Morgunblaðið - 22.05.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Björgunarmenn leituðu í gær í rúst-
um húsa sem eyðilögðust í fyrradag
þegar öflugur skýstrókur gekk yfir
bæinn Moore, skammt frá Okla-
homa-borg í Bandaríkjunum. Tugir
manna biðu bana í náttúruhamför-
unum, þeirra á meðal mörg börn, að
sögn bandarískra fjölmiðla.
Yfirvöld í Oklahoma-ríki sögðu að
24 lík hefðu fundist á hamfarasvæð-
inu og að talið væri ólíklegt að fleiri
hefðu farist. Áður höfðu bandarískir
fjölmiðlar sagt að óttast væri að um
90 manns hefðu beðið bana, þeirra á
meðal mörg börn undir tólf ára aldri.
Yfirvöld sögðu að minnst 100
manns hefði verið bjargað úr rúst-
unum og yfir 200 manns hefðu slas-
ast af völdum skýstróksins.
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, lýsti yfir neyðarástandi á
svæðinu og sagði að alríkisstofnanir
myndu taka þátt í björgunar- og
endurreisnarstarfinu. Hann lýsti
hamförunum sem einum af mann-
skæðustu skýstrókum í sögu Banda-
ríkjanna.
Á meðal bygginga sem eyðilögð-
ust eða stórskemmdust voru tveir
barnaskólar og sjúkrahús í Moore,
að sögn bandarískra fjölmiðla. Yf-
irvöld létu rýma sjúkrahúsið.
Veðurfræðingar sögðu að sjald-
gæft væri að svo öflugir skýstrókar
gengju yfir bæi í Bandaríkjunum.
„Þeir eru yfirleitt um það bil 100
metrar á breidd og standa oft í fimm
til tíu mínútur,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir Ross Reynolds, veður-
fræðingi við Reading-háskóla. Hann
sagði að skýstrókurinn sem gekk yf-
ir Moore hefði verið um þrír kíló-
metrar á breidd og staðið í 45 mín-
útur. „Það er einstök óheppni að
slíkur skýstrókur skuli hafa gengið
yfir byggt svæði, yfirleitt ganga ský-
strókar yfir landbúnaðarsvæði,“
sagði Reynolds. „Það er skelfilegt
þegar þeir fara yfir borgir eða bæi –
líkurnar á að það gerist eru mjög
litlar.“
Um 1.200 skýstrókar á ári
Veðurfræðingar sögðu að vind-
hraðinn hefði verið óvenjumikill, eða
allt að 90 m/s. Moore og Oklahoma-
borg eru á skýstrókabelti sem nær
frá Suður-Dakóta til Texas. Hamfar-
irnar urðu á svipuðum slóðum og
skýstrókur sem olli mikilli eyðilegg-
ingu í maí 1999. Þá fórust 44 manns,
auk þess sem hundruð manna slös-
uðust og þúsundir húsa eyðilögðust.
Vindhraðinn var meira en 500 km/
klst., eða 140 m/s, og er það mesti
vindhraði sem mælst hefur á yfir-
borði jarðar, að því er fram kom á
fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Þrír af hverjum fjórum skýstrók-
um, sem myndast í heiminum, verða
í Norður-Ameríku. Þeir eru algeng-
astir í Texas en skæðustu skýstrók-
arnir eru algengastir í Kansas. Ský-
strókarnir í Bandaríkjunum
myndast oftast á svæði þar sem
hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa og
hlýtt og þurrt eyðimerkurloft mætir
svölu og þurru lofti frá Klettafjöllum
og sléttum í norðurríkjunum. Flestir
skýstrókanna verða í maí og júní og
algengast er að þeir myndist klukk-
an fjögur til níu eftir hádegi, að sögn
bandarískra veðurfræðinga.
Á hvirfilbyljabeltinu geta mynd-
ast þrír eða fjórir skýstrókar á dag.
Í Bandaríkjunum verða alls um
1.200 skýstrókar á ári, en aðeins um
2% þeirra eru hættuleg, með vind-
hraða yfir 74 m/s. Flestir þeirra
ganga yfir strjálbýl svæði. Banda-
rískir veðurfræðingar segja að ekk-
ert bendi til þess að öflugum ský-
strókum hafi fjölgað vegna
loftslagsbreytinga.
Vegna þess hversu litlir skýstrók-
ar eru um sig samanborið við önnur
veðurkerfi gengur fremur illa að spá
þeim. Varað var við skýstróknum
sextán mínútum áður en hann
myndaðist.
Tugir fórust í hamförunum
Leitað í rústum húsa sem eyðilögðust þegar skýstrókur gekk yfir bæ í Oklahoma-ríki Sjaldgæft
er að svo öflugur skýstrókur gangi yfir byggð svæði í Bandaríkjunum Vindhraðinn allt að 90 m/s
AFP
Eyðilegging Mikið tjón varð í bænum Moore af völdum skýstróks í fyrradag. Spáð var fleiri skýstrókum í Oklahoma, Arkansas, Louisiana og Texas í gær.
Vindhraðinn getur orðið
allt að 110 m/s
Heimildir: NOAA/EncyclopaediaBritannica/NatGeo
Skýstrókar
Skýstrókar myndast þegar þrumuský hefur
orðið til í heitu veðri, oft á vorin eða sumrin
Kalt loft
Ský
Hlýtt loft
1
2
3
4
5
Hlýtt, rakt loft
rís upp frá jörðinni
1
Hlýja loftið mætir köldu, þurru
lofti, hringiða myndast og
leitar niður frá
þrumuskýinu
2
Hringiðan nær
til jarðar
3
Uppstreymið dregur að
sér meira loft sem sogast
upp að skýinu og hringsnýst
4
Skýstrókurinn snýst
á miklum hraða og
getur valdið mikilli
eyðileggingu
5
Skildi eftir sig slóð
eyðileggingar
» Skýstrókurinn lagði mörg
hús í rúst á stóru svæði í bæn-
um Moore, sunnan við Okla-
homaborg, meðal annars
barnaskóla. Eldar kviknuðu,
rafmagnsstaurar brotnuðu og
bílar fuku á hvolf.
» Um 35.000 manns voru án
rafmagns í gærmorgun vegna
náttúruhamfaranna. Íbúar
Moore eru um 55.000.
Stjórnvöld í
Aserbaídsjan við-
urkenndu í gær
að svo virtist sem
úrslit atkvæða-
greiðslu í landinu
vegna Eurovision
hefðu verið föls-
uð. Atkvæði, sem
greidd hefðu ver-
ið framlagi Rúss-
lands í söngva-
keppninni, hefðu ekki verið talin
með af einhverjum ástæðum. Rúss-
land fékk ekkert stig frá Aserbaíd-
sjan en tölur frá aserskum farsíma-
fyrirtækjum benda til þess að
Rússland hefði átt að fá tíu stig.
Málið var ofarlega á baugi á fundi
utanríkisráðherra Rússlands og
Aserbaídsjans í gær. Rússneski
utanríkisráðherrann Sergej Lavrov
lét í ljósi óánægju með talninguna.
„Þegar fulltrúi okkar í keppninni er
rændur tíu stigum erum við ekki
ánægð,“ sagði hann.
EUROVISION
Fulltrúi Rússlands
„rændur tíu stigum“
Fulltrúi Rússa í
Eurovision.
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða-
flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Full búð af
flottum flísum