Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki er ástæða til að breyta frá fyrri
ákvörðunum um verkframkvæmdir
við nýjan Álftanesveg. Þetta er sam-
eiginleg niðurstaða bæjarstjórnar
Garðabæjar og Vegagerðarinnar í
greinargerð sem lögð var fram á
fundi bæjarráðs í gær.
Greinargerðin var unnin fyrir inn-
anríkisráðherra en hann hafði sent
bænum bréf þann 22. apríl þar sem
hann óskaði eftir því að Vegagerðin
og bærinn færu sameiginlega yfir
forsendur vegarins að nýju og könn-
uðu hvort unnt væri að vinna að sam-
göngubótum í meiri sátt við mál-
svara náttúruverndar.
Minnihlutinn gerði athugasemd
við greinargerðina
Niðurstaða greinargerðarinnar er
sú að engar breytingar hafi orðið eða
séu fyrirhugaðar á skipulagi eða þró-
un byggðar sem breyti forsendum
fyrir færslu Álftanesvegar. Í henni
er því sjónarmiði bæjaryfirvalda í
Garðabæ jafnframt lýst að með sam-
einingu hans við sveitarfélagið Álfta-
nes verði uppbygging í Garðaholti
sett framar í forgangsröðunina en
ella.
Fulltrúar Bæjarlistans og M-
listans í bæjarráði gerðu athuga-
semd við greinargerðina í umræðum
á fundi ráðsins. Engu að síður var til-
laga formanns bæjarráðs um að
greinargerðin yrði samþykkt og
send ráðherra samþykkt. Fulltrúi
M-listans greiddi atkvæði gegn
þeirri tillögu.
Breyta ekki
fyrri áætlun
Umdeild lega nýs Álftanesvegar um
Gálgahraun verður ekki endurskoðuð
Morgunblaðið/Kristinn
Hraunið Umhverfisverndarsinnar
vilja bjarga Gálgahrauni.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður hef-
ur stefnt Kristni E. Hrafnssyni myndlistar-
manni fyrir meiðyrði. Stefnan kemur í kjölfar
ritdeilna Kristins og Ásmundar, sem spratt af
ráðningu nýs rektors Listaháskóla Íslands.
„Ég hef bara ekki haft tækifæri til að
kynna mér þessa stefnu eða fá lögfræðing í
málið. Það hafa allir verið í fríi og ég er alveg
ókunnugur svona málum. Ég er bara að safna
saman gögnum og skoða málið sjálfur,“ segir
Kristinn. „Næstu skref hjá mér verða að finna
mér lögfræðing svo ég geti áttað mig á hver
farvegur svona mála er.“
„Kunnastur fyrir að eyðileggja
listaverk annarra listamanna“
Í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann
8. maí síðastliðinn hafði Kristinn meðal annars
eftirfarandi orð um Ásmund: „Ofan á þetta er
hann kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk
annarra listamanna […].“ Í stefnu krefst Ás-
mundur þess að ummælin verði dæmd dauð og
ómerk. Hann færir meðal annars þær máls-
ástæður að ummæli Kristins séu til þess fallin
að skaða starfsheiður hans og orðspor í lista-
heiminum. Ásmundur krefst einnig að Kristni
verði gerð refsing fyrir brot á 235. grein al-
mennra hegningarlaga, en til vara fyrir brot
gegn 234. grein sömu laga. Þá krefst Ásmund-
ur einnar milljónar króna í miskabætur og
150.000 króna í kostnað til birtingar dómsnið-
urstöðunnar í dagblaði, auk málskostnaðar.
Fallegasta bók í heimi
Kristinn vísar væntanlega í ummælum
sínum til verksins „Fallegasta bók í heimi“,
höfundarverks Ásmundar Ásmundssonar,
Hannesar Lárussonar og Tinnu Grétars-
dóttur, sem var sýnt á sýningunni Koddu í Ný-
listasafninu vorið 2011. Í því verki hafði einu
eintaki bókarinnar „Flora Islandica“ eftir
Eggert Pétursson verið umbreytt á mjög af-
gerandi hátt með því að maka blaðsíðurnar
matvælum. Listamaðurinn Eggert Pétursson
sagði í fréttum útvarpsins á þeim tíma að níð-
ingsverk hefði verið unnið á bókinni á Koddu.
Hart var deilt um sýninguna og einnig um
höfundarrétt og sæmdarrétt listamanna, sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins í apríl 2011.
Verkið Fallegasta bók í heimi var einkum
gagnrýnt og ákvað stjórn safnsins að taka
verkið niður eftir að farið var fram á lögbann
vegna þess.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur
Ásmundar, sagði að með ummælum sínum
hefði Kristinn ekki vísað til neins ákveðins
verks, heldur til þess að Ásmundur væri
„kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk ann-
arra listamanna“. „Af því einfaldlega að lesa
það sem Kristinn skrifar í grein sinni getur
hinn almenni lesandi ekki með neinu móti átt-
að sig á að Kristinn sé að vísa til eins ákveðins
verks, heldur þvert á móti að umbjóðandi minn
geri sér það að leik að eyðileggja verk annarra
listamanna,“ sagði Vilhjálmur.
Stefnir fyrir meiðyrði um listaverk
Ásmundur Ásmundsson hefur stefnt Kristni Hrafnssyni fyrir meiðyrði Segir ummælin til þess
fallin að skaða starfsheiður sinn og orðspor í listaheiminum Krefst milljónar í miskabætur
Morgunblaðið/RAX
Umdeilt listaverk Ásmundur makaði blaðsíð-
ur bókarinnar Flora Islandica matvælum.
EINFÖLD ÁKVÖRÐUN
VELDU
ÖRYGGI
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi 544 5000
Hjallahrauni 4, Hfj 565 2121
Rauðhellu 11, Hfj 568 2035
Fitjabraut 12, Njarðvík 421 1399
Eyrarvegi 33, Selfossi 482 2722www.solning.is
Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti
– UMBOÐSMENN UM LAND ALLT –
Þú paSSaR HaNN
VIÐ PÖSSUM ÞIG
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Erum með allar gerðir
af heyrnartækjum
Fáðu heyrnartæki til reynslu
og stjórnaðu þeim með
ReSound Appinu
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Heyrðu umskiptin og
stilltu heyrnartækin
í Appinu
„Þetta er bara sorglegt en við
erum ekki hætt,“ segir Reynir
Ingibjartsson, formaður
Hraunavina sem hafa barist
gegn því að nýr Álftanesvegur
verið lagður um Gálgahraun, um
niðurstöðu Garðabæjar og
Vegagerðarinnar.
Hann segir að allt hafi verið
gert vísvitandi til þess að hunsa
það sem náttúruverndarsinnar
hafi lagt til í málinu. Þannig hafi
kostir núverandi vegar ekki ver-
ið metnir í greinargerðinni held-
ur aðeins vísað í 10-15 ára
gamla úttekt.
„Dómstólaleiðin er ekki full-
reynd og við erum að skoða
hana. Við viljum fá efnislegan
dóm og að farið verði ofan í
þetta mál frá A til Ö,“ segir
Reynir um hvað samtökin ætli
nú til bragðs að taka.
Dómstólaleið
ekki fullreynd
HRAUNAVINIR