þriðjudags- klassík í Garðabæ í kvöld kl. 20 í sal Tónlist- arskóla Garðabæjar. Á efnis- skránni eru verk eftir Schumann, Mend- elssohn og Massenet. Í tveim- ur verkum slæst í hópinn Ingibjörg Guðjónsdóttir, sóp- ransöngkona og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Miðaverð er 1.000 krónur, en miðasala er við innganginn. Þriðjudagsklassík í Garðabæ í kvöld Sigurgeir Agnarsson ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 33D KL. 5:10 - 8 - 10:40 IRON MAN 32D KL. 5:10 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURT WONDERSTONE KL. 8 - 10:10 SIDEEFFECTS KL.5:50 KRINGLUNNI IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:30 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 7 - 9:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 OBLIVION KL. 5:30 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 AKUREYRI PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 IRON MAN 3 3D KL. 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:40  H.S. - MBL STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ STEVE CARELL JIM CARREY GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST EMPIRE  USA TODAY  MÖGNUÐ GRÍNMYND ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.