Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Elica háfar
áfram að ræða við þingmenn mína
og enda með þingflokksfundi [í
kvöld] og þar verður ráðherraskip-
anin endanlega ákveðin,“ sagði
Bjarni sem tók fram að í gær hefði
ekki verið búið að ganga frá ráð-
herralistanum.
„Við skipum fjármálaráðherra,
innanríkisráðherra, menntamála-
ráðherra, heilbrigðisráðherra í vel-
ferðarráðuneyti og iðnaðar- og við-
skiptaráðherra í atvinnuvegaráðu-
neyti. Framsóknarflokkurinn fær
forsætisráðuneytið og utanríkis-
ráðuneytið, skipar félagsmálaráð-
herra í velferðarráðuneytið og sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra í
atvinnuvegaráðuneyti sem jafn-
framt verður umhverfisráðherra.
Það er því gengið út frá því að þau
byrji með fjóra ráðherra,“ segir
Bjarni sem útilokaði ekki að fjöldi
ráðherra og skipting þeirra milli
flokkana gæti breyst á kjörtíma-
bilinu. Hann boðar skattalækkanir.
„Veiðigjöldin verða tekin til endur-
skoðunar. Skattkerfið á að vera
hvetjandi. Það verður áhersla á að
einfalda það og breikka skattstofn-
ana með því að lækka skattprósent-
urnar,“ sagði Bjarni sem boðaði
frekari upplýsingar um útfærslurn-
ar á blaðamannafundi formannanna
tveggja á Laugarvatni í dag.
ESB-ferlið verður stöðvað
Umsóknarferlið að Evrópusam-
bandinu verður stöðvað og það ekki
tekið upp á ný nema að undangeng-
inni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nánari
útfærsla á því hvernig ferlið verður
stöðvað verður kynnt fljótlega. Er
þetta í samræmi við ályktun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins í febr-
úar. Skattkerfið verður einfaldað og
einstaklingum gert kleift að halda
eftir meira af tekjum sínum.
Fráfarandi ríkisstjórn innleiddi
þrjú skattþrep og verður núverandi
milliþrepi breytt, skv. heimildum
blaðsins. Þá er til skoðunar að
breyta neyslusköttum og kemur til
greina að hafa eitt virðisaukaskatts-
þrep.
Gjöldin taki mið af útkomu
Sem fyrr segir verða gerðar
breytingar á veiðigjöldum. Þannig á
almenna gjaldið að taka mið af af-
komu fyrirtækjanna en sérstaka
veiðigjaldið verður reiknað á hvert
fyrirtæki fyrir sig út frá afkomu
þeirra. Er ætlunin að byggja á
vinnu sáttanefndar um fyrirkomu-
lag gjalda í sjávarútvegi.
Millidómstig verður tekið upp og
hæstiréttur verður í einni deild.
Fallið verður frá hækkun virðis-
aukaskatts á ferðaþjónustuna en
skoðað að taka upp gjald á ferða-
mannastöðum til að standa straum
af kostnaði við viðhald og uppbygg-
ingu þeirra. Þá verður gólf fyrir út-
svar sveitarfélaga afnumið þannig
að þeim verði frjálst að ákveða lág-
markið.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, mun í dag funda með Sig-
mundi Davíð en forseti fól honum
umboð til myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar hinn 30. apríl sl.
Hefst fundurinn klukkan níu.
Að því loknu boða þeir Sigmund-
ur Davíð og Bjarni til blaðamanna-
fundar í héraðsskólanum á Laug-
arvatni kl. 11.15 í dag. Á fundinum
undirrita formennirnir stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnar og kynna efni
hennar.
Morgunblaðið/Golli
Flokksráðið Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir á fundinum í gær.
Færist ekki of mikið í fang
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir vel hafa tekist til við að ná utan um helstu áherslumál flokkanna
Skattkerfið einfaldað ESB-viðræðum hætt Nýr virðisaukaskattur á ferðaþjónustu lagður niður
Morgunblaðið/Kristinn
Miðstjórnarfundur Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna María Sigmunds-
dóttir skrafa við Sigurð Inga Jóhannsson í Rúgbrauðsgerðinni.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég er sáttur og ég vona að báðir
flokkar verði sáttir. Það skiptir máli.
Ég tel að okkur hafi tekist vel upp
með að ná utan um helstu áherslu-
mál beggja flokka,“ sagði Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, eftir að hann kynnti
stjórnarsáttmálann á flokksráðs-
fundi í Valhöll í gærkvöldi. Hann
kvaðst aðspurður telja að lagt væri
upp í samstarf sem gæti varað leng-
ur en þetta kjörtímabil.
„Þessi ríkisstjórn leggur upp með
gott veganesti. Hún hefur ríflegan
meirihluta og góðan málefnalegan
samstarfsgrundvöll. Við erum full
tilhlökkunar að hefjast handa við að
hrinda hugmyndum okkar í fram-
kvæmd. Það er þó rétt að ætla sér
ekki um of á sumarþinginu.“
Þurfa tíma til undirbúnings
Bjarni sagði að ráðuneytin þyrftu
tíma til að undirbúa mál fyrir
sumarþingið, en tilkynnt verður á
fimmtudag hvenær það kemur sam-
an. Hann sagðist ekki búast við
löngu þingi í sumar og sagði rétt að
færast ekki of mikið í fang á því.
„Almennt skiptir máli að ætla sér
ekki um of á kjörtímabilinu og for-
gangsraða rétt. Það er sérstakt
markmið okkar að vinna að meiri
sátt og samstöðu í samfélaginu og
það felur í sér að vera ekki stans-
laust að setja á dagskrá mál sem
engin sátt getur tekist um,“ sagði
Bjarni.
– Hvað verður gert í skuldamál-
um heimila?
„Báðir flokkar lögðu mikla
áherslu á að taka á skuldavanda
heimilanna. Þau eru eitt af lykil-
atriðum stjórnarsáttmálans.“
Ekki endanlega afgreitt
– Á að gera þetta með afskriftum?
„Það er ekki afgreitt endanlega í
stjórnarsáttmálanum heldur er
markmiðunum lýst.“
– Mun skipting ráðuneyta gilda út
kjörtímabilið?
„Maður áskilur sér rétt til að
bregðast við aðstæðum ef upp koma.
Milli okkar Sigmundar hefur verið
gengið frá þessari skiptingu og það
er síðan þingflokka hvors flokks að
samþykkja skiptingu ráðuneyta.
Við höldum blaðamannafund fyrir
hádegi [í dag] og síðan mun ég halda
Sala aðgangs að turnlyftunni í Hall-
grímskirkju skilaði 58 milljónum
króna í fyrra og eru tekjurnar orðnar
kirkjunni mjög mikilvægar.
Jóhannes Pálmason, formaður
sóknarnefndar Hallgrímskirkju, seg-
ir að kirkjan hafi orðið heilmiklar
tekjur af ferðamönnum. Þeir komi
ekki aðeins á sumrin. Þannig hafi
verið stanslaust straumur í vetur og
sú umferð feli í sér aukin útgjöld.
Felur í sér kostnaðarauka
„Gjald fyrir afnotið af turnlyftunni
er 600 krónur en hækkar bráðum í
700 krónur. Við höfum hækkað þetta
gjald svolítið til að afla meiri tekna en
á móti kemur að allur þessi ferða-
mannafjöldi hefur í för með sér heil-
mikinn kostnaðarauka fyrir okkur.
Við erum með fleiri kirkjuverði og
fleira fólk í þrifum og öðru slíku til að
annast þetta allt saman. Það má því
ekki horfa á brúttótöluna sem hrein-
ar tekjur. Það eru heilmikil útgjöld af
mannahaldi og vegna viðhalds á lyft-
unni. Fyrirbyggjandi viðhald á lyft-
unni kostar um 1-2 milljónir kr. á ári
og svo kemur til meiriháttar viðhald á
veturna sem við tökum eftir atvik-
um,“ segir Jóhannes en selja þarf 265
miða í lyftuna á dag til að afla kirkj-
unni 58 milljóna á ári.
Að sögn Jóhannesar hafa þessar
auknu tekjur gert kirkjunni kleift að
halda úti sömu þjónustu á sama tíma
og sóknargjöld hafa dregist saman
líkt og hjá öðrum kirkjum. Þá hafi
tekjurnar gert mögulegt að ráðast í
hreinsun á orgelinu en hún kostar um
40 milljónir. Féð nýtist einnig til að
greiða af lánum vegna viðhalds á
kirkjunni. baldura@mbl.is
Lyftan er himnasending
Turnlyftan í Hallgrímskirkju skilaði 58 milljónum í fyrra
Tekjurnar gera mögulegt að ráðast í viðhald á orgelinu
Morgunblaðið/Ómar
Úr turninum Útsýnið er eftirsótt.
Af öðrum áherslum má nefna
þessar: Krónan verður gjaldmið-
ill þjóðarinnar í fyrirséðri fram-
tíð. Skipuð verður nefnd til að
fara yfir landbúnaðarkerfið og
skoða sóknarfæri varðandi út-
flutning og í því sambandi verð-
ur skoðað hvernig bæta megi
afkomu bænda. Þá verður lögð
áhersla á að fólk geti valið sér
búsetu og fengið grunnþjón-
ustu þar sem það býr. Heilsu-
gæslan verður efld. Lögð verður
frekari áhersla á aðkomu
sveitarfélaga við forgangsröðun
í byggðamálum.
Stofnað verður ríkisolíufélag
í tengslum við olíuleit og síðar
hugsanlega olíuvinnslu á Dreka-
svæðinu. Þá verður stefnt að
því að gera verðtryggingu
óþarfa með betri efnahags-
stjórn og stöðugleika. Verður
jafnframt skoðað að leiðrétta
húsnæðislán með niðurfærslu
og eins í gegnum skattkerfið.
Krónan
gjaldmiðillinn
AÐRAR ÁHERSLUR