Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Óperuunnendur víða um heim minn-
ast þess í dag að 200 ár eru liðin frá
fæðingu þýska tónskáldsins Rich-
ards Wagner.
Afmælisins hefur verið minnst
með ýmsum hætti, meðal annars
hafa verið gefnar út fjölmargar nýj-
ar bækur um Wagner, blöð hafa
keppst við að birta greinar um tón-
skáldið og nýjar uppfærslur á Nifl-
ungahringnum, fjórföldu óperuverki
Wagners, eru sýndar í óperuhúsum
víða um heim, meðal annars Met í
New York, Covent Garden í London,
La Scala í Mílanó, Bastille í París og
Wiener Volksoper í Vín. Í Þýska-
landi eru um 80 óperuhús og jafnvel
hörðustu aðdáendur Wagners eiga
erfitt með að fylgjast með öllu því
sem er í boði þar í tilefni af afmæl-
inu. Aðdáendur tónskáldsins beina
einkum sjónum sínum að borginni
Bayreuth þar sem Wagner lét reisa
Festspielhaus, óperuhús sem hann
hannaði sjálfur. Sérstakir afmælis-
tónleikar verða haldnir í Fest-
spielhaus í dag undir stjórn Þjóð-
verjans Christians Thielemann og
fluttar verða aríur úr þekkstu
óperum tónskáldsins.
Umdeilt tónskáld
Á tónlistarhátíðinni í Bayreuth,
sem hefst 25. júlí, verður sýnd ný
uppfærsla á Niflungahringnum und-
ir stjórn þýska leikhússtjórans
Franks Castorf.
Fá tónskáld eru talin hafa haft
meiri áhrif á tónlistarsöguna en
Wagner og hann var mjög umdeild-
ur meðal tónlistarunnenda þegar
hann lifði, sumir dýrkuðu hann en
aðrir lögðu fæð á tónlist hans. Hann
var einnig mjög umdeildur vegna
skoðana sinna, meðal annars vegna
haturs hans í garð gyðinga. Adolf
Hitler hafði mikið dálæti á Wagner
og nasistastjórnin notaði verk hans í
áróðursskyni, þannig að þau urðu að
eins konar tákni um sjúklegar
draumsýnir nasista.
Helstu óperur Wagners eru Hol-
lendingurinn fljúgandi, Tannhäuser,
Lohengrin, Niflungahringurinn,
Tristan og Isolde, Meistarasöngvar-
arnir í Nürnberg og Parsifal.
bogi@mbl.is
20 km
Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingu þýska
tónskáldsins RichardsWagner
RichardWagner
Festspielhaus,
óperuhúsið sem
Wagner hannaði,
var opnað árið1876
Fæddist 22. maí 1813 í Leipzig
Wagner dó í Feneyjum
13. febrúar 1883
Tónskáld,
skáld, ritgerðahöfundur
og leikhússtjóri
Hann samdi þrettán
óperur,meðal annars
Tristan og Isolde,
Hollendinginn
fljúgandi, Tannhäuser
og Lohengrin
Árið 1833 varð hann kórstjóri í Wurzburg
þar sem hann samdi fyrstu óperu sína, Álfana
Árið1848 byrjaði hann að semja Niflungahringinn
og lauk við verkið árið 1874
Árið 1871 lét hann reisa
nýtt óperuhús í Bayreuth
og Lúðvík II, konungur
Bæjaralands, fjármagnaði
bygginguna ÞÝSKALAND
Festspielhaus
Bayreuth
500 m
A
9
A 70
Bayreuth
BÆJARALAND
Nürnberg
Haldið upp á 200 ára af-
mæli Richards Wagner
Nýjar uppfærslur á Niflungahringnum víða um heim
Gos er hafið í eldfjallinu Popocaté-
petl í Mexíkó og aska hefur fallið á
bæi í grennd við það. Yfirvöld hafa
aukið öryggisviðbúnað sinn á svæð-
inu og búið sig undir að flytja fólk
frá bæjunum. Popocatépetl er 5.452
metra hátt og um 70 km suðaustan
við Mexíkóborg.
AFP
Eldfjall spúir ösku á bæi
Grænlendingar ákváðu nýlega að
hunsa fund Norðurskautsráðsins til
að mótmæla þeirri ákvörðun Svía,
sem gegnt hafa formennsku í
ráðinu, að leyfa aðeins einn fulltrúa
á ráðherrafundi frá Danmörku.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá
Villy Søvndal, utanríkisráðherra
Dana og forsætisráðherra bæði
Grænlands og Færeyja, er afstaða
Svía gagnrýnd hart. Sagt er að nú
sé unnið að því með Kanada, sem
verða forysturíkið næstu tvö ár, að
finna viðunandi lausn.
„Það er afar mikilvægt fyrir okk-
ur að segja með skýrum hætti að
fyrir okkur er óviðunandi að Græn-
land og Færeyjar – sem ná yfir
minnst 20% af norðurskautssvæð-
inu, fái ekki lengur að taka þátt í
öllum þáttum samningaviðræðna í
Norðurskautsráðinu.“ kjon@mbl.is
NORÐURSKAUTSRÁÐIÐ
Hörð gagnrýni á formennsku Svía
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
www.jens.is
www.uppsteyt.is
Síðumúla 35
Kringlunni og
Íslensk hönnun
Útskriftir 2013
16.300.-
7.600.-
7.900.-
9.400.-
12.700.-
15.900.-
8.300.-
11.900.-
11.400.-